Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HUGMYNDIN með stofnun Nor- ræna fjátfestingabankans, NIB, á sínum tíma var að auðvelda norrænum lántökum hagstæða lánsöflun á alþjóða- mörkuðum. Þetta hefur gengið eftir þar sem bankinn hefur hæsta láns- mat hjá alþjóðlegum matsfyrirtækj- um eins og Moody’s og Standard & Poor. Hvað íslendingum viðvíkur þá hafa þeir tekið níu prósent af heild- arútlánum bankans og bankinn _er stærsti erlendi lánveitandinn á ís- landi, þannig að 11-12 prósent af erlendum skuldum íslendinga eru við bankann. Jón Sigurðsson, aðal- bankastjóri Norræna fjárfestinga- bankans, sat á sínum tíma í undir- búningsnefnd að stofnun hans fyrir meira en tuttugu árum, sat í stjórn- arnefnd hans fram til 1987, en tók við stjórn hans í ársbytjun 1994. Höfuðstöðvar Norræna fjárfestinga- bankans eru í Helsinki í Finnlandi. Sylla í fuglabjargi heimsviðskiptanna Að sögn Jóns Sigurðssonar er verkefni bankans að veita fjárfest- ingarlán til að efla hagvöxt á Norð- urlöndum og þá um ieið atvinnulífíð með samþættingu þess. Verkefnin, sem fjármögnuð eru, má flokka í sex flokka: Samstarf eða samruna fyrir- tækja yfir landamæri, innviðafram- kvæmdir, einkum á sviði samgöngu- og orkuframkvæmda, umhverfís- bætandi framkvæmdir, rannsóknar- eða þróunarstarf norrænna fyrir- tækja, verkefni er tengjast nýjum framleiðsiugreinum, tækni eða sókn á nýja markaði og að lokum nor- rænn verkefnaútflutningur. Á árinu 1995 jukust útlán bankans um 60 prósent, bæði vegna aukinna fjár- festinga atvinnuveganna á Norður- löndum og nýrra verkefna, sem bankinn sinnir. Um 83 prósent útistandandi lána eru til verkefna innan Norðurlanda, en 17 prósent til landa utan þeirra, þar af helmingur til Asíulanda og enn helmingur af því til Kína. Það er ekki síst í lánveitingum utan Norðurlanda, sem bankinn hefur fært út kvíarnar að sögn Jóns. „Bankinn er ekki þróunaraðstoðar- stofnun. Við veljum verkefnin vand- lega eftir arðsemi og lánstrausti. I fyrra bættust nokkur ný lönd í hóp landa, sem fá verkefnalán frá NIB, svo sem Slóvakía, Slóvenía, Eistland, Marokkó og Filipseyjar og við gerð- um fyrstu samningana við Pólland, Suður-Afríku og Mexíkó. Áður lánaði bankinn aðeins með ríkisábyrgð utan Norðurlanda, en vorið 1994 var ákveðið að bankinn gæti einnig lánað til einkafram- kvæmda á sviði innviðafram- kvæmda, þar sem um er að ræða samstarf einkafyrirtækja og opin- berra aðila. NIB lánar oftast til slíkra verkefna í samstarfi við banka eins og Evrópska endurreisnar- og þró- unarbankann, EBRD, Alþjóðabank- ann, IBRD og Þróunarbanka Asíu, ADB. Auðvitað eru slík lán áhættu- samari en lán gegn ríkisábyrgð, en á öllum vaxandi mörkuðum er greinileg breyting í þá átt að verk- efni, sem áður voru eingöngu unnin á vegum hins opinbera eru nú af hendi leyst með þátttöku einkaaðila. NIB taldi því nauðsynlegt að taka mið af þessu til að geta veitt norræn- um fyrirtækjum liðsinni í harðri al- þjóðlegri samkeppni um slík verk- efni. Alþjóðavæðing atvinnulífsins felst einmitt í því að norræn fyrir- tæki sækja verkefni út fyrir Norður- löndin og þessi þróun mun án alls efa halda áfram. Þá getur verið mikið gagn af starfsemi eins og okkar, því sérstaða bankans og þjónusta felst í fjárfest- ingarlánum til langs tíma til nor- rænna verkefna. Lánin eru þó alls ekki bundin við norræna þætti verk- efnanna, heldur eru þau veitt til fyrirtækjanna í markaðslöndunum, sem að þeim standa. Okkar forsend- ur éru fyrst og fremst að norrænir hagsmunir séu fólgnir í verkefninu og að lántakinn 'rísi undir láninu. Þetta alþjóðasvið í starfsemi bankans hefur vaxið hratt á síðustu árum og í fyrra var lánarammi þess- ara lána aukinn úr 1200 í 2000 milljón ecu. Að baki honum er 90 prósent ábyrgð eigenda bankans, það er Norðurlandanna, en á hana hefur aldrei reynt, þó þessi lán hafi verið veitt í rúm tíu ár. Eg var reynd- Á SINHISYLLII IFUGLABJARGI HEIMS VIÐSKIPT A Norræni fjárfest- ingabankinn heldur upp á tvítugsafmæli sitt í vor. Bankinn birti nýlega ársreikn- mga sma, sem sýna mjög góða afkomu 1995, ogaf þessu tilefni ræddi Sigrún Davíðsdóttir við Jón Sigurðsson, aðal- bankastjóra hans, um bankann, al- þjóðavæðingu og íslensk málefni. A Með veruleikann sem viðmiðun ar formaður stjórnar NIB þegar þessar lánveitingar hófust fyrir al- vöru og tel að það hafi verið vel ráðið. Verkefnalánin eru kannski það, sem norræn fyrirtæki meta mest í starfsemi bankans, þó lán innan Norðurlandanna séu að sjálf- sögðu áfram aðalverkefni hans. Lá- nageta bankans er um tíu milljarðar ecu, það er sjö milljarðar ecu innan Norðurlanda, en það við bætist svo áðumefndur lánarammi utan Norð- urlanda 2 milljarðar ecu, lánarammi upp á sextíu milljónir ecu til Eystra- saltslandanna og loks uppsafnaður hagnaður, sem er verulegur, því af- koman hefur verið góð. Utistandandi lán nema 5 milljörðum ecu, þar af er um einn milljarður lán til landa utan Norðurlandanna." Eru aðrar norrænar lánastofnan- ir, sem geta veitt lán sambærileg NIB-lánunum? „Fáar eða engar aðrar norrænar stofnanir geta veitt lán á markaðs- kjörum til jafn langs tíma og NIB, því lánshæfi bankans er betra en nokkurrrar þeirra. Norrænu útflutn- ingslánastofnanirnar veita sín lán samkvæmt alþjóðareglum eingöngu til norrænna útflutningsþátta, en okkar ián eru veitt til móttökulands- ins, auk þess sem að réttarstaða okkar nýtur viðurkenningar líkt og Alþjóðabankans og þetta hefur sitt að segja. Þó svo okkar hlutur sé ef til vill ekki stór er þátttaka NIB eins konar trygging fyrir að verkefnið njóti forgangs. NIB hefur því fundið sína syllu í fuglabjargi heimsvið- skiptanna og þar gerum við gagn.“ inn fyrir markaðsviðskipti og NIB hefur til dæmis aðstoðað löndin þijú við að koma á fót sínum eigin fjár- festingabönkum. Lán NIB til Eystra- saltslandanna eru enn sem komið er ekki þung á metunum í efnahag bankans, en þau eiga eftir að gagn- ast bæði viðtakendum og Norður- löndunum, sem eiga mikið undir því að hagur Eystrasaltslandanna dafni. Járntjaldið milli þeirra og Norður- landanna í fimmtíu ár var óeðlilegt rof á aldargömlum tengslum, sem nú er verið að tengja og treysta á ný. Fyrir lán innan Eystrasaltsáætl- unarinnar nægir að eitt Norðurland- anna eigi aðild að verkefninu, en regla NIB er annars sú að tvö land- anna eigi aðild að hveiju láni. Af Eystrasaltslöndunum þremur er Eistland best á vegi statt og hef- ur náð góðum efnahagsárangri. Skýringin er án efa fjölbrejdt tengsl við ná- grannalöndin, einkum _Svía og Finna. Árangur- inn í Eistlandi er gott dæmi um hvernig almenn, fijáls samskipti þjóða greiða fyrir framförum. Þetta er í raun það sem bæði norræn og skipti milii manna, sem tekur mið af veruleikanum, en ekki bara ímynduðum þjóðlegum hagsmunum. I þessu ljósi ber að líta stuðning Norðurlandanna við Eystrasalts- löndin á leið þeirra til markaðshag- kerfis og í þessu sambandi eru um- hverfismálin áhugaverð. Vegna samdráttar í þessum löndum fyrst eftir að sovétokinu var hrundið dró þar úr iðnaði, en mengun mun vaxa aftur um leið og þeim vex fiskur um hrygg, ef ekkert verður að gert, því tæki og tækni þar á þessu sviði eru úrelt. Hér er mikilvægt að öll löndin við Eystrasaltið, þar með talið Þýskaland, taki höndum saman, ekki eingöngu vegna Eystrasaltsland- anna, heldur ekki síður í eiginhags- munaskyni. Mengunin virðir engin Iandamæri og verkefnin kreijast nýs hugsunarháttar og þess að horft sé fram í tímann og AÐRAR ÞJOÐIR GETA LÆRT AF ÍSLENDINGUM í BARÁTTU VIÐ ATVINNULEYSIÐ Aðstoð við Eystrasaltslöndin þijú og norrænu grannsvæðin er for- gangsverkefni í Norðurlandasam- starfmu. Hvernig kemur bankinn að því starfi? „Norræna Eystrasaltsáætlunin er hugsuð til þess að undirbúa jarðveg- evrópsk samvinna snýst um: Að finna svörun í stjórnarfarinu við þeim hversdagslega veruleika nú- tímans að fólk, þjónusta, vörur og fjármagn fer frjálslega milli landa. Þegar að er gáð má kannski líta á viðamikla og flókna alþjóðasamn- inga um frjálsar fjármagnshreyfing- ar sem viðbrögð eftir á við breyting- um í fjarskiptum og viðskiptum. En hlutverk stjórnvalda í hveiju landi ætti fyrst og fremst að vera að gæta hagsmuna þegna sinna við þessar síbreytilegu aðstæður og móta traustan grundvöll fyrir sam- vænlegur vettvangur fyrir norræn fyrirtæki." Afstaða NIB til samstarfs við Kína Bankinn hefur lánað til Kína, en það er umdeilt á Norðurlöndum hvort og hvernig eigi að haga sam- starfinu við Kína vegna mannrétt- indabrota þar. Hvaða afstöðu tekur NIB til þessa? „Varðandi Kína er mikilvægt að undirstrika að það er ekki okkar að meta stöðu mannréttindamála í við- skiptalöndunum. Við erum stuðn- ingsaðili, fylgjum norrænu atvinnu- lífi eftir, en förum ekki fyrir. Sam- starfsaðilar okkar í Kína eru alltaf opinberir norrænir aðilar og fyrir- tæki. Mín skoðun er sú að viðskipti ábyrgra fyrirtækja geti rutt mann- réttindum braut. Nærvera vest- rænna fyrirtækja á að vera jákvætta afl til betri stjórnarhátta. Fulltrúar Norðurlandanna í stjórn NIB geta stöðvað lán ef það er álitið ganga gegn hagsmunum landa þeirra. Nærtækt dæmi er að NIB hefði aldrei gert samninga við Suður-Afr- íku nema af því að Norðurlöndin hafa tekið landið í sátt. NIB hefur nýlega tekið þar upp samstarf og mörg norræn fyrirtæki leita verkefna þar. Víða í þróunarlöndunum eru ýmis umdeild verkefni frá sjónarmiði umhverfisverndar, en í bankanum er deild, sem gaumgæfir umhverfisáhrif verkefna okkar og við tökum ekki þátt í umhverfísspillandi verkefnum. Á hinn bóginn ber að varast að verk- efni í þriðja heiminum séu metin af vestrænum stórborgarbúum gegn hagsmunum heimamanna. Þess má geta að þriðjungur lána