Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 1
136 SÍÐUR B/C/D 135. TBL. 84. ÁRG. SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter ALDRAÐUR Tsjetsjeni sting-ur atkvæði sínu í kjörkassa skammt frá mosku í úthverfi Grozní, höfuðborgar Tsjetsjníju, í gær. Rússar ganga til tvísýnna kosninga Moskvu. Reuter. RÚSSAR ganga í dag að kjörborð- inu í kosningum, sem geta skipt sköpum fyrir framtíð Rússlands. Forsetaframbjóðendur eru tíu, en samkvæmt skoðanakönnunum stendur val kjósenda milli Borís Jeltsíns forseta og Gennadís Zjúg- anovs, leiðtoga kommúnista, milli sársaukafullra umbóta og óvissunn- ar. Kosningaáróður var bannaður í gær og var eins og þögn félli yfir eftir harða kosningabaráttu í fjöl- miðlum undanfarna fjóra mánuði. Skorað á kjósendur Jeltsín og Zjuganov hafa skipst á ásökunum. Á föstudag skoraði Jeltsín á kjósendur að sameinast að baki sér og Zjúganov þrætti fyr- ir það að hann myndi leggja lýð- ræði af og hét að tryggja málfrelsi og réttinn til stjórnmálastarfsemi. Byijað var að kjósa á föstudag á afskekktum svæðum Rússlands og í Tsjetsjníju, þar sem aðskilnað- arsinnar höfðu hótað að valda usla á þeirri forsendu að kosningarnar væru ekki löglegar. Rússland skiptist í 11 tímabelti og er byrjað að kjósa klukkan átta að morgni á staðartíma og kjörstöð- Forsetakosning- arnar í Rússlandi standa milli Borís Jeltsíns og Genn- adís Zjúganovs um lokað klukkan tíu að kvöldi. Kosningar hófust á Tsjúkotka- skaga austast í Rússlandi klukkan sjö í gærkvöldi að íslenskum tíma og lýkur klukkan sjö í kvöld í Kalin- íngrad, sem er milli Póllands og Litháens. Búist er við fyrstu, óopin- beru tölum skömmu eftir klukkan sjö, en línur verði ekki orðnar skýr- ar og upplýsingar komnar frá öllum kjördæmum fyrr en seint á morgun. Eitt þúsund eftirlitsmenn Eitt þúsund erlendir eftirlits- menn eru komnir til að fylgjast með kosningunum og þeir munu hafa nóg að gera því að kjörstaðir eru 93 þúsund. 107 milljónir manna eru á kjörskrá. Hver kjósandi fær einn kjörseðil og getur þar merkt við einn fram- bjóðanda eða línu, þar sem stendur að hann sé andvígur öllum fram- bjóðendum. Auður seðill eða seðill með meira en einni merkingu telst ógildur. Kosningastjómin hefur 15 daga til að tilkynna opinbera niðurstöðu kosninganna og nái enginn fram- bjóðandi meirihluta á að halda seinni umferðina á sunnudegi innan 15 daga frá því að úrslitin liggja fyrir. Kosningastjórnin hefur heitið að hraða talningu þannig að seinni umferðin geti farið fram 7. júlí. í annarri umferðinni verður kosið milli þeirra tveggja frambjóðenda, sem fá flest atkvæði. Dragi annar þeirra sig í hlé tekur frambjóðand- inn í þriðja sæti hans stað. Eftir aðra umferðina hefur kjörstjórnin 30 daga til að greina frá niðurstöð- um og nýkjörinn forseti tekur við 30 dögum eftir það. Ekki eru skýr- ar reglur um það hvernig valda- skipti fara fram tapi Jeltsín. Kosningarnar verða lýstar ógildar verði kjörsókn minni en 50 af hundr- aði eða merki fleiri við að þeir séu andvígir öllum frambjóðendum, en kjósa þann frambjóðanda, sem hefur betur í seinni umferðinni. ■ Forsetakosningarnar/12 100 særast í sprengju- tilræði í Manchester STÓR sprengja sprakk í miðborg Manchester í gærmorgun og slösuðust um 100 manns. Fjöldi manns var í miðborginni þegar bílsprengja sprakk. Mátti heyra sprenginguna í þriggja kílómetra §ar- lægð og hlið verslunarmiðstöðvar var sögð hafa horfíð. Skömmu síðar mátti heyra aðra spreng- ingu. Reyndust sprengjusérfræðingar hafa sprengt hlut, sem þeir töldu vera sprengju, en var það ekki. John Major, forsætisráðherra Bretlands, kenndi írska lýðveldishernum (IRA) um og sagði að þetta væri „samviskulaust hryðjuverk . . . örfárra öfgamanna" og bætti við: „Nú veit fólk hvers vegna IRA á ekki þátt í friðarviðræðunum.“ Slökkviliðsmenn börðust við elda eftir sprenging- una og sagt var að bjarga þyrfti fólki undan braki. Um hádegi í gær var ekki vitað til þess að Major kennir írska lýð- veldishernum um og fordæm- ir verk örfárra öfgamanna neinn hefði látið lífið, en að sögn lögreglu voru sár margra alvarleg. Fjöldi manns skarst þegar glerbrotum rigndi yfír. Enginn hafði lýst ábyrgð á sprengingunni á hendur sér í gær, en grunur beindist að írska lýðveldishernum (IRA). Svæði rýmt eftir viðvörun Viðvörun barst um sprenginguna, en ekki er Ijóst frá hveijum. Fólk hafði verið látið yfirgefa stóra verslunarmiðstöð í Manchester áður en sprengjan sprakk, en lögregla sagði að hún hefði verið öflugri en ráð var gert fyrir og því hefði of lítið svæði verið rýmt. Lögregla hafði fundið bílinn, sem sprengjan var í, en vannst ekki tími til að koma í veg fyrir að hún spryngi. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmála- arms IRA, sagði að samtökin væru enn staðráðin í að vinna að friði. Friðarviðræður um Norður- írland hófust í Belfast á mánudag. írska lýðveldis- hernum hefur verið meinað að taka þátt vegna þess að hann neitar að snúa baki við ofbeldi. Fjöldi knattspyrnuáhugamanna er nú staddur í Manchester vegna Evrópukeppni landsliða. Þjóð- veijar leika í dag við Rússa á Old Trafford, heima- velli Manchestei- United. Nýir ráð- herrar í Færeyjum Þórshöfn. Morgunblaðid. RÁÐHERRASTÓLUM hefur nú verið skipt upp í færeysku landstjórninni eftir að Jafnað- armannaflokkurinn gekk úr henni. Fólkaflokkurinn, sem kom inn í stjórnina, fékk tvö ráð- herraembætti, fjármálaráðu- neytið, sem var í höndum jafn- aðarmanna, og sjávarútvegs- ráðuneytið, sem Sambands- flokkurinn hafði. John Petersen verður sjávar- útvegsráðherra. Hann hefur gegnt því embætti áður. Annfínn Karlsberg, formaður Fólkaflokksins, verður fjár- málaráðherra. Nýja stjórnin hefur 17 þing- sæti af 32 í færeyska Lögþing- inu. „IMÝTT BLÓГ / SKÍÐASKÁLANN Mm 24 Horfst í augu viö dauðann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.