Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 B 7 ÞÆR eru siðsamlegar í útliti og hugsun en dreymir um mannsefnin væntanlegu. sínum þar til hann kvænist hvort sem það verður nú fyrr en síðar. Hann lítur við í íbúðinni sinni öðru hverju, með nýtt teppi eða nýjan lampa og vinnukona foreldra hans fer vikulega þangað til að ryksuga og þurrka af. Það togast á í honum hvort hann eigi að fallast á þrábeiðni móður sinnar að hitta stúlkur sem henni hefur litist vænlega á fyrir hann. „Eg vil velja mína konu sjálfur," sagði hann við mig í haust þegar við röbbuðum um þessi mál. En þegar ég hitti hann nýlega og innti hann eftir hvað væri að frétta var hann ekki jafnborubratt- ur. Hann kvaðst hafa kynnst stúlku lítillega sem vinnur í skólan- um. Þetta var ijómandi falleg stúlka að því er hann sagði og hann hafði engar vöflur á, daginn eftir hringdi hann til hennar og bað hana að giftast sér. „Hún sagðist þurfa að hugsa málið,“ sagði Ahmed mæddur í bragði. „Þó veit hún að ég á íbúð og allt. Svo hringdi ég aftur í hana og þá sagðist hún ekki hafa áhuga. Móðir mín varð mjög reið og talaði ekki við mig í nokkra daga þegar ég sagði henni frá þessu - eftir á. Henni fannst að ég hefði átt að ráðfæra mig við sig. Og það er kannski rétt. Foreldrar manns vita hvað manni er fyrir bestu.“ Það gengur eins og rauður þráð- ur gegnum þetta þjóðfélag að hin- ir eldri viti betur og ganga í ber- högg við vilja foreldra sinna og vera þar með útskúfað úr fjöl- skyldu er það versta sem menn geta hugsað sér. Því gæti verið að næst þegar ég hitti Ahmed sé hann búinn að fara á stefnumót við einhverja sem móðir hans er meðmælt. Abdel er 24 ára og er nýbúinn ABDEL og Fatíma, bæði móður þeirra afsökunar og sættir yrðu milli þeirra. „Sumar fjölskyldur hefðu líka neitað Abdel um að koma inn á heimilið fyrst hann stendur með henni á móti mér,“ eins og móðir Abdels orðaði það. Hún kveðst þó ekki ætla að gera það. En hún kvíðir fyrir þegar heimilisfaðirinn kemur næst heim en hann vinnur í Dubai hálft árið. Hún segir að hnn muni áreiðanlega verða bál- vondur. „En það er barn á leiðinni og við hlökkum til að eignast barnabarn. Vonandi að Fatíma spilli því ekki og leyfi bara sinni mömmu að annast það.“ Hjónabandsmiðlun er ekki síður hjá kristnum en múslimum SUZANNE sem er kristin fann líka sinn mann í gegnum fjölskylduna. að ljúka verkfræði og Fatíma, kona hans, er 2 árum eldri. Hún er barnakennari að mennt. Þau kynntust þegar þau voru 18 og 20 ára. Foreldrar Abdel voru andsnúnir stúlkunni. Hvorttveggja var að hún var eldri en hann, hún var af annarri og efnaminni stétt og hún einfaldlega passaði ekki inn í íjölskylduna. Þau voru hrifin hvort af öðru og héldu sambandi og smám sam- an tókst Abdel að telja foreldra sina á að samþykkja að þau trúlof- uðust. Faðir hans hélt þeim mikla veislu og það var ekki fyrr en rétt áður en veislan var að foreldrar beggja hittust sem ég held að hljóti að vera næstum einsdæmi. Þar sem Abdel er af ríku for- eldri var aldrei vafi á að hann gæti séð vel fyrir sinni konu. For- eldrar hans leyfðu trúlofunina með því skilyrði að gifting væri ekki á dagskrá fyrr en Abdel hefði lokið námi. Þau fjögur ár sem þau voru trú- lofuð kveðst móðir Abdels hafa reynt að fella sig við Fatima af því hún vildi halda friðinn og hún segir að sonur sinn sé þtjóskur með afbrigðum og hefði verið til alls vís ef þau hefðu ekki sýnt við- leitni. Fatima segir svo allt annað: að hún hafi reynt allt til að þóknast tengdamóður sinni, farið þangað á hverjum föstudegi í mat og van- rækt sína eigin foreldra fyrir vikið, hringt í tengdamömmuna en hún hefði alltaf verið durgsleg við sig og stundum látið eins og hún væri ekki til. „Þetta var orðin martröð að fara þangað," segir hún. Þau giftu sig í fyrra- haust og nú ver von á barni í sumar sem er auðvitað gleðiefni. Fa- tima segist hafa verið lasin fyrsu mánuði með- göngunnar og tengdam- amman hafi túlkað það svo að hún vildi ekki koma í boðin á föstudög- um. Sem ég held að sé kannski nokkuð til í. Nú er svo komið að Abdel fer einn til fjölskyldunnar, eftir hasar- rifrildi milli þeirra kvennanna á dögunum. Þegar Fatíma lét undir höfuð leggjast að hringja og óska tengdamömmu til hamingju með mæðradaginn, sauð upp úr. Þetta er afar óvenjulegt því flestar ungar konur mundu