Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Fyrirmæli dagsins Heimilis- „do it“ EFTIR PAUL-ARMAND GETTE Við fyrstu sýn er ekki mikill munur á „do-it“ og heimilis-„do- it“. munurinn virðist einungis liggja í staðarvalinu. Þótt ekkert sé tiltekið um staðinn í fyrra til- vikinu er fullyrðingin fólgin í hugtakinu; fyrirmæli um stað felast einfaldlega i því að ekki er hægt að koma verkefninu fyr- ir nema á listásafni eða öðrum ámóta húsakynnum helguðum listinni. Þar með á „do-it“-formið fátt skylt við „do-it“-leiðbeining- ar á borð við þær sem ég rakst á um daginn við hliðina á dælu á bensínstöð, jafnvel þótt báðar þessar viðskiptagreinar, listar og eldsneytis, fari fram fyrir allra augum á almannafæri. Ekki reyna að segja mér að listin sé ekki verslun; undir yfirskini menningar eru söfnin sífellt að selja af sér ímynd sem mér geðj- ast engan veginn að. Útúrdúr a) Menningin. Ég leggtil að menningin verði takmörkuð við að þroska smekk okkar á þeim ávöxtum og grænmeti sem við étum. Oft minnir menningarfólk mig einmitt einna helst á rófnaakur. b) Söfnin. Þegar ég fór á Lud- wig-safnið í Köln í síðustu viku varð til þessi niðurstaða: Það er alls ekki slæm hug- mynd að fleygja þessu öllu á haugana. c) Listin. Hún þarf örugglega á að halda aðeins meiri nánd. Útstillingarfyrirgangurinn hefur ekki heppnast. Það er þessvegna sem mér fínnst „do-it“-heimaverkefnin áhugaverð. Þetta heima sem á að vera best, það er einmitt þar sem við þorum að viðurkenna smekk okkar, hvort hann er góð- ur eða vondur er spurning um mat, og út í þá fáfengilegu sálma ætla ég mér ekki. Á nokkurn hátt byggist „do-it“-hugmyndin á því að láta aðra vinna verkin, eru í rauninni einskonar litabæk- ur þar sem búið er að teikna flet- ina sem hinir eiga að fylla út með litum, en „do-it“-heimalistin hefur að minnsta kosti fram yfír þá nánd sem ég kallaði eftir að ofan. Óreiðan krefst mikillar natni til að virðast augljós. Annars er hún aðeins afleiðing vanhirðu. Æðsta stigi óreiðunnar ná menn ekki nema með staðfastri full- komnunarhneigð! Engu að síður er tillaga mín hér að neðan á allra færi, og þar sem listathöfn- in fer fram á heimilinu er hægt að velja sér nákvæmlega þann áhorfendahóp sem manni sýnist. Kvennærbuxur sem skreytingarefni Þær gætu verið líkamsskreyt- ing nokkur andartök, og í ákveðnum tilvikum jafnvel skreyting án þess að nokkur sé í þeim, þannig að þær séu aðeins hluti af fagurri uppstillingu. Eng- um kæmi til hugar að húsfreyjan hafí vanrækt tiltektimar heldur mundu menn réttilega dást að smekk hennar og hæfíleikum. Kæm frúr, kæra ungfrúr! Ég leyfi mér að vona að þér íhugið tillögu mína og að hún leiði til þess að þér nýtið fegursta hluta undirfatasafns yðar til að skreyta heimilið. Imyndið yður uppnámið við að einum af nærbuxum yðar væri komið fyrir, samanbrotnum á listrænan hátt, í samskeytunum á hægindastól, eða að þær væru breiddar á smáborð ásamt nokkr- um blöðum úr krónu eftirlætis- blómsins yðar. • Fyrirmælasýning ísamvinnu við Kjarvalsstaði og Dagsfjós. ynnmgardagar í uppnafi skola - B» iliiingur Alivrgi) ARSNAM í Reykholti Allar upplýsingar í síma 435 1200/431 2544 Fáið kynningarbækling INNRITUN lýkur 5. júní BBT05TS - JðAnATOl - JTJS Augun - spegill sálarinnar RAGNAR Sigurðsson: Sjálfsmynd. HANPVERK Ráðhús Rcykjavíkur S JÁLFSMYNDIR NOR- RÆNNA BARNA Samsýning. Opið kl.10-19 virka daga og kl. 12-18 um helgar til 24. maí. Aðgangur ókeypis. EITT af þeim stóra verkefnum sem unnin hafa verið í tengslum við Kaupmannahöfn sem menning- arborg Evrópu 1996 er nú að hluta komið