Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 9

Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 9 > Lífleg sala í Ríkinu MIKIL sala var á föstudag og í gær á útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Ottó Hreinsson, verslunarstjóri í Ríkinu í Austurstræti, segir dag- inn hafa minnt nokkuð á föstudag fyrir verslunarmannahelgi þótt sal- an hafi ekki orðið alveg eins mik- il. Þá sagði hann hlutfall bjórs í sölunni hafa verið óvanalega hátt. Hann segir augljósa ástæðu fyrir mikilli áfengissölu vera þá að þriggja daga helgi var framundan. Ástæðuna fyrir mikiili bjórsölu taldi hann vera Evrópukeppni landsliða í fótbolta og sjónvarpsút- sendingar henni tengdar. -----♦—♦—*---- Bílvelta í Bisk- upstungum BÍLVELTA varð við Hjarðarland í Biskupstungum seint í fyrrakvöld. Fjórir útlendingar voru í bílnum. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkra- hús á Selfossi til skoðunar en hann reyndist ómeiddur. Farþegarnir sluppu án meiðsla. A Astþór kærir Stöð 2 ÁSTÞÓR Magnússon forsetafram- bjóðandi hefur kært Stöð 2 til út- varpsréttarnefndar. Ástþór kom fram í viðtalsþætti á fimmtudags- kvöld á Stöð 2. í upphafi þáttarins var flutt samantekt stöðvarinnar um feril og fortíð Ástþórs og var hún sýnd í opinni dagskrá. Að lok- inni úttektinni hófst viðtal við Ást- þór í beinni útsendingu og var það sýnt í læstri dagskrá. Ástþór segist hafa hreyft mót- mælum við þessu fyrirkomulagi fyrir útsendinguna. I samantekt- inni hefðu komið fram staðhæfing- ar sem hann teldi ekki réttar og vildi hann fá að svara fyrir þær í opinni dagskrá. Þá hafi honum verið sagt að um þessa tilhögun giltu ströng fyrirmæli útvarps- stjórans og henni yrði ekki breytt með skömmum fyrirvara. Að fengnu lögfræðiáliti um að þetta bryti í bága við útvarpslög, segist Ástþór hafa ákveðið að kæra Stöð 2 fyrir útvarpsréttar- nefnd. FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Hollvinum safnað HOLLVINASAMTÖK Háskóla ís- lands verða formlega stofnuð á Háskólahátíð þann 17. júní. Þeir sem skrá sig í samtökin fyrir þann tíma teljast stofnfélagar. I gær stóðu stúdentar fyrir skráningu hollvina á Ingólfstorgi í Reykjavík. Háskólakórinn söng og fleira var gert til skemmtun- ar. Að sögn Sigríðar Stefánsdótt- ur, framkvæmdastjóra Hollvina- samtakanna, hafa stúdentar verið mjög áhugasamir um undirbún- ing þeirra og öflun félaga. Þeir sem vilja gerast stofnfélagar geta hringt í síma 551 4374 til 17. júní og lesið nöfn sín á símsvara. Sig- ríður tók fram að hollvinir væru velkomnir á Háskólahátíð í Laug- ardalshöllinni á mánudag, húsinu verður lokað kl. 13.15. Morgunblaðið/gg FRÁ vinstri Stefán Bjartur Runólfsson, Skarphéðinn Á. Runólfs- son, Runólfur Ágústsson og Jóhannes Guðmundsson með veiði sína í Langá í gærmorgun en þar byrjar veiði með eindæmum vel. Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og líkamsmeiðingar Góð byrjun í Langá „ÞETTA er besta byijun í mörg ár, það er mikill lax hérna, aðal- lega á Breiðunni og í Strengjun- um,“ sagði Runólfur Ágústsson, einn leigutaka Langár á Mýrum, í gærmorgun, en áin var þá opnuð fyrir laxveiði. Um klukkan 11 voru komnir 9 laxar á land og nokkrir til viðbótar höfðu sloppið. Stærsti laxinn var 19 punda grálúsugur hængur sem Ólafur Þ. Harðarson veiddi á svarta Frances túbu^ á Breiðunni. Var það Maríulax Ól- afs. Það var hin aldna kempa Jó- hannes Guðmundsson, formaður Veiðifélags Langár, sem dró fyrsta laxinn, 12 punda hæng á maðk á Breiðunni. Á meðan voru 8 og 9 ára synir Runólfs að gera sig klára í Strengjunum og drógu þar síðan sinn fiskinn hvor, Skarphéðinn 5 punda fisk og Stefán Bjartur 4 punda fisk. Nokkru síðar dró Run- ólfur sjálfur 7 punda lax á Breið- unni þannig að dagurinn var eftir- minnilegur hjá þeim feðgum. Stef- án Bjartur veiddi þarna sinn fyrsta lax. Sagði hann að laxinn hefði verið sterkur og næstum kippt af sér stönginni og bróðir hans Skarphéðinn hafði svipaða sögu að segja. Næsta fimmtudag verða svæðin ofar í ánni opnuð. Taldi Runólfur að miðað við árferði gætu menn verið bjartsýnir á þeim slóðum. HÆSTIRETTUR hefur hnekkt úr- skurði héraðsdóms um tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðs- bundna, yