Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HEILASKAÐIAF VÖLDUM „VÆGRA“ LOKAÐRA HÖFUÐ- ÁVERKA OG „ALVARLEGRA“ HALSHNYKKSAVERKA í ÞESSARI grein vil ég einkum gera að umræðuefni langvinn og/eða varanleg taugasálfræðileg einkenni sem hrjá marga einstakl- inga _sem lent hafa í umferðarslys- um. í flestum tilvikum hafa þessir einstaklingar orðið fyrir beinum höfuðmeiðslum, en í sumum tilfell- um hefur höfuðið sjálft ekki hlotið högg eða slegist við flöt heldur hefur snöggur aflmikill rykkur eða hliðarkast komið á háls og höfuð. í báðum tilvikum verður um röskun á heilastarfi og/eða vefrænan heilaskaða að ræða. í fyrirsögninni eru tvö orð sett í gæsalappir. Það er vegna þess að merking þeirra er ónákvæm, óskilgreind og '* teygjanleg. Þeir einstaklingar sem í hlut eiga hafa yfirleitt hlotið heilahrist- ing með eða án meðvitundarmissis. Hafi þeir misst meðvitund hefur meðvitundarleysi þeirra varað stutt. Þessir sjúklingar hafa oft skamma viðdvöl á undirmönnuðum ' erilsömum bráðadeildum nema önnur líkamleg meiðsl eða vímu- ástand krefjist lengri vistunar. Tölvusneiðmynd af höfði þeirra leiðir yfirleitt ekkert afbrigðilegt éða alvarlegt í ljós. Segulómskoðun af heila er hins vegar líklegri til að nema hugsanlegar breytingar á heilavef, en hana er af ýmsum ástæðum oft erfitt að framkvæma á þessu stigi. Útkoma þessara ein- staklinga á öðrum hefðbundnum læknisfræðilegum mælistikum á heilaskaða, sem mæla lengd með- vitundarleysis (Glasgow Coma Scale) annars vegar og tímabundið minnistap tengt slysinu (post-trau- matic amnesia/ PTA) hins vegar, bendir svo og til þess að höfuð- meiðsl sjúklingsins séu ekki alvar- legs eðlis heldur „væg“ og að hann muni jafna sig á nokkrum vikum »^eða mánuðum. Stór hluti ofan- greindra sjúklinga virðist líka gera það, á einum til þremur mánuðum, án nokkurra læknisfræðilegra inn- gripa. Þessir einstaklingar hverfa aftur til fyrri starfa og tómstunda- iðkana. Það má því segja að þeir séu úr sögunni hvað heilbrigðis- kerfið eða tryggingafélög varðar, þar til þeir lenda í öðru slysi, en þá eru þeir viðkvæmari fyrir heila- skaða en þeir sem aldrei hafa orð- ið fyrir höfuðhnjaski. Akveðinn hluti einstaklinga sem hlýtur lokaða höfuðáverka (30 - 70 af hundraði samkvæmt mis- munandi rannsóknum) er hins veg- __ar ekki svona lánsamur. Þessir ein- staklingar sýna margvísleg vitræn, skynræn, geðræn og félagssál- fræðileg einkenni sem mætti - eðli þeirra samkvæmt - nefna á íslensku höfuðslysa-heilkenni og sem á erlendu máli nefnist post- traumatic symptom-complex eða syndrome. Einkenni þessi fara að koma i ljós vikum eða mánuðum eftir slysið, og þau versna í stað þess að batna þar til þau eru orðin viðvarandi. Tilvist þeirra gerbreyt- ir lífí viðkomandi einstaklings og fjölskyldu hans. Höfuðslysa-heilkenni Undirrituð hefur á síðastliðnum tíu árum gert ítarlegt taugasál- fræðilegt mat á fjölmörgum ís- lenskum og kanadískum einstakl- ingum sem hlotið hafa lokaða höf- uðáverka, mismunandi alvarlega að því er talið hefur verið. Matið hefur yfirleitt verið gert þegar tvö til þijú ár eru liðin frá slysinu. Ef telja ætti upp fjögur einkenni sem nánast allir þessir einstakling- ar hafa kvartað yfir yrðu það án um- hugsunar úthaldsleysi, sfþreyta, einbeiting- arskortur og minnis- truflanir. Fast á hæla þeirra fylgja viðvar- andi höfuðverkir og svefntruflanir. Missir bragðs- og lyktarskyns og svimi einkennir hluta þessa hóps. Reynsla mín af þessum einstaklingum er í samræmi við reynslu annarra taugasálfræðinga og lækna sem hafa meðhöndlað þá. Geðræn einkenni og breytingar á skaphöfn og persónuleika Dr. George