Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 27
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 27 MENNTUN Sænskir grunnskólanemendur báru sigur úr býtum í 4.000 bekkja útsláttarkeppni SÆNSKU nemendurnir voru boðnir i sænska sendiráðið sl. föstudag. Á myndinni eru einnig tveir foreldrar nemenda ásamt Kjell Olsson kennara (þriðji frá vinstri). Islands- för varð fyrir valinu NÍU sænskir nemendur ásamt kennara sínum, Kjell Olsson, komu til íslands á uppstigning- ardag og dveljast hér til sunnu- dagsins 26. maí nk. Ótrúlega fjölbreytt dagskrá bíður þeirra, meðal annars heimsókn til for- seta Islands næstkomandi föstu- dag, sem þeim finnst vera topp- urinn á heimsókninni, auk þriggja daga dvalar hjá penna- vinum í Vestmannaeyjum. Ástæða ferðarinnar er sú að nemendurnir báru í fyrra sigur úr býtum í þekktri spurninga- samkeppni sem nefnist „Vi i Femman“ eða Við í fimmta bekk. „Um það bil 4.000 5. bekkir eru í Svíþjóð, þannig að við vor- um að vonum stolt með okkar skóla, Lángeruds skola, sem er mjög lítill, aðeins 53 nemendur alls,“ sagði Kjell Olsson. Undanúrslit keppninnar fara fram í útvarpi en síðan flyst hún yfir í sjónvarp. „Ástæða þess að keppnin er svo vinsæl meðal al- mennings er að gegnumsneitt hafa mjög margir verið virkir þátttakendur í henni, enda á hún sér rúmlega 30 ára sögu,“ sagði hann. Hvað á að gera? Verðlaunin eru ekki af verri endanum, eða 22.500 sænskar krónur (um 225.000 ísl.kr.) og var því úr vöndu að ráða hvern- ig ráðstafa ætti peningunum. Fjöldi áfangastaða kom til greina, en fljótlega urðu nem- endur ásáttir um að Island væri vænsti kosturinn. Skráðu þeir niður hvað þeir vildu gera og undirbúningsvinna hófst. Ferðakostnaður er alls um 75.000 sænskar krónur á mann og þurfti því að safna töluverðra viðbótarfjármuna. Að sögn Kjells Olssons hafa margir styrkt nemendur, s.s. Flugleiðir, ýmsir norrænir sjóðir, bankar o.fl. „Brynhildur Ragnarsdóttir kennsluráðgjafi í Norræna hús- inu hefur lagt á sig gífurlega vinnu við að útvega okkur allar þær upplýsingar ogþau sam- bönd sem við þurftum á að halda, meðal annars við Ham- arsskóla í Vestmannaeyjum," sagði Kjell Olsson og bætti við að fjöldi annarra Islendinga hefðu lagt hönd á plóginn og ættu þeir þakkir skildar. Pennavinir í Eyjum Nemendur 6. bekkjar í Ham- arsskóla hafa skrifast á við sænsku nemendurna frá ára- mótum. Dvöldust Svíarnir í Eyj- um frá laugardegi til mánudags og gistu meðal annars á heimil- um pennavina sinna. „Nemend- ur mínir hafa skrifað á dönsku og þau hafa tekið alveg ótrúleg- um framförum á þessum tíma. Það er ekki spurning að sam- starf eins og þetta hefur mikið að segja varðandi tungumála- nám. Við höfum jafnvel heyrt minnst á að okkur verði boðið til Svíþjóðar í staðinn og það þykir ekki síður spennandi," sagði Valgerður Guðjónsdóttir kennari, sem jafnframt hefur skipulagt dagskrána í Eyjum. Meðal þess sem börnin gerðu var að fara í bátsferð og spranga, en auk þess höfðu þau beðið um að fá að fara í kirkju, sem var einnig gert. Á laugar- dagskvöldið fylgjast allir með Eurovision-keppninni í sjón- varpinu í iþróttaheimilinu auk þess sem var jrrillað og farið í íþróttaleiki. I gær, mánudag, mættu nemendur i skólann og fylgdust með kennslustund, þar sem íslensku nemendurnir kynna Evrópuverkefni, sem þeir hafa verið að vinna að. Hópurinn kom síðan aftur til Reykjavíkur siðari hluta dagsins í gær. Meðal þess sem er á dag- skrá í þessari viku er að fara daglangt á hestbak, því nokkrir nemendanna eiga hesta, í heim- sókn í Reykholt og jafnvel á Alþingi. Tónleikar verða í Nor- ræna húsinu næstkomandi fimmtudag kl. 12, þar sem sænsku nemendurnir munu syngja norræna söngva. Tónlist- arkennarinn Ulf Andersson kemur til landsins 20. maí og hefur hann áhuga á að hitta is- lenska starfsfélaga sína, en þess má geta að hópurinn gistir á Farfuglaheimilinu við Sund- laugaveg. „Þegar við komum aftur til Svíþjóðar bíður fjöldi dagblaða