Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hagiir F æreyinga vænkast if p i iMírtif j! KREPPUNNI í Færeyjum er lokið, að minnsta kosti opinberlega. Þorskstofn- inn hefur tekið óvæntan kipp upp á við, hægt og hægt dreg- ur úr atvinnuleysi, launagreiðslur aukast stöðugt, fasteignaverð í Þórshöfn fer hækkandi og ekki er lengur fólksflótti úr landi. Það hefur mikið breyst frá því fyrir þremur árum, er kreppan stóð sem hæst. Færeyjingar sáu enga leið út úr kreppunni aðra en þá að flýja land og jafnvel var rætt um það í fullri alvöru að yfirlýsing um þjóðargjaldþrot væri raunhæfur val- kostur. Nú er annað hljóð í strokknum. Efnahagslífíð rétti úr kútnum á síð- asta ári og á þessu ári standa vonir til að uppsveiflan verði nokkur. Launagreiðslur jukust um 7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Jafnt landsstjórnin sem æðstu menn bankakerfisins hafa gefið út opin- berar yfirlýsingar um að kreppunni sé lokið. Það má hins vegar spytja hversu raunverulegur og ekki síst traustur þessi efnahagsbati sé, þar sem hann byggir nær einvörðungu á auknum þorskveiðum. Sjávarútvegur er und- irstaða alls í Færeyjum og nemur útflutningur sjávarafurða 98% af heildarvöruútflutningi eyjanna, þeg- ar eldisfiskur er talinn með. 2% eru vegna frímerkjasölu til útlendinga. Veiði umfram ráðleggingar Færeyingar hafa skuldbundið sig, í samningaviðræðum við Dani, til að fylgja eftir alþjóðlegum ráðlegg- inum varðandi heildarveiði. Tvö síð- ustu ár hafa þeir hins vegar veitt umfram þær ráðleggingar. Fær- eyskir sjómenn segja hins vegar að þeirra stærsti vandi sé að allt sé fullt af þorski á miðunum í kringum Færeyjar. Þó að þeir hyggi á veiðar á öðrum tegundum en þorski verða þeir að ráða yfir lágmarkskvóta á Mikil umskipti hafa átt sér stað í færeysku efna- hagslífi á skömmum tíma. Þorskstofninn virðist mun stærri en fiskifræðingar áætluðu en hrun hans var helsta ástæða færeysku kreppunanr. Steingrlmur Sigurgeirsson kynnti sér ástandið í Færeyjum, stöðu fiskveiðimála og fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar. þorski vegna aukafla. Þar sem að allt er fullt af þorski, eru flestir sjó- menn löngu búinn með sína kvóta og liggja fjölmargir bátar því við landfestar. Annaðhvort verða menn að hætta veiðum eða þá að bijóta lögin og henda afla eða umskíra fiskinn. Það er opinbert leyndarmál í Færeyjum að töluvert magn af þorski skiptir um nafn- í erlendum höfnum. Er nú verið að rétta í þrem- ur slíkum málum í Færeyjum. Það er óumdeilanleg staðreynd og viðurkennd af fiskifræðingum að mun meira er af þorski á Fær- eyjamiðum, en spáð hafði verið. Spár einkennast af óvissu Jákup Reinert, aðstoðarforstjóri færeysku hafrannsóknarstofnunar- innar, segir spár stofnunarinnar varðandi þorskstofninn einkennast af ákveðinni óvissu þessa stundina. „Það hafa átt sér stað það miklar breytingar í lífríkinu að líkön okkar ná ekki nægilega vel yfir þær,“ seg- ir hann. Þorskstofninn minnkaði verulega á níunda áratugnum vegna slæmrar nýliðunar og var í sögulegri iægð í byijun þessa