Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 B 19 Alla tíd hafa þeir bræður farid eigin leið- ir, látið brjóst- vitið ráða ferð- inni, en ekki sókn eftir vindi það aftur á móti sérkennilegt þeg- ar hann fór að reka innrömmunar- verkstæði,“ segir hann og skellir uppúr. Tolli segir að það hafi verið sér- kennileg llfsreynsla að hafa af- greitt á verkstæðinu og selt eftir- prentanir af heimslistinni; Modigl- iani, Picasso, Van Gogh og svo framvegis. „Þetta hékk uppi á vegg innan um kuðungamyndir frá kon- unum á elliheimilunum og ég skynjaði þetta aldrei sem aðskilinn hlut; þetta var bara fjölbreytt flóra í sama garði og þannig finnst mér gaman að horfa á listir og menn- ingu, það er pláss fyrir þetta allt.“ „Það var líka mikið af bókum heima, heimsbókmenntum, og mál- verkabókum," segir Bubbi, „og ég lá í þessu öllu. Svo var Tolli alltaf að mála,“ upplýsir hann og Tolli tekur við: „Eg málaði og teiknaði frá því ég var krakki og þegar jafnaldrar mínir voru í fótbolta þá málaði ég og teiknaði, ég ætlaði að verða málari. Móðir mín aftur á móti innprentaði í mig að það borgaði sig ekki að verða myndlist- armaður; ég átti að verða arkitekt og tryggja afkomuna og svo gæti málaralistin orðið aukabúgrein. Hún hafði búið með málara og fannst það ekki fýsilegur kostur fyrir drengina sína,“ segir Tolli og þeir hlæja báðir. „Sjálfsvirðing mín á unglingsárunum byggðist mikið á því að ég skaraði framúr í teikn- ingu, fékk alltaf tíu, en í einhverri depressjón og sjálfshöfnunarkasti tók ég allar myndirnar, fleiri hund- ruð myndir, margra ára starf barnsins og unglingsins, og henti því öllu út í tunnu með yfirlýsing- unni: Aldrei aftur! Það má segja að ég hafi svo farið í Myndlista- og handíðaskól- ann úr úr neyð, ég hafði droppað út úr skólakerfinu og hausinn á mér var ekki í alveg nógu góðu lagi til að takast á við mennta- skóla; en ég vissi að ég gat teikn- að og mig vantaði húsaskjól." ... og tónlistin í Eyjum voru þeir báðir alltaf með gítarinn á lofti; Tolli innfalla- tónlistarmaður, en Bubbi alvar- legri, pældi meira í hlutunum og lagði harðar að sér. Hann segir að öll sín æska hafi verið gegnsýrð tónlist líkt og myndlistin var fyrir Tolla. „Ég held að ég hafi fengið tónlistina með móðurmjólkinni," segir hann. Spurður að því hvort hann hafi ekki hrifist af myndlist þverneitar Bubbi, en Tolli grípur inní: „Ég hef alltaf sagt að Bubbi ætti að láta vaða það sem hann hefur í myndlist, hann hefur kar- akter og það sem hann er að gera virkar með góðum litum og sterk- um fígúrum og frásögn.“ Bubbi hristir hausinn undir þessu og seg- ir að hann hafi einbeitt sér að orð- inu og þó hann hafi gripið í að gera myndir fyrir plötuumslög sín, þá er orðið hans aðal, enda hafi hann þurft að leggja svo hart að sér til að ná tökum á því. „Ég á svo mikið eftir að vinna upp í hinni deildinni að ég vil einbeita mér að því, láta myndlistina eiga sig. Ef ég sinni ekki þessu, textaforminu og ljóðaforminu 100%, get ég ekki gert það sem ég vil gera; að segja skilmerkilega og á listrænan máta frá því sem ég sé í kringum mig.“ Tolli var líka í tónlist á sínum tíma, tók meðal annars þátt í að gefa út tvær breiðskífur hljóm- sveitarinnar Ikarus. Hann verður leyndardómsfullur á svip þegar tónlistargeta hans berst í tal og segir síðan kíminn: „Ég er hrika- lega góður, en ég lofa engu að svo stöddu; ég segi bara eins og stjórn- málamennirnir, minn tími mun koma. Ég hef keypt mér góðan gítar, það er æft í laumi og það er eitthvað í vændum.“ „Þorstaheftir“ bræður Tolli og Bubbi eru báðir „þorsta- heftir" og hafa gengið í gegnum meðferð; Bubbi fyrir mörgum árum en styttra er síðan Tolli greip í taumana. Þeir hafa og ákveðnar skoðanir á þeim málum og hitnar í hamsi eftir því sem líður á um- ræðu um þau mál. Bubbi hefur verið iðinn við að tala gegn vímuefnum á unglinga- tónleikum og reyndar hefur hann alla tíð talað á móti áfengi; frægt var þegar hann hampaði hassi í stað áfengis í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. „Ég hef aldrei notað áfengi sem vímugjafa,“ segir Bubbi ákveðinn, „ég hef aldrei fílað áfengi. Ég get meira að segja varla smakkað bjór. Það var annað sem ég þurfti að glíma við.“ „Alkóhólismi er sjúkdómur sem endar með geðveiki eða dauða,“ segir Tolli, „og ég er með þennan sjúkdóm.11 „Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fara í meðferð fyrir sextán mánuðum og mitt líf grundvallast á því í dag. Þetta snýst ekki bara um brennivín, þetta snýst um fíkn, að hafa ekki stjórn á lífi sínu. Samfélagið er meðvirkt í þessari sýki og bendir svo á önnur vímu- efni til að draga athyglina frá því; svo skal böl bæta með því að benda á eithvað annað. Oft og tíðum finnst manni að umræða um ungl- inga og unglinganeyslu sé til þess ætluð að réttlæta almenna neyslu í samfélaginu sem er svo helsjúk geggjun að það tekur engu tali. Blekkingin og afneitun eru meðal einkenna sjúkdómsins og allt sam- félagið er í bullandi afneitun á því að það sé eitthvað að. Þegar afleið- ingar sjúkdómsins verða ekki umfl- únar benda menn á eitthvað annað til að draga athyglina frá því. Það er átakanlegt að sjá unglinga og börn veltast um ofurölvi og vin- sælt að tala um forvamir á for- varnir ofan, en forvarnir eru fyrst og fremst fólgnar í því að hinir fullorðnu séu fyrirmynd.“ „Það er ekki nema lítil prósenta unglinga sem fer í fíkniefni," segir Bubbi, „hinir fara allir í bjór og brennivín og það þarf að stöðva.“ Annasamir dagar Eins og getið er í upphafi standa þeir bræður í ströngu um þessar mundir; Bubbi er að ljúka tónleika- ferð um landið endilangt og Tolli heldur sýningu í Galleríi Regnbog- ans á vegum Listahátíðar, önnur sýning er í Loftkastalanum, stór olíumálverk undir heitinu Stríðs- menn andans, og síðan opnar hann þriðju sýninguna á vatnslitamynd- um í Kaffi 17 „hjá honum Bolla“. „Svo er heimurinn framundan, eins og þeir í Smekkleysu segja,“ segir hann og kímir. Bubbi heldur afmælistónleika í Þjóðleikhúsinu á þriðjudag; „bara ég, gítar og eitt spottljós og Þor- leifur á bassa,“ segir Bubbi og bætir við að þetta sé frekar loka- punktur á ferð hans um landið undanfarið þar sem hann hefur leikið í bíóhúsum og félagsheimil- um; nánast eingöngu nýtt efni á dagskrá, en eitthvað af gömlum lögum I bland. „Þetta verður ekk- ert Best of Bubbi.“ IN LEIÐIR :ott FóT 'A FlNU VíRQi HmA KfAttA EN&LABÖRNÍN Bankastræti 10 • Sími 552 2201 stólar fyrir félagsheimili, samkomu' staði, hótel eða hvar sem er. i kir Til afgreiðslu strax. Armúla44, Reykjavik, sími 553 2035. - kjarni málsins! Ný gjaldskrá fyrir póstþjónustu Frá og með 1. júní 1996 hækkar gjaldskrá fyrir póstþjónustu. Hækkunin er að meðaltali um 15%. Burðargjald fyrir bréfapóst innanlands og til útlanda hækkar að meðaltali um 15%. Burðargjald fyrir 20 gr bréf innanlands hefur verið óbreytt frá 1/10 1991 eða í 56 mánuði. Gjaldskrá fyrir annan bréfapóst hækkaði síðast 1/11 1992. Samanburður á 20 gr bréfapóstsendingum á Norðuriöndunum er eftirfarandi (ísl. kr., gengi 22/5 1996): 20 gr bréf innanlands 20 gr bréf til Evrópu 20 gr bréf til landa utan Evrópu A-póstur B-póstur A-póstur B-póstur ísland 35 45 35 65 40 Noregur 36 46 41 56 46 Svíþjóð 37 60 50 75 60 Finnland 40 46 37 49 34 Danmörk 43 43 40 57 54 Tekið verður upp 1 kg og 2 kg þyngdarþrep fyrir böggla innanlands. Burðargjald fyrir þá verður 245 kr. fyrir 1 kg og 275 kr. fyrir 2 kg. Gjald fyrir 3 kg, 5 kg, 10 kg og 15 kg böggla innanlands hækkar um 15% en gjald fyrir 20 - 30 kg böggla innanlands lækkar. Gjaldskrá fyrir böggla innanlands hækkaði síðast 1/10 1991. Gjaldskrá fyrir Póstgíróþjónustu til útlanda verður óbreytt frá 16/11 1995. • Hámarks skaðabætur fyrir böggul sem glatast eða eyðileggst verða áfram 22.500 kr. • Hámarks skaðabætur fyrir glatað ábyrgðarbréf verða áfram 3.500 kr. • Skrásetningargjald fyrir verðbréf hækkar í 180 kr. • Ábyrgðargjald hækkar í 180 kr. • Skrásetningargjald fyrir verðböggla hækkar í 225 kr. • Gjaldskrá fyrir EMS sendingar til útianda verður óbreytt en hún hækkaði síðast 1/3 1995. • Gjaldskrá fyrir EMS sendingar innanlands verður óbreytt en hún hækkaði síðast 1/11 1992. • Gjaldskrá fyrir Póstfaxþjónustu verður óbreytt. Póstburðargjöld 01. 06.1996 Burðargjald fyrir 20 gr bréf innanlands hefur verið óbreytt frá 01.10. 1991, eða í 56 mánuði. Ný gjaldskrá liggur frammi á öllum póst- og símstöðvum. PÖSTUR OG SÍMI Viö spörum þér sporitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.