Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 8
8 E SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ir kjólinn í stað hefðbundinna brúðarmeyja og -sveina. Og þá var kátt í Höllinni Æskuvinkona brúðarinnar, séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sókn- arprestur í Grindavík, flaug austur ásamt meðhjálpara og pússaði hjónin saman við lítið altari sem komið hafði verið upp í skóginum. Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson, sóknarprestur á Egilsstöðum og bróðir brúðgumans, flutti bæn. Eftir athöfnina var farið í Hús- stjórnarskólann og haldin veisla í Höllinni. Nemendur skólans undir stjórn Sigríðar Sigmundsdóttur hússtjórnarkennara og Margrétar Sigbjörnsdóttur skólastjóra sáu um veisluna. Á matseðli voru síld- arréttir og hreindýrapaté í forrétt, hreindýrasteik með tilheyrandi og steiktur lundi í aðalrétt, diykkjar- föng voru rauðvín og bjór. Sér- stakur matseðill var fyrir börnin þar sem var boðið upp á kjúkling. I eftirrétt var kransakaka og súkkulaðiskálar með bláberjaróma pg hrútaberjarjóma og konfekt. Öll borð voru skreytt með afurðum úr skóginum. Gjafaborðið var ryðgað baðker sem komið var fyr- ir í Höllinni. Vinir og ættingjar hylltu brúðhjónin með líflegum atriðum í veislunni. Eftir brúð- kaupið fóru brúðhjónin í stutta brúðkaupsferð í ijúpnaveiði og héldu til í fjölskyldubústað brúðgumans sem staðsettur er milli Loðmundarfjarðar og Borg- arfjarðar eystri. Hin eiginlega brúðkaupsferð verður farin í sum- ar en Karen og Björn ætla þá í vikuferð til Ammassalik á Græn- landi og taka með sér tjald og svefnpoka. Anna Ingólfsdóttir Giftu sig I skjóli trjónna t^ANN 14. október 1995 var M Jefnt til brúðkaups í Tijá- Mm^ safninu í Hallormsstaða- skógi. Brúðurin var Kar- en Erla Erlingsdóttir og brúð- guminn Björn Ingvarsson. Brúð- kaupsgestir mættu í hlýjum útiföt- um og með regnhlífar. Þrátt fyrir votviðri og haust í lofti báru brúð- hjónin sig vel án hlífðarfata, enda náttúrubörn í eðli sínu og hafa kynnst blæbrigðum íslenskrar veðráttu við margs konar aðstæð- ur. Athöfnin fór fram í skjóli tijánna og gestir biðu spenntir þegar brúðhjónin gengu inn í Tijá- safnið, hún í kremlituðum róman- tískum kjól úr silki og „orgensa“, hann í íslenskum þjóðbúningi og fjórtán litiir skógarpúkar á eftir þeim héldu undir kjól brúðarinnar. Hún undirbjó brúðkaupið, hann veiddi villibráð á veisluborðið Brúðkaupsdagurinn 14. október var valinn af tveimur ástæðum. Annars vegar fyrir það að Karen átti fertugsafmæli í október og hins vegar var stund milli stríða í veiðimannabransanum. Hrein- dýra- og gæsavertíð var nýlokið og ijúpnaveiði að hefjast eftir tvo daga. 14. október var þvi hinn ákjósanlegasti. Það varð sam- komuiag þeirra í milli að hann myndi sjá um að veiða veisluföng- in en hún myndi annast undirbún- ing brúðkaupsins. Bæði voru þau sammála um að gifta sig undir berum himni og völdu Hallorms- stað en þangað fara þau mikið bæði á sumrin og veturna. Þema brúðkaupsins var því skógur og náttúra. Nornavöndur og ryðgaður gaddavír Karen hafði í mörgu að snúast fyrir brúðkaupið. Efni í kjólinn var keypt í Seymu í Hafnarstræti og það var „orgensa" og frönsk „darquer“ silkiblúnda. Kjóllinn var saumaður eins og lífstykki og reimaður að framan. Mikið af blúndum enda