Morgunblaðið - 16.06.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.06.1996, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Mikil vanskil vegna leigu félagslegra kaupleiguíbúða í Reykjavík Fólki gert að rýma vegna vanskila STÓRAUKIN vanskil vegna leigu kaupleiguíbúða á vegum Húsnæðis- nefndar Reykjavíkur (HR) valda því að gripið hefur verið til harðari inn- heimtuaðgerða af hálfu nefndarinn- ar. Á næstunni má búast við að allnokkrum aðilum verði gert að rýma íbúðir sínar vegna mikilla skulda og síendurtekinna vanefnda á skuldaskilum vegna Ieigunnar. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur hef- ur falið lögfræðingi sínum að semja ítarlega greinargerð um vanskil vegna kaupleiguíbúða og til hvaða aðgerða er unnt að grípa. Greinar- gerðin verður fljótlega kynnt borg- aryfirvöldum. „Við erum að senda þetta í stranga innheimtu hjá lögfræðing- um með vöxtum og tilheyrandi kostnaði, en það er nýtilkomið hjá okkur að gera slíkt,“ sagði Guðrún Árnadóttur, skrifstofustjóri HR. „Ef það dugir ekki þá er ekki um annað að ræða en að rýma þessar íbúðir og það verður gert.“ Guðrún vildi ekki upplýsa um hve mikil vanskilin eru né heldur um hve margir skuldarar eru á síðasta snúningi fyrr en málið hefur verið kynnt borgaryfirvöldum. Hún sagði að vanskilaskuldir í innheimtu næmu „mörgum milljónum" og ykj- ust stöðugt, þrátt fyrir hertar inn- heimtuaðgerðir. Á vegum HR eru um 150 kaup- leiguíbúðjr, flestar þeirra félagsleg- ar. Þeim er úthlutað að uppfylltum vissum skilyrðum. Fólk flytur í þær ýmist sem leigjendur eða kaupend- ur. Leigan er niðurgreidd en ætlast er til að leigjandinn kaupi íbúðina innan fimm ára. Enginn þeirra sem nú stendur til að rými íbúð sína hefur gengið frá kaupum á íbúðinni. Ekki allir við sama borð Guðrún sagði leigjendur félags- legra kaupleiguíbúða hjá HR ekki sitja við sama borð og aðrir leigj- endur félagslegra íbúða hvað varðar húsaleigubætur. Leigjendur hjá Búseta og Félagsstofnun stúdenta, sem væru félagsleg kerfi, fengju greiddar húsaleigubætur en leigj- endur hjá Húsnæðisnefnd Reykja- víkur ekki. Undarleg bílferð JEPPABIFREIÐ, sem lagt var í bilastæði framan við Borgar- kringluna í gærmorgun, tók upp á að fara í undarlegt ferðalag sem endaði einni hæð neðar. Þegar eigandi bílsins kom út úr Borgarkringlunni og sá ekki bílinn taldi hann að honum hefði verið stolið. Þegar betur var að gáð kom í (jós að hann stóð niðri við götu við hlið innkeyrslunnar inn í bílageymslu Borgarkringl- unnar. Svo virðist sem bíllinn hafi runnið af stað aftur á bak með hjólin í beygju, haldið sem leið lá niður á götu, runnið eftir henni og endað síðan á veggnum. Varadekkið, sem liggur utan á afturhlera bílsins þrýstist inn i hlerann og rúðan í honum brotn- aði. Á myndinni sést hvar bílum er lagt á bilastæðinu, sem er einni hæð ofar en gatan. Jeppinn stóð á þessu sama stæði og sneri eins og bílarnir sem sjást á myndinni nema honum var lagt, sunnar, nær innkeyrslunni upp á stæðið. íslenska menntanetið Viðskiptavinum vísað til Nýherja ÍSLENSKA menntanetið hefur sent þeim viðskiptavinum sínum, sem ekki falla undir skilgreiningu menntamálaráðuneytisins um framtíðarhlutverk menntanetsins, tilboð um að