Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MYNDIR af Björku í nýlegri hljómleikaferð um Asíu. Sviðsbúnaðurinn er gífurlega íburðarmikill og glæsilegur. Mikið til þann sama mun hún nota á tónleikunum í Laugardalshöll. Þegar Björk missti röddina Fyrir liðugt lófaklapp, læt ég koma verðugt happ“ lof- ar Bokki í lokaorðunum í Draumi á Jónsmessunótt Shakespeares. Björk hefur af ein- hveijum óræðum ástæðum alltaf minnt mig á Bokka, þennan litla, fínlega og óraunverulega skóg- arálf, sem leysir allt og hrífur á óræðan hátt. Nú ætlar hún eins og Bokki að bjóða eftirsótt happ í formi tónleika í Laugardalshöll 25. júní fyrir lófaklapp. Eflaust þykir fjarstæða að líkja Björk nú- tímans við klassíska álfínn, sem í nær fjórar aldir hefur haldið áhorf- endum heilluðum á leiksviðum heims. En þarna sem hún situr andspænis blaðamanni við eldhús- borðið heima hjá sér í London, er ímyndin enn jafn Iifandi af litla álfakroppinum mjóa sem færist svo mikið í fang og getur svo makalaust margt. Samt býður í grun að Björk standi fastari fótum á jörðinni en grallaraálfurinn Bokki, enda rekur hún í rauninni þarna úr eldhúsinu stórfyrirtæki á sinn sérstæða hátt og öðruvísi en ætlast er til af heimsstjörnu. Lengi var búið að reyna að finna smugu í erilsamri dagskrá Bjarkar og nú hefur viðtalið frestast um marga tíma því hún er að koma flugleiðis frá Birmingham, þar sem hún var að afhenda verðlaun og síðan í kjölfarið að taka upp í stúdíói alla nóttina. Hafði aðeins náð að sofa tvo tíma og hún þarf til æfinga í Sviss daginn eftir. Hún biðst ljúflega afsökunar og lætur bíl sækja og flytja viðmælanda sinn í þetta kyrrláta hverfi með lygnum skurðum sem kallað er Little Venice furðu skammt frá miðborg Lundúna. Þarna er henn- ar ríki í litlu bakhúsi. En hvað var hún að gera í Birmingham? „Ég var beðin um að afhenda verðlaun fyrir tölvutónlist. Kærast- inn minn Goldie hafði unnið til þeirra og þeir vildu koma honum á óvart. Það tókst sannarlega. Ég sat við hliðina á honum í salnum. Svo sagðist ég þurfa að fara á kló- settið. Næst þegar hann sá mig var ég komin upp á svið og til- kynnti að hann hefði unnið,“ segir hún. Ætla þau ekki að fara að gifta sig eða er það sögusögn? „Ég veit það ekki. Það vita það allir betur en ég. En það er rétt, hann er kærasti minn. Hann er hálfur Jamaíkumaður og hálfur Skoti, skemmtileg blanda, sem minnir stundum á Islending, og hreint orkubúnt. Við kynntumst þannig að hann var með upphitunar- hljómsveit fyrir mig í ferðunum. Og hann ætlar raunar að spila á eftir mér í Laugardalshöllinni. Hann er með baklið og músíkin hans er enn flóknari en mín. Það er ný stefna. Mætti kalla hana „drum and base“. Hann hefur aldrei kvænst en ég er fráskilin. Mig langar ofsalega mikið í hjóna- bandið, en ég er í hænuskrefa- bransanum, tek bara eitt skref í eínu. Mig langar ekkert til að taka ákvörðun, finnst ágætt að hafa þetta óákveðið. Ég hefi nú samt Iúmskan grun um að það endi í hjónabandi,“ sagði Björk eftir nokkrar vangaveltur. Reksturinn í eldhúsinu Við víkjum talinu að þessu þyrl- aða lífi sem hún lifir. „Ég