hingað til íslands sem sýn- ing í Ráðhúsi Reykjavíkur á sjálfs- myndum norrænna barna. Hugmyndin var að leita til fjög- urra bekkjardeilda 10-12 ára barna í hveiju Norðurlandanna, þar sem börnin skyldu kynna sig sjálf, sín viðhorf og væntingar í gegnum sjálfsmyndir og texta, þar sem fram kæmu svör þeirra við hinum stóru spurningum lífsins. Þessari vinnu er síðan fylgt eftir með sýn- ingum á myndunum, gerð dagbóka með svörunum, sjónvarpsþáttum og efni á tölvugeisladisk, en dæmi alls þessa má kynna sér á sýning- unni. Afraksturinn er mjög áhugaverð framkvæmd, sem vert er að benda áhugafólki um uppeldis- og skóla- mál sérstaklega á. Myndlistin er hér notuð til að gefa börnunum tækifæri til að svara grundvallar- spurningum lífsins - hver er ég, hvernig er ég, hvað vil ég - og virðast flest hafa unnið það af mikilli einlægni, sem nýtur sín vel þrátt fyrir misgóða tækni unga fólksins til að festa eigin ímynd á spjald. Það er gömul kenning og ný að augun lýsa því sem býr hið innra. En andlitin í heild lýsa einnig við- komandi, og í bestu myndunum bregður vissulega fyrir ábyrgð, íhugun eða kankvísi, allt eftir því sem viðkomandi telur einkenna sig hvað helst. Það er athyglisverð fjölbreytni í þeim stóra hópi bama, sem hér .birtist. Ekki er aðeins að þau hafi fjölskrúðugar skoðanir á lífinu og tilverunni - t.d. má benda á að í dagbókasvörunum eru framtíðar- áætlanir um félagslega þjónustu í starfsvali og áhyggjur af friðar- horfum í heiminum mun meira áberandi meðal danskra barna en íslenskra - heldur er litróf barn- anna einnig afar ríkulegt, og má þar væntanlega bæði benda til inn- flutnings fólks og ættleiðinga. All- ar hugmyndir um „hreinan kyn- stofn“ era því greinileg tíma- skekkja nú þegar - sem betur fer fyrir framtíðina. Loks er rétt að nefna að það sem börnin eiga sameiginlegt er mun fleira en skilur þau að. Þrátt fyrir ýmsa drauma um frægð og frama (oftast á sviði íþrótta) virðast mestu verðmæti þeirra felast í fjöl- skyldunni og þeirra nánustu; þeim þykir vænt um dýr og óska þess helst að komast til manns - að geta sinnt verðugum störfum - og láta gott af sér leiða. Það er ekki slæmt veganesti að leggja upp með. Upphaflega var sýningin í heild sett upp í Krónborgarfeijunni við Kaupmannahöfn, með verkum þeirra 1.500 barna sem tóku þátt í framkvæmdinni. Uppsetningin í Ráðhúsinu ber skiljanlega merki þess að hér hefur verkið leitast við að skila ákveðinni heildarmynd með mun minna úrtaki (um fimmt- ungi sýningarinnar). Samt sem áður tekst vel til; sjónvarpsþættina (um 10 mín. hver) er hægt að skoða í nokkrum tækjum, tölva býður upp á ferð með tölvudiskn- um, dagbækur liggja frammi frá hveiju landi og myndum frá hveiju landi er komið fyrir á spjöldum 'ásamt spurningum og speglum, þannig að gestir geta einnig tekið óbeinan þátt í framkvæmdinni. Verkefni sem þetta leiðir glögg- lega í Ijós, að ef rétt er haldið á spöðunum getur myndlistin verið afar virkur þáttur í námi og upp- eldi barna, og veitir þeim oft og tíðum mun betri möguleika til tján- ingar en hið skrifaða eða talaða orð getur gert. Myndlistin er þann- ig mikilvægur hlekkur í þeirri menntun sem við vonumst til að geta veitt börnunum okkar - hlekk- ur sem vert er að styrkja til muna frá því sem nú er. Eiríkur Þorláksson • aSCOm Hasler • Frímerkjavél framtíðarinnar • Stílhrein, falleg hönnun • Svissnesk tækni og nákvæmni J. tiSTVALDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjovík, sími 552 3580. ENGLABÖRNÍN Bankastræti 10, sími 552 2201.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.