flytja netfang sitt og viðskipti til Nýheija hf. Samkvæmt heimildum blaðsins mun gæta nokkurrar óánægju hjá almennum viðskiptavinum ísmenntar með að þjónustu við þá verður hætt. Því fylgja ýmis óþægindi svo sem að netfang þeirra ónýtist. Akureyri Morgnn- blaðið í nýtt húsnæði SKRIFSTOFA Morgunblaðsins á Akureyri hefur flutt starfsemi sína úr Hafnarstræti 85 í Kaupvangs- stræti 1. Það er nýtt hús á homi Kaupvangsstrætis, sem stundum er nefnt Grófargil, og Drottningar- brautar. Ritstjóm og afgreiðsla blaðsins verða þar til húsa og em viðskiptavinir beðnir að snúa sér þangað. Símanúmer blaðsins eru óbreytt. Afgreiðsla 461 1600, ritstjórn 461 1601, auglýsingar 461 1602ogsím- bréf 461 1603. MORGUNBLAÐINU í dag fylgir 40 síðna blaðauki sem nefnist Sumarfrí á íslandi. Að sögn Péturs Þorsteinssonar, skólastjóra og frumkvöðuls mennta- netsins, er hér um 3-400 aðila að ræða. Hann sagði þetta tilraun til að draga úr því hnjaski sem óhjá- kvæmilega hlýst af lokun þjónustu við almenna viðskiptamenn og skásta leikinn í stöðunni. íslenska menntanetið mun ein- ungis sinna alnetsþjónustu við skóla- kerfíð eftir 1. júlí næstkomandi. Einkanotendur og aðrir sem ekki tengjast skólastarfi beinlínis mega ekki hafa aðgang að menntanetinu eftir þann tíma. Sem kunnugt er keypti menntamálaráðuneytið þann hluta íslenska menntanetsins sem sneri að skólakerfinu og mun Kenn- araháskóli íslands annast rekstur þess í framtíðinni. íslenska menntanetið var með nokkrar tölvumiðstöðvar á lands- byggðinni sem tryggðu viðskiptavin- um alnetsaðgang á lægsta sím- gjaldi. Þessar stöðvar fylgdu ekki í kaupum menntamálaráðuneytisins. Samstarfsaðilar ísmenntar á Norð- urlandi eystra og á Suðurlandi munu kaupa tölvumiðstöðvarnar þar og starfrækja, að sögn Péturs Þor- steinssonar. Ekki er afráðið með framtíð stöðvanna á Vesfjörðum, þar sem ísmennt hefur verið í samstarfi við Pólinn á ísafirði, og á Vestur- landi, en stöðin þar er á Bifröst í Borgarfirði. Báðar þessar stöðvar eru í fullum rekstri. Morgunblaðið/RAX Ný skiptistöð fyrir- hugnð í Kvosinni ARNAR Kristjánsson ehf. átti lægsta tilboð í gerð skiptistöðvar SVR í Kvosinni sem fyrirhugað er að byggja á lóð Hafnarstrætis 23 þar sem smurstöð Esso var til húsa. Tilboð voru opnuð á fimmtudag og hljóðaði það lægsta upp á 11.926.033 krónur, eða 66,87% af kostnaðaráætlun. Áætlaður kostnaður er 17.835.180 krónur og áttu Björn og Guðni og Dalverk sf. næst- lægsta tilboð, sem var 74,66% af kostnaðaráætlun. Aðrir sem buðu í verkið voru Garðaprýði hf. og BJ - Verktakar ehf. og var hið síðar- nefnda 76,78% af kostnaðaráætlun. Tilboð Garðaprýði var hæst og hljóðaði upp á 17.250.000 krónur. Hafíst var handa við að rífa Hafn- arstræti 23 fyrr í vikunni og lauk verkinu á tveimur dögum, að sögn Inga Arasonar, deildarstjóra á hreinsunardeild Reykjavíkurborgar. Á lóðinni var smurstöð frá Esso, sú fyrsta sem byggð var sinnar tegund- ar, að Inga sögn, og jafnframt að- staða fyrir leigubílstjóra, sem nú heyrir sögunni til. Einnig var þar til skamms tíma verslunin Tókíó. Húsnæðið var brotið niður með 20 tonna skut'ðgröfu og unnu átta menn við verkið, segir Ingi. Gert er ráð fyrir að framkvæmd- um við nýja skiptistöð SVR verði lokið 