hafa harkað af sér og beðið tengdamömmuna afsök- unar á gleymskunni. Saga Abdels og Fatimu er sér- stæð hér í landi þar sem samstaða og eining innan fjölskyldu er mál númer eitt, tvö og þtjú. Ungir eig- inmenn í Abdels sporum hefðu flestir krafist þess að eiginkonan Milli 7 og 10% Egypta eru kristnir og ég spurðist fyrir um hvernig hjónabandsmálum væri háttað þar. Það kom upp úr dúrn- um að „þetta er í upplagi Egypta hvort sem þeir eru kristnir eða múslimar", sagði Suzanne Sherif mér. Hún er kristin og lærði líf- fræði áður en hún gifti sig. Hún vann við grein sína í nokk- ur ár en 28 ára gömul sat hún enn ógefin í föðurgarði. Þá féllst hún á að hitta son frændkonu sinnar sem var liðlega þrítugur og var að fara í framhaldsnám í Banda- ríkjunum. Eini hængurinn á þessu var sá að hann hafði verið trúlofaður áður en Suzanne segist hafa orðið dálít- ið hrifin af honum strax og ákveð- ið að láta hans fyrri ástamál ekki trufla sig. Þó neitar hún ekki að hún hafi verið örlítið afbrýðisöm. Hún segir að hann sé vitanlega kristinn eins og hún, það hefði ekki komið til greina að hún giftist manni sem væri múhameðs- trúar. Slíkt gerðist afar sjaldan enda kæmu þá upp ofboðsleg vanda- mál og slit yrðu innan ijölskyldunnar. Suzanne sagði að flestar vinkon- ur sínar, sem væru kritnar, hefðu gifst án þess að þekkja menn sína en að ráði foreldra eða ættingja. „Sumir segja að ástin verði að vera fyrir hendi þegar fólk giftist, en hjónaband byggist á fleiru en ást og ég hef heyrt sagt að hjóna- skilnuðum hafi fækkað allra síð- ustu ár eftir að ungtr fólk í gifting- arhugleiðingum snerist aftur til fylgis við hina hefðbundnu leið til að útvega sér maka - það er að láta fjölskyluna sjá um það. Allar þessar tilfinningar sem unga fólkið talar um sem ást flækjast bara fyrir." Þar sem Abd- el er af ríku foreldri var aldrei vafi á að hann gæti séð vel fyrir sinni konu. Til varnar franskri matargerðarlist París. Reuter. Hvít-Rússar vilja ekki her gegn NATO Riga. Reuter. NOKKRIR þekktir franskir matar- gerðarmeistarar hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að þjóðleg- ir réttir eigi mjög undir högg að sækja í Frakklandi nú um stundir. í sameiginlegri yfirlýsingu kokkanna, sem allir eru þekktir fyrir snilli sína í eldhúsinu , er sérstaklega varað við „alþjóðavæð- ingu“ og segir þar einnig að hætta sé á að Frakkar glati forystuhlut- verki sínu á þessu sviði. „Nú er tilhneigingin sú að mat- reiðsla verði í senn alþjóðleg og einsleit. Það vekur sérstakan ugg í bijóstum okkar að verða vitni að því er ýmsu hráefni er hrúgað sam- an á pönnu í nafni frumlegheita og engu til sparað í því efni,“ seg- ir m.a. í yfirlýsingu þeirra Georges Blanc, Alain Ducasses og Bernard Loiseau. Ungir franskir matreiðslumeist- arar eru hvattir til þess að hverfa til þjóðlegra og einfaldra viðmiða við vinnu sína franskri matargerð- arlist til lofs og dýrðar. UTANRÍKISRÁÐHERRA Hvíta- Rússlands, Vladimir Senko, sagði í gær að ekki væri nauðsynlegt að stofna herdeild með Rússum til að vega upp á móti hugsan- legri stækkun Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, í austur. Pavel Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði slíkt hernaðar- bandalag vel mögulegt á fundi fyrr í mánuðinum. Senko, sem er í heimsókn í Lett- landi, sagði engan tilgang með hernaðarbandalagi og að það væri ekki til umræðu. Vissulega yrði möguleg stækkun NATO að landa- mærum Hvít-Rússlands áhyggju- efni en að Hvít-Rússar ætu ekki upp eftir Rússurn allar athuga- semdir þeirra við stækkun NATO. Varaði Senko hins vegar við því að of geyst yrði farið í stækkun, hún gæti vel orðið hægt og síg- andi og að tekið yrði tillit til ná- grannaríkjanna. Skylmingafélag Reykjavíkur Hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur er að hefjast sumarnámskeið í skylmingum. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 19.00. Leiðbeinandi verður búlgarski skylmingameistarinn Nikolay Mateev. Æft er í gamla ÍR-húsinu, Túngötu 29. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.00 til 20.30. Upplýsingar veita: Þórdis Kristleiísdóttir vs. 561 4300, hs. 554 6552. Kristmundur Bergsveinsson vs. 568 2830, hs. 554 2573. Nikolay Hateevvs. 562 6622, hs. 553 3296. PlorgmMaS>iíi - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.