P. Prigatano, banda- rískur taugasálfræðingur sem hef- ur meðhöndlað og rannsakað mik- inn fjölda einstaklinga sem hlotið hafa höfuðmeiðsl, hefur skipað geðrænum einkennum og breyt- ingum á persónuleika gróflega í tvo flokka. Brottfallseinkenni (passive symptoms) vísa til skertrar virkni og framtaksleysis einstaklingsins í kjölfar slyssins. Helstu einkennin í þessum flokki eru skortur á frum- kvæði, doði, tregða, athafnaleysi, áhugaleysi, gleðistol, kvíði, spenna, ótti, fælni, öryggisleysi, bölsýni, ofurviðkvæmni, vanmátt- arkennd, þunglyndi, skert kyngeta og áhugi á kynlífi og erfiðleikar við að taka jafnvel smávægilegar ákvarðanir. Fullorðnir einstakling- ar með þessi einkenni verða gjarn- an ósjálfstæðir og óéðlilega háðir öðrum, svo sem foreldrum eða maka. Hvatvísis- eða hömluleysisein- kenni (active symptoms) fela hins vegar í sér skort á sjálfsstjórn, vanstillingu, óþolinmæði, fljót- fæmi, tortryggni, lágan mótlætis- þröskuld, viðkvæmni fyrir hávaða og hljóðáreitum, geðsveiflur, að- sóknarkennd og brenglað raun- veruleikaskyn (psychosis) með ranghugmyndum og jafnvel of- skynjunum. Skyndileg bræðisköst, tilefnislaus heift, tillitsleysi, tilætl- unarsemi, tilfinningaleysi, skert dómgreind, óviðeigandi framkoma og eirðarleysi eru þau einkenni í þessum flokki sem aðstandendur kvarta einkum yfír. Hinir heila- skertu sjálfír kvarta einnig yfir sumum þessara einkenna, svo sem skyndilegum bræðisköstum, van- stillingu og eirðarleysi. En jafnvel þótt viðkomandi geri sér grein fyr- ir sjúklegum einkennum sínum og sé meðvitaður um þá breytingu sem orðið hefur á geðslagi hans, getur hann ekki.unnið bug á ein- kennunum og náð stjórn á sjálfum sér. í flestum tilfellum hefur ein- staklingurinn bland af bæði brott- fallseinkennum og hömluleysisein- kennum, en í sumum tilfellum eru einkenni úr öðrum flokknum ríkj- andi. Vitræn og skynræn einkenni: Margþættir einbeitingarerfiðleikar og athyglisbrestur há þeim hópi einstaklinga sem hér er til um- ræðu. í fyrsta lagi á þessi hópur oft í erfiðleikum með að einbeita sér að ákveðnu verki án þess að láta truflast af ýmsum áreitum í um- hverfinu eða úr eigin hugarfylgsnum. Ein- beitingarúthald er oft skammvinnt. Fólk hefur verkið, byijar ágætlega en hefur síðan ekki úthald til að halda einbeiting- unni vakandi, svo allt fer úrskeiðis. Tvískipt einbeiting er þó það form einbeitingar sem algengast er að valdi þessum einstakling- um tilfínnanlegum erfiðleikum. Hér er átt við getuna til að gera tvennt samtímis, en það erum við stöðugt að gera í öllu lífi okkar og starfi. Það að horfa á sjónvarp- ið og fýlgja efnisþræði en þurfa jafnframt að lesa textann á skján- um; að fýlgjast með því sem kennarinn segir uppi við töflu og skrifa glósur samtímis; að hafa hugann við aksturinn og halda uppi samræðum við farþega er mörgum þessara einstaklinga of- viða. Það er einnig regla frekar en undantekning að talsvert eða veru- lega dragi úr hugrænum hraða hjá þessum einstaklingum. Það má orða það svo að hugsun þeirra verði öll hægari. Erfitt getur verið að meta hvort kvartanir einstaklinga sem hlotið hafa lokaða höfuðáverka og telja sig minnisskerta orsakast af skertri einbeitingu, geðrænum ein- kennum eða hreinu minnistapi. Þegar ítarlegt taugasálfræðilegt mat er gert eru fjölmargar mæli- stikur og sundurgreiningar á minni notaðar. I mínu eigin mati styðst ég við vel yfir þijátíu breytur sem eiga að geta veitt mér upplýsingar um form minnistruflananna, or- sakir og líklega staðsetningu þeirra í heila. Algengar kvartanir hjá þessum hópi fólks eru einnig erfiðleikar við að finna orð í samræðum, til- hneiging til að segja röng orð (önn- ur orð en það ætlaði að segja), til- hneiging til að hætta í miðri setn- ingu og muna ekki hvað maður var að tala um, eða tilhneiging til að „detta út“ eins og margir orða það. Á taugasálfræðilegum prófum koma ennfremur ýmis afbrigðileg skynræn og vitræn einkenni í ljós sem þessir einstaklingar eru ekki endilega meðvitaðir um sjálfir. Lýsing á þeim er fyrir utan ramma þessarar blaðagreinar. Félagssálfræðileg einkenni: Þegar meta á heilaskaða eftir slys eru spurningar um félagslega virkni, aðlögun og einangrun, sam- band og tjáskipti við maka, böm, foreldra, íjölskyldu, vini og vinnu- félaga, svo og um áhugamál og tómstundaiðkanir afar mikilvægar. Á meðal ungmenna er vina- og kunningjamissir í kjölfar höfuð- meiðsla til dæmis algengur. Á vinnustað telja margir sig snið- gengna og setta til hliðar. Hvort tveggja gefur ákveðnar vísbend- ingar um að heilaskaði hafí átt sér stað. En það er ekki aðeins í fé- lagahópnum og á vinnustaðnum sem líf einstaklingsins breytist eft- ir höfuðslys. Undirrituð hefur heyrt afar dapurlegar lýsingar á breyttum tengslum og upplausn í fjölskyldum í kjölfar slysa sem of langt mál yrði að lýsa hér. Frá- sagnir þeirra einstaklinga sem ég hef metið eru um margt ótrúlega svipaðar. Ungir fjölskyldufeður, sem lent hafa í slysum, lýsa því til dæmis hvemig ung böm þeirra sem áður voru hænd að þeim ótt- ist þá nú og feli sig jafnvel þegar þeir koma heim. Eiginkonur þeirra lýsa oft gerbreyttum eiginmanni og elskhuga og riðluðum hlut- verkaskiptum í fjölskyldunni. Hin geðrænu einkenni og persónuleika- breytingar sem lýst var hér að ofan valda hinum heilaskerta ein- staklingi yfirleitt mun alvarlegri félagssálfræðilegum vandamálum en hin vitrænu og skynrænu ein- kenni sem einnig hefur verið lýst. Tekjumissir vegna skorts á vinnu- þreki og úthaldi eða vegna örorku í kjölfar slyssins eykur enn á fé- lagssálfræðilega erfiðleika, ekki aðeins þess sem slasast hefur held- ur allrar fjölskyldu hans. Taugasálfræðilegt mat Taugasálfræðilegt mat má skil- greina sem óbeina mælingu á heilastarfi. Frammistaða próftaka í hinum margþættu verkefnum sem lögð eru fyrir endurspeglar getu hans og vankanta á hinum ýmsu sviðum heilastarfsins. Taugasálfræðilegt mat er þannig athugun á hæfni mismunandi vits- munalegra og skynrænna kerfa innan heilans til að gegna hlut- verkum sínum. Hér ber að leggja áherslu á að jafnvel þótt upplýs- ingar um uppbyggingu heilans liggi fýrir, er tiltölulega óljóst hvemig hann starfar. Þegar taugasálfræðingar leitast við að meta afleiðingar höfuð- áverka og draga ályktanir varð- andi hugsanlegan heilaskaða af völdum hans er æskilegt að allar eftirtaldar upplýsingar liggi fyrir: 1. Lýsing á slysinu og ástandi og atferli viðkomandi við mót- töku á slysadeild; 2. Lýsing á meðferð og niður- stöður læknisfræðilegra rann- sókna sem gerðar hafa verið á viðkomandi allt frá slysi fram til þess tíma að hann kemur í taugasálfræðilegt mat; 3. Upplýsingar um fyrri slys, hugsanlega vímuefnanotkun og annað sem valdið gæti heila- skaða; 4. Nákvæm lýsing nákominna aðstandenda (maka eða for- eldra) á þeim breytingum sem orðið hafa á viðkomandi eftir slysið; 5. Lýsing einstaklingsins sjálfs á þeim breytingum sem hann telur sig nema á sér og þeim breytingum sem orðið hafa á högum hans í kjölfar slyssins; 6. Félags-, skóla- og atvinnu- saga; 7. ítarleg taugasálfræðileg greining. Tilgangur með taugasálfræði- legu mati í kjölfar höfuðslysa er að greina skert og óskert starfs- svið heilans og að meta hvort eðli og umfang þeirrar truflunar á heilastarfi sem hugsanlega greinist sé tilkomin eftir slysið. Tilgátum