Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 E 7 HJÓNIN Sigurður Ragnarsson og Inga Stefánsdóttir sálfræðingar, sem reka saman sál- fræðiþjónustuna Blæ, hitta í hverri viku hjón sem eiga í vandræðum í sínu hjónabandi. Þegar þau voru beðin að segja verðandi brúð- hjónum hver leyndardómurinn að góðu hjónabandi er komu þau upp með sjö lykla sem skipta miklu máli. Sjö lyklar að góðu hjónabandi Hún er einn af hornsteinum hjónabands- ins. Sú ást er síbreytileg og hafín yfir rökræna hugsun. Sú ást ber með sér að við viljum vera saman en samt gefa frelsi. Ást er ekki bara tilfinning, ást er líka ákvörðun. Löngun til að vera saman og leysa ágreining, löngun til að vera saman þrátt fyrir að hversdagsleikinn falli yfír og litirnir missi ljómann. Ástin getur ekki gefið bara gleði og frið. Henni fylgir líka sorg og hræðsla. Til að skilja ástina þarf að muna að hún tekur sífelldum breyting- um og að hún er í hárfínu samhengi við innri mann. Hún breytist með þroska þín- um og vexti. Tilfínningahiti tilhugalífsins getur aldrei varað lengi, en ást byggð á ákvörðun, virðingu og skilningi á lengri lífaldur. 2. Nánd Tilfinngaleg jafnt sem líkamleg nánd eru mikilvægir þættir góðs hjónabands. Að þora að nálgast í einlægni, með sjálfan sig eins og maður er, með alla kosti sína og galla, krefst hugrekkis. Heiðarleiki og löngun til að gefa hlutdeild í innstu hugs- unum og hugrenningum eru næring hjónabandsins. Eins er það með snerting- una; hlýtt faðmlag, blíðleg stroka og að elskast, allt merki um nánd og þar af leiðandi næring fyrir ástina. Taktu sjálfa þig alvarlega og mættu heil/heill til leiks. 3. Hlustun Að geta hlustað, tekið á móti án þess að dæma eða gagnrýna er góður eiginleiki og lyftir hjónabandinu yfir marga hindrunina til að byija með. Við erum ólík og komum frá ólíkum stöðum og til að geta búið sam- an í sátt verðum við að læra inn á hvort annað. Við verðum að geta hlustað og meðtekið mismuninn. Það er ekkert hættu- legt að vera frábrugðin. Það er heldur ekk- ert hættulegt að hafa mismunandi skoðan- ir. En það er hættulegt ef ég get ekki hlust- að og leyft þér að vera þú. Það er allt í lagi að rekast á og rífast, ef við pössum upp á að leysa ágreininginn í einlægni og heiðarleika. Ágreiningur og rifrildi eru partur af sérhverju hjónabandi og getur oft verið vaxtarbroddur. Saman getum við vaxið og þroskast ef við skuldbindum okk-' ur til að vinna saman úr því sem kemur upp. Við ættum ekki að vera í keppni um að hafa sem oftast rétt fyrir okkur, eða vera oftast með síðasta orðið. Keppni í hjónabandi er oftast til trafala, en skilning- ur og hlustun byggir upp. 4. Fyrirgefning Að geta fyrirgefíð er mikilvægur hlekkur i öllum samskiptum, eigi þau að leiða af sér ást og vöxt. Við gerum öll mistök. í nánu sambandi tveggja einstaklinga erum við eins herskjölduð og hægt er - varnar- laus gagnvart vonbrigðum og sársauka. Þess vegna er svo mikilvægt að við lærum að umgangast hvort annað af nærgætni og virðingu. Og þegar við misstígum okk- ur, verðum til þess að særa, þá skiptir- máli að geta beðið fyrirgefn- ingar, alveg eins og það krefst þess að sá særði geti fyrir- gefið. Það er oft flókið ferli að fyrirgefa. Leið hefndar og haturs er ekki vænleg til árangurs. Stolt og reiði fjarlægja ekki sársauka, en fyrirgefn- ingin getur gert það. Og þú þarft einnig að læra að fyrirgefa sjálfri þér. Ákveða að breyta því í nútíð sem þú getur breytt. Að ala á gremju og hatri er ekki vænleg leið til hamingju í hjónabandi. Að þora að stíga fyrsta skrefið til sátta er merki um þroska. Ekki ríghalda í það sem aðskilur þig frá ástinni og voninni. Láttu hluttekningu og sam- kennd leiða þig til sátta. Fyrirgefning gef- ur frelsi. 