Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGl'N lAUKI BLAÐSINS rúbkaup í blíðu og stríðu ■ ' ■ I Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 26. maí nk. fylgir blaðauki, sem heitir Brúbkaup - í blibu og stríbu. í blaðaukanum verður fjallað um undirbúninginn fyrir brúðkaupið, veisluna, birtar uppskriftir og rætt um veisluþjónustur. Einnig verður umfjöllun um fötin og tískuna, brúðarkjólaleigur, brúðkaupsferðina, brúðkaupsgjafir og þróun þeirra, fjallað verður um kostnaðarliði o.m.fl. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 20. maí. Dóra Gubný Sigurbardóttir og Anna Elínborg Gunnarsdóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari uppiýsingar í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. / - kjarni málsins! Tóbakið deyðir drykkjumenn Chicago. Reuter. DRYKKJUMÖNNUM, sem reykja, er hættara við heilsutjóni af völdum tóbaksins en áfengis- ins. Kemur það fram í nýjum rannsóknum. Frá þessu er greint í tímariti bandarísku læknasamtakanna og þar segir, að það sé augljóslega ekki nóg að hjálpa drykkjumönn- um að sigrast á áfenginu, heldur verði líka að hjálpa þeim að hætta að reykja. „Reykingar meðal þeirra, sem misnota einhver efni, eru allt að þrisvar sinnum meiri en hjá fólki almennt og hugsanlegt er, að drykkjumenn séu fjórðungur allra reykingamanna," segir Ric- hard Hunt, sem starfar við Mayo- stofnunina í Rochester í Minne- sota. „Þess vegna þarf að hjálpa þeim, sem eru til meðferðar vegna áfengisneyslu eða annarr- ar misnotkunar, að segja líka skilið við tóbakið." Þegar skoðaðar voru skýrslur um banamein 214 manns i Olmstead-sýslu í Minnesota, sem allir höfðu verið í áfengismeð- ferð á árunum 1972 til 1983, kom í Ijós, að 51% þeirra hafði látist úr sjúkdómum, sem rekja mátti til reykinga, hjarta- og æðasjúk- dómum og krabbameini. Aðeins 34% létust af sjúkdómum, sem stöfuðu af áfengisdrykkjunni, til dæmis skorpulifur. Bill Clinton biðst afsökunar Moskvu. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hef- ur sent írskum kaupsýslumanni af- sökunarbeiðni sökum þess að starfsmenn forsetaembættisins tóku töskur hans í misgripum. Sumarfotin komin UNO D A N M A R K 1.-18. maí fær heppinn viðskiptavinur DANMERKURFERÐ í sumargjöf. Vertu með og líttu inn. UNO DANMARK Borgarkringlunni Póstsendingaþjónusta í síma 568 3340. Dagar þrungnir gróðurilmi og ljúfu lífi VORÍ kr. á mann í tvíbýli í 3 daga. 10.000 kr. afsláttur af verði pakkaferða. Flug, gistingí 3,4 eða 7 nætur og íslensk fararstjórn. Lágmarksdvöl er 3 dagar og hámarksdvöl er 7 dagar. Síðasti heiinkomudagur er 2. júní. Hafðu samband við sölufólk okkar, ferðaskrifstofumar eða í síma 50 50 100 (svarað mámid. - föstud. frá kl. 8 -19 og á laugard. frá kl. 8 -16.) Vorferðir á sérstöku tilboðsverði til 2. júiií FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi írski kaupsýslumaðurinn lagði ferðatöskur sínar frá sér í anddyri hótelsins þar sem Clinton og menn hans héldu til í Sankti Pétursborg er Bandaríkjaforseti var í Rússlandi á dögunum. Töskurnar voru teknar í misgripum og sendar ásamt öðrum farangri bandarísku sendinefndar- innar til Moskvu. „Mér þykir leitt að hafa valdið þér óþægindum," sagði forsetinn í orðsendingu til mannsins sem ein- ungis var nefndur „Kevin frá Donegal." „En töskurnar þínar fengu frábæra ferð um Moskvu- borg,“ bætti forsetinn við. Kaupsýslumaðurinn hefur nú fengið farangur sinn aftur. Eldsnöggur fjárhirðir Jóhannesarborg. Reuter. ENGINN telur sauðfé hraðar í heimi hér en suður-afríski fjár- hirðirinn Fanie Fourie. Heimsmeistarakeppni í þess- ari iðju fór fram í Suður-Afríku á dögunum og taldi Fanie Fo- urie 7,26 kindur á sekúndu að meðaltali. Þar með tókst honum að vinna næsta auðveldan sigur á Astralanum Malcolm Davies, sem tapaði heimsmeistaratitlin- um. Fjárhirðirinn Fourie setti einnig suður-afrískt met enda er hann atvinnumaður í faginu. Keppnin fór að þessu sinni fram í námabænum Kimberley. Suður-Afríkubúar hafa mjög sótt í sig veðrið á sviði „sauðfj- ár-íþrótta“ að undanförnu og hefur það vakið verðskuldaða athygli áhugamanna. Þannig sigraði Suður-Afríkubúi í heimsmeistarakeppninni í rún- ingi á Nýja-Sjálandi í mars. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Tónlisfarvor í Fríkirkjunni Tónleikar þriðjudag, 7. maí, kl. 20.30. Flytjendur Auður Hafsteinsdóttir, fiðlu. Ilka Petrova Benkova, þverflauta. Pavel Smid, orgel. Violeta Smid, orgel. □ff m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.