Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 B 9 Lítið ævintýri fyrir börn Sólin var rétt komin upp í Flórída og það var mátulega mikið af litlum skýjabólstrum á austur- himninum til þess að framkalla þar dásamlegt litaflúr, sannkallað listaverk móður náttúru. Nýr vinnudagur var að hefjast, ekki aðeins hjá mannanna börnum, heldur líka hjá mörgum dýrunum í hinni fjölskrúðugu náttúru þessa gósen-lands. í mauraþúfunni undir pálma- trénu bjuggu iðnustu og dugleg- ustu verurnar í næstum öllu dýra- ríkinu. Verið var að skipuleggja verkefni dagsins og maurasveitir voru að leggja af stað til að sinna ýmsum verkum og draga björg í búið. Maggi Maur laumaðist út úr einum hópnum, en mamma hans sá hann og kallað: „Hvað ertu að slóra Maggi? Farðu með þínum flokk. Þið eigið að búta sundur og draga hingað heim dauðan kakkal- akka, sem fannst undir appelsínut- rénu. Drífðu þig nú?“ En Maggi lét ekki að stjórn: „Ég er orðin leiður á að labba alltaf í halarófu og rogast með kakkalakkalæri og annað kjötmeti á bakinu. Ég er farinn!“ Og hann hljóp í burtu. Garðurinn bókstaflega iðaði af alls kyns dýralífi. Til dæmis voru þarna all margar litlar eðlur af kameljóna-ætt, sem gæddar voru þeirri náttúru að geta skipt litum. Ebbi Eðla var ekki alveg orðinn fullvaxinn og ekki nema rúmir 10 sentimetrar á lengd. Hann var allt- af svangur og nú var hann á höttunum eftir einhvetju í morgun- matinn. Allt í einu sá hann Magga Maur einan á ferð. „Namm, namm,“ hugsaði Ebbi. „Maurar eru mitt uppáhald!" Hann stökk á Magga og gleypti hann. í tijánum mátti finna ýmsar tegundir af litskrúðugum fuglum. Þar voru kurrarndi sorgmæddar dúfur, bísperrtar spætur, höggvandi í ttjábolina, rauðir kard- inálar og gargandi bláskaðar. Sá síðarnefndi er fallegur fugl, blár á bak með ljósa bringu og topp aftan til á hausnum. Binni Bláskaði flögraði frá trénu og fót' að leita að einhvetju í gogginn. Hann var ekki matvandur og.Jagði ,sér til munns jöfnum höndum fræ, ber og skordýr. Ef hann var glorhungr- aður átti hann til að gleypa í sig litlar eðlur. Það kom sér illa fyrir Ebba, aumingjann, því Binni kom á hann auga og steypti sér á hann eins og sprengiflugvél. Ebbi sá bara skuggann eitt andartak, en þá var allt um seinan. Eftir þennan stóra bita settist Binni á grindverk- ið og gargaði ánægjulega. Mímí Mjásfríða hafði einu sinni verið heimilisköttur, en hún hafði ráfað í burtu endur fyrir löngu og ekki ratað aftur heim. Hérna í henni Ameríku er enginn Moggi, þar sem hægt er að auglýsa eftir týndum köttum, svo Mjásfríða varð Þórir S. Gröndal að sjá sér farborða sem útigangs- köttur. Hún snapaði mat í svanginn og hafði nú ekki efni á að sýna matvendnina sem hún leyfði sér þegar hún var dekurdýr. Hún veiddi mýs og fugla, en stundum fór hún í Öskutunnur. Binni Blásk- aði átti sér einskis ills von, þar sem hann sat á grindverkinu ánægður með sig eftir að hafa hremmt Ebba Eðlu. Mímí læddist að honum hljóð- laust og stökk á hann. Það tók bara brot úr sekúndu. Það er hundur á næstum hverju heimili í Flórída. Eigendur þeirra gefa ýmsar ástæður fyrir hunda- haldinu. Sumum þykir einfaldlega vænt um dýrin, og þau endurgjalda með ótakmarkaðri hollustu og væntumþykju. Aðrir segja hund- ana bráðnauðsynlega á heimili, þar sem börn eru til staðar. Þeir eiga að kenna þeim að umgangast dýr- in og veita þeim félagsskap. Enn aðrir hafa hunda til að gæta bús og barna, varðhunda, og eru marg- ar tegundir þeirra stór dýr og grimm, sem