5. Tími Ást er ekki hvað minnst það að gefa tíma. Að rækta ástina. Ef hjónabandið á að lifa af þá storma sem það mætir, og ekki gleyma því að ekkert hjónaband er án erfið- leika, þá verðum við að gefa okkur tíma til að vera saman. Tíma til að elskast, tíma til að leika, tíma til að hlusta, tíma til að fyrirgefa, tíma til að vera partur af hvors annars tilveru. 6. Virðing Virðing fyrir hvort öðru er einn af horn- steinum hamingjuríks hjónabands. Við þráum að vera elskuð - elskuð eins og við erum. Þráum að fá að finna takmarkaleysi ástarinnar, að vera umvafin ást og um- hyggju. Að vera fyrirgefið þegar við gerum mistök, að litið sé á verk okkar með umburðarlyndi og skilningi. Við ósk- um þess að sá sem elskar okkur virði okkur og dái. En oft fer bróður- partur tímans í að reyna að breyta hinum aðilanum. Við væntum svo mikils og verðum bara fyrir vonbrigðum. Boð- skapur eins og ÞÚ ÆTTIR að gera þetta eða hitt hljóm- ar allt of oft í sambandi milli fólks. Að sætta sig við hinn aðilann eins og hann er reynist mörgum erfitt verkefni. Ég get breytt sjálfri mér, og þú einn getur breytt þér. Það er ekki mitt hlutverk að breyta þér, því það er þitt þroskaverkefni, ef þú þá vilt það. Ekki byija samband með þá hugsun að þetta og hitt viljirðu losna við hjá hinum. Ef svo er skaltu forða þér strax, því samband byggt á þessari hugs- un er oftast dæmt til að mistakast. Ást er að sjá ljósið í hvort öðru og leyfa því að skína. Lykillinn er virðing fyrir þér eins og þú ert. 7. Vinátta Að geta leikið sér, hlegið og fíflast er mikilvæg næring fyrir ástina. Sameig- inleg áhugamál gefa sambandinu aukið gildi. Verið félagar, trúið hvort öðru fyr- ir draumum ykkar og þrám. Skipuleggið og framkvæmið hluti saman, og takið ekki hlutina of alvarlega. Leo Buscaglia hefur mikið fjallað um ástina og hann segir á einum stað... „Lifið lífinu með snert af taumleysi... trúðar snerta djúp- stæða þrá í okkur; þrá til að kasta af okkur fjötrum og komast í snertingu við það sem kemur beint frá hjartanu; okkar náttúrulegu „bijálsemi“. Við erum öll trúðar, þó sum séu heftari og hræddari en önnur“... Svo verið vinir, fíflist og leik- ið ykkur! Það nærir sálina. Konan þráir að giftast þeim maimi, sem hefur dregið hana á tálar. Það er svo sem ekkl lélegri hefnd en hvað annað. BeaumanoLx Þegar karlmaður ákveður að gifta sig er það oftsinnis síðasta ákvörðunin, sem honum gefst færi á að taka. Kenneth L. Krichbaum Stúlka verður kona á því augnabliki sem hún hættir að leita að hinum fullkomna manni og fer að líta í kring- um sig eftir eiginmanni. ókunnur höfundur Þessar konur! Áður en þær giftast kvarta þær yfir þvi að enginn maður sé í lífi þeirra. Þegar þær hafa svo loksins gengið f það heilaga kvarta þær yfír þvi að ekk- ert líf sé i manninum þeirra. Cello Efastu aldrei um dómgreind konunnar þinnar. Minnstu þess hverjum hún giftist. Denver Post „I»ú ert ólík öllum öðrum konum hvíslar hann þegar hann er ástfanginn. „Þú ert eins og allar hinar," and- varpar hann svo þegar hann er kvæntur. Mae West Hann tók ósigrinum eins og sannur karlmaður - kenndi konunni sinni um hann. ókunnur höfundur Við leggjum minna á okkur til að verða hamingjusöm en að iáta aðra halda að við séum það. La Rochefocauld 151 i yi(j7/if\c/(ai//rs MATSTOFA - VEISLUÞJÓNUSTA -‘mATARBAKKA’fT’ Watur við öll tækifæri Hringið og fáið upplýsingar. Sími 555 4570 Fax 555 4571 PÉTUR PÉTURSSON LJÓSMYNDASTÚDÍÓ LAUGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624 Sjábn hlutina í víhara xamhenjji! - kjarni málsins! PHIUPS hjLæáiiegar gjqfir bragd &em er að! Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 Ef þú vilt gefa brúðhjónum fallega og nytsamlega gjöf þá eigum við PHILIPS heimilistæki í miklu úrvali. PHILIPS framleiðir glæsileg heimilistæki, sem prýða hvert heimili. Umboðsmenn um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.