Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Reynt að bjarga Alitalia Róm. Reuter. STJORN Italska flugfélagsins Alitalia vill skipta því í tvö félög, fækka starfsmönnum og draga úr fastakostnaði samkvæmt björgun- aráætlun sem á að halda því á floti. Móðurfyrirtækið IRI, sem er í ríkiseign, hefur fagnað áætlun- inni, hinni þriðju um endurskipu- lagningu Alitalia á tveimur árum, en verkalýðsfélög taka henni fá- lega. „Við gerum okkur grein fyrir að við erum að biðja alla starfs- menn fyrirtækisins um að færa fórnir,“ sagði nýskipaður fram- kvæmdastjóri, Domenieo Cemp- ella, í yfírlýsingu. „Við höfum hafízt handa um áætlun, sem er eina leiðin til að komast hjá gjald- þroti og hruni.“ Mikill launakostnaður Áætlunin er til fímm ára og gerir ráð fyrir fjármagnasaukn- ingu upp á 3.0 billjónir líra eða 1.9 milljarða dollara. Áætluninni verður framfylgt í tveimur áföng- um og verður félaginu skipt í tvennt: annað félagið á að sjá um flug á löngum leiðum, en hitt um flug á meðallöngum og stuttum leiðum. Kveðið er á um að fækkað verði um 2.833 störf úr 18.000 á fímm árum. Nýir starfsmenn fá lægri laun. Mikill launakostnaður hefur verið einn mesti vandi Alitalia og segja sérfræðingar að hann sé 30% meiri en hjá helztu keppinautunum í Evrópu, þar á meðal British Airways og Lufthansa. Alitalia segir að því sé stefnt að fyrirtækið komi slétt út 1997. Tap varð á rekstrinum í fyrra, áttunda árið í röð. Skuldir félags- ins námu 4.43 billjónum líra eða 2.85 milljörðum dollara, en greiðslufjármunir 442 billjónum líra (284.4 milljónum dollara). ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 17 imm Umhverfisvæn Ijósritun i gæðaflokki aco SKIPHOLTI 17 -105 REYKJAVÍK SÍMI: 562 7333 • FAX: 562 8622 Packer enn auðugastur íAstralíu Sydney. Reuter. AUÐUGASTI maður Ástralíu er fjölmiðlajöfurinn Kerry Packer og eru eignir hans metnar á 3,3 millj- arða Ástralíudala eða 2.6 milljarða Bandaríkjadala samkvæmt skrá tímaritsins Business Review We- ekly um ríkustu menn landsins. Packer hefur auðgazt vel á hluta- bréfamarkaði á árinu að sögn blaðs- ins. Auður hans jókst um 300 millj- ónir ástralska dollara vegna mikill- ar hækkunar á verði hlutabréfa í fyrirtæki hans, Publishing & Bro- adcasting Ltd. Annar auðugasti maður Ástralíu er pappakóngurinn Richard Pratt og er pökkunarfyrirtæki hans metið á 1.5 milljarða ástralskra dollara. Framkvæmdamaðurinn Frank Lowy lenti í þriðja sæti og er bygg- ingarfyrirtæki hans Westfield Hold- ings metið á 1.2 milljarða ástral- skra dollara. Verð hlutabréfa í fyrir- tækinu hækkaði um 86% og verð- mæti þess jókst um 340 milljónir ástralskra dollara á árinu. Rupert Murdoch hvarf af listan- um vegna þess að hann er orðinn bandarískur þegn og íbúi og hefur keypt hlut móður sinnar og systra í News Corp að sögn blaðsins. Hlut- ur Murdochs í News Corp er metinn á 5 milljarða ástralskra dollara. Móðir Murdochs, Dame Elisa- beth, og systur hans komust hins vegar í fyrsta sinn á blað og er auður þeirra metinn á 600 milljónir ástralskra dollara. Solomon Lew, varastjómarform- aður stærstu verzlanakeðju Ástral- íu, Coles Myer, varð fyrir mesta áfallinu á árinu. Auður hans minnk- aði um 150 milljónir ástralskra doll- ara, aðallega vegna þess að hluta- bréf í Coles hafa lækkað í verði. Til að komast á skrá tímaritsins um 200 ríkustu menn Ástralíu þurftu menn að eiga 50 milljónir ástralska dollara samanborið við 42 milljónir í fyrra og 30 fyrir þrem- ur árum. Auður 200 ríkusta manna Ástral- íu jókst í 32.5 milljarða ástralskra dollara alls úr 28.5 milljörðum að sögn tímaritsins. ------»-♦-♦—■.... 7,8% Breta án atvinnu London. Reuter. BRETUM án atvinnu fækkaði um 3.200 í apríl og hlutfall atvinnu- - lausra er óbreytt eða 7,8% sam- kvæmt opinberum tölum. Kaupmáttur Breta jókst á fyrsta ársfjórðungi og hafði ekki verið meiri í 10 mánuði. Sérfræðingar segja tölurnar staðfesta að efnahagsbati Breta sé að aukast og að verðbólguþrýsting- ur muni að engu gera vonir um aðra vaxtalækkun að sinni. Ráðstefna um samskiptamarkaðssetningu (Aftermarketing) með Terry G. Vavra ÍMARK heldur ráðstefnu um samskiptamarkaðssetningu á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 31. maí kl. 09 -17. Gestur ráðstefnunnar verður Terry G. Vavra, höfundur bókarinnar AFTERMARKETING. HOW TO KEEP CUSTOMERS FOR LIFE THROUGH RELATIONSHIP MARKETING. Mikilvægi þess að líta á sölu sem upphafspunkt en ekki endapunkt er það sem samskiptamarkaðssetning fjallar um. íslensk fyrirtæki leggja nú meiri áherslu á þennan þátt markaðsstarfsins og mikilvægi þess að rækta tengslin við núverandi viðskiptavini. Það er jú sá hópur sem hefur þegar tekið ákvörðun um að reyna viðskiptin og sá hópur sem er líklegri en aðrir til að gera það aftur. Terry G. Vavra er einn þekktasti fræðimaður á sviði samskiptamarkaðssetningar. Hann er með doktorsgráðu í markaðsmálum frá háskólanum í lllinois og meistaragráðu frá U.C.L.A. Auk þess hefur hann kennt markaðsmál við Pace University. Vavra rekur ráðgjafafyrirtækið Marketing í New Jersey, sem sérhæfir sig í samskiptamarkaðssetningu og hefur hann starfað fyrir fyrirtæki eins og Rolls Royce, Ferrari, Seiko Instruments, Sharp Electronics og Shiseido Cosmetics. Þátttökugjald á ráðstefnuna fyrir ÍMARK-félaga er 14.900 kr. en 19.900 kr. fyrir aðra. Innifalið í verði er hádegisverður, kaffiveitingar, ráðstefnugögn og bókin eftir Vavra. Skráning fer fram í síma 561 0140 dagana 24., 28., 29. og 30. maí kl. 09-12, alla dagana. Einnig er hægt að tilkynna þátttöku á almennum skrifstofutíma ÍMARK, sem er mánudaga kl. 13 - 15 og miðvikudaga kl. 10 -12 og í faxi 561 0140. Póstfang ÍMARK er pósthólf 7162,127 Reykjavík. Misstu ekki af einstæðum viðburði. Skráðu þig sem fyrst þar sem sætafjöldi er takmarkaður. Styrktaraðilar ÍMARK: ISLANDSBANKI Margt smdtt Isiiliililiirpri'iilsniiDlíi lil OPIN KERFIHF PÓSTUR OG SÍMI Gisli B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.