Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga kvikmyndina „Last Dance“ með Sharon Stone og Rob Morrow í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Bruce Beresford. Myndin er frumsýnd samtímis hér á landi og í Bandaríkjunum. Dauði konu nálgast KVIKMYNDIN „Last Dance“ fjallar um dauðarefsingu, efni sem Bandaríkjamönnum er ofarlega í huga. Óvenjulegt er við myndina að söguhetjan er kona. Það leikur ekki vafi á því að Cindy Liggett (Sharon Stone) hefur gerst sek um glæpinn sem hún hefur verið dæmd til dauða fyrir. í 12 ár hefur hún beðið dauða síns í dauðadeild ríkisfang- elsisins en stefnumóti hennar og böðulsins hefur margsinnis verið frestað. Ríkisstjórinn hefur marg- sinnis frestað aftökunni og marg- ur vonameistinn hefur kviknað en reynst vera villuljós. Nú er svo komið að Cindy er tilbúin að mæta þeim örlögum sem ekki virðast umflúin. Hún hefur búið sig undir að mæta dauðanum en ekki undir það að tengjast ungum lögfræðingi, sem er nýráðinn til starfa hjá náðunar- nefnd ríkisins og skýtur skyndi- lega upp kollinum, sannfærður um að við upphaflegu réttarhöldin í máli Cindy hafi verið gerð mis- tök sem leiddu til óréttláts dóms. Rick Hayes (Rob Morrow) fékk það verkefni að fara yfir skjöl málsins en dróst fyrst að málinu og svo að Cindy þegar hann hitti hana augliti til auglitis og sann- færist endanlega um að refsingin sé ekki í neinu samræmi við glæp- inn. Rick ákveður að helga sig allan þeim málstað að bjarga lífi Cindy og fá dóminn mildaðan en tíminn er naumur og stuðnings virðist ekki vera að vænta frá ríkisstjór- anum sem lætur réttlætiskennd- ina ekki þvælast fyrir sér heldur hyggst nota yfirvofandi aftöku sér til pólitísks framdráttar. Spennan og óvissan verður til þess að þjappa Rick og Cindy nánar sam- an. Þversögnin er sú að þrátt fyr- ir allt er Cindy tákngervingur þess sem gervallt fangelsiskerfið ætti e.t.v. að stefna að. Inn í fang- elsið kom hún hálftryllt eftir að hafa verið misnotuð af fólki sem hefði átt að annast hana en bíð- andi dauðans innilokuð hefur henni tekist að verða heil og heil- brigð manneskja. „í raun og veru er „Last Dance“ saga um endurlausn en hún er líka ástarsaga," segir Steven Haft, framleiðandi myndarinnar. Hann er jafnframt höfundur sög- unnar ásamt Ron Koslow, sem skrifaði handritið. Sharon Stone segir að það sé þema sem gangi eins og rauður þráður í gegnum myndir leikstjórans Bruce Beres- ford, að ástin geti gert það sem virðist óbærilegt þolanlegt. Steven Haft, framleiðandi myndarinnar, framleiddi áður m.a. „Dead Poet’s Society". Hon- um finnst það ekki fjarstæðu- kennt að ætla fólki að leggja trún- að á að jafnfögur leikkona og Sharon Stone geti vakið samúð sem dauðadæmdur morðingi. Undanfarna áratugi hefur aðeins 1 kona verið tekin af lífi í Banda- ríkjunum og 47 konur eru meðal þeirra hundruða sem bíða aftöku í fangelsum um Bandaríkin þver og endi- löng. Framleiðendumir segja að flestar þeirra kvenna sem bíða lífláts séu hvítar og á fertugs- aldri, rétt eins og Sharon Stone. Sjálf eyddi Stone tíma á dauðadeild í kvennafangelsi. „Það var hálfgert áfall að hitta þama vel lesnar, áhuga- verðar og aðlaðandi kon- ur, sem maður hefði frek- ar búist við að hitta fyrir utan einhvem skólann að bíða eftir börnum." Hún og að- standendur myndarinnar fullyrða að í Bandaríkjunum bíði aftöku konur sem hafa ekki verið innan- CINDY Liggett (Sharon Stone) hallar sér að lögfræðingnum Rick Hayes (Rob Morrow) meðan hún bíður aftökunnar sem virðist óumflýjanleg. iðum bakgrunni. Auk Sharon Stone eru í aðal- hlutverkum í myndinni Rob Morro'w, sem sjón- varpsáhorfendur kannast við úr að- alhlutverki sjón- varpsþáttanna á Norðurslóð og einnig úr kvik- myndinni „Quiz Show“. Þá má nefna gamla brýn- ið Randy Quaid og Peter Gallagher, sem síðast lék kærasta Söndra Bullock í „While You Were Sleeping". Á LEIÐ til aftöku. búðar hjá lögreglu og í fangelsum heldur framið einn glæp, sem oft á sér raunveralegar skýringar í fjölskylduumhverfi þeirra og erf- FERILL Sharon Stone tók stökk- breytingu þegar hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna snemma á þessu ári fyrir leik sinn í myndinni „Casino" eftir Martins Scorsese. í þokkabót vann hún til Golden Globe-verðlaunanna fyr- ir leik sinn í sömu mynd. Með „Cas- ino“, 37. kvikmyndinni sem