Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 29 AÐSEIMDAR GREIIMAR Framtíð Rikisútvarpsins Stefnumótun stjórnvalda hefur skort Menntamálaráðherra óskaði nýlega eftir opn- um umræðum um mál- efni Ríkisútvarpsins í kjölfar þess að starfs- hópur ráðuneytisins lagði fram skýrslu um stofnunina ásamt tillög- um um framtíðarskipan hennar. Ráðherra hefur hvatt >til þess sérstak- lega, að starfsmenn stofnunarinnar létu til sín heyra og vil ég verða við þeirri áskorun. Allt sem fram kemur af minni hálfu um þessi mál er á mína ábyrgð sem ein- staklings en ekki stefna eða sjónarmið Ríkisútvarpsins. Alþingi Islendinga hefur vanrækt það í tæpan áratug að endurskoða útvarpslög. Ótal nefndir og starfs- hópar hafa verið settir á laggimar til að undirbúa þessa endurskoðun og nokkur frumvarpsdrög hafa litið dagsins ljós. Síðan ekki söguna meir. Óvönduð umræða undangenginna ára En á meðan á þessu hefur staðið og ný útvarpslög boðuð með jöfnu millibili hefur verið örðugt fyrir Rík- isútvarpið að móta starfsáætlanir til næstu ára hvað þá lengri framtíðar. Allar götur síðan 1986 hefur legið í loftinu að nú ætti að taka til hend- inni og breyta skipan útvarpsmála í grundvallaratriðum og þar með hlut- verki Ríkisútvarpsins. I þessu tóma- rúmi hefur umræða undanfarinna ára um útvarpsmálin verið eins og í hveiju öðru bananalýðveldi. Sleggju- dómar, rangfærslur, dylgjur og ómengaður áróður þeirra sem mest munu græða persónulega á aflimun Ríkisútvarpsins hefur síazt furðu greiðlega inn í þessa óvönduðu um- ræðu sem segir ekkert um raunveru- lega afstöðu fólksins í landinu til Ríkisútvarpsins eða útvarpsmálanna almennt. ítarlegar viðhorfskannanir sýna, að íslenzkur almenningur metur mik- ils þjónustu Ríkisútvarpsins. Afstaða landsmanna til þess er í heild miklu jákvæðari en umsagnir þeirra fáu en háværu, sem mest hafa sig í frammi í andróðri gegn Ríkisútvarp- inu í ræðu og riti og eru fastir penna- vinir lesendadálka sumra blaðanna. Ríkisútvarpið nýtur áberandi mik- ils trausts s_em öflugur og hlutlaus fréttamiðill. í heild eru notendur sátt- ir við þá dagskrárstefnu, sem fylgt er. Ríkisútvarpið hefur meiri hlustun og áhorf á dagskrár sínar en aðrir ljósvakamiðlar, sem þó segjast ná til þjóðarinnar allrar með útsendingum sínum til jafns við Ríkisútvarpið. Það er áreiðanlega ekki vilji ís- lendinga að Ríkisútvarpið hverfi af sjónarsviðinu eða verði svo illa hald- ið fjárhagslega að það geti ekki veitt sambærilega þjónustu við það sem gert er nú. Fólkið í landinu á mikið undir stöðugleika og öruggri þjón- ustu ljósvakamiðla, sem ná til lands- ins alls. Nýir fjölmiðlar, sem reknir eru í ábatskyni, skjóta upp kollinum og geta horfið jafnskyndilega. Sú saga er kunn um heim allan. Jafnvel fjölmiðlakóngar risafyrirtækjanna falla af stalli. Blöð veslast upp eftir atvikum. Blaðadauði er ekki óþekkt fyrirbæri á íslandi heldur. Almannavaldið hefur hlutverki að gegna íslenzk þjóð lítur enn sem komið er á útvarp og sjónvarp sem mikil-' væga upplýsinga- og menningar- miðla. Fólki er ekki sama hvemig það er matað á fréttum eða almennu dagskrárefni í gegnum þessi heimil- istæki, sem standa alls staðar opin fyrir ijölskyldufólki á öllum aldri. Það vill hafa ýmsa kosti að velja um. Það kýs að fulltrúar almanna- valdsins geti veitt að- hald eða haft bein áhrif á hvað í boði er og hvaða umgengnisvenj- ur við almenning þessir öflugu miðlar temja sér. Almenningur vill t.d. að skorður séu sett- ar við ofbeldissinnuð- um og klámfengnum sjónvarpsrásum og að dagskrárframboðið verði ekki allt með þeim brag þó að ein- hveijir séu tilbúnir að borga fyrir það. Þessi umræða er vel þekkt frá Bandaríkjunum. Alþingi hefur vanrækt það í áratug, segir -----------w-------------- Markús Orn Antons- son í þessari fyrstu grein sinni af þremur, að end- urskoða útvarpslög. Það er hlutverk almannaljósvaka- miðla eins og Ríkisútvarpsins að tryggja að það verði örugglega út- varpsfréttir og sjónYarpsfréttir í kvöld og á morgun. í einkarekstri geta veðrabrigði orðið fyrirvaralítið. Eigendum útvarps- eða sjónvarps- stöðvar gæti t.d. þótt ábatasamara að festa fé sitt í farsímafyrirtæki einn góðan veðurdag. Til þess hafa eigendur einkafjölmiðlanna að sjálf- sögðu fullt frelsi og þeim ber ná- kvæmlega engin skylda til að tryggja landsmönnum útvarp og sjónvarp í dag eða á morgun eða lengra fram í tímann. Arðvænlegur rekstur einkafyrirtækjanna En allar horfur eru á að einka- rekstur útvarps og sjónvarps hér á landi muni standa með blóma í fram- tíðinni sem hingað til. Ótrúlega mikl- ir peningar hafa komið í sjóði þess- ara nýju fyrirtækja á íslenzkum markaði eins og alþjóð varð kunnugt af fréttum, þegar hluti af eigendum Stöðvar 2 var leystur út úr fyrirtæk- inu með hundruðum milljóna króna út í hönd. Aðrir einkafjölmiðlar hafa fagnað velgengni sem ástæða er til að samgleðjast þeim með. Þessi fyrir- tæki þurfa ekki undan neinu að kvarta og það sem mest er um vert: Þau auka fjölbreytnina og hafa veitt Ríkisútvarpinu holla samkeppni. Lit- rófið var býsna sterkt í upphafi, þeg- ar Bylgjan, Stöð 2, Stjarnan og Sýn hófu göngu sína sem sjálfstæð fyr- irtæki undir merkjum frjálsrar sam- keppni, sem þau ætluðu að heyja sín í milli og við Ríkisútvarpið. Þessir vaxtarbroddar eru reyndar allir á hendi sömu eigenda nú og segir það sína sögu. En hvað um samkeppnisandann og hagkvæmnina hjá RUV? Er þetta ekki steingelt og stirðbusalegt bákn? Hvernig var aftur brandarinn hjá útvarpsmanninum, sem mætti á fundinum í Bústaðakirkju? Hann var spurður: „Hvað vinna margir hjá Ríkisútvarpinu?" Og hann svaraði: „Helmingurinn". Spaugsemi hins glaðbeitta útvarpsmanns hefur líklega verið tekin of alvarlega í sumum her- búðum en meira um það í næstaþistli. Höfundur er framkvæmdustjóri hljódvnrps (RÚV). Sautjándi maí — 30 ára minning ÞAÐ hefur vart far- ið fram hjá neinum, sem á annað borð fylg- ist með þjóðmálum, að hnökrar hafa verið á eðlilegum samskiptum við Norðmenn í nokk- urn tíma. Þetta varðar rétt til veiða á. haf- svæðum, er þeir telja sig hafa umsjá og verndarskyldu á. Þetta er báðum til tjóns og ætti ekki að eiga sér stað milli svo náskyldra þjóða. Allir íslendingar þekkja söguna og upp- runa okkar og með hvaða hætti við misstum sjálfstæði okkar og tilkomu „Gamla sátt- mála“. Það verður ekki rakið í þessari grein. Fyrstu kynni mín af Norðmönnum voru þegar ég var 10 ára, eða 1937. Þá voru mörg síldveiðiskip frá Noregi við ísland á sumrin. Þegar vindur var á og ekki veiðivon, komu þau inn til Húsavíkur á þessum árum. Föður- bróðir minn, Þorgrímur Maríusson, var hafnarvörður og hafði hann verið með Norðmönnum í selveiði áður fyrr. Skipið var frá Hareid. Norðmenn fengu ætíð ágætar móttökur á Húsavík. Síðar var ég oft á tali við norsku flugmennina á Akureyri á menntaskólaárunum, þar sem ég bjó rétt hjá uppsátri flugvélanna. Svo er það árið 1949 að ég kem fyrst til Noregs í Flekke- fjord. Ég man enn hrifningu mína og kyrrðina, sem umlukti mig uppi í fjallshlíðinni. Hvílíkur friður og fegurð. Því þurfti þessi þjóð að þola svona óskaplegar hörmungar í stríðinu? Það vare kkert að undra að þjóðsöngurinn segði: „Ja vil el- sker detta landet“. Eg kunni text- ann bæði á norsku og íslensku og skammast mín ekki fyrir að viður- kenna að ég táraðist af áhrifum textans og alls umhverfísins. Árin líða og ég hefi komið til Noregs tæplega 100 sinnum síðan þetta gerðist. Árið 1969 í septem- ber er ég nær einn mánuð að