áratugar. Voru allir árgangar á árunum 1983-1993 lé- legir ef árgangurinn 1987 er undan- skilinn. Ástæðan var breytingar í lífríkinu auk ofveiða. Upp úr 1990 hrundu hins vegar veiðarnar og voru á tímabili sambærilegar við fiskveiðar á meðan á síðari heims- styijöldinni stóð. Svo virðist sem lífríkið hafi byijað að ná jafnvægi á ný 1991-1992 og svifmagn í sjónum jókst. „Við erum nú komin með einn góðan árgang en það skýrir ekki þá aukningu, sem greinilega hefur orðið á stofninum. I fyrstu var talið að fiskurinn væri einungis aðgengi- legri en áður. Þar sem að þetta hefur haldið áfram ailt fram á þetta ár er þó ljóst að um raunverulega aukningu er að ræða, um það eru allir sammála. Ef fyrri spár hefðu verið réttar og þorskurinn einungis aðgengilegri nú væri búið að veiða alian stofninn. Einfaldasta skýring- in væri sú að um væri að ræða þorsk er gengið hefði af íslandsmið- um eða úr Barentshafi. Sú er hins vegar ekki raunin og við sjáum vöxt í öllum árgöngum. Við göngum nú út frá þeirri kenningu að þorskurinn hafí sjálfur gripið til friðunarað- gerða og dreift sér um mun stærra svæði en dæmi eru um áður vegna minna ætis í sjónum. Þegar svif eykst á ný þjappar hann sér aftur saman.“ Reinert segir færeyska fiskifræð- inga því vera í þeirri ánægjulegu stöðu að hafa verið of varfærnir í spám sínum. En hvað olli þessari breytingu í lífríkinu? Það vita menn ekki fyrir víst þó nokkuð öruggt sé að hafstraumarnir skiptu mestu máli. Sumir tengja þetta við að Golfstraumurinn hafi verið veikari á þessu tímabili og aðrir benda á að kaldir straumar úr Barentshafi, sem venjulega halda sig í nokkurri fjarlægð frá Færeyjum fóru alveg upp að ströndum þeirra. Einnig eru uppi getgátur um að öflugir haf- straumar og mikill vindur á árunum 1988-89 hafi svipt æti í kringum Færeyjar í burtu. Undir eðlilegum kringumstæðum tryggja haf- straumar að æti í lífríkinu haldist á ákveðnu svæði. Hefur náð ásættanlegri stærð En hvað sem öllum vangaveltum líður segja fiskifræðingar ijóst að þorskstofninn sé nú búinn að ná ásættanlegri stærð þó svo að þeit' mæli með því að menn sýni aðgát þar til hin raunverulega stofnstærð liggur fyrir. Enn sem komið er þá er 93-árgangurinn eini góði árgang- urinn, sem vitað er um og ýmislegt bendir til að árgangarnir 1994 og 1995 séu ekki jafnstórir. Þrýstingurinn á auknar veiðar er hins vegar gífurlegur og tilhneiging- ar hefur gætt hjá stjórnmálamönn- um að láta undan þeim þrýstingi. Undanfarin tvö ár hafa veiðar verið í algjöru hámarki miðað við ráðlegg- ingar fiskifræðinga. Fyrir rúmum tveimur árum var tekið upp kvótakerfi á Færeyjum en þegar frumvarp þess efnis var samþykkt í Lögþinginu þá var ákvæði um að kvótarnir yrðu fram- seljanlegir fellt úr. Það hefur haml- að nauðsynlegri hagræðingu í fær- eyskum sjávarútvegi og er að auki ekki nógu sveigjanlegt að mati margra. Á síðasta ári var skipuð nefnd til að vinna tillögur að nýju skipulagi fiskveiðistjórnunar og var það niður- staða hennar, að taka bæri upp eins konar sóknarstýringu. Frumvarpið nýtur stuðnings