Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Glæsileg Gífurleg þátttaka 1 Landsbankahlaupinu GIFURLEG þátttaka var í hinu ár- lega Landsbankahlaupi sem fram fór á Akureyri sl. laugardag og fór þátt- takan fram úr björtustu vonum að- standenda. Alls mættu 490 börn til leiks en í hlaupinu í fyrra tóku rétt um 360 börn þátt. Keppt var í tveim- ur flokkum stúlkna og tveimur drengja, annars vegar börn fædd ’83 og ’84 og hins vegar böm fædd ’85 og ’86. Yngri krakkamir hlupu 1,1 km og þau eldri 1,5 km. Allir þátttak- endur fengu húfu og þátttökupening að hlaupinu loknu og þrír fyrstu í hveiju hlaupi fengu verðlaunapen- inga. Þá voru dregin út númer fjög- urra þátttakenda og fengu þeir pen- ingainnlögn á reikning í Leifsklúbbi bankans og íþróttatösku. Fram- kvæmd hlaupsins var i höndum starfsmanna bankans og í samvinnu við FRÍ og áður en hlaupið hófst hitaði allur hópurinn vel upp á Ráð- hústorginu. Morgunblaðið/Kristján veiðisýning Skotféíagsins VEL Á fimmta hundrað manns sáu glæsilega veiðisýningu Skotfélags Akureyrar í íþróttahöllinni um helg- ina. Fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í sölu á hinum ýmsu vörum fyrir skot- og stangveiðimenn sýndu vörur sínar, svo og aðilar sem safna byss- um, bæði skammbyssum, haglabyss- um og rifflum. Þá sýndu menn sem hafa sérhæft sig í uppstoppun á dýr- um margt áhugavert á sýningunni. Haraldur Ólafsson uppstoppari var með steinagetraun við sýningarbás sinn. Hann var með 9 steina til sýnis í glerbúri og var aðeins einn þeirra ekta en hinir gervi. Steinarnir voru númeraðir og áttu sýningargestir að reyna sjá út hver þeirra var ekta, skrifa númer steinsins á blað og skilja eftir í básnum. Að sýningu lokinni var svo einn heppinn sýning- argestur, sem hafði rétta númerið, dreginn út og fékk hann uppstoppaða ijúpu í verðlaun. Nánast allir sýningargestimir reyndu fyrir sér en það var Bergur Már Flosason, 6 ára snáði frá Akur- eyri, sem hreppti hnossið, en hinn rétti steinn var einmitt númer 6. A myndinni er hann að taka við verð- launum sínum úr hendi Haraldar Ólafssonar. Á hinni myndinni eru áhugasamir gestir að skoða skamm- byssur af ýmsum gerðum. Maríuerla gerði sér hreiður í hjólaskóflu Fuglinn sífellt á sveimi kringum skófluna „ÉG KVÍÐI því þegar hún fer að unga út,“ sagði Árni Máson starfsmaður Akureyrarbæjar, en hann stjórnar hjólaskóflu sem maríuerla hefur gert sér hreiður í. Hann varð fyrst var við fugl- inn á sveimi kringum skófluna síðastliðinn föstudag en áttaði sig ekki á áhuga hans á tækinu. Árni var þá að vinna í bæjar- námu í Glerárdal, skammt neð- an sorphauga bæjarins. Vel falið Á laugardag var vélin upp við hauga og þegar Árni fór að vinna á henni tók hann eftir því að maríuerlan settist ævin- lega á hana þegar hún var stöðvuð og þegar betur var að gáð sá hann fuglinn skríða inn um gat framan og ofan við skófluna. „Þegar ég fór að skoða betur sá ég að hún hafði gert sér hreiður inni í tækinu, en það er alls ekki gott að sjá það, það er vel falið hjá henni,“ sagði Árni. Maríuerlan hefur flogið á eftir tækinu þegar Árni þarf að færa sig til. Eftir hádegið í gær flutti hann sig í bæjar- námu norðan Glerár og hafði ekki séð fuglinn í röskan hálf- tíma. „Hún er yfirleitt fljót að finna okkur,“ sagði hann. Árni hélt í fyrstu að maríu- erlan myndi hætta við hreiður- stæðið þegar hún áttaði sig á hversu mikið tækið var á ferð- inni, en greinilegt væri að henni líkaði það ágætlega. „Það verður sennilega verra þegar ungarnir koma, en það verður bara að hafa sinn gang,“ sagði hann. Morgunblaðið/Kristján ARNI Másson gætir að hreiðri maríuerlunnar í hjólaskóflunni. írsk söngkona sigraði í evrópusöngvakeppninni Eurosong ’96 með laginu The Voice Anna Mjöll glöð og sátt við 13. sæti EVRÓPUSÖNGVAKEPPNIH í Ósló, Noregi, 18. maí 1996 Land Heiti lage e 'á *Á ’yÚf/éiA í % 4y % Éá i 1 É i % Wé/M/L 1. Tyrkland Besinci mevsim e 8 10 1 - 6 - - - 4 - 7 5 - 5 - - 5 - - 571 12. 