Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 E 5 því að þau áttu að kyssast frusu þau bæði og störðu á mig. Þá var ekki til siðs að segja fólki að kyss- ast svo ég greip til þess ráðs setja stút á varirnar og kyssa í loftið; senda þeim merki um nú væri komið að kossinum. Þau urðu hins vegar furðu lostin og héldu að ég væri að senda brúðinni koss. Þá reyndi ég að blikka þau en við það óx undrun þeirra til muna,“ sagði Vig- fús Þór og hló dátt að endur- minningunni. „Það þarf ekki að taka það fram að ég átti mjög bágt með að skella ekki upp úr því þetta var ofboðslega fyndið. Brúðhjónin kysstust hinsvegar ekki neitt. Þá ákvað ég að trúlega væri einfaldara að segja þetta bara hreint út í stað þess að reyna að senda einhver merki sem aug- ljóslega er hægt að misskilja,“ sagði séra Vigfús Þór og brosti. Marga af þessum nýju sidum þekkjum við úr erlendum kvikmyndum og það er í rauninni hjúkútlegt að sjá þetta f ram- kvæmt í íslenskri kirkju Fólk kemur bara með gamlar segulbandsupptökur er það búið að ákveða vissan ramma sem er í kirkjuathöfnum. Ef það vill ekki þann ramma þá á það ekki að gifta sig í kirkju,“ sagði hann og það leyndi sér ekki að fyrir honum lá þetta nokkuð ljóst fyrir. „Hér á landi virðist fólk ekki líta á borgaralega giftingu sem möguleika. Það vilja allir gifta sig í kirkju en ástæðan er stundum einfaldlega sú að kirkjan er fal- legra hús,“ bætti hann við. „Við höfum jafnvel lent í því að fólk hefur komið til prestsins og beðið hann að tala nú sem minnst um Guð - og þá er náttúru- lega eitthvað bogið við tilganginn, finnst manni. Annars er þetta frekar að lagast,“ fullyrti hann. „Mér fínnst fólk vera að hverfa aftur til hins hefðbundna. Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, samdi til að mynda afskaplega fallegan brúðkaupssálm, „Faðir vor, þín eilíf elska vakir“ - og sá sálmur er að verða mjög vinsæll enda er þetta fallega ort hjá Sigur- birni; textinn myndrænn og nær til allra. Enn er töluvert um að fólk vilji fá einhver ástarlög flutt í kirkjunni. Við höfum heldur ekk- ert við það að athuga; svo framar- lega sem það er að hjónavígslu lokinni," sagði Marteinn. En verð- ur organistinn aldrei undrandi á lagavalinu? Marteinn hikaði stutta stund en sagði síðan brosandi: „Ja, lagið „0, þú“ er vinsælt í brúðkaupum - en mér fínnst text- inn svolítið sérkennilegur. „Ó, þú - það eina sem ég elska nú“ . . . Mér finnst þetta vafa- samt veganesti inn í hjónabandið en þetta er smekksatriði eins og flest annað,“ sagði hann og hló. Inger Anna Aikman Það kemur venjulega í hlut org- anista að leika þá tónlist sem beð- ið er um í brúðkaupum. En eru þetta yfirleitt sömu lögin sem fólk er að biðja um? „Já, það eru nokk- ur lög sem eru áberandi vinsæl- ust, ef svo má að orði komast,“ upplýsti Guðni Guðmundsson, org- anisti íBústaðakirkju, „en það er beðið um allt milli himins og jarð- ar.“ bætti hann við. „Fólk kemur með geisladiska og kassettur og biður okkur um að leika lög af þeim. Stundum er þetta einfald- lega ekki hægt - eða alls ekki við- eigandi og þá verða menn að setj- ast við samningaborðið og komast að einhvers konar samkomulagi,“ sagði hann, „og yfírleitt tekst það nú.“ Fyrst sálmur - svo dægurlög Guðni sagði að þrátt fyrir að séra Pálmi Matthíasson og hann væru tiltölulega frjálslegir og lif- andi þá héldu þeir sig við hið há- kirkjulega allt þar til búið væri að gifta, fara með „faðir-vor“ og blessun. „Ég hef aldrei látið sann- ast á mig einhver dægurlög fyrir sjálfa athöfnina,“ sagði hann. „Það er alltaf í það minnsta einn sálmur fluttur. Síðan geta verið einhver dægurlög eftir sjálfa hjónavígsluna. Hins vegar hefur séra Sigurður H. Guðmundsson prestur í Hafnarfirði samið alveg gullfallega brúðartexta við venju- leg dægurlög eins og „Amazing Grace“ og gamla Elvis Presley lagið „Love me tender“. Þetta eru mjög vinsæl brúðkaupslög,“ sagði hann. Sumir segja bara nei En er þetta ekki meira álag á organistann að verða að kunna skil á hundruðum dægurlaga til viðbótar við sálmana. „Jú, það er ekkert launungarmál," viður- kenndi Guðni, „það væri mun auð- veldara að hafa þetta allt saman hákirkjulegt. Það er nefnilega rosaleg vinna sem felst í því að skrifa upp lög eftir segulbands- upptökum og ekkert allir tilbúnir til þess. Sumir segja bara þvert nei og þeir sleppa ótrúlega vel. En einhvern veginn virðist ég vera búinn að koma fólki upp á þetta og því finnst þetta sjálfsagt. En þetta er voðalega tímafrekt þó maður reyni að sjálfsögðu að gera allt sem maður getur til að gera fólki til hæfis á brúkaupsdegi þess,“ sagði hann og við vorum ekki í nokkrum vafa um það. Sumir biðja prestinn að tala sem minnst um Guð Marteinn Hunger er organisti í Dómkirkjunni í Reykjavík. Við bárum það undir hann hvort hann yrði kátur ef við bæðum hann um leika lagið sem væri á toppi vin- sældalistans í brúðkaupi um næstu helgi. „Nei,“ andvarpaði hann, „ég yrði ekki sérlega kátur.“ Síðan hélt hann áfram útskýringar: „Ef fólk sækir í kirkju til að gifta sig Brúðkaupsveislan í góðum höndum á Hótel Sögu -þín saga! Hótel Saga er rétti staðurinn fyrir brúðkaupsveisluna. Falleg og hlýleg salarkynni henta vel fyrir stærri og smærri veislur og fagfólk með ára- langa reynslu í veislustjórn og skipu- lagningu aðstoðar væntanleg brúð- hjón við allan undirbúning. Glæsilegar veitingar eru í umsjón mat- reiðslumeistara hótelsins sem útbúa til dæmis kaffihlaðborð, snittur, smá- réttahlaðborð eða kvöldverð. Eftir veisluna geta brúðhjónin snætt kvöld- verð í Grillinu með sínum nánustu að fullkomna daginn eyða þau nóttinni í brúðarsvítunni á Sögu. í brúðarsvítunni fá þau nýgiftu blóm og freyðivín og girnilegan morgun- verð daginn eftir. Svítan fæst á vildar- kjörum ef veislan er haldin á hótel- inu. A Hótel Sögu er metnaður og reynsla í að útbúa veglegar brúðkaupsveislur á sanngjörnu verði. Allar nánari upplýsingar veitir starfs- í síma 552 9900. Q&jtil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.