15. ágúst. Faxamjöl stækkar fyrir 300 milljónir króna MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 19. júní. FRAMKVÆMDIR eru hafnar við stækkun verksmiðju Faxamjöls í Örfirisey en áætlaður kostnaður við hana nemur um 300 milljónum króna. Afkastageta verksmiðjunnar margfaldast við stækkun, eða úr 120 tonnum á sólarhring í um 470-520 tonn, að sögn Gunnlaugs Sævars Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra Faxamjöls. Verksmiðja fyrir loðnuvinnslu „Stækkunin er til þess að við getum varið okkar íjárfestingar í kringum loðnuna, en við höfum ekki verið með neina loðnubræðslu í verk- smiðjunni. Stækkunin er hins vegar hugsuð til að hýsa loðnuverksmiðju sem verður þá aðskilin frá fiskúi'- ganginum. Grandi hf. er stór í loðnu- frystingu en hefur árum saman þurft að flytja 10-20 þúsund tonn af loðnu til Siglufjarðar þar sem ekki hefur verið hægt að vinna hana í Reykja- vík,“ segir Gunnlaugur. Bætt verður við 600 fermetra stóru húsi, sem á að vera tilbúið um áramót og er búið að gera samn- ing við íslenska aðila og norska um að annast framkvæmdina og af- henda fullbúna verksmiðju. Það tekur sinn tíma ►Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka íslands, ræðir mistök for- tíðar og möguleika framtíðar í landbúnaði. /10 Keisarinn í atkvæðaleit ►Af Jeltsín Rússlandsforseta og öðrum atkvæðaveiðurum í kosn- ingunum nú um helgina. /13 Vex ekkert í augum ►Rannveig Rist, sem er að taka við forstjórastarfi ÍSAL, á fjöl- breytta starfsreynslu að baki. /22 „Nýtt blóð“ í skíðaskólann ►í Viðskiptum/atvinnulífí er rætt við Valdimar Örnólfsson, helsta forsprakka skíðaskólans í Kerling- arfjöllum. /24 Stormasamt flug ►Létt hefur verið leynd af gögn- um frá Bandaríkjaher varðandi flugslys á Eyjafjallajökli. /32 B ► 1-32 Horfst í augu við dauðann ►Sigrún Ásta Pétursdóttur hefur óvenjulegar skoðanir á því hvernig á að sinna deyjandi fólki og kemur að þessu máli á tvo vegu, sem hjúkrunarfræðingur og sem dauð- vona sjúklingur. /1-5 Miðill ímyndunar- aflsins ► Ólafur Ormsson ræðir við Maríu Kristjánsdóttur um lífið, tilveruna og útvarpsleikhúsið. /8 Kraftakonur í kjarnaskóla ►Með hótel- og matvælaskólanum stækkar kennsluhúsnæði Mennta- skólans í Kópavogi um helming. Þar ráða Margrét Friðriksdóttir og Sigrún Magnúsdóttir. /18 c FERÐALÖG Höfðaströndin kallar á sumrin ►Þau eru sterk böndin sem toga fjölskyldu úr Breiðholti vestur á Jökulfirðiáhverjusumri. /2 Hrikalegt landslag ►Ferðafélag Grýtubakkahrepps mun í sumar bjóða uppá fjögurra daga gönguferðir um Fjörður og Látraströnd með leiðsögn. /24 D BILAR ► 1-4 Vel til hafður Audi A4 ►Af einum glæsilegasta Audi- bílnum á landinu sem jafnframt er fyrsti bíll eigandans. /1 Reynsluakstur ► Honda Shuttle er fjölhæfur fjöl- notabíll. /2 FASTIR ÞÆTTIR Préttir 1/2/4/8/bak Leiðari 28 Helgispjall 28 Reykjavíkurbréf 28 Skoðun 30aog31b Minningar 36 Myndasögur 40 Bréf til blaðsins 40 ídag 42 Brids 42 Stjörnuspá 42 Skák 42 Fólk í fréttum 44 Bíó/dans 46 íþróttir 50 Útvarp/sjónvarp 52 Dagbók/veður 55 Mannlífsstr. lOb Kvikmyndir 12b Dægurtónlist 141) INNLENDAR FRÉTTIR- 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR; 1-6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.