Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Heilsuveradarstöðin áfram í þjónustu Reykvíkinga HINN 6. maí síðast- liðinn kynnti stjórn Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur starfs- fólki stofnunarinnar tillögur sínar um framtíðarhlutverk stöðvarinnar. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa lækn- ar, hjúkrunarfræðing- ar og ljósmæður Heilsuvemdarstöðvar- innar mótmælt tillög- um stjómarinnar um „að leggja stöðina nið- ur í núverandi mynd“. Þessir fagaðilar gagn- rýna stjómina fyrir skort á samráði við undirbúning tillagnanna. Svo vikið sé að öðmm þáttum tillagnanna í stuttu máli, þá er lagt til að „flestar skoðanir barna og bamshafandi kvenna fari fram á heilsugæslustöðvum". Ennfrem- ur segir í tillögunum: „Heima- hjúkmn getur flust til heilsugæslu- stöðvanna á næstu áram án þess að til þurfi að koma mikil aukning á húsnæði þar.“ Stjórn Heilsu- vemdarstöðvarinnar telur að lungna- og berklavamardeild eigi „góða samleið með lungnadeild á Vífilsstöðum" og skilja má tillög- umar þannig að berklavarnir eigi að fara fram á heilsugæslustöðv- um. Tillögurnar em nokkuð al- mennt orðaðar og ýmsum mögu- leikum haldið opnum. Að mínu mati er hér fremur um drög að tillögum eða hugmyndir að ræða en eiginlegar tillögur. Ég vona því, að stjóm Heilsuvemdar- stöðvarinnar taki mark á þeirri gagnrýni, sem „tillögumar" eiga eftir að fá og vinni út frá því. Þá er líklegra að hún nái fram þeirri hag- kvæmni í þjónustunni, sem er yfirlýst mark- mið hennar. Stefnubreyting Undirritaður sat í þriggja manna stjóm Heilsuvemdarstöðvar- innar, sem fulltrúi Reykvíkinga, frá miðju ári 1990 til árs- loka 1994. Eftir að sjálfstæðismenn misstu meirihluta sinn í borgarstjóm, tók fulltrúi R-listans, Guð- rún Ágústsdóttir, for- seti borgarstjórnar, sæti Reykja- víkurborgar í stjóminni. Þetta á auðvitað sinn þátt í því, að núver- andi stjóm hefur horfíð frá þeirri stefnu varðandi framtíðarhlutverk Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur, sem fyrri stjórn mótaði. Auk Guðrúnar sitja í stjórn Heilsuvemdarstöðvarinnar Óttar Guðmundsson, geðlæknir við Rík- isspítala, tilnefndur af trygginga- ráði og Ragnheiður Haraldsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu og fyrrverandi hjúkrunarfram- kvæmdastjóri á Ríkisspítulum, til- nefnd af heilbrigðisráðherra og er hún jafnframt formaður stjórnar- innar. Sú stjóm Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur, sem undirritaður sat í, vildi styrkja stofnuniná og að hún fengi að halda nafni sínu. Lögð var áhersla á tengsl stofnun- arinnar við heilsugæslustarf í Reykjavík og hagkvæma nýtingu mannafla og stofnkostnaðar í heil- sugæsluþjónustunni. Þessi fyrrver- andi stjóm stöðvarinnar lagði fram Hugmyndir um að leggja Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur niður eru, að mati Olafs F. Magnússonar, óraun- hæfar og auka kostnað. ítarlegar tillögur um framtíð Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur árið 1991 og nutu þær víðtæks stuðnings meðal 'starfsfólks stofn- unarinnar. Lagafmmvarp byggt á tillögum þeirrar stjómar var lagt fyrir Alþingi vorið 1993, en náði ekki fram að ganga m.a. vegna andstöðu landlæknis og hóps