hún lék í, sannaði Stone að hana bæri að taka alvarlega sem leikkonu; hún hefði ekki náð langt út á andlitið og vöxtinn einan. Stone er fædd 10. mars 1958 í Mead- ville í Pennsylvaníu og þar hófst ferill hennar með fyrirsætustörfum og sigri í fegurðarsamkeppnum. Hún flosnaði upp úr námi í skriftum og leiklist og flutti til New York þar sem hún fór að vinna fyrir Eileen Ford og kynnti meðal annars Diet Coke og Revlon. Fyrsta kvikmyndahlutverk hennar var í „Stardust Memories“ (1980) eftir Woody Allen, hlutverk konu sem Woody hrífst af þegar hann sér henni bregða fyrir í lest. Næsta áratug lék hún í 11 myndum sem færðu henni lít- inn frama, en þeirra á meðal eru „Bol- ero“, „Police Academy 4“ og Námur Salómons konungs. Stone, sem var ábyrgðarfull ung stúlka, duglegur námsmaður og hreint engin heimsk ljóska, tókst svo að nýta sér til fullnustu möguleikana sem gáf- Ekki bara ljóska SHARON Stone, súperstjarna. ust þegar hún fékk hlutverk sem eigin- kona Arnold Schwarzeneggers í „Total Recall“ (1990). Hún fékk í kjölfarið þokkaleg hlutverk í nokkrum myndum en eftir að nektarmyndir birtust af henni í Playboy þótti hún tilvalin í aðal- hlutverkið í „Basic Instinct" (1992) á móti Michael Douglas. Myndin sló ræki- lega í gegn og síðan hefur Stone verið ein eftirsóttasta íeikkonan í Hollywood. Hún þykir þó ekki hafa haft heppn- ina með sér við val á hlutverkum þar til nú, en meðal mynda sem hún hefur leikið í á eftir „Basic Instinct“ eru „Sliv- er (1993), „Intersection“ (1994) og „The Quick and the Dead“ (1995). Scorsese breytti miklu Eftir að það spurðist að hinn virti og dáði Martin Scorsese hafði valið Stone til að leika á móti Robert De Niro í „Casino" gerðisttvennt; launin sem talið er að hún muni framvegis geta sett upp fyrir hverja mynd hækk- uðu um 2 milljónir dala og henni buð- ust tvö burðarmeiri hlutverk en áður hafði gerst. Annars vegar í „Last Dance“ og hins vegar í „Diabolique", endurgerð klassískrar spennumyndar, sem er verið að frumsýna vestanhafs um þessar mundir. BRUCE Beresford ásamt Sharon Stone. Segir sögur um samskipti BRUCE Beresford er einn þeirra Ástrala sem vöktu athygli í Evrópu og Bandaríkj- unum fyrir kvikmyndir sínar á áranum í kringum 1980. Mynd- in sem gerði Beresford frægan var Breaker Morant og fyrir hana fékk hann óskarsverð- launatilnefningu og tilboð um að flytja til Hollywood. Þar hefur hann síðan komist í álit með myndum á borð við Dri- ving Miss Daisy, Tender Mer- cies og Crimes of the Heart. Beresford er frá Sydney og fór að loknu háskólanámi { heimaborginni að vinna hjá Ríkissjónvarpi Ástrala. Síðan vann hann um tíma við að klippa nígerískar kvikmyndir á vegum þarlendra stjórnvalda og síðan hélt hann til Bretlands þar sem hann varð stjórnandi þjá Bresku kvikmyndastofnun- inni. Eftir fimm ára dvöl í Bret- landi hafði Beresford fengið nóg af opinberri Qölþjóðlegri þjónustu og sneri til heima- landsins árið 1971. Þar fór hann að leikstýra kvikmyndum í fullri lengd. Fljótlega varð hann einn þekkt- asti leikstjóri landsins. Hann vann æðstu viðurkenningu þar- lendra leikstjóra árið 1976 fyr- ir myndina Don’s Party og árið eftir var mynd Beresford, Gett- ing of Wisdom, send til Cannes. Það var þó fyrst árið 1982 með Breaker Morant að Beres- ford vakti alþjóðlega athygli og óskarsverðlaunatilnefningu og tilboð frá Hollywood. Þar á bæ reið hann á vaðið með glæsilegum hætti í myndinni Tender Mercies. Robert Duvall fékk óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki og myndin sjálf var tilnefnd til verðlaunanna. Kvikmyndaakademían taldi svo Beresford hafa leikstýrt bestu mynd ársins 1989 þegar Driving Miss Daisy fékk stytt- una eftirsóttu og Jessica Tandy auk þess verðlaun bestu leik- konu. Af öðrum kvikmyndum sem skapað hafa Bruce Beres- ford orðspor má nefna Black Robe (1991) og síðast gerði hann Silent Fall, þögult vitni, með Richard Dreyfuss, sem sýnd var í kvikmyndahúsunum hér nýlega. Beresford hafa hins vegar verið nokkuð mislagðar hendur og myndum á borð við Mr. Johnson, A Good Man in Africa, King David, og Her Alibi verð- ur seint hampað. Það breytir þó ekki því að sem kvikmynda- leikstjóri á Beresford gott með að segja sögu, ekki síst sögu sem fjallar um sambönd og samskipti milli fólks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.