jafnt flestra stjórn- málamanna sem hagsmunaaðila og er nú til meðferðar hjá Lögþinginu. „Grundvöllur þessa kerfis, það er hversu mikið má veiða, er sá sami og í kvótakerfinu. Við förum eftir alþjóðlegri ráðgjöf fiskifræðinga en umreiknum tonnaflöldann yfir í veiðidaga,“ segir Ivan Johanessen, sjávarútvegsráðherra Færeyja. Veiðidögunum verður síðan úthlutað á grundvelli veiðreynslu síðustu tíu ara. Ókostir kvótakerfis „Helsti ókostur kvótakerfisins var að það kom ekki í veg fyrir að fiski væri hent fyrir borð. Veiðidagakerf- ið hefur enga slika ókosti. Það er nauðsynlegt að fiskveiðistjórnunin tryggi-að öllum fiski sé landað." Næsta kvótaár átti að heijast þann 1. september nk. en sam- kvæmt þeirri tillögu sem nú er ver- ið að ræða mun fyrsta veiðidaga- tímabilið hefjast þann 1. júní og vara í fimm ársfjórðunga eða til 31. ágúst 1997. „Við sjáum nú fram á að nær allir bátar i Færeyjum munu liggja við landsfestar innan skamms vegna kvótaleysis. í litlu samfélagi sem byggist 99% á fiskveiðum er ekki hægt að láta flotann liggja aðgerða- lausan mánuðum saman,“ segir Johannessen. Eiginkonur valdamanna í Rússlandi hafa að öllu jöfnu lítið verið í sviðs- Ijósinu. Þessu hefur Borís Jeltsín forseti nú breytt og Naína kona hans lýsir heimilislífinu í viðtölum í von um það gagnist bóndanum í kosningabaráttunni. ÞEGAR Borís Jeltsín Rúss- landsforseti kemur heim eft- ir erfiðan vinnudag í Kreml er það eiginkonan, Naína, sem tekur á móti honum og stjanar við hann. Hún hugar að fötunum, ijarlægir pennann og dagbókina, oft finnur hún launin hans í einum vasanum. „Þegar hann fær launin stingur hann þeim í bijóstvasann, ég strauja fötin hans og þá fjarlægi ég pening- ana,“ segir hún. „Ef launin eru ekki í vasanum hefur hann ef til vill eytt þeim í gjafir. Ég spyr einskis". Forsetaframbjóðendur í Rúss- Iandi leita nú allra leiða til að treysta stöðu sina. Kommúnistinn Gennadí Zjúganov hefur mest fylgi í flestum skoðanakönnunum fyrir kosning- arnar sem verða í júni en baráttan fer mjög harðnandi. í grein í Inter- national Herald Tribune segir að Jeltsín, sem hefur sótt sig mjög í könnunum að undanförnu, reyni nú að láta sem mest á fjölskyldu sinni bera. Eiginkona hans er verkfræði- menntuð eins og Jeltsín, þykir lítil- lát og jafnvel auðmjúk gagnvart Forsetaframbjóðendur í Rússlandi huga að ímyndinni Eiginkona Jeltsíns höfðar til íhaldssamra kjósenda NAINA Jeltsín (t.h.) sést hér smyija samlokur með Bar- böru Bush, þáverandi forsetafrú í Bandaríkjunum, er rúss- nesku forsetahjónin heimsóttu Bandaríkin. Stjórnmála- skýrandi í Moskvu segir að Naína Jeltsín sé hin dæmi- gerða, rússneska eiginkona í augum margra kjósenda. Hún höfði til íhaldssemi þeirra og minni meira á Barböru Bush en Hillary Clinton. Fegruð mynd bónda sínum, sýnir honum algera holl- ustu og aðdáun. Margir Rússar kenna Jeltsín um versnandi lífskjör á flestum sviðum síð- ustu árin, glæpafárið í borgunum og van- mátt ríkisins á al- þjóðavettvangi. Það vakti á sínum tíma mikla athygli er Na- ína sagðist hafa verið