ræð þessu mikið sjálf af því að ég rek „Það var alveg hræðilegt," sagði Björk, þegar hún stóð í fyrra á sviðinu í Kaliforníu fyrir fullum sal og fann að röddin var að fara. „I rauninni var þetta ekki röddin sem lét sig heldur líkamleg ofþreyta,“ segir hún. Ég var búin að vera að vinna án þess að sofa í heila viku. Hafði verið i stúdíóinu á nóttunni, að gera myndbönd á morgnana, í viðtölum síðdegis, með hljóm- leika á kvöldin og að svara föxum og farsímum á hlaupum á milli.“ Stóðstu svo uppi raddlaus á sviðinu? „Svo brjálað var það nú ekki. í staðinn fyrir að hafa þrjár áttundir eða eitthvað svoleiðis þegar ég fór á sviðið var það spurning um að hafa tæpa átt- und. Mér tókst að ljúka tónleik- unum en varð að breyta öllu mínu jafnóðum. Mér leið auðvit- að alveg hræðilega. Áheyrendur voru með uppklapp og brjáluðust alveg af því að ég kom ekki aft,- ur á sviðið. Ég hélt að þeir væru að gera grín að mér. Svo viss var ég um að tónleikarnir hefðu ver- ið hræðilegir. Þeir héldu bara áfram og fóru að garga. Þá fór ég aftur upp á sviðið og baðst þetta allt. Á mitt eigið fyrirtæki í Englandi og hefi sjálf fram- kvæmdastjórnina á hendi. Svo vinn ég með lögfræðingnum mín- um og bókhaldaranum og hefí í 9 ár unnið náið með manninum sem býr til albúmin mín. Margt af því fólki sem ég starfa með eru bestu vinir mínir, sem vinna fyrir fleiri en mig þótt ég sé kannski aðal- kúnninn þeirra,“ útskýrir Björk. Fyrir hana vinna beint um 50 manns og svo aðrir óbeint út um allan heim. Og hún skrifar undir allt sjálf, fullvissar mig um að það sé miklu minni vinna, öfugt við fyrirgefningar. Þetta væru öm- urlegustu hljómleikar sem ég hefði nokkurn tíma sungið. Ef ég bara gæti, þá mundi ég glöð syngja fyrir þá og gefa allt sem ég ætti, en ég ætti bara ekkert meira til. Sá dramaruglari, sem ég er, fór náttúrulega að há- gráta. Þetta var í Santiago og þar eru þeir enn meiri drama- ruglarar en ég, svo allur salurinn hágrét með mér. Þétta var hrein- asta sápuópera." Hvað gerði húnsvo í miðri hljómleikaferð? „Ég skreið upp í rúm, aflýsti þrennum tónleik- um, svaf í 3-4 daga og hélt svo áfram ferðinni. Ég bara söng og þagði þess á milli. Fékk mér blokk og skrifaði allt í mánuð. Talaði ekki við nokkurn mann. Það var mjög merkileg reynsla, sem ég mæli með. Ef fólk verður einhvern tíma leitt á lifinu er upplagt að tala ekki i mánuð. Alveg ótrúlegt hve það eykur einbeitnina og virkjar orkuna. En þetta var nú bara gott á mig, því ég hafði látið alls konar minni háttar aðvaranir líkamans sem vind um eyrun þjóta,“ sagði Björk að lokum. það sem allir haldi, enda hafi maður þá yfirsýn. En hvernig er að vera svona alþjóðleg stjarna, alltaf á ferðalög- um og með stórhljómleika um allan heim. Það hlýtur að hafa breytt miklu, haft mikil áhrif á líf hennar og lífsstíl? „Ekki lífsstílinn," svar- ar Björk. „Af því að við Sykurmol- arnir gerðum þetta svona á ís- landi, gáfum út okkar eigin plöt- ur, bjuggum til albúmin sjálf, dreifðum þeim og sögðum útgef- andanum að halda sér saman. Við SJÁ NÆSTU OPNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.