Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 43
MINNINGAR
SANDRA DRÖFN
BJÖRNSDÓTTIR
+ Sandra Dröfn
Björnsdóttir var
fædd 15. mars 1979.
Hún lést af slysförum
á Sauðárkróki 13. maí
síðastliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Hofsóskirkju 18. mai.
Vegna mistaka í
vinnslu féll niður und-
irskrift á eftir einni af
minningargreinunum
um Söndru Dröfn
Björnsdóttur á blaðs-
íðu 40 í Morgunblaðinu
laugardaginn 18. maí.
Hlutaðeigendur eru
innilega beðnir vel-
virðingar á mistökunum. Hér á
eftir birtist greinin aftur:
Ég hefði ekki trú-
að því að símtalið
okkar á sunnudag-
inn síðasta, þegar þú
hringdir til að kveðja
mig, væri hinsta
kveðjan og okkar
síðasta símtal. Ég
var að hugsa um
þegar við komum
niður Vatnsskarðið
að alltaf hefur mað-
ur fyllst eftirvænt-
ingu og spennu þeg-
ar maður horfir yfir
fallega fjörðinn og
sér heimahagana í
fjarska, líkast til
hefur eftirvænting þín verið meiri
en okkar, sannur Hofsósingur.
Ég er svo þakklát fyrir allar okk-
ar samverustundir og síðast en ekki
síst vil ég meina að samvera okkarí
vetur og vera þín hjá okkur flokkist
hreinlega undir forréttindi, að hafa
fengið notið nærveru þinnar þennan
stutta tíma. „Emillinn" þinn horfir
nú á eftir sinni kæru frænku sem
hann leit frekar á sem systur og
bestu vinkonu.
Það er svo ótal margt sem kemur
upp í hugann og væri endalaust
hægt að skrifa um. Það er vissa
mín og annarra að þér verður tekið
opnum örmum þar sem þú býrð þér
nú nýjan stað.
Elsku pabbi, mamma, afi, amma
og systurnar mínar, við bognum að
sjálfsögðu, en gérum hvað við get-
um til að brotna ekki. Guð geymi
þig, elsku litla systir.
Kveðja,
Aðalbjörg og Valur.
ERFIDRYKKJUR
Næg bílastæði
P E R L A N sími 562 0200
. I .
SYNUM SAMUÐ
Bcrum sorgar- og samúðarmerkin við minningar-
athafnir og jarðarfarir og almcnnt þcgar
sorg bcr að höndum.
Sölustaðir: Kirkjuhúsiö ^Laugavegi, bensin-
stöðvar og blómabúðir um allt land.
þökkum stuöninginn.
t
Sendum innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug,
vináttu og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkur, tengdaföður, afa og langafa,
GARÐARS PÉTURSSONAR
frá Rannveigarstöðum,
sfðasttil heimilis
í Grænumörk 3, Selfossi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 14G í Landspítalanum fyrir
góða umönnun.
Oddný Gísladóttir,
Ragnhildur Garðarsdóttir, Sigurður Guðjónsson,
Vilborg Ágústa Garðarsdóttir, Stefán Arnórsson,
Helgi Garðarsson,
Björn Garðarsson, Sigfríður Eiríksdóttir,
Eva Garðarsdóttir, Ragnar Þorgilsson,
Guðný G. Garðarsdóttir, Sævar Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför
SUMARLIÐA BJÖRNSSONAR,
Litluhlíð.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands fyrir ein-
staka umönnun í veikindum hans.
Þórgunnur Guðjónsdóttir,
Guðgeir Sumarliðason, Anna S. Þorbergsdóttir,
Bjarndís Sumarliðadóttir, Birgir Hjaltason,
Valgerður Sumarliðadóttir, Árni R. Þorvaldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til ykkar allra sem auð-
sýndu okkur vináttu og samúð vegna
andláts og útfarar eiginmanns míns, föð-
ur okkar, tengdaföður, afa og langafa,
STEINGRÍMS ELÍASSONAR,
Öldugötu 61.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar
2-A, Landakotsspítala, fyrir hlýju og ein-
staka umhyggju.
Hulda Thorarensen.
Guðlaug Steingrímsdóttir, Jón Kr. Ólafsson,
Steingrimur Steingrimsson Anna Lára Gústafsdóttir,
Sveinbjörg Steingrímsdóttir, Einar Óskarsson,
Hrafnhildur Steingrfmsdóttir, Guðni Guðjónsson,
Elísa Steingrímsdóttir, Sigurður Sigurjónsson,
Auður Steingrfmsdóttir, Aðalsteinn Jakobsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Skrifstofa Starfsmannafélags ríkisstofnana verður
lokuð í dag frá kl. 14.00 vegna jarðarfarar
FRIÐRIKS GÍSLASONAR.
SFR.
ATVINIMU AUGL YSINGAR
Bókari óskast
til starfa
Félagasamtök á höfuðborgarsvæðinu óska
eftir að ráða bókara í hálft starf (50%).
