Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 18
18 E SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ^Gott hjónaband byggir á traustum grunni, en líka góðri hvíld fyrir eril dagsins. Vel valið rúm er því eitt það mikilvægasta sem þú býður líkama þínum. Amerísku rúmin frá Nýborg eiga sér yfir 100 ára þróunarsögu á kröfuharðasta neytendamarkaðinum. Fyrir nýgifta, ógifta og góða sambúð bjóðum við yfir 15 tegundir rúma með mismunandi eiginleika. Bækiingur um svefn og val á rúmum í versluninni. Edition útgáfan: 2 dýnur og hjólagrind 153x203 cm, meö yfir 600 gormum í /|Q QQA yfir- og undirdýnu. Damask-áklæði. Kr. 47.70U Nýborg# Ármúla 23, sími 568 6911. hSHETþig ...með EYJAFERÐUM Ferðir að ♦ Fjölbreytt fuglalíf óskum ♦ Sjávarfallsstraumar hvers og ♦ Bergmyndanir eins. ♦ Skelfiskur, ígulkerahrogn o.fl. veitt og snætt í réttu umhverfi ♦ Fjölbreyttir gistimöguleikar EYJAFERÐIR, Stykkishólmi, s. 438-1450. Mikið af fallegum matarstellum, glösum og gjafavörum frá MIKASA. STA BODA Munið brúðargjafalistana Krmgian • sími 568-9122 Bandarískt brúðkaup Kötturinn gerði útslagið W AÐ var ekki ást við fyrstu M ’Jsýn" segir Carla Molette m ^♦Ogden, „en vinkonur mínar -A- segja mér að ég hafi til- kynnt tveimur vikum eftir að ég hitti Christopher að ég myndi giftast hon- um“. Carla og Christopher Ogden kynntust í ágúst 1992 eftir að vin- kona hennar sagði henni af manni sem henni myndi örugglega líka vel við. Daginn sem þau hittust átti Carla stefnumót með vinkonu sinni við tvo menn. Þegar hún hitti Chri- stopher hætti hún við stefnumótið og ákvað að bjóða honum í heimsókn ásamt nokkrum vinum. Christopher er svæðisstjóri fyrir Protein Techno- logies International auk þess að vera i framhaldnámi í viðskiptafræði við St. Louis University, en Carla er í framhaldsnámi í stjómmálafræði við Washington University í St. Louis. Carla segir að hann hafi ekki beðið hennar á hefðbundinn hátt. Þau hafi verið búin að ákveða að gifta sig en ekki verið búin að ákveða daginn. Þau ákváðu hann þegar þau fengu sér kött í mars 1993. Foreldrarnir ekki hrifnir af óvígðri sambúð „Kötturinn gerði útslagið," segir hún. „Við þurftum að ákveða hvar kötturinn myndi dvelja og við ákváð- um að hann yrði hjá Christopher. Ég flutti inn til hans og við ákváðum að gifta okkur í desember." Carla segir það vera að færast í aukana að fólk búi saman áður en það giftir sig. Hún bætir jafnframt við að hún hefði ekki hafið sambúð nema af því að þau voru búin að ákveða að gifta sig þann 30. desember. Foreldrar hennar voru ekki hrifin af því að hún væri í óvígðri sambúð, en sættu sig við það vegna þess að parið var búið að festa dag. Hún segir að þegar þau ákváðu að giftast hafi þau beðið með að segja vinum og ættingjum af fyrirætlunum sínum því þau vildu segja foreldrum hennar frá brúð- kaupinu í eigin persónu, en þau búa i Connecticut. Ogden Stewart og Bobby Ogden, búa hins vegar i St. Louis. Parið heimsótti foreldra Cörlu, Carlton W. Molette II og Barböru Molette, um sumarið og sagði þeim frá brúðkaup- inu. Brúðkaupsundirbúningurinn hófst þá þegar. Hún segir að þaú fjögur hafi sest niður með blokk og penna til að byija skipulagninguna. Nokkurn tíma tók að ákveða hvar brúðkaupið yrði haldið, en á endan- um var Baltimore fyrir valinu, en foreldrar Cörlu bjuggu þar um margra ára skeið. Carla segir að þau Cristopher hafi ekki þurft að hafa mikið fyrir undirbúningnum, hún hafi einungis séð um að kaupa kjól- inn. Afganginn hafi móðir hennar og systir séð um. „Þær vita hvað gerir mig stressaða og tóku að sér að sjá um smáatriðin," segir hún. Fámennt en skemmtilegt Brúðkaupið var ímarga staði óvenjulegt