Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 13 Karl Gústaf Svíakonungur fimmtugur Konungurinn sem vildi helst verða bóndi Karl Gústaf Svíakóngur hélt í nýliðinni viku upp á fimmtugs afmæli sitt. Konungur átti í upphafi erfitt með konungshlutverkið, en hefur síðan unnið hug og hjarta landa sinna. Afmælið gefur einnig tilefni til að huga að eðli konungdæmis á okkar dögum, eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur hér á eftir. Reuter KARL Gústaf blæs á kertin á afmælistertunni. Á meðan konungs- fjölskyldur víða í Evrópu eiga undir högg að sækja nýtur sú sænska mikilla vinsælda meðal almennings, sem fagnaði ákaft 50 ára afmæli konungs. ÞESSUM síðustu tímum hefur enn ekki frést um konung, sem í raun langaði að verða konungur. Þetta er hremming, sem menn fæðast til og þeir konungbornu eru sammála um að það séu ekki eftirsóknarverð örlög. Karl Gústaf Svíakonungur missti föður sinn þegar hann var á fyrsta ári, varð konungur 26 ára gamall og átti í mesta basli með sjálfan sig og hlutverk sitt. Hann var lesblindur þegar lesblinda var óþekkt hugtak og lestrarörðugleik- ar hans voru álitnir stafa af greind- arskorti. Svo lítið álit hafði hann á sér að rætt var um að leggja emb- ættið niður og koma á lýðveldi. Það varð þó ekki úr, en með stjórnar- skrárbreytingum eftir að hann komst til valda er hann valda- minnsti konungur Evrópu. Eftir stirðlega byijun á konungsstóli er hann nú vinsælasti Svíinn sam- kvæmt skoðanakönnunum. Litli prinsinn í hópi fjögurra prinsessa Carl XVI. Gustav Folke Hubertus var fimmta og yngsta bam þýsku prinsessunnar Sybillu og Gústavs Adolfs prins. Fyrst fæddust þeim hjónum fjórar dætur, svo þegar fimmta barnið var á leiðinni var spenningurinn mikill hvort tækist að tryggja ríkiserfðirnar. En gleði fjölskyldunnar entist ekki lengi, því níu mánuðum eftir fæðingu prinsins lést faðir hans í flugslysi á Kastrup- flugvelli við Kaupmannahöfn, þar sem hann millilenti á leið heim eft- ir veiðiferð í Hollandi. Þar með varð prinsinn annar í ríkiserfðaröðinni. Prinsinn var kátur og glaður strákur, en átti erfitt uppdráttar í skólanum þó ekki uppgötvaðist fyrr en löngu síðar að hann var lesblind- ur. Heima fyrir bjó hann við kvennafans móður og fjögurra systra, en Gústaf Adolf sinnti hon- um eftir mætti. Þegar prinsinn varð 13 ára tók hann þá ákvörðun að fara í heimavistarskóla og hefur síðar sagt að það hafi verið gott að sleppa heiman frá, þó það hafi þótt djörf ákvörðun að hverfa að heiman svo ungur. Með árunum fékk hann á sig þunglyndislegt yfirbragð og virtist eiga erfitt með að blanda geði við fólk eins og ætlast er til af þjóðhöfð- ingja. Christina systir hans þótti hins vegar bæði vel gefin og kom vel fyrir, svo því var iðulega hvíslað að betur hefði farið á að hún yrði þjóðhöfðinginn og ekki bróðirinn. Einhleypur konungur með áhuga á stelpum og sportbílum Gústaf Adolf lést 1973 og þá blasti konungdómurinn við hinum 27 ára gamla prins. í áratugi höfðu aldraðir menn setið á konungstóli í Svíþjóð, svo margir voru tor- tryggnir á unga prinsinn. Ekki bætti úr að hann var einhleypur, hafði orð á sér fyrir að hafa áhuga á steipum og hraðskreiðum bflum en síður á alvarlegri hlutum. Orð- blinda hans var feimnismál. Fyrsta árið í konungsstól var prinsinum fjarska erfítt. Hann þótti áhugalít- ill um embættið, fjarrænn og inni- lokaður og sökum