heilsugæslulækna. Núverandi stjóm Heilsuverndarstöðvarinnar kemur meir á móts við þessa aðila, sem vilja reka heilsugæslu á höfuð- borgarsvæðinu með líkara sniði og á landsbyggðinni. Óhagkvæmar tillögur í dag fer tiltölulega lítil mæðra- vemd fram á heilsugæslustöðvum í Reykjavík, nema í úthverfum borgarinnar. Mun fleiri konur sækja mæðravernd á Heilsuvernd- arstöðina. Ungbarnavernd hefur í ríkari mæli færst á heilsugæslu- stöðvar, en þó er enn um fjórðung- ur hennar inntur af hendi á Heilsu- vemdarstöðinni. Um 75% heima- hjúkranar innan heilsugæslunnar er rekin frá Heilsuverndarstöðinni. Þriðjungur Reykvíkinga hefur heimilislækni utan heilsugæslu- stöðva. Þó að mörgum Reykvíking- um fínnist gott að leita á heilsu- gæslustöðvar em þeir einnig marg- ir, sem kjósa sér annað form heil- sugæslu og sækja heimilislækna- þjónustu til heimilislæknis utan heilsugæslustöðva og heilsuvernd- arþjónustu á Heilsuvemdarstöðina. Mun einfaldara er að reikna út kostnað vegna þjónustunnar utan heilsugæslustöðvanna, þar sem verkaskipting er skýrari en á heilsugæslustöðvunum. Ef öll þessi starfsemi flyst yfir á heilsugæslu- stöðvar mun reksturinn verða dýr- ari en áður, m.a. vegna lakari nýt- ingar starfskrafta. Stofnkostnaður vegna byggingarframkvæmda verður einnig veralegur. í tillögum sínum segjast stjómarmenn Heilsuvemdarstöðv- arinnar hafa „skoðað samhengi þeirrar þjónustu sem veitt er á Heilsuverndarstöðinni og annarrar heilbrigðisþjónustu“. Þarna er komið að lykilatriði. Með því að flytja starfsemi Heilsuverndar- stöðvarinnar á marga staði rofnar visst samhengi í heilsugæslunni í Reykjavík. Undirrituðum er það t.d. áhyggjuefni, ef berklavamir Heilsuvemdarstöðvarinnar verða færðar til lungnadeildar Vífílsstaða og út á heilsugæslustöðvar. Ástæða er til að vara við þessari tilfærslu af mörgum ástæðum. Stórefla þarf berklaeftirlit hérlend- is, vegna vaxandi innflutnings fólks frá löndum, þar sem berklar era landlægir. Margir þessara inn- flytjenda era með berklasmit og þarfnast nákvæmrar greiningar og meðferðar á sérhæfðri deild, sem er aðgengileg og vel staðsett eins og berklavarnardeild Heilsu- vemdarstöðvarinnar er. Yfirleitt er hvorki til staðar sérþekking á berklum né röntgentæki á heilsu- vemdarstöðvum I .Reykjavík. Reynslan þarf því að dreifa berkla- Ólafur F. Magnússon Guðcmmdun Rapi Gemöal væntanlegur forsetaframbjóðandi „Nú er síðasti dagurinn til að skila inn listum yfir meðmælendur vænt- anlegra forsetaframbjóðenda sam- kvæmt auglýsingum sumra yfirkjör- stjóma landsins. Ekki er víst að allir nái tilskilinni tölu meðmælenda í öllum landsfjórðungum, hvorki ég né aðrir. Það er því spennandi að sjá hvemig fer. Það er sem er, svo fer sem fer. Verði ég forsetaefni, verð ég lfklega þakklátur, því með því gefst mér kostur á að kynna mig betur fyrir þjóðinni og mynda valkost meðal frambjóðenda. Ef ég verð ekki forsetaefni er þetta sjálfhætt, ég þakka þá væntanlega fyrir mig, veiti trausti til hinna og held áfram mínum ágætu störfum sem skóla- stjóri nuddskóla, sem nemandi í Háskóla fslands og sem maður í andlegri rækt. Báðir kostimir era góðir.” >7inln[*j.ii’ 9.900 Verö frá kr. hvora leið með flugvallarskatti Nú á íslandi Wihlborg Rejser Sími: 567 8999 