á bandarískan mæli- kvarða. Það var frekar fámennt, ein- ungis um 40 gestir. Carla segir að BRÚÐHJÓNIN ásamt foreldrum sínum. Frá hægri: Carlton W. Molette II, Bobby Ogden, brúðguminn Christopher Ogden, Carla Molette Ogden, Patricia Ogden Stewart og Barbara J. Molette. FYRIR framan afrískt veggteppi. Þau giftu sig á meðan á Kwanza stóð, en það er hátíð þar sem afrísks uppruna er minnst. þau hafi viljað hafa nána ættingja og vini í kringum sig á þessum mikil- væga degi. „Við vildum að brúðkaup- ið yrði skemmtilegt og afslappað," segir hún. Hún segir að einnig hafi þau viljað halda kostnaði í lágmarki fyrir foreldra Cörlu sem borguðu brúðkaupið, að bandarískum sið. „Foreldrar minir eru ágætlega sett- ir,“ segir hún, „en við vildum ekki að þau tækju lán til að borga brúð- kaupið." Carla keypti brúðarkjólinn sem hún klæddist, sem hún segir að enn sé siður í Bandaríkjunum þó það færist í aukana að brúðarkjólar séu leigðir. Christopher átti kjólföt. Gift- ingin fór fram á hóteli í Baltimore, í litlum sal við hliðina á veislusalnum. Eftir athöfnina var boðið upp á há- degismat ásamt kampavíni, ávaxta- safa og kaffi. Hún segir að þessi tímasetning hafi verið gerð af hag- kvæmnisástæðum. „Við Christopher erum hagsýn í peningamálum," segir hún. „Það er hægt að bjóða upp á betri mat fyrir minni pening á þess- um tíma dags heldur en ef boðið er í kvöldmat." Einnig hafi þau viljað bjóða upp á drykki en ekki selja drykki í brúðkaupinu eins og margir gera. Giftingarhringur Cörlu er einn- ig óhefðbundinn. Christopher gengur með einfaldan gullhring, en Carla ber nú giftingarhring tengdamóður sinnar. Hann er íburðarmikill og gamaldags. Allt í allt eru þetta fjór- ir hringar, tveir hvítagullshringar sem smella saman, annar er með demanti og svo fylgja tveir gullhring- ar með sem vernda demantana. „Eg og tengdamóðir mín erum góðar vin- konur,“ segir Carla. „Því var ákvörð- un hennar um að gefa mér hringinn ekki óskiljanleg. Mér þykir mjög vænt um þessa gjöf.“ Annað óvenju- legt við brúðkaupið var að ekki voru neinar brúðarmeyjar og sveinar, heldur var systir Cörlu, Andrea, svaramaður hennar og vinur Chri- stophers, Sam Ivy, svaramaður hans. I stað þess að fara í brúðkaups- ferð, eyddu Carla og Christopher dögunum eftir brúðkaupið heima hjá sér, en þau höfðu keypt sér hús rétt fyrir brúðkaupið. „Við tókum símann úr sambandi og létum engan vita hvar við vorum," segir hún. „í stað þess að fara í brúðkaupsferð ákváð- um við að reyna að ferðast eitthvað á brúðkaupsafmælinu okkar og það höfum við gert undanfarin tvö ár.“ Áslaug Ásgeirsdóttir igiíaióiiimaa adeiid Fá Góöa nótt og soföu rótt ogkucldar Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 581 4670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 567 0100 imMaaiaiiHFqiffPHiFiFm i ■■iiihí UMBOÐSAÐILAR UM ALLT LAND: Akranes: Versl. Perla • Borgarnes: Kf. Borgfiröinga • Ólafsvík: Litabúöin • Patreksfjöröur: Ástubúö • Bolungarvík: Versl. Hólmur • ísafjörður: Þjótur sf.- Drangsnes: Kf. Steingrímsfj. • Hólmavík: Kf. Steingrímsfj.* Hvammstangi: Kf. V-Húnv. • Blönduós: Kf. Húnvetninga • Sauöárkrókur: Hegri • Siglufjöröur: Apótek Siglufjarðar • Ólafsfjöröur: Versl. Valberg • Akureyri: Versl. Vaggan (Sunnuhlíð) • Húsavík: Kf. Þingeyinga • Egilsstaöir: Kf.Héraösbúa • Eskifjöröur: Eskikjör • Hvolsvöllur: Kf. Rangæinga • Þorlákshöfn: Rás hf. • Vestmannaeyjar: KF Árnesinga • Garöur: Raflagnavinnust. Siguröar Ingvarssonar • Keflavík: BústoÖ hf.* Grindavík: Versl. Palóma • Reykjavík: Barnaheimur, Fatabúðin, Versl. HjóliÖ (EiÖistorgi). • Heimilistækjadeild Fáikans * Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.