Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 8

Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 FRÉTTIR ÞETTA var snöggt bað fyrir Bessastaðaferð. Umhverfisáhrif af upp- græðslu Hólasands metin Þeista- reykir Ræktunar- áætlun á Hólasandi I - i Hólasandur I j Sáning lúpínu Sáning grastegunda •# Gró&ureyja # Gróðursetning lúpínu ) Mývatn SKIPULAG ríkisins er að hefja at- hugun á mati á umhverfisáhrifum af uppgræðslu Hólasands í Suður- Þingeyjarsýslu. Fyrirhugað er að stöðva þar jarðvegsrof og græða upp sandinn, aðallega með lúpínu. Hólasandur er um 130 ferkíló- metra svæði norðvestur af Mývatni og liggur í 3-400 metra hæð yfir sjó. Hólasandur er að mestu leyti sendinn melur. Tiltölulega heilleg mólendi liggja að svæðinu en tölu- verð jarðvegs- og gróðureyðing er í jöðrum þess. Sandur fýkur úr Hólas- andi sem sverfur að rofabörðum í jöðrunum og sest í nærliggjandi gróðurlendi. Landgræðsla ríkisins mun sjá um uppgræðslu Hólasands. Svæðið verð- ur girt með rafmagnsgirðingu og friðað fyrir beit í allt að 30 ár. Þá er fyrirhugað að sá lúpínu í stóran hluta Hólasands en uppgræðsla með lúpínu er talin mun ódýrari og varan- legri en sáning grasfræs. A skjólsæl- um stöðum verður gróðursett birki, víðir, elri, lerki og fleiri tegundir sem eiga að mynda gróðureyjar. Grasi verður sáð meðfram jöðrum Hóla- sands til að skapa fræset fyrir birki og víði. Lúpínan gagnrýnd Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagi ríksins hefur komið fram gagnrýni á þá áætlun að nota lúpínu í stórum stíl við uppgræðsluna. Eink- um hafi verið bent á að iúpína geti gerbreytt ásýnd landsins á skömmum tíma og orðið einráð í gróðurfari. Þá geti lúpínan dreifst inn í gróður- lendi og felli hún fræ, við opið vatn, sem sé hluti af vatnakerfi Mývatns og Laxár, geti hún dreifst eftir þeirri leið inn á ný ónumin svæði. Fram kemur að í frummats- skýrslu, sem Skógrækt ríkisins vann um umhverfisáhrif uppgræðsluáætl- uninnar, sé bent á þetta en einnig að erfið skilyrði á Hólasandi geti þó orðið til þess að lúpínan eigi sums staðar erfítt uppdráttar og út- breiðsluhraði hennar verði hægari en til dæmis á láglendi sunnanlands. Þá sé sauðfjárbeit talin koma í veg fyrir útbreiðslu lúpínunnar í mólendi utan girðingar. En lagt er til að fylgst verði með dreifíngu lúpínunnar ár- lega og ráðstafanir gerðar til að hefta útbreiðslu verði þess talin þörf. Almenningur hefur frest til 18. júlí að kynna sér framkvæmdirnar og ieggja fram athugasemdir. Frum- matsskýrsla Skógræktar ríkisins liggur frammi til kynningar hjá Skipulagi ríkisins, á Þjóðarbókhlöð- unni í Reykjavík, skrifstofum Skútu- staðahrepps í Reykjahlíð og skrif- stofum Reykdælahrepps og Aðal- dælahrepps eftir samkomulagi við viðkomandi oddvita. Þá hefur Skipu- lag ríkisins einnig óskað eftir um- sögnum frá ýmsum aðilum. Úthlutun úr Lýðveldissjóði Á HATIÐARFUNDI Lýðveldissjóðs þann 17. júní verður gerð grein fyrir styrkjum sem sjóðurinn veitir til rannsókna á lífríki sjávar og verkefna sem eru til þess fallin að efla íslenska tungu. Einnig verður tilkynnt hveijir hljóta heiðursviðurkenningu Lýðveld- issjóðs 1996 fyrir rannsóknir á lífríki sjávar og fyrir að hafa sýnt íslenskri tungu sérstaka ræktarsemi. Lýðveldissjóður var stofnaður í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins og starfar árin 1995-1999. Sjóður- inn hefur 100 milljónir króna til ráð- stöfunar á ári, 50 milljónum skal verja til rannsókna á lífríki sjávar og 50 milljónum til eflingar ís- lenskri tungu. í stjórn sjóðsins sitja Rannveig Rist verkfræðingur, for- maður, dr. Unnsteinn Stefánsson haffræðingur og Jón G. Friðjónsson málfræðingur. Hátíðarfundur Lýðveldissjóðs verður haldinn í Alþingishúsinu 17. júní og hefst hann kl. 12 á hádegi. Viðstödd athöfnina verða forseti Is- lands, Vigdís Finnbogadóttir, forseti Alþingis, forsætisráðherra og menntamálaráðherra, auk annarra gesta. Kvennahlaup ÍSÍ þreytt í sjöunda sinn Vonumst eftir 18.000 konum Helga Guðmundsdóttir DAG, sunnudag, fer fram á 90 stöðum á landinu og víða er- lendis sjþunda Kvenna- hlaup ÍSÍ. Hlaupið hefst klukkan 14.00 og er talið að þátttakendur í ár verði mun fleiri en nokkru sinni fyrr. Framkvæmdastjóri Kvennahlaupsins er Helga Guðmundsdóttir. - Hvernig stóð á því að konur tóku sig saman árið 1990 og ákváðu að halda sérstakt kvenna- hlaup? „Það vildi þannig til að haldin var stór og mikij íþróttahátíð á vegum ISI og í tengslum við hana söfnuðust um 2.000 konur saman á Vífilstaðatúni í Garðabæ og úr varð fyrsta kvennahlaupið á íslandi, en einnig hlupu líklega um 500 konur á öðrum stöðum á landinu. Lovísa Einars- dóttir, sem nú a sæti í fram- kvæmdastjórn ÍSÍ, og fleiri góðar konur höfðu kynnst hlaupi sem þessu í Finnlandi og má segja að það hafi orðið fyrirmyndin að hlaupinu hér heima.