Ákall þjóðar MÁL Sophiu Hans- en er orðið að algerri hneisu fyrir ráðamenn þjóðarinnar. Bæði fyrri ríkisstjóm og þá er nú situr hafa komið að þessu viðkvæma máli af slíku dugleysi að hrein skömm er að. Héma höfum við sl. sex ár mátt horfa upp á þessa ungu ólánsömu .móður líða slíkar sálarkvalir og angist frammi fyrir alþjóð, að ónotatil- fínningin og skömm- ustukenndin nístir margan manninn alveg inn í innsta hom sálarkirnunnar. Hvernig má það vera að slíkt ferlegt óréttlæti og hér er um að ræða er látið viðgangast í allan þennan tíma? Það er fráleit fírra að halda því fram að mál Sophiu Hansen og dætra hennar sé eitthvert for- ræðismál, að vísu erfitt, en samt bara forræðismál. Sannleikurinn er sá, að þegar Halim A1 neitaði að skila dætram Sophiu til henn- ar, flokkast slík aðgerð undir mannrán og ekkert annað. Við höfum hér íslenzka konu, gifta íslenzkum ríkisborgara og saman eiga þau tvær íslenzkar dætur. Þau skilja á íslandi skv. íslenzkum lögum og móðurinni er dæmt forræði bamanna. Ef svo einhver maður, hvort sem það er faðir barnanna eða einhver annar, Kjartan Norðdahl tekur börnin frá móð- urinni og heldur þeim með ólögmætum hætti í öðra landi, þá heitir það mannrán. f öllum ríkjum heims varðar mannrán þungri refsingu, sums staðar dauðarefsingu. Svona mál era milli- ríkjamál, Interpol-mál og heyra m.a. undir alþjóðlega mannrétt- indadómstóla, því um gróft mannréttinda- brot er að ræða. Svona mál á að leysa á ríkis- stjórnarplani, helzt ráðherraplani. Efast einhver um að þannig hefði verið tekið á málinu ef um börn einhvers ís- lenzks ráðherra hefði verið að ræða? Tyrknesk stjórnvöld, sjálf ríkis- stjómin, gerðist meðsek um mann- rán ef hún aðhefst ekkert í málinu. Það er þokkaleg uppákoma þetta. Ríki, sem þykist vera lýð- ræðisríki, þykist vera þess um- komið að gerast aðili að Evrópu- sambandinu og sitja þar við hlið viðurkenndra lýðræðisríkja, tekur þátt í mannráni og lltilsvirðir dóm- sniðurstöðu annars lýðræðisríkis. Og ríkisstjórn þess ríkis, sem brot- ið er gegn, kallar slíkt athæfi - forræðisdeilu! Þeir, sem mest gagn hafa gert í þessu máli fyrir utan aðila sjálfa, era ýmsir einkaaðilar og svo al- menningur á íslandi, sem hefur Svona mál eru milli- ríkjamál, Interpol-mál og heyra m.a. undir al- þjóðlega mannréttinda- dómstóla, segir Kjartan Norðdahl, um forræð- isdeilu Sophiu Hansens og Halims Als. brugðist vel og drengilega við með fjárframlögum og hughreysting- um, þegar leitað hefur verið eftir því, nú síðast á föstudaginn 10. maí sl., en þá kom fram slíkur rausnarskapur á örskömmum tíma og svo eindreginn stuðningur við málstað Sophíu að líta verður á hann sem ákall þjóðar til ríkis- stjómar sinnar um afdráttarlausar aðgerðir. Eg ætla svo að nefna hérna atriði, sem öllum er auðvitað ljóst, en samt er eins og það þurfí stund- um beinlínis að minna á það. Þeir menn, sem gefa sig að pólitík, mega aldrei gleyma því hvers eðlis starf þeirra er. Stjórn- málamenn hafa völd og áhrif en einnig ótvíræða ábyrgð og skyldur og þeir þiggja laun hjá ríkinu, þ.e. fólkinu í landinu. Þeir eru í þessu starfí sínu vegna þess að þeir buðu sig fram til starfans og vegna þess að þeir voru kjörnir til þess vörnum í margar áttir er ekki góð erlendis og við ættum að draga lærdóm af þeirri reynslu. í lok tillagna stjórnar Heilsu- vemdarstöðvarinnar er greint frá bréfi landlæknis til heilbrigðisráð- herra frá 2. janúar síðastliðnum, um álit hans á skipan mæðra- og ungbamaeftirlits og heima- hjúkranar í Reykjavík. Þar segir landlæknir m.a., að þessi þjónusta sé „samkvæmt lögum hlutverk heilsugæslustöðva" og mælir með að farið sé eftir lagabókstafnum. Þessi þrönga lagatúlkun á alls ekki við á höfuðborgarsvæðinu. Heil- brigðisráðherra bar gæfu til þess að hafa skynsemina fremur að leið- arljósi í tilvísanamálinu en þröngar túlkanir laga og reglugerða. Ég vona að ráðherrann geri það sama varðandi tillögur landlæknis um Heilsuvemdarstöðina og hafni þeim! Nauðsynlegur samræming- araðili Ekki verður hér talin upp öll starfsemi Heilsuvemdarstöðvar- innar, en stöðin er í víðtækum skilningi miðstöð og samræminga- raðili í heilsugæslu Reykvíkinga. Margar deildir stöðvarinnar veita einnig ráðgjöf á landsvísu. Auk alls þessa stuðlar Heilsu- vemdarstöðin að valfrelsi í heilsu- vemdar- og heilsugæsluþjónustu og gerir fleiri þjónustuaðilum í heilsugæslunni en heilsugæslu- stöðvunum kleift að starfa. Það skapar svigrúm fyrir ólík rekstrar- form og samanburð á kostnaði. Loks getur Heilsuvemdarstöðin verið heilsuvemdar- eða forvarnar- stofnun fyrir landið allt, jafnframt því að vera mikilvægur hlekkur í heilsugæslu Reykvíkinga. Endurskipulagning á starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur er sjálfsögð og eðlileg. Hugmyndir um að leggja niður Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur era hins vegar óraunhæfar og hafa kostnaðar- auka í för með sér. Því ber að hafna þeim. Höfunduv er læknir og varaborg- arfulltrúi í Reykja vík. í lýðræðislegum kosningum af hin- um almenna kjósanda. Þegar svo þessi sami almenni kjósandi lendir í vandræðum, sem verða ekki leyst nema með milliríkjasamkomulagi á ráðherraplani eða ríkisstjórnar- plani, ber þessum mönnum, stjórn- málamönnunum, alveg kristalskýr skylda til þess að bregðast við. -Ríkisstjórn íslands á að krefjast þess við ríkisstjórn Tyrklands að réttarhöld í málinu verði stöðvuð, þar sem hér sé um mannrán að ræða, krefjast þess að börnunum verði skilað tafarlaust, Sophia og dætur hennar sem og ríkisstjórn Íslands og íslenzka þjóðin beðin afsökunar og Sophiu greiddar skaðabætur. Hefði þetta verið gert, og það er enn unnt, þá hefði einn morgun- inn þarna úti í Tyrklandi, eld- snemma, eða um nótt, harðsnúin sveit lögreglumanna, undir beinni fyrirskipun forsætisráðherra landsins, komið og tekið telpurnar tvær og komið þeim undir traustri vernd um borð í flugvél og heim til íslands. Þetta var ekki gert, og verður sjálfsagt ekki gert, því ennþá er verið að þvæla um þetta mál sem forræðismál, en engu að síður þá óska ég þeim eina manni úr toppi ráðamanna á íslandi, Ólafí Egils- syni sendiherra, sem hefur þor og dug til beinna afskipta í málinu, heilla og gæfu í för sinni. En hitt skulu þeir menn, sem í dag fást við stjórnmál, vita að þjóðin mun ekki gleyma því hveij- ir sýndu manndóm í þessu erfíða máli - og hveijir ekki! Höfundur er flugstjári og lögfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.