um batahorfur, starfsþrek, endur- komu á vinnumarkað, fyrri tóm- Dr. Þuríður J. Jónsdóttir stundaiðkanir og fyrirsjáanlega félagslega erfiðleika er varpað fram. Hlutverk taugasálfræðings er einnig mikilvægt í æskilegri endurhæfingu sem nær bæði til vitrænna og geðrænna þátta í fari hins heilaskerta einstaklings (cognitive rehabilitation). í Banda- ríkjunum og Kanada eru nú fjöl- margar stofnanir sem sérhæfa sig í meðferð þeirra einstaklinga sem hlotið hafa lokaða höfuðáverka. Við taugasálfræðilega greiningu eru lögð fyrir margþætt prófverk- efni og spurningalistar. Spurn- ingalistar eru einnig oft lagðir fyr- ir aðstandendur. ítarlegt taugasál- fræðilegt mat tekur um það bil 4 til 6 klukkustundir, en stundum er styttra mat látið nægja. Það er taugasálfræðingsins að meta hversu ítarlegt matið þarf að vera í hveiju einstöku tilviki, en sú ákvörðun byggist meðal annars á þeim upplýsingum sem liggja fyrir og greint er frá hér að framan. Taugasálfræðilegt mat felur í sér að skoðaðir eru ýmsir grundvallar- þættir heilastarfs, svo sem: Ein- beiting og hugrænn hraði; áttun, vinnsluminni og almenn vitræn geta á bæði yrt (tengt máli) og óyrt (tengt rúmvídd, formum og flötum) efni, þar sem vitrænt starf framheilans er skoðað alveg sér- staklega; margir þættir minnis; málskilningur og tjáning, lestur, skrift og reikningur; sjónræn úr- vinnsla, skyn- og hreyfigeta; (ó)eðlilegur munur á starfi heila- hvela. Niðurstöður úr hinum ýmsu prófþáttum eru bornar saman inn- byrðis (einstaklingurinn er borinn saman við sjálfan sig) og við hóp heilbrigðra (í mörgum þáttum samkynja) jafnaldra, og einnig eru tekin mið af lengd skólagöngu og starfssviði. Mikilvægt er að hafa sem nákvæmastar upplýsingar um hæfíleika og getu viðkomandi fyrir slysið, og því eru þær upplýsingar sem taldar eru upp hér að framan afar mikilvægar. Tryggingasvik og slysabætur: Þegar um bótamál, örorkumat eða annan íjárhagslegan ávinning er að ræða í kjölfar slysa er að sjálf- sögðu mikilvægt að geta séð í gegnum hugsanlega tilburði fólks við að gera sér upp, magna eða ýkja sjúkdómseinkenni sín. í taugasálfræðilegu mati eru ýmsar leiðir og mælistikur til að ganga úr skugga um uppgerð. Undirrituð telur að í flestum tilvikum sé auð- velt að greina slíkt sé ítarlegt taugasálfræðilegt mat gert. Það mætti orða það svo að mikillar taugasálfræðilegrar þekkingar væri krafist ef sýna ætti sannfær- andi taugasálfræðilegt svarmynst- ur sem væri í samræmi við aðrar fyrirliggjandi upplýsingar og at- ferli viðkomandi próftaka. Það er vissulega reynsla mín, og fjöl- margra annarra vísindamanna, að einstaklingum sem hlotið hafa höf- uðáverka eða alvarlega háls- hnykksáverka er meira virði að hljóta bata en bætur, og það á einnig við um fjölskyldur þeirra. Að sjálfsögðu má finna hér undan- tekningar, en ég tel þær fáar. Líffræðilegar orsakir höfuðslysa-heilkenna Það yrði of langt mál og óþarf- lega fræðilegt fyrir hinn almenna lesanda þessarar greinar að lýsa á nokkum tæmandi hátt þeim vef- rænu og lífefna- og lífeðlisfræði- legu breytingum sem eiga sér stað við höfuðáverka og valda geðræn- um, skynrænum- og vitrænum ein- kennum. Stutt lýsing á eðli og stað- setningu þessara breytinga í heil- anum er þó óhjákvæmileg. Svo virðist sem taugasímar, sem bera boð á milli taugafruma í heila og heilastofni, séu afar viðkvæmir fyrir hvers kyns höggum, snúningi og misgengi. Þeir þola einnig illa að kremjast og teygjast. Einkum á þetta við um langa taugasíma, en þá er einkum að finna í hinum svokölluðu hvelatengslum, sem bera boð á milli hinna tveggja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.