NIB fer til umhverfísbætandi verkefna eins og nýrra og hreinni framleiðsluferla í iðnaði og til skolp- og vatnsveitna. Sjálfbær þróun og umhverfisvernd annars vegar og efling hagvaxtar hins vegar stangast að mínu áliti ekki á. A Norðurlöndum er vakandi áhugi á umhverfísvernd og viðskipta- lífið tekur mið af því. Umhverfísvæn tækni er styrkur í alþjóðlegri sam- keppni. Hvér hefur áhuga á að lána fyrirtæki, sem er slíkur mengunar- valdur að því verður að öllum líkind- um Iokað innan nokkurra ára?“ lagt fram „þol- inmótt" fjár- magn. Hér er mikið í húfi fyrir Norðurlöndin og NIB hefur meðal annars gert til- lögu um um- hverfislánaá- ætlun upp á 100 milljónir ecu, sem næði til norð- vesturhluta Rúss- „Það þarf að borga sig að vinna“ lands og Kólaskaga, auk Eystra- saltsins. Við höfum ekki lánað tii Rúss- lands undanfarin ár, vegna ótryggs ástands, en nú eigum við í samninga- viðræðum við rússnesk stjórnvöld um réttarstöðu NIB í Rússlandi, svo við verðum tilbúnir ef umhverfis- lánaáætlunin verður að veruleika. Við gerðum slíkan rammasamning við pólsku stjórnina nýlega og höfum lánað 40 milljónir bandaríkjadala til að endurnýja pólsk kolaorkuver með norrænni tækni til að draga úr mengun. Pólland er stórt land og í í > | í I Fjnnar búa við 19 prósenta at- vinnuleysi, Svíar hafa nýlega kynnst atvinnuleysi og það hefur verið við- varandi vandamál í Danmörku und- anfarinn áratug. Hvað geta Islend- ingar lært af baráttu þessara þjóða við atvinnuleysi? „Ég hélt reyndar að þú ætlaðir að spyija hvað þessar þjóðir gætu lært af íslendingum... því að Noregi und- anskildum þá er atvinnuástand á ís- landi miklu betra en á hinum Norður- löndunum. Það skiptir miklu máli að skattkerfið, tryggingar- og laga- ákvæði er lúta að vinnumarkaðnum séu nægilega rúm, svo að fólk lokist ekki úti frá honum. Á hinum löndun- um er oft rætt um „gildrur", sem felast í því að atvinnuleysisbætur og önnur félagsleg aðstoð við atvinnu- lausa sé svo mikil að fólk bæti hag sinn sáralítið og stundum ekkert með því að taka þá vinnu sem býðst, bæði vegna skattlagningar, en einnig vegna ívilnana eins og lægri bama- heimilisgjalda og annarrra bóta, sem menn missa þegar þeir fara að vinna. Þetta er ein hlið málsins. Hvað fyrirtækin varðar skiptir máli hvort skattlagning launa- greiðslna sé há, hvort skattbyrðin og tryggingargjöldin aukist verulega með því að fjölga fólki á launaskrá •- og hvort mikill kostnaður fylgi ráðn- ingum og uppsögnum. Á Norðurlönd- um hefur verið byggt upp mikið kerfi skattgreiðslna og iðgjalda, tengt bæði vinnuveitendum og launþegum. Oll eru þessi ákvæði sett af góðum hug, en samanlagt getur útkoman orðið öfugmæli. Við þurfum að va- rast að loka fólk ekki úti með þessum ákvæðum. Það þarf að borga sig að vinna. Skattar, skyldur og réttindi launa- fólks er ein hliðin. Hin hliðin er svo fjármögnun almannatrygginga og opinberrar þjónustu. Það er án alls efa afrek þessarar aldar að á Norð- uríöndum hafa verið byggð upp öflug velferðarríki, byggð á hugsjónum mannúðar og réttlætis, en ekki ein- göngu á hagkvæmni. En milli þess- ara þátta þarf líka að vera jafn- Í Í i t » I t i I I t t t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.