und- irbúa kaup á stálskipum fyrir nokkra útgerðarmenn og það end- ar með samningum um 8 skip, 150 tonna. Þessi skip áttu eftir að koma með óhemju afla að landi næstu árin og voru upphafið að hinni miklu velsæld sem varð frá 1960- 1988. Sum þeirra eru vel kunn aflaskip, bæði á þorsk og síld. Árið 1965 heimsæki ég Norð- menn með „geggjaða“ hugmynd um stórt skip, allt að 150 feta langt eða um 450 br. tonn. Eftir ferðir og marga fundi komast á samning- ar. Þetta skip skal verða með betri útbún- að en áður hefur þekkst, eða með tvær þverskrúfur, fullkom- inn dæluútbúnað, sem dældi afla úr nótinni um borð og frá borði í land, án þess að skaða aflann. Einnig voru settir fyrstu stóru sjókælingatankarnir í skipið. Þetta vakti gífurlega athygli í Noregi eins og sjá má í blöðum og tímaritum fyrir 30 árum, þegar skipið var afhent í júní 1966. Ýmislegt gerðist á allri þessari leið að afhendingunni. Þegar ég kom til Kværnerbruk fór ég til fundar við dr. Helgerud og með snilli hans og dr. Olsens skópu þeir „græjur“, sem kældu síldina. Kværnar hefur afhent nokkuð hundruð kælitæki síðan. Sama má segja um Ulstein fjölskylduna í Hareid. Þeir bræður Magnulf og Idar tóku öllu vel og skópu þver- skrúfur að framan og aftan, sem gerðu skipið mjög veiðihæft. Öll skip eru með tvær þverskrúfur í dag. Þetta hefur skapað Ulstein- samsteypunni gríðarleg umsvif og náð út um víða veröld. Allur frá- gangur var með ágætum. Öllum þessum skipakaupum frá Noregi (sennilega nokkuð á 3ja hundrað skip) hafa fylgt margvís- lega önnur kaup á mælum, vindum, nótum o.s.frv. Það væri verðugt verkefni að taka saman skýrslu um öll skipakaupin og gera sér glögga grein fyrir mikilvægi þeirra fyrir norskt atvinnulíf. Sautjándi maí er þjóðhátíðar- dagur Norðmanna. Við hjónin vor- um á leið til Hareid í maí ásamt tveimur elstu börnum okkar. Þann 16. maí komum við til Oslóar og ákváðum að vera 17. maí í Osló. Mikil eftirvænting var ríkjandi, þar sem veðurspá gerði ráð fyrir mjög góðu veðri, en svo hafði ekki verið í fjöldamörg ár. Það fór eftir. Yndislegt veður og hlýindi var all- an daginn. Múgur og margmenni á Karli Jóhanni, aðalgötu Oslóar. Þúsundir ungmenna gengu fyrir konung og fjölskyldu hans. Um alla Osló var fagnaðarómur. Meira að segja byijuðu drykkjulætin fljótlega eftir miðnætti og gátum ekki fengið almennilega að sofa í friði síðla nætur. Um þetta hátta- lag æsku Noregs urðu veruleg blaðaskrif og minnti drykkjan á slæman 17. júní í Reykjavík. Fjöldi barna setti aftur á móti hugljúfan 17. maí er þjóðhátíðar- dagur Norðmanna. Jón Armann Héðinsson skrifar um norsk- íslenzk tengsl og hvetur til sátta og samstarfs þjóðanna. blæ á daginn og staðfesti mikið menningarlíf skólanna. Það er dapurlegt að þessar tvær frændþjóðir skuli deila svo harka- lega um veiðar sín á milli og nota gífuryrði á báða bóga. Ekki er unnt að gleyma því að slæm dæmi eru um græðgi norskra síldveiði- manna og ofsadráp á smásíld. En við höfum sjálfir gerst sekir áður fyrr. Það sem skiptir máli nú er að hætta að veiða eins og minkur- inn og snúa sér að veiðum, sem gefa mestan arð og nær eingöngu beint til manneldis. Til þess er nú skipakostur og góður útbúnaður, sem Norðmenn og íslendingar hafa þróað sameiginlega. Þeir eiga að vera stoltir af því, og sýna að græðgin heyri sögunni til. Til hamingju með 17. maí, Norð- menn. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. GARÐSLÖNGUR SLÖNGUTENGI GARÐÚÐARAR § ÚÐAKÚTAR ÞQR HF Roykja\/ík - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 -Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Simi 461-1070 Jón Ármann Héðinsson mtsm mum OQ HUQMNN fYLQIft m ÚTILÍFP GLÆSIBÆ Í SÍMI 812922
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.