því andvíg að hann byði sig fram á ný. „Forsetinn hefur þrælað sér út fyrir Rússland,“ sagði hún. „Hann tók við ríki með tóma sjóði. Mannréttindi voru engin, löggjöf í mol- um. Hann varð að strita til að reisa landið við“. Ljóst var að hún óttaðist um heilsu Jeltsíns sem hefur fengið nokkur hjartaáföll. Er forsetinn ákvað samt sem áður að bjóða sig fram til endurkjörs var stuðningur Naínu ótvíræður, þrátt fyrir fyrri efasemdir. Fjölskylduímyndin sem verið er að búa til er sykursæt og dauð- hreinsuð af allri gagnrýni sé miðað við vestrænar hefðir. Ekkert er minnst á hjartveiki Jeltsíns eða drykkjuskap hans, með öliu er óljóst hve mikil áhrif eiginkon- án hefur á forsetann. Rússneskum almenn- ingi finnst samt sem áður allmikið til um þessa umfjöllun vegna þess að engin hefð er fyrir því að einkalíf valdahaf- anna, hvort sem var í tíð kommúnista eða keisara, væri til sýnis með þessum hætti. Raisa Gorbatsjov, eiginkona síðasta sovétforsetans, var raunar mjög í sviðs- ijósinu um árabil en mörgum Rússum fannst hún of ágeng og yfirlætisleg. Naína Jeltsín er af öðrum toga, forseta- hjónin hafa miklu fremur yfirbragð alþýðufólks. Áðurnefndar athugasemdir Na- ínu um fatnað eiginmannsins komu fram í 12 mínútna löngu sjónvarps- viðtali hjá sjálfstæðu stöðinni NTV sem styður Jeitsín en hundsar að mestu Zjúganov. Einlægni forseta- frúarinnar og tilgerðarleysi þóttu koma vel í ljós. Hún var hefðbundin í klæðaburði, sat með tebolla og rabbaði um eigimanninn og almenn- ing í landinu, sagði frá sumarleyfum fjölskyidunnar, útilegum og róðrar- ferðum. Hún lýsti matargerðarlist Jeltsíns, - honum finnst gaman að elda fylltan fisk - og sagði með hrifningu frá því hve áhugasamur hann væri um að leggja á borð. Venjulegl land „Ef búinn er til mælikvarði með Hillary Clinton á öðmm endanum ög Barböru Bush á hinum held ég að Naína Jeltsín sé miklu nær Bar- böru Bush,“ sagðf Leoníd Gozman, pólitískur ráðgjafi Jegors Gajdars, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ra- ísa var ekki mjög vinsæl í Rúss- landi á sama hátt og Hillary vekur mjög blendnar tilfinningar í Banda- ríkjunum. Ég hygg að Naína reyni að hjálpa honum [Jeltsín] með því að höfða sem mest til íhaldsamra kjósenda. Hún er íhaldssöm í útliti. Hún er hefðbundin rússnesk kona, amma, ekki virk í stjómmálum. Hún býr sjáif til matinn heima hjá sér.“ Gozman er ánægður með að fjöl- skyldumál forsetans séu sett í önd- vegi „ekki vegna þess að það tryggi forsetanum sigur en Rússland virð- ist nú vera að líkjast æ meir venju- lega landi. Það er eðlilegt fyrir þjóð- arleiðtoga að sýna að hann sé hluti af fjölskyldu". Yngsta dóttir þeirra hjóna, Tat- iana Jeltsín, hefur nú tekið til starfa á kosningaskrifstofu hans og gegnir starfi ráðgjafa. Hafa stjórnmálaský- rendur velt því fyrir sér að fjölskyld- an hafi haft áhyggjur af því að for- setinn fengi slæma ráðgjöf. „Ég verð alls staðar - hvarvetna þar sem veikur hlekkur finnst“, sagði Tat- iana í viðtali við tímaritið Ogonjok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.