eftir að heyra frá ferðinni, auk þess sem við munum heimsækja Lionsfélög og sýna myndir og segja frá,“ sagði Kjell Olsson að lokum. Framhalds- skólastigið 13 m.kr. til náms- efnis- gerðar SAMTALS þrettán milljónir króna hafa verið veittar til námsefnisgerðar á framhald- skólastigi fyrir árið 1996, að því er fram kemur í frétta- bréfi menntamálráðuneytis. Voru veittir styrkir til 51 verk- efnis í 24 greinum. Alls bárust 76 umsóknir að upphæð 41 milljón króna. Hæstu styrkveitingu hlaut IÐNÚ, bókaútgáfa, að upphæð 700 þúsund, til grunnteikn- inga, en næsthæsta styrkinn, að upphæð 600 þúsund krón- ur, fékk Örnólfur Thorlacius vegna kennslubókar í líffræði. Víða komið við Styrkir voru veittir til náms- efnisgerðar í ferðamála- og félagsfræðigreinum, hand- mennt, heilbrigðisgreinum, iðnfræðslu af ýmsu tagi, s.s. almennrar, byggingariðn- greina, fataiðnar, framreiðslu, grunndeildar, málm-, plast- og rafiðna. Einnig til íslensku, þar með talið til myndbandagerðar til notkunar við kennslu í tján- ingu og tölvuforrit til ritunar- kennslu. Þá voru veittir styrk- ir til námsefnisgerðar í íþrótt- um, myndmennt, líffræði, matvælagreinum, sögu, sál- fræði, sjávarútvegsgreinum, tungumálum og raungreinum, s.s. eðlisfræði, efnafræði, jarð- fræði og stærðfræði. Blað allra landsmanna! písur0!iml>laí>!Í5ii -kjarni málsins! Heilbrigðisþjónusta Nám í stj órn- un og rekstri ÞRIGGJA missera nám í stjórnun og rekstri heilbrigðisstofnana hefst á vegum Endurmenntunarstofnun- ar Háskóla íslands í haust. Að sögn Margrétar Björnsdóttur endur- menntunarstjóra hefur verið leitað eftir samvinnu við Norræna heil- brigðisháskólann í Gautaborg um þróun námsins og mat á því. ‘ Námið er ætlað þeim sem vilja öðlast þekkingu á þeim greinum sem snerta rekstur, stjórnun og stefnumótun í heilbrigðisþjónustu. Inntökuskilyrði er háskólanám í heilbrigðisgreinum. „Markmiðið er að þátttakendur öðlist öryggi og getu til þess að takast á við ýmis svið rekstrar og stjórnunar. Leitast verður við að gefa nemendum fræðilega yfirsýn um leið og þeim eru kynntar hagnýtar aðferðir sem reynst hafa vel í rekstri og stjórn- un,“ sagði Margrét. Kennt verður seinni hluta dags einu sinni í viku og um helgar, þannig að nemendur geti stundað vinnu með námi, sem samsvarar 16 eininga námi á háskólastigi. Að sögn Margrétar verða gerðar kröfur um heimavinnu, allt að 10-12 klst. á viku auk prófundir- búnings. Fjöldi leiðbeinenda Leiðbeinendur verða innlendir og erlendir sérfræðingar og koma þeir erlendu frá Norræna heilbrigðis- háskólanum. Helstu íslensku kenn- ararnir verða þau Gísli S. Arason, rekstrarhagfræðingur og lektor við viðskipta- og hagfræðiskor HÍ, Guðjón Magnússon, læknir og rekt- or Norræna heilsuháskólans, Ingi- björg Þórhallsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og forstöðumaður á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Guðrún Högnadóttir MHA, forstöðumaður gæða- og þróunarskorar Ríkisspít- ala, Guðbjörg Sigurðardóttir, tölv- unarfræðingur og deildarstjóri tölvudeildar Ríkisspítala, auk fjölda gestakennara úr íslensku heil- brigðiskerfi og stjórnsýslu. Kostnaður við námið er 190.000 krónur á verðlagi í janúar 1996 og er skráningarfrestur til 20. júní. ÍSLENSKI LIFEYRISSJOÐUKINN FUNDARBOÐ Fundur sjóðsfclaga íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 23. maí nk. kl. 17.15 að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð. DAGSKRA: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur 1995. 3. Kjör stjórnar skv. 9. gr. samþykkta. 4. Kjör endurskoðenda skv. 11. gr. samþykkta. 5. Tillaga um breytingu á samþykktum sjóðsins. 6. Erindi: „Þróun og uppbygging íslenska lífeyrissjóðsins", Sigurður Atli Jónsson, hagfræðingur. Sjóðsfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjórn íslenska lífeyrissjóðsins. 0 & LANDSBRÉF HF. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILl AÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.