orðblindu átti hann jafnvel til að skrifa nafnið sitt vitlaust. Um hann og axarsköft hans gengu heilu sagnabálkarnir. Blöðin vöktuðu kvennamál hans og ýmsar stúlkur voru tilnefndar. Á Ólympíuleikunum 1972 kynntist hann Silviu Renötu Sommerlath, sem átti þýskan föður en brasilíska móður og var af viðskiptamönnum komin. Hún var falleg, vel gefin, kunni mörg tungumál og hafði fág- aða framkomu. Þau gengu í hjóna- band 1976 eftir 4 ára tilhugalíf og það er enginn í vafa um að það er ekki síst Silvíu drottningu að þakka að vinsældir og virðing konungsfjöl- skyldunnar hafa aukist. Hún hefur alla þá hæfileika á mannamótum, sem eiginmanninn skortir og af því nýtur hann góðs. Konungur á tímum alþjóðavæðingar En nú þegar kóngafólk í Evrópu er uppáhalds viðfangsefni sorpblaða vaknar auðvitað spurningin hvert sé hlutverk þess í samtímaþjóðfé- lagi. Sjálfur segir Svíakonungur að hann álíti hlutverk konungs fremur hafa vaxið en hitt á tímum alþjóða- væðingar. Með samruna og sam- göngum hafi þörf þjóða á eigin viðmiðun vaxið og þar geti konung- ur gegnt mikilvægu hlutverki sem ópólitískt sameiningartákn. Hann bendir á að Sviþjóð sé orðið marg- menningarsamfélag og því þörf á viðmiðunum, sem allir geti samein- ast um og konungdæmið sé slík viðmiðun. Þó Svíakonungur sé valdaminnsti konungur Evrópu er hann ekki skoðanalaus. Hann hefur vakið at- hygli fyrir að tala skorinort um gagnsemi og gildi Evrópusam- bandsins og samruna Evrópu, þó það geti engan veginn talist ópóli- tískt umræðuefni. Enginn efast um að hann er einlægur Evrópusinni. Hann hefur fundið sér sína syllu til að taka þátt í dægurumræðum. Hann er náttúruunnandi og lætur til sín taka á sviði náttúruvemdar og umhverfismála. Einnig hefur hann tekið til máls um málefni barna og vaxandi ofbeldi meðal ungs fólks. Að því leyti er Karl Gústaf í nánd við almenning og sænska umræðu og virðist í mun betri og meiri tengslum við Svía heldur en til dæmis Margrét Danadrottning, sem talar helst aðeins um menning- armál. Karl Gústaf hefur hins vegar lítinn áhuga á menningarmálum, en er því áhugasamari um útivist. Ef hann hefði getað valið hefði hann vísast orðið bóndi, hefur hann sagt. Með árunum hefur stirðbusasvip- urinn horfið af honum fyrir góð áhrif drottningar hans. í hópi vina er hann þekktur æringi, stríðinn og gantast gjarnan. Sagt er að Bernadottarnir þroskist seint og um það gæti Svíakonungur verið gott dæmi. Ef svo fer fram sem horfir og hann fær við hlið sér glaðlega og greinda krónprinsessu verður seint hreyfing meðal Svía í þá átt að leggja konungdæmið niður. TIL HAMINGJU ALLIR STOLTIR NÝIR BALENO EIGENDUR! ÍBALENO AUKNINGINISÖWHEIÐIJR ÁFRAM:ÍDAG ERU125 SELDIR! SUZUKI Afl og öryggi • 115 % VR/ SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. Vandaður 5-dyra BALENO fyrir aðeins 1.140.000,-kr. 4-dyra BALENO fólksbíll fyrir aðeins 1.265.000,- kr. MEÐ: 86 hestafla 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingum • rafdrifnum rúðuvindum • rafstýrðum útispeglum • útvarpi/segulbandi með 4 hátölurum • upp- hituðum framsætum • öryggisloftpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitum í hurðum • sam- litum stuðurum. Komdu við í dag og við skulum sýna þér af hverju nýir eigendur eru svo ánœgðir með Suzuki Baleno sem hefur slegið svo rcekilega í gegn 1996 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.