jafnvel hafa ráðist á fólk að ósekju. Fjöldi fólks hugsar illa um hunda sína og verður leitt á þeim, þegar nýjabrumið er farið af hundahald- inu. Það fer illa með þá, og svoleið- is hundar sttjúka oft að heiman. Þessir eymingjar þvælast um í leit að æti, verða stundum fyrir bílum, eða eru gómaðir af hundaeftirlit- inu. Reynt er þá að koma þeim í fóstur, en takist það ekki, eru þeir svæfðir svefninum langa. Svona hundur var Sammi Seppi, og nú vildi þannig til, að hann var á leið í gegnum garðinn áðurnefnda skömmu eftir að Mímí Mjásfríða hafði veitt Binna Bláskaða. Hann var orðinn þvældur og illa á sig kominn. Ekki hafði hann fengið matárbitá í næstum tvo-daga. Mímí stökk af stað, þegar hún sá Samma, sem tók strax að elta hana gjammandi og urrandi. Elt- ingarleikurinn endaði í horninu, þar sem hái steinveggurinn tengd- ist húsinu. Mímí reyndi að stökkva upp á vegginn, en hann var of hát' og hún of södd. Eftir skamman bardaga lét hún í minni pokann og hafnaði í maganum á Samma Seppa. Hann var uppgefinn, en tölti í burtu og lagðist niður á tjarnarbakkann til að hvíla sig. Brátt sofnaði hann. Sammi hefði ekki verið svona rólegur, ef hann hefði komið auga á Kobba Krókódíl, sem faldi sig í sefinu ekki langt frá. Kobbi var myndarlegur Flórída-krókódíll, næstum fjórir metrar á lengd, sem búið hafði um sig í þessari tjörn ásamt mömmu sinni. Þau höfðu skolast þangað í flóðinu, sem fylgdi miklum rigningum í sumar. Það lifnaði heldur betur yfir honum, þegar hann sá stóran og myndar- legan hundinn leggjast til svefns á bakkanum. Hanns skreið upp úr sefinu og nálgaðist brátt Samma með gapandi ginið. Hann hremmdi hundkvikindið og dró ofan í tjörn- ina. Það var aldrei neinn vafi með útkomuna. Eftir skamma stund synti Kobbi yfir til mömmu sinnar og kvartaði um vanlíðan. „Hvað hefir þú verið að éta?“, spurði hún. „Ég gleypti stóran hund,“ svaraði Kobbi hróð- ugur. „Þér verður ekki gott af því,“ sagði móðirin. „Pabbi þinn hafði ofnæmi fyrir hundum og fékk stundum bólur á magann, ef hann át þá. Oftar en einu sinni varð hann veikur og kastaði þeim upp. „Ég held, að ég þurfi að gubba,“ sagði Kobbi. Hann synti hraðsundi yfir tjörnina og komst rétt upp á bakkann áður en hann kastaði Samma Seppa upp. Hundurinn tók á rás, með rófuna milli lappanna, og hljóp góðan spöl, en þá var honum orðið óglatt og nú kom að honum að kúgast og kasta upp fröken Mímí Mjásfríðu. Hún tók sprettinn og linnti ekki fyrr en hún var komin inn í garð- inn. En hún komst heldur ekki lengra, því þá varð henni illt og upp kastaði hún Binna Bláskaða, sem lét ekki segja sér tvisvar að flögra upp í tréð sitt. Þar sat vinur hans, Kalli Kardín- áli, sem sagði strax: „Ósköp er að sjá þig, Binni minn. Þú lítur ekki vel út. Er allt í lagi með þig?“ „Mér líður ekki vel og mig svim- ar,“ ansaði hann og lét sig svífa niður á jörð, þar sem hann gub- baði umsvifalaust Ebba Eðlu, sem ekki var lengi að koma sér þaðan í burtu í snarheitum. Strax og hann var kominn heim til sín, sgði konan hans: „Ebbi, ertu lasinn, elskan mín? Þú ert orðinn grænn í framan.