Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 E 11 hestbaki í brúðkaupið 'V’ T"vanneyrarskál- B B IN hefur löngum þótt B B rómantískur staður og eflaust eiga margir ljúf- ar minningar þaðan, einkum frá árum áður er skotist var þangað til leynilegra ástarfunda milli síld- arfarma. Nú þar sem skálin tengist rómantík og ástarfundum, er þá til betri staður til þess að kvænast en einmitt þar? Þetta datt ráðamönn- um síldarævintýrisins í hug og aug- lýstu eftir brúðhjónum. Helga Kristín Einarsdóttir og Úlfur Guðmundsson sem verið höfðu í sambúð í sex ár voru aldrei búin að ræða brúðkaup af neinni alvöru, nema það að Kristín sagði oftar en einu sinni að ekki kæmi til greina að hún giftist, nema að fara á hestbaki til brúðkaups og giftist í reiðbuxum, því fínir kjólar og háhælaðir skór ættu ekki við sig. Margir voru búnir að fussa og sveia yfir þessum orðum og mamma hennar sagði að þá giftist hún víst aldrei. Er móðursystir Kristínar heyrði auglýsinguna frá stjórn Síldarævin- týrisins þar sem auglýst var eftir brúðhjónum, hafði hún samband við Theodór Júlíusson, framkvæmda- stjóra þess og spurði hann hvort ekki kæmi til greina að brúðhjónin kæmu ríðandi til athafnarinnar. Hugmyndin féll í mjög góðan jarð- veg hjá Theodóri. En þá var eftir að sannfæra Úlf unnusta Kristínar. Ólíkt henni hafði hann aldrei stund- að hestamennsku og áhuginn á þessum ferfættu skepnum tak- markaður nema e.t.v. söltuðum í tunnu. En að sögn Kristínar reynd- ist það ekki erfitt. „Honum var eig- inlega stillt upp við vegg og hann látinn vita að ef þau giftust ekki nú og á þennan hátt, þá giftust þau bara alls ekki neitt.“ Og þar með var hann sannfærður. En þar sem tilvonandi brúðgumi hafði svo lítið haft af hestamennsk- unni að segja þurfti hann að fá til- sögn og nokkrar æfingar á hest- baki, svo hann kæmist klakklaust í eigið brúðkaup. Og með góðra vina hjálp tókst honum bara nokkuð vel upp. Brúðkaupsdagurinn 1. ágúst 1993 hófst kl. 7 með góðum morg- unverði. Eftir það var haldið í hest- húsin og hestarnir kemdir og snur- fusaðir. Eftir það notuðu brúðhjónin tilvonandi tímann til að snurfusa sjálf sig og klæðast reiðfötum. Þau voru mætt niður á torg í hjarta bæjarins kl. 10 um morguninn, þar sem hestarnir biðu þeirra ásamt u.þ.b. 20 félögum úr hestmannafé- HJÓNAEFNIN á leið til brúðkaupsins. KRISTÍN og Úlfur í brúðarvalsinum. laginu Glæsi og prestinum sr. Braga J. Ingibergssyni sem einnig var á hestbaki. Það var tignarleg sjón að sjá þegar hersingin liðaðist upp hlykkj- óttan veginn frá torginu, upp fjallið í átt að Hvanneyrarskálinni. Fyrir göngunni fóru tveir fánaberar, þá presturinn, brúðhjónin og félagar úr hestamannafélaginu og loks mörg hundruð gestir síldarævintýr- isins og íbúar Sigluíjarðar. Við messuna söng kirkjukór Siglufjarðar og trompetleikur þeirra Sigurðar Hlöðverssonar og Daníels P. Daníelssonar bergmálaði í fjöll- unum er þeir léku brúðarmarsinn. Er sjálf giftingarathöfnin hófst braust sólin fram úr skýjunum og baðaði fjörðinn geislum sínum. Táknrænt að margra mati, almætt- inu hlaut að falla þessi ráðahagur vel í geð. Allt í einu vék kirkjukórinn og Kvennakór Siglufjarðar kom sér fyrir fyrir framan hátalarana og hóf upp raust sína, fáum til eins mikillar undrunar og brúðinni, sem var og er meðlimur í kórnum, en brúðhjónunum til heiðurs og ánægju höfðu þær æft þennan söng „í leyni“ sérstaklega til að flytja við þessa athöfn. Að lokinni hjónavíglsu var snædd brúðarterta og dans stiginn undir harmonikkutónum, áður en haldið var aftur niður til bæjarins. Seinna um daginn tóku brúðhjón- in á móti vinum og ættingjum og buðu upp á veitingar og um kvöldið voru tekin nokkur dansspor á Hótel Læk. Þaðan héldu brúðhjónin í íþróttamiðstöðina Hól, þar sem þau áttu bókað herbergi fyrir brúð- kaupsnóttina. Þar gæddu þau sér á kampavíni og flatböku sem kunn- ingi þeirra hafði sent og hvíldu lúin bein, og ekki veitti af, þar sem harðsperrurnar voru verulega farn- ar að gera vart við sig hjá brúðgum- anum. Þau Kristín og Úlfur eru sam- mála um að brúðkaupsdagurinn hefði ekki getað verið betur heppn- aður. „Hann var yndislegur í alla staði,“ og Kristín bætir við að til- finningin að standa í reiðstígvélum og reiðbuxum fyrir framan prestinn og játast sínum heittelskaða sé hreint og beint ólýsanleg. Og um þetta óvanalega brúðkaup segir Úlfur: „Ég lét mig hafa það fyrst annað kom ekki til greina og sé sko ekki eftir því.“ Sigríður Ingvarsdóttir Laugavegur 92 (Við hliðina á Stjörnuhíó) Stmí 562-5660 i j pw ! j ám 1 I i 1 MELISSA BMH-550 er sjálfvirk brauðbökunarvél. Hún blandar, hnoðar, lyftir og bakar, „alltaf nýbakað", brauð að eigin vali og án allra aukaefna. Með einu brauði á dao sparast ca. 30-35 búsund krónur á ári ÞÉR I HAGHi Verð kr. 21.042, eða aðeins kr. 19.990 stgr. Umboðsmenn um allt land Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans skóhöllinI B/EJARHRAUN116 - 555 4420 . mm m m v r.j Brúðarskór Brúðgumaskór Brúðarmeyjaskór ■ - ‘ ■ ' ■ ítalskur kristall Borðbúnaðartöskur ^Dafía^ Urval af gjafavörum bara bCómabúð > Blómaskreytingar við öll tækifæri 7ífafeni 11, sími 56S 9120 Brúðargjafalistar og gjafabréf Mikið úrval ferskra blóma Á hverju þrífst fögur húð? Dragðu djúpt andann áður en þú svarar SUREFNI SKI N TH ERAPY VITAL OXYGEN SUPPLY Húð þtn lylBst orku og geislar af heilbiigði. Súnefni gerir húðina stinnari, gefur henni meiri mýkt og sléttirfínarlínur. Arangurinn er heilbrigð fegurð. Skínandi, fersk og endumærð húð. Ftnar linur og hrukkur hafa gneinilega minnkað. Enþarsemsjónersögu rikari - skalttu uppfefa það sjálf. Það er eins og húð þín hafi dregið djúpt andann. /ZANCASTER SKIN THERAPY ÍSFLEX hf, sími 588 4444

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.