2. Bretland Just a little bit 3 - - 12 1 6 7 3 4 - 2 - 8 - - 12 3 - 4 - - 6 6 77 8. 3. Spánn Ay que deseo 2 5 4 - 6 - - - - - - - - - . - 171 20. 4. Portúgal 0 meo coracao tem cor 5 2 - - 12 - 10 1 10 5 - 12 5 - 6 6 - 3 10 - 1 - 4 92 6. 5. Kýpur Monio gia mas - 12 7 3 ■ 2 8 2 5 12 - 2 - - - 1 6 - - - 10 2 721 9. 6. Malta In a womans heart 10 - 10 12 - - 8 - 1 - 4 6 - 12 5 68 10/11. 7. Króab'a Sveta ijubav 8 4 5 10 8 7 ■ ■ 1 1 6 7 - 3 5 4 6 - 5 2 10 5 1 98| 4. 8. Austurríki Weil’s da guat got 4 - - 5 - 12 - 2 7 - 12 1 - - 8 - - 8 6 3 - 68 10/11. 9. Sviss Mon Coeur L’aime - 3 - - - - - - | - - - 2 4 2 4 4 3 - - - - 22|16/1T. 10. Grikkland We turn our winters into spr. - 7 - - 10 1 1 - 8 3 36 14. 11. Eístiand Kaelakee Háál - 10 4 - 7 T - 5 - ■ 8 1 8 3 - 2 12 12 10 - 12 94| 5. 12. Noregur 1 evighet 2 8 - 2 3 - 5 8 7 - 5 7 ■ 10 10 8 7 7 8 4 3 - 10 114 2. 13. Frakkland Diwanit Bugale - 1 1 - - . - - 3 4 - 7 2 ■ - . - ia| 19. 14. Slóvenía Dan Najlepsih sanj 16 21. 15. Holland De erate keer 1 SJ 6 7 5 - - 12 3 - 4 - 10 5 1 5 - 2 7 2 - 8 78] 7. 16. Belgía Liefde is een Kaarsspel - 5 12 22 16/17. 17. irland The voice 12 8 6 4 - 7 12 10 12 10 6 12 12 3 ■ 10 - 12 12 7 7 162| 1. 18. Finnland Niin kaunis on taivas 9 23. 19. ÍSLAND Sjúbidú - JJI 3 6 1- - - 6 - 3 8 5 - 6 - - 10 - 1 - 511 13. 20. Pólland 1 want to know my sind 7 7 2 - 31 15. 21. Bosnía-Herz. Za nasu Ijubav 6 - - - Á: 3 3 - - - * - - - - - 1 '•* - H - - 13| 22. 22. Slóvakía Kym nas mas 19 18. 23. Svfþjóð Don vitda - - - 4 - - - 10 8 - 10 6 3 7 8 10 12 6 6 - 4 4 ■lOOÍ 3. FRAMLAG íslendinga til evrópu- söngvakeppninnar, Eurosong ’96, lagið Sjúbídú eftir Önnu Mjöll og Ólaf Gauk, hafnaði í 13. sæti. Það jafnar fjórða besta árangur sem keppendur hafa náð fyrir íslands hönd, í þau ellefu skipti sem ísland hefur tekið þátt. „Eg er sátt og glöð. Þetta var rosalega gaman og ég væri alveg til í að keppa aftur einhvern tímann seinna," sagði Anna Mjöll Ólafsdóttir í gær. íslenska lagið fékk hæst 10 stig frá sigurþjóðínni írum, 8 stig frá Eistlandi, 6 stig frá Portúgal, Aust- urríki og Slóveníu, 5 stig frá Nor- egi, 3 stig frá Spáni, Grikklandi og Póllandi og 1 stig frá Slóvakíu. Samtals 51 stig og_13. sætið. Áður var besti árangur íslands 4. sætið árið 1990, 7. sæti árið 1992, 12. sæti árið 1994 og árið 1993 13. sætið, eða sama sæti og nú. Sjöundi sigur íra írar unnu í fyrsta skipti árið 1970 með laginu All kinds of every- thing í flutningi söngkonunnar Dönu, næst 1980 með What’s another year sem Johnny Logan söng, hann sigraði svo aftur sjö árum síðar er hann söng Hold me now og Logan samdi sigurlagið árið 1992, Why me. írar unnu næstu tvö árin, 1993 og 1994 og nú var sjöundi sigurinn í höfn. Irar hafa tekið sér tveggja vikna um- hugsunarfrest til að ákveða hvort þeir ráðast í þann kostnað að halda keppnina í fjórða skipti á fimm árum, eða hvort þeir biðja aðra þjóð að taka þann kaleik frá sér. Anna Mjöll sagði að sjálf hefði hún ekki veðjað á írska lagið. „Mér leist best á hollenska lagið, gospel- lagið frá Austurríki og breska lag- ið. Ég er samt mjög sátt við að írska stelpan hafi unnið, hún er mjög almennileg og indæl. Reyndar voru allir mjög jákvæðir og yndislegir." Hrifnir af Sjúbídú Anna Mjöll var einnig mjög ánægð með hljómsveitina, sem Ólaf- ur Gaukur stjórnaði. „Hljómsveitin var mjög ánægð með lagið okkar og við fengum þau skilaboð að skemmtilegast væri að spila það. Skýringin er ef til vill sú, að í hljóm- sveitinni voru margir jass-leikarar og lagið var útsett í jass-stíl. Þegar ég steig á sviðið fékk ég fingur- kossa frá hljóðfæraleikurunum. Það var frábært fyrir litlu Önnu Mjöll frá íslandi að standa á þessu stóra sviði. Þetta var stórkostleg reynsla.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.