“ - Hverjir eru það sem standa á bakvið kvennahlaupið? „íþróttasamband íslands, ÍSÍ, á hlaupið ef svo má að orði komast en Iþróttir fyrir alla eru fram- kvæmdaaðili þess á öllum stöðum á landinu. íþróttir fyrir alla sjá um allan rekstur hlaupsins og halda utan um fjármálin, en ann- ars er Sjóvá-Almennar helsti styrktaraðili okkar.“ - Nú er þátttakendum alltaf að fjölga ár frá ári, í fyrra tóku rúmlega 15.000 konur þátt og verða þær líklega enn fleiri í ár. Hvernig skýrir þú þessa miklu aukningu? „Eg tel að konur séu miklu meðvitaðri í dag um mikilvægi þess að hreyfa sig en þær voru fyrir nokkrum árum. Einnig tel ég að aukningin endurspegli á vissan hátt þær miklu hræringar sem verið hafa í sjálfstæðisbaráttu kvenna á undanförnum árum. Það þótti einfaldlega ekki við hæfi hérna fyrir nokkrum árum að kon- ur væru á æfingum og stunduðu íþróttir til jafns við karlana, en þetta er sem betur fer að breytast og konur eru sífellt að taka meiri þátt í alls kyns íþróttum og hreyf- ingu. Við bindum vonir við að fá 18.000 konur til að taka þátt í hlaupinu í ár, en stöðunum er allt- af að ijölga sem hlaupið er á. í fyrstu voru þeir einungis sex með Garðabæ en eru í dag 89 eða 90 og nú síðast bættust Þórsmörk, Hornstrand- ir og Þjórsárdalur í hóp- inn svo eitthvað sé nefnt. Annars tel ég mikilvægt að konur viti að í Kvennahlaupinu er alls ekki nauðsynlegt að hlaupa. Hreyfing- in er allt sem máli skiptir og því má alveg eins taka fram göngu- skóna og ganga þær vegalengdir sem í boði eru, þ.e.a.s. tvo, fimm eða sjö kíiómetra." - I ár verður hlaupið víða er- lendis, hvernig kom það til? „Það kom nú eiginlega þannig til að margar konur sem hafa tek- ið þátt í hlaupinu öll árin verða staddar erlendis í ár og þær ætla sér heldur betur ekki að missa úr. T.d. eru u.þ.b. 90 konur í Namib- íu sem ætla að hlaupa og er uppi- staðan íslendingar en einnig eru nokkrar innfæddar konur sem slást munu í hópinn. Einnig verður hlaupið m.a. í Danmörku, Noregi, ► Helga Guðmundsdóttir er fædd þann 3. febrúar 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá aðfaranámi Kennaraháskóla íslands og hélt að því loknu í Iþróttarakennaraskóla Islands á Laugarvatni. Frá Laugar- vatni lá leið hennar til Noregs þar sem hún lagði stund á íþróttir fyrir fatlaða í norskum háskóla. Helga kenndi íþróttir við Brautaskóla og starfaði með leikhópnum Perlunni áður en hún tók við starfi fræðslu- fulltrúa íþrótta fyrir alla árið 1993. Helga hefur verið fram- kvæmdastjóri Kvennahlaups ÍSÍ síðustu þijú ár og síðan í mars á þessu ári hefur hún gegnt stöðu framkvæmda- stjóra íþrótta fyrir alla. Einnig hefur Helga starfað sem kenn- ari við Þroskaþjálfaskóla Is- lands síðastliðin sjö ár. Helga er gift Gunnari Hanssyni, húsasmiði, og eiga þau þijú börn, Nökkva, Stein Baug og Helgu Sunnu. Bandaríkjunum, á Grikklandi og Spáni, þannig að sjá má að Kvennahlaupið okkar íslenska er farið að teygja anga sína víða.“ - Eru það mikið til sömu kon- urnar, sem koma aftur og aftur? „Já, ég mundi segja það. Þær sem komu fyrst koma aftur og taka einhveijar nýjar með sér og þannig hleður þetta utan á sig koll af kolli. Það er alltaf alveg ótrúlega gaman að taka þátt í Kvennahlaupinu og andrúmsloftið er létt og skemmtilegt. Við höfum fengið allt frá nokkurra vikna gömlum telpum í kerru og upp í eldri konur, sem koma fyrst og fremst til að ná sér í örlitla hreyfingu í góðra vina hópi. Eg held að elsti þátttak- andinn í hlaupinu hafi tekið þátt í fyrra en hún var 87 ára. Einnig höfum við fengið heilu ættliðina, sem tekið hafa þátt en mest höfum við fengið fjóra ættl- iði. Það mætti því hugsanlega segja að markmiðið hjá okkur væri að fá fimm ættliði til taka þátt í nánustu framtíð. Hlaupið er alltaf haldið um helgi og sem næst 19. júní, sem er kvenrétt- indadagurinn, og ég held ég megi segja að miðað við höfðatölu séu hvergi fleiri konur, sem taka þátt í Kvennahlaupi í heiminum en ein- mitt hér. Það sýnir að við erum á réttri braut og við vonum svo sannarlega að konur alls staðar á landinu haldi áfram að láta sjá sig og taka þátt í þessari hollu og skemmtilegu hreyfingu.“ Höfum mest fengið fjóra ættiiði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.