reynt að draga fram rómantík. Kjóllinn sem er módel- flík var hannaður og saumaður af Signýju Ormarsdóttur fata- hönnuði. Um hárgreiðsluna sá Heba hjá Monroe en hún kom austur í tilefni dagsins. Brúðar- vöndur og hárskraut var hannað af Guðrúnu Sigurðardóttur hjá Tómstundaiðjunni en þar voru jurtir úr náttúrunni, m.a. norna- vöndur sem Karen var ákveðin í að yrði að vera í vendinum, ásamt blúndum og skreytt með ryðguð- um gaddavír sem skapaði mótvægi við fínlegt yfirbragð. Fyrir þá sem ekki vita er nornavöndur brúskur Morgunblaðið/Magnús Reynir BRÚÐHJÓNIN Karen Erla Erlingsdóttir og Björn Ingvarsson ásamt syninum Úlfi. Fyrir þó sem ekki vita er nornovöndur brúsk- ur í birkitrjám sem sveppur hefur komist í og f er þá að vaxa óeólilega og í allar áttir í birkitijám sem sveppur hefur komist í og fer þá að vaxa óeðli- lega og í allar áttir. Sést víða í birkitijám, á íslandi. Boðskortið var hannað af Árna Margeirssyni, það var fellt saman og lokað með tijágrein. Sonurinn Úlfur, þá eins og hálfs árs, bauð gestum til veisl- unnar og var hann í sérsaumuðum fötum í stíl við athöfn og um- hverfi. Skyrtan var úr silki, hann var í hreindýraieðurvesti og flau- elsbuxum sem brúðurin saumaði sjálf með aðstoð Signýjar. Karen fékk systkinabörn og vini til þess að vera skógarpúka og halda und- Baó tengdaforeldrana skrif lega um hönd unnustans Jt G LAS í blaði um mann MmJ sem hafði beðið um hönd M konunnar sinnar á þennan M hátt, fannst það sniðugt og tilvalið að ég gerði hið sama“, segir Halldóra Olafsdóttir sem skrifaði verðandi tengdaforeldrum sínum bréf og bað hátíðlega um hönd síns heittelskaða. Tilvonandi eiginmaður, Sveinn Bergmann Rúnarsson, flaug síðan með foreldra Halldóru til Vest- mannaeyja, bauð þeim þar á veit- ingahús og bað um hönd hennar. Hann var búinn að ákveða að senda þau með Heijólfi til baka gæfu þau honum ekki jákvætt svar. Foreldrar Sveins hafa þegar skrifað Halldóru til baka og veitt þeim blessun sína. „Það var kominn tími á brúð- kaup“, segja þau. „Við erum ást- fangin, okkur líður vel saman, búin að búa í nokkur ár og eignast dótt- urina Berthu Þyri. Þetta er staðfest- ing á því að við ætlum að vera sam- an og axla þá ábyrgð sem hjóna- bandinu fylgir", segja þau. „Auk þess er það visst öryggi að vera í hjónabandi og ákvörðunin um giftingu hefur fært okkur nær hvort öðru ef eitthvað er.“ Halldóra og Sveinn Bergmann eru rétt að byija undirbúninginn enda Morgunblaðið/Einar Falur HALLDÓRA og Sveinn Berg- mann ásamt dótturinni Berthu Þyrí en þau ætla að ganga í hjónaband í febrúar á næsta ári. nægur tími til stefnu, brúðkaupið á að vera í febrúar á næsta ári. Þau renna hýru auga til Dómkirkjunnar og eru að ræða um prest og veislu þessa dagana. Svarbréfin frá tengdaforeldrun- um verðandi ætlar Halldóra að geyma vel. „Þau verða römmuð inn og geymd þannig." grg /4Omt- ttevttdmí ™!i * """ j IrfJcwiJ Vieri avj .**cJ f) fue ,Um &LW ~ui a-í JcytVIo. i) .jui Aj/L < m'J a£J Aj juJ cfoun.Ur, ty <") vi) /iéfrm di rwUi iLuáUuCCl i) í/J aJ U-f Jui uUmM* .jy-J 'uuif uCw e) uJ Ajjim Píi oi osyf't J V*. h-doorS! /AaI rxAíí^éU vt bi»*voncí' *>«& UVr wci aVuvjjCn oik ‘<k ^cuvyJcoauÍí yjÓCtvf- i- QctjCf. * - cwvA*. cwvv a. M: \ X X \ i [ 1 I I I i fe » \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.