Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 40
40 E SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Fyrst berfœtt í sandinum svo í tjaldi við Álftavatn ~V~ ETTA átti bara að vera M ^svona, við vorum sammála M ^um það,“ segir Þorsteinn J. Vilhjálmsson en hann og María Ellingsen giftu sig í Þing- vallakirkju 29. júlí 1995. „Það kom enginn annar staður til greina, kirkjan er falleg og Þingvellir skipa sérstakan sess í huga okkar eins og flestra Islendinga. Það var sr. Helga Soffía Konráðsdóttir sem blessaði hjónabandið okkar en við giftum okkur borgaralegri giftingu á Goleta ströndinni í Santa Bar- bara,“ segja þau. Þau vissu það ekki fyrr en seinna að nafnið á ströndinni þýðir bátur með tveimur möstrum. „Tákn- rænt,“ segir Þorsteinn Berfætt í fjöruborðinu játuðust þau hvort öðru. „Mér fannst strönd- in eiga við, því frá henni er lagt út á haf og þetta var ákveðið upphaf fyrir okkur.“ Þorsteinn hristir af sér hátíðleik- ann og segir þau síðan hafa tekið fram nestiskörfu með bláköflóttum dúk, breitt hann á grasblett og haldið lautarveislu með ávöxtum, samlokum, víni og kökum og fjórir nánir vinir fögnuðu þarna með þeim. - Baðstu hennar á hnjánum? „Nei, ég stóð í tvo fætur,“ segir hann og er auðsjáanlega undrandi á spurningunni „en staðurinn var viðeigandi." Við tvö og ströndin „Það sem skipti mestu er hvað þetta var persónulegt. Við tvö þarna á ströndinni með svaramenn og síð- an blessunin þar sem nánustu ætt- ingjar og vinir hérna heima glödd- ust með okkur. Það var líka þannig sem við vildum hafa þetta, vera tvö með þessa ákvörðun okkar fyrst og deila henni síðan með fólkinu okk- ar,“ segir María og Þorsteinn sam- sinnir henni. Það var milt veður á Þingvöllum þennan dag og þéttset- inn bekkur í kú'kjunni. Athöfnin var mjög látlaus,. Áshildur Haraldsdótt- ir flautuleikari spilaði íslenskt verk og Hanna Mæja Lárusdóttir „frænka" las ástarljóð. Að athöfn lokinni var tekin hópmynd af öllum fyrir framan kirkjuna, síðan dreifðu brúðhjónin litlu landakorti til gesta og var ekið að bústað við Álftavatn. María var í kjól sem vinkona hennar Sveinbjörg María hannaði og saumaði. Þetta var fleginn silki- kjóll, kampavínslitaður. Utan yfir saumaði hún lítinn jakka úr lamba- skinni. Slörið fann María sjálf til en það var úr antikblúndu sem hún batt við hárið á sér. Blómvöndurinn grg var úr villtum íslenskum blómum. Þorsteinn var í ljósum fötum. Ákavíti að færeyskum sið „Dagurinn fyrir brúðkaupið var sérlega skemmmtilegur,“ segir María. „Nokkrir vinir komu í bú- staðinn til okkar, hjálpuðu okkur að tjalda stóru veislutjaldi sem síðan var skreytt með birki og íslenskum blómum. Þegar gestirnir komu að bústaðn- um eftir athöfnina í Þingvallakirkju var þeim að færeyskum sið boðið upp á ískalt ákavíti sem allir drukku úr sama glasi og síðan var sest að borðum," bætir María við. Matinn höfðu þau búið til sjálf ásamt vinum sínum, fengið héðan og þaðan kræsilegar uppskriftir og látið hendur standa fram úr ermum. Setið var við tvö langborð og matur- inn fyrir endanum. Lokapunkturinn þegar hann söng fyrir brúðina í veislunni voru mikil ræðuhöld, fiuttur leikþáttur úr Rómeó og Júl- íu og sungið hressilega. Síðan var borðunum rutt til hliðar og dansað fram á nótt. „Veislunni lauk form- lega þegar skotið var upp flugeldum en hápunkturinn var nú samt þegar Þorsteinn söng fyrir mig lagið Strangers in the night,“ segir hún og skellir uppúr. Það kom mér rosa- lega á óvart, ég vissi ekki að hann væri svona mikill söngmaður. “ Morgunblaðið/Einar Falur MARÍA Ellingsen og Þorsteinn J. Vilhjálmsson á Þingvöllum. Berf ætt í f jöruboröinu játuðust þau hvort öðru. „Mér fannst ströndin eiga við því f rá henni er lagt út á haf og þetta var ákveðið upphaf fyrir okkur." Heimilið er eini staðurinn í veröldinni þar sem hjörtun eru örugg hvort um annað. Það er staður tryggðarinn- ar. Það er staðurinn þar sem við getum rifið af okkur grímur varúðarinnar, tor- tryggninnar og kuldans sem heimurinn neyðir okkur til að ganga með okkur sjálfum til varnar. Það er staðurinn þar sem við getum rutt út úr hjarta okkar ölium okkar tilfínningum óritskoðuðum. Það er staðurinn þar sem við getum viðurkennt veik- leika okkar og verið hallær- isleg án þess að óttast höfn- un eða hæðnishlátur. Frederick W. Robertson Mitt sniUdarlegasta afrek i lífinu var að mér skyldi tak- ast að fá konuna mína til að giftast mér. Winston Churchill Það besta sem faðir getur gefið börnum sínum er að elska móður þeirra. Theodore Hesburgh Áður en ég gekk í hjónaband hafði ég sex kenningar um uppeldi barna; nú á ég sex böm en engar kenningar. John Wilmot Ein af mestu ráðgátum Hfs- ins er hvernig strákurinn sem var ekki nógu góður til að kvænast dótturinni getur nú verið faðir stórkostleg- asta (greindasta) bams í heimi. Ókunnur höfundur Hafðu augun galopin áður en þú gengur í hjónaband - hálflokuð þar á eftir. Benjamin Franklin Ást er það sem þú hefur gengið í gegnum með ein- hverjum. Ókunnur höfundur Sumar konur eru svo önnum kafnar við að búa til góða eiginmenn að þær hafa aldr- ei tima til að búa til góðar eiginkonur. Ókunnur höfundur Hjónabandið er eins og búr. Fuglarnir sem eru úti reyna örvæntingarfullt að komast inn. Þeir sem em inni reyna hvað þeir geta að komast út. Montaigne, 1588 fljónaband er ekki bara and- legur sammni og ástríðufull faðmlög; hjónaband er líka þrjár máltíðir á dag, verka- skipting og rifrildi um hver á að fara út með mslið. Dr. Joyce Brothers NÝR ÐILL OG NSEÐILL HAFÐU ÞAÐ FYRSTA FLOKKS ÞAÐ GERUM YIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.