Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 30
hiAOpinbera! 30 E SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Rómantíska línan nteira áberandi en slör grg Lifandi blóm í háriö „VIÐ byijuðum fyrir sex árum að búa til lifandi blómaskraut í hár og eftirspurnin hefur alltaf verið að aukast,“ segir Ásta Kristjánsdóttir hjá Blómaverk- stæði Binna. „Brúðkaupin eru mjög rómantísk núna og litirnir eru ljósir og þá sérstaklega kremað og mildir pastellitir", segir hún. „Það er áberandi að rautt hefur mikið horfið úr brúð- kaupum á sumrin, en það er töluvert um þanp lit með gren- inu á veturna. íslensk náttúra býður líka upp á að farið sé út að tína í brúðarvönd eða skreyt- ingar og það kemur fyrir að slíkar óskir berist okkur. - Er hárskrautið yfirleitt fín- legt? „Það er allur gangur á því og það er nokkuð um að konur komi með myndir úr blöðum og vilji fá eins og er á þeim. Þetta eru þá gjaman bresk eða banda- rísk blöð og auðvitað reynum við að verða við óskum þeirra.“ Fórðunin eftir heildarsvip FÖRÐUNIN fer eftir hár- greiðslunni, manngerðinni og kjólnum," segir Sigríður Garð- arsdóttir sem farðaði bæði Önnu og Thelmu. „Vill konan hafa náttúrulega förðun, sterka kvöldförðun eða ætlar hún að vera með létta og líflega máln- ingu?“ Eftir að hafa heyrt óskir brúðarinnar og séð kjólinn og heyrt í hárgreiðslu-, og blóma- skreytingafólki er hægt að hefj- ast handa. „Við forðumst rauða varaliti því þeir verða svartir á myndum sem eru í svarthvítu. Sumarlitirnir hjá okkur, sem vinnum með vörur frá John van G, eru appelsínugulur, skær- bleikur og brúnbleikur og þessir litir verða töluvert notaðir í snyrtingu fyrir brúðkaup. Það þarf að hafa í huga andlitsmáln- inguna fyrir ljósmyndatöku, passa að konan sé með púður svo hún glansi ekki á myndinni og svo framvegis. „Það er síðan grundvallaratriði að brúðir, mæður og tengdamæður séu með vatnshelda maskar!.“ Sigríður segir það algengt að konur fari í handsnyrtingu fyrir stóra daginn, fái sér vaxmeðferð og láti steypa á sig gervineglur. Þ ÆR Herdís Þorsteinsdóttir log Helga Harðardóttir, hárgreiðslumeistarar á hárgreiðslustofunni Val- höll, eru á einu máli um að róman- tískir kjólar séu vinsælir og því heild- arútlit í samræmi við það, líka hár- greiðslan. „Það eru alltaf konur sem vilja bara gifta sig í iátlausum kjól og sumar í dragt en óneitanlega er íburður og glæsileiki meira einkenn- andi,“ segja þær. „Þegar við fáum til okkar brúði þurfum við að bytja á því að finna út í hveiju hún ætlar að vera og hvernig persóna hún er. Vill hún vera með látlausa greiðslu eða hafa hárið uppsett? Greiðslan þarf síðan að vera í samræmi við klæðnaðinn og núorðið vinnur hárgreiðslufólk náið með þeim sem farða og blóma- skreytingafólki," segir Herdís „Ókkur fínnst áberandi að alveg sama hversu látlaus klæðnaðurinn er þá vilja konumar alitaf vera fínar uip hárið. Það á auðvitað líka við þegar um mikla kjóla er að ræða. Slör eru á undanhaldi, það er orðið miklu algengara að konur séu með lifandi blóm í hárinu", bætir Helga við. Yfirleitt koma konurnar með sínar óskir sem Helga og Herdís síðan útfæra þegar konurnar koma í prufugreiðslu. „Það er mjög sérstakt andrúmsloft hér á stofunni þegar við erum að greiða fyrir brúðkaup. Auðvitað er þetta einn stærsti dag- urinn í lífi þeirra og stemmningin á stofunni endurspeglar það.“ Morgunblaðið/Sverrir Það er skynsamur maður sem getur verið sammála konu sinni á svo sannfærandi hátt, að hún skipti strax um skoðun. Ókunnur höfundur Hve hamingjusöm sem kona er i hjónabandinu kann hún því þó vel, að öðru livoru komi maður, sem óskar þess að hún væri það ekki. Ókunnur höfundur Þau þjón eru hamingjusöm, sem myndu ganga í hjónaband, væru þaú ekki þegar gift. Madame de Puisieux Það er list að krækja í karlmann - en það er hörkuvinna að halda í hann. Simone de Beauvoir Hamingjusamt hjónaband er langt samtal, sem alltaf virðist of stutt. André Maurois Hvers vegna eyðir konan áratug í að breyta manninum sfnum og kvartar síðan yfir því, að hann sé ekki sá maður sem hún giftist. Barbra Streisand Við konur reynum ekki að breyta eiginmönnum okkar. Við viljum bara að þeir séu eins og þeir lét- ust vera I upphafi. Hertha Egolf Ef við vildum bara verða ham- ingjusöm þá væri hamingjan auð- fengin; en við viljum verða ham- ingjusamari en aðrir og það er næstum því ógjörningur því við höldum alltaf að aðrir séu ham- ingjusamari en þeir eru í raun og veru. Montesquieu Maður sem er hamingjusamur í hjónabandinu, þekkist á því, að hann breytist ekkert þó konan hans sé viðstödd. Ókunnur höfundur Spakmœli Ég er ákveðin. Þú ert þrjóskur. Hann er þverhaus. Katherine Whitehom Flestir eru um það bil eins ham- ingjusamir og þeir ákveða að vera. Abraham Lincoin Ég fell fyrir tvenns konar mönn- um - vöðvastæltum mönnum og mönnum sem eru það ekki. Mae West Karlmenn eru kúgaðir Þegar við fæðumst fá mæður okkar heillaóskirnar og blómin. Þegar við kvænumst fá brúðir okkar alla athyglina. Þegar við deyjum fá ekkjur okk- ar líftryggingaféð og vetrardvöl á FJÓrída. Svo voga þær sér að kvarta und- an kúgun! Ókunnur höfundur Óþroskuð ást segir: „Ég elska þig vegna þess að ég þarf á þér að halda.“ Þroskuð ást segir: „Ég þarf á þér að halda vegna þess að ég elska þig.“ Erich Fromm Ég hef aldrei hatað mann nógu heitt til að skila honum demönt- unum. Zsa Zsa Gabor Það eina sem er ergilegra en kona sem kann að elda en vill það ekki er kona sem kann ekki að elda en gerir það. Robert Frost Ég er frábær húshaldarí. í hvert sinn sem ég yfirgef mann, held ég húsinu hans. Zsa Zsa Gabor HERDÍS Þorsteinsdóttir greiddi Önnu Þorsteins- dóttur. Yfirbragðið átti að vera suðrænt og glæsilegt og greiðslan að undir- strika blóma- skrautið sem prýddi hárið. Hún fór í glansskol til að skerpa háralitinn aðeins. Greiðslan tók mió af kjólnum sem var sígildur prinsessukjóll. Blómin voru i mildum pastellitum en Ásta Kristjánsdóttir hjá Blóma- verkstæði Binna sá um að hnýta fallega lifandi blómaskreytingu fyrir hana. !<íS;Sgí|sf' HELGA Harðardóttir sá um greiðsluna á Thelmu Hillers sem er að fara að gifta sig í júni. Henni fannst henta Thelmu vel að vera með frjálsa greiðslu og setti því sítt hárið i nokkurs- konar pulsu að aft- an og blómaskrautið kom þar. Thelma fór í glansskol og djúp- næringu til að fá fram gljáa og fyll- ingu í hárið. Kjóll- inn sem greiðslan er við er fleginn og einfaldur. i « : « i € 0 i I «5 : v i i i í i t ( ( i < c ( i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.