“ „Hefurðu gleymt, að við erum kameljón og getum skipt litum,“ svaraði Ebbi, én'allt kom fyrir ekki. Honum var orðið bumb- ult og hann var að kasta upp. Maggi Maur tók til fótanna, allra, og þaut áleiðis heim í mauraþúf- una. Mamma hans var fegin að sjá hann aftur og skammaði hann ekkert. „Ég er svangur, mamma,“ sagði sonurinn, þegar hann sá, að hann ætlaði að sleppa við refsingu. „Hana, greyið mitt,“ sagði mamm- an og laumaði að honum engi- sprettulegg. „Nagaðu þetta, og farðu svo í næstu halarófu." Sólin var komin í hádegisstað og Magga fannst gott að vera til. Walesa fær hálf eftirlaun Varsjá. Rcutcr. PÓLSKA þingið samþykkti í gær að veita Lech Walesa, fyrrverandi forseta, eftirlaun það sem hann á eftir ólifað. Þau voru hins vegar lækkuð um helming frá upphaf- legu tillögunni. Walesa, sem varð að láta i minni pokann fyrir Alexander Kwasni- ewski í forsetakosningunum í nóv- ember sl., fær sem svarar til um 53.000 ísl. kr. á mánuði en það er helmingur af grunnlaunum Pól- landsforseta. Allir fyrrverandi for- setar fá sömu eftirlaun, þeirra á meðal Wojciech Jaruzelski og Ryszard Kaczorowski, síðasti for- seti pólsku útlagastjórnarinnar sem starfaði í áratugi í Bretlandi eftir að kommúnistar tóku völdin í Póllandi. Umræðan um eftirlaun forset- ans kom upp fyrr á þessu ári er Walesa lýsti því yfir að hann myndi snúa aftur til starfa í skipasmíða- stöðinni í Gdansk, þar sem hann vann sem rafvirki áður en stjórn- málaferill hans hófst. Upphaflega vildi neðri deild þingsins veita Walesa eftirlaun jafnhá og laun forsetans, en öldungadeild þings- ins lækkaði upphæðina um helm- ing. Nýttal- næmispróf Washing^on. Reuter. MATVÆLA- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur samþykkt að leyfa sölu búnaðar, sem nota skal til að greina alnæmis- veiruna og hægt er að beita í heimahúsum. Hingað til hafa alnæmispróf alfarið verið gerð undir eftirliti í sjúkrahúsum eða heilsugæslu- stöðvum. Nú getur fólk tekið blóðsýni heima hjá sér, sent það til greiningar á viður- kenndri rannsóknarstofu og fengið niðurstöðuna ásamt ráð- gjöf og tilvísunum til sérfræð- inga í skjóli nafnleyndar. Kaffisalo í Vindáshlíð Sumarstarf KFUK í Vindáshlíð hefst í dag kl. 14.30 með guðsþjónustu í Hallgríms- kirkju í Vindáshlíð. Að henni iokinni verða seidar kaf fiveitingai. A\Hir hjartani&gci velkomnir. Athugið: það eru nokkuv laus pláss á 9.,10., og 11 .flokk á ágúst. Upplýsingœ í sima 588 8899 Seljum fyrir viðskiptavin okkar Mercedes Benz C-180 (AMG útfœrsla), árgerð 1995, ekinn 15 þús. km. Tónleikar í Listasafni íslands í dag, sunnudaginn 2. júní, kl. 17.00 Frumflutt verða 18 lög í gömlum stíl eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Einnig verður flutt tónlist eftir Schubert og Sigurður Ingvi Snorrason ræðir um Jónas og Schubert. Flytjendur: Signý Scemundsdóttir, sópran, Sigurlaug Edvaldsdóttir, fiðla, Sigurður Ingvi Snorrason, klarinett, Hávarður Tryggvason, kontrabassi, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó. 3.*nn.s mmm AUGLÝSING COST - Evrópusamstarf á sviði vísinda- og tæknirannsókna Fyrirlestur um COST COST stendur fyrir „European cooperation in the field of scientific and technical research“ og er samstarf 25 þjóða í Evrópu, þar á meðal íslands. Þátttaka í COST-verkefnum auðveldar vísindamönnum/-stofnunum að byggja upp umfangsmikið samstarf á ákveðnum sviðum. Þátttakendur í COST-verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum með skipulegum hætti (fundir, ráðstefnur o.fl.) og stuðla þannig að auknum heildarárangri á viðkomandi sviði. Dr. Rainer Gerold, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs vísindasamvinnu Evrópusambandsins, heldur fyrirlestur um COST-samstarfið föstudaginn 7. júní nk., kl. 15.00 -17.00 í Borgartúni 6, 4. hæð. Fundarstjóri og kynnir verður Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.