Starfið felst í eftirfarandi:
Færsla bókhalds, afstemmingar og undir-
búningur þess til endurskoðanda.
Ennfremur eftirlit með innheimtu félags-
gjalda og úrvinnsla gagna til stjórnar.
Umsækjendur þurfa að hafa haldgóða
reynslu í tölvuvinnslu fjárhagsbókhalds auk
þess að vera leikin í notkun ritvinnslu, töflu-
reikni og gagnagrunns.
Æskilegt væri að viðkomandi gæti hafið störf
sem fyrst.
Vinsamlega leggið inn umsóknir, merktar:
„Bókari - 572“, á afgreiðslu Mbl. eigi síðar
en fimmtudaginn 23. maí nk.
Öllum umsóknum verður svarað.
Kennarar
Kennara vantar í Grunnskólann á Eiðum.
Grsk. á Eiðum er skóli með u.þ.b. 40 nem-
endum í 3 deildum, 1.-3. bekk, 4.-6. bekk
og 7.-9. bekk. Rekstraraðilar skólans eru
Hjaltastaðarþinghá og Eiðaþinghá.
Við erum að leita að líflegum bekkjarkennara
fyrir miðdeildina okkar, sem í eru 15 nemend-
ur. Auk þess eru möguleikar á fagkennslu í
elstu deildinni.
Grsk. á Eiðum er á einu gróðursælasta svæði
landsins, Héraði, u.þ.b. 13 kílómetra frá
Egilsstöðum. í boði er ódýrt húsnæði, flutn-
ingur verður greiddur og auk þess eru tekju-
möguleikar nokkuð góðir þar sem skólinn
er heimavistarskóli lungann úr vetrinum.
Ef þú hefur áhuga, hringdu þá í skólastjóra
í síma 471 3824, heima 471 3825.
Grafískur
auglýsingateiknari
„lllustrator" óskast í vinnu hjá ört vaxandi
auglýsingastofu. Kunnátta í Freehand, Photo
shop, Live Picture og Quark Xpress nauðsyn-
leg. Reyklaus vinnustaður.
Umsóknir, með persónuupplýsingum, óskast
sendar inn til afgreiðslu Mbl. fyrir 30. maí,
merktar: „I - 1030“.
A AKUREYPI a
Framkvæmdastjori
Laust er til umsóknar starf framkvæmda-
stjóra Rannsóknastofnunar Háskólans
á Akureyri.
Helstu rannsóknasvið stofnunarinnar eru
þau er tengjast kennslusviðum Háskólans á
Akureyri, en þau eru:
a) heilbrigðissvið,
b) kennslusvið,
c) rekstrarsvið,
d) sjávarútvegssvið/matvælasvið.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn sé
50% af starfi framkvæmdastjóra, en 50%
starfsins verði rannsókna- og/eða ráðgjafar-
vinna.
Umsóknir skulu berast stofnuninni, Glerár-
götu 36, 600 Akureyri, fyrir 21. júní nk.,
merkt „umsókn - framkvæmdastjórn“, og
þurfa umsækjendur að geta hafið störf sem
fyrst eftir þann tíma.
Nánari upplýsingar veitir stjórnarformaður,
Jón Þórðarson, í síma 461 2500 á daginn og
í síma 461 1769 á kvöldin.
Rannsóknastofnun
Háskólans á Akureyri.
Ferðafræðingur
Ferðaskrifstofa óskar eftir að ráða ferða-
fræðing með IATA-USTAA próf til starfa e.h.
Jafnframt vantar starfskraft til móttöku ferða-
manna í sumar.
Umsóknir, merktar: „F - 16182“, leggist inn
á afgreiðslu Mbl. fyrir 24. maí.
Frá
Borgarhoitsskóla:
Borgarholtsskóli er framhaldsskóli við Mosa-
veg í Grafarvogi sem tekur til starfa haustið
1996. Skólanum er ætlað stórt hlutverk sem
starfsnámsskóla og mun leggja áherslu á
nýbreytni í starfsmenntun á framhaldsskóla-
stigi.
Eftirtalin störf eru auglýst til umsóknar við
skólann:
Tvær stöður kennara á námsbraut fyrir
þroskahefta/fjölfatlaða. Umsækjendur skulu
hafa sérkennsluréttindi á framhaldsskóla-
stigi.
Ráðning frá 1. ágúst.
Staða starfsmanns í möturneyti kennara.
Ráðning frá 1. ágúst.
Staða húsvarðar. Húsvörður er umsjónar-
maður húseigna skólans, sem er bóknáms-
hús (2.000 m2 nú, 6.000 m2 fullbyggt) og
tvö verknámshús, 2.000 2 hvort.
Ráðið er í stöðuna frá 1. júlí.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna.
Upplýsingar gefa skólameistari, Eygló Ej-
ólfsdóttir, og verkefnisstjóri, Lárus H. Bjarna-
son, í menntamálaráðuneytinu.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, skulu berast skólameistara í
menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,
150 Reykjavík, fyrir 6. júní nk.