Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBÚVÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 37
KJARVALSSTAÐIR, þar sem NORDIA 96 verður haldin,
NORDIA 96
FRIMERKI
Kjarvalsstaðir
NORRÆN FRÍ-
MERKJASÝNING
Samnorræn frímerkjasýning verð-
ur haldin á Kjarvalsstöðum dagana
25.-27. október nk.
SEGJA má, að heldur hafi
verið hljótt um væntalega' sam-
norræna frímerkjasýningu, sem
haldin verður á Kjarvalsstöðum
dagana 25.-27. október nk.;
a.m.k. á innlendum vettvangi. I
þessum þætti hefur hennar ekki
verið getið fyrr en nú, enda stutt
síðan rækileg greinargerð barst
um hana.
Fyrsta NORDIU-sýning hér á
landi var haldin árið 1984 og
tókst að flestu leyti mjög vel,
enda var þá áhugi og samtaka-
máttur íslenzkra safnara mjög
mikill og meiri en mér virðist
hann vera núna. Sá hagnaður,
sem féll í skaut frímerkjasam-
taka okkar árið 1984, varð til
þess, að þau eignuðust eigið hús-
næði í Síðumúla 17 hér í Reykja-
vík. Enda þótt sú ráðstöfun gengi
ekki alveg hljóðalaust fyrir sig,
held ég megi fullyrða, að nú þyki
flestum og vonandi öllum söfnur-
um, að vel hafi til tekizt. Næsta
NORDIU-sýning var svo haldin
hér árið 1991 og varð enn lyfti-
stöng fyrir frímerkjasöfnun okk-
ar. Þriðja slík sýning verður svo
haldin næsta haust og nú að
Kjarvalsstöðum, en ekki í Laug-
ardalshöllinni, svo sem var um
hinar sýningarnar tvær. Eins og
marga rekur örugglega minni til,
var fyrsta stórsýning hér á landi,
ISLANDIA 73, haldin á þessum
stað árið 1973 á hundrað ára
afmæli íslenzkra frímerkja.
Hinar svonefndu NORDIU-
sýningar eru komnar í nokkuð
fastan farveg og fara árlega milli
Norðurlandaþjóðanna. Enginn
vafi leikur á því, að þessar sam-
norrænu frímerkjasýningar hafa
orðið frímerkjasöfnun á Norður-
löndum til framdráttar. Um leið
er þeim eðlilega veitt athygli
meðal safnara víða um heim.
Miðað við þær Norðurlandaþjóð-
ir, sem geta tekið að sér NORD-
IU-sýningar, kemur sýningar-
hald í hlut hverrar þeirrar fimmta
hvert ár.
Svo má aftur spyija sem svo:
Hafa íslenzkir safnarar í raun tök
á þátttöku í þessum leik fimmta
hvert ár? Eg hef hvergi dregið
dul á það, að ég tel svo ekki
vera, enda þótt hagur af NORD-
IU-sýningum sé á marga lund
ótvíræður. Kemur þar hvort
tveggja til, að íslenzkir frímerkja-
safnarar eru að mínum dómi of
fáir til að halda uppi svo viðamik-
illi sýningu jafnoft, jafnvel þótt
við njótum mikillar íjárhagsað-
stoðar frá Póst- og símamála-
stjórn okkar og Póstsögusjóði og
að auki margs kyns aðstoðar frá
„kollegum" okkar á öðrum Norð-
urlöndum. Bæði fámenni og svo
fjarlægðin gerir þetta sýningar-
hald mun erfiðaðra og kostnað-
arsamara fyrir okkur en safnara
á hinum Norðurlöndunum.
Hvað sem þessum hugleiðing-
um líður, er það orðin staðreynd,
að NORDIA 96 verður haldin á
íslandi að þessu sinni, og þá er
sjálfsagt, að íslenzkir safnarar
leggist fast á árar um að gera
sýninguna eins vel úr garði og
unnt er. Við eigum líka enn á
að skipa liði, sem þekkir vel til
vinnubragða frá fyrri sýningum
og verður vonandi innan handar,
þegar þar að kemur.
Fyrir alllöngu sendi undirbún-
ingsnefnd NORDIU 96 frá sér
brytling, þar sem sýningin er
kynnt. Nefnd þessa skipa Sigurð-
ur R. Pétursson formaður, Hálf-
dan Helgason, sem er aðalum-
boðsmaður sýningarinnar, og
Sverrir Einarsson ritari. Umboðs-
menn hafa þegar verið skipaðir
frá öðrum Norðurlöndum, en
umboðsmaður íslands er Þór Þor-
steins. Síðar var svo bætt við í
nefndina tveimur mönnum, Finni
Kolbeinssyni frá Landssambandi
ísl. frímerkjasafnara, og Jónasi
Skúlasyni frá póststjórninni.
Skipa þessir fimm menn sýn-
ingarnefnd NORDIU 96.
Samkvæmt nýlegri tilkynn-
ingu nefndarinnar hafa þegar
verið haldnir margir fundir. Tek-
ið er fram, að nefndin hafi ekki
setið iðjulaus, þótt ekki hafi farið
hátt um starf hennar fram að
þessu. Jafnframt er sú von látin
í ljós, að nefndinni verði vel tek-
ið, þegar leita þarf til félaganna
við uppsetningu sýningarinnar
næsta haust og eins við annað
það, sem óhjákvæmilega fylgir
sýningarhaldinu. Undir það tek
ég eindregið, enda hlýtur það að
vera vilji allra íslenzkra frí-
merkjasafnara, að vel takist til,
þegar á hólminn er komið. Hér
á engu að skipta, þótt menn hafi
í upphafi þótt jafnvel of skammt
um liðið frá NORDIU 91.
Fundur var haldinn í FF
sumardaginn fyrsta, 25. apríl sl.,
þar sem Sigurður R. Pétursson
kynnti sýninguna fyrir félags-
mönnum og sagði jafnframt,
hvernig málum væri nú háttað.
Því miður var fundurinn ekki vel
sóttur, ekki sízt með tilliti til
kynningar NORDIU 96. Verður
hér á eftir rakið ýmislegt úr því,
sem fram kom um sýninguna á
nefndum fundi.
Sigurður tók skýrt fram, að
reynt verður að halda kostnaði
öllum eins mikið niðri og unnt
er. Þannig var breytt um sýn-
ingarstað fyrst og fremst af því,
að Laugardalshöllin reyndist
einni milljón krónum dýrari en
Kjarvalsstaðir. Er nú þegar búið
að skipuleggja sýningarsvæðið
þannig, að það verði ekki of stórt
um sig, en um leið verður reynt
að hafa það bæði notalegt og
hlýlegt. Er stefnt að því, að allt
rúmist mjög vel á Kjarvalsstöð-
um. Sýningarflokkar verða með
hefðbundnum hætti, og hafa þeg-
ar borizt umsóknir um rúmlega
600 ramma erlendis frá, enda
kemur sýningaefni eðli málsins
samkvæmt mest frá öðrum
Norðurlöndum. Vitað er nú um
tvö söfn frá Bretlandi, en sýnend-
ur þeirra gera það sem félagar
í norrænum samtökum. Umsókn-
arfrestur fyrir íslenzka safnara
er enn ekki liðinn, en þess er
vænzt, að þátttaka þeirra verði
einnig góð, enda þótt því sé ekki
að leyna, að ýmis góð söfn frá
liðnum árum eru horfin af vett-
vangi, þar sem eigendur þeirra
eru fallnir frá. Hér er þá þess
að vænta, að ekki sízt ungir safn-
arar komi þar í skörðin Annars
er gert ráð fyrir, að rammafjöldi
sýningarinnar geti orðið allt að
þúsund.
Ekki er gerlegt á þessu stigi
að greina frá einstökum söfnum,
en þó má geta þess, að bezta
íslenzka frímerkjasafnið, sem nú
er til að flestra dómi, verður á
NORDIU 96. Þá verða þarna trú-
lega hlutar af söfnum bæði frá
Þjóðskjalasafni íslands og Þjóð-
minjasafni íslands. Eins er þess
að vænta, að póststjórnin verði
einnig með hluta af íslandssafni
Hans Hals, sem margir kannast
við frá fýrri sýningum.
Af framansögðu má ljóst vera,
að hér er í uppsiglingu áhuga-
verð NORDIU-sýning, sem verð-
ur áreiðanlega að leikslokum öll-
um til sóma.
Hér í þessum frímerkjaþætti
verður reynt að segja nánar frá
■NORDIU 96, þegar nær dregur
sýningunni og línur skýrast betur.
Garrison Scott
Veiðivesti
30% AFSLÁTTUR
Ábur 5.680,-
Sendum í póstkröfu um land allt.
Wli©QÍUST™
SÍÐUMÚLA 11 ■ 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI S88 6500
i
BIODROGA
Llfrænar
jurtasnyrtivörur
Engin auka ilmefni.
BIODROGA
Tölvufyrirtækið OZ
valdi Stólpa bókhaldskerfið
gl KERFISÞRÓUN HF.
Fákaleni 11 - Sími 568 8055
Camhood fitusíur
fyrir iðnaðareldhús
Camfil
betri síur
betra loft
í Verkfræðingar
Stangarhyl la, 110 Reykjavfk,
sími: 5678030 - fax 5678015
Allar gerðir af sláttuvélum
og sláttuorfum.
STIGA sláttuvélarnar eru
þrautreyndar við íslenskar
aðstæður. Traust varahluta
og viðgerðaþjónusta.
Umboð: Vetrarsól hf.
' STIGA Collector
sláttuvél, 3,75 ha.,
4 hæðastillingar.
52 Itr uppsafnari.
Einstök heimilisvél
Kr. 34.200 stgr.
STIGA Dino
sláttuvól
3,7 ha„
3 hæðastillingar.
Góð heimilisvél.
Kr 21.850 stgr.
STIGA aksturssláttuvélar.
Fjöldi fylgihluta fáanlegur.
Frá kr. 185.250 stgr
TANAKA 2800
vélorf, 0,9 ha.
Fyrir heimili
og sumarbústaði.
Kr. 17.670 stqr.
VETRARSOL
Hamraborg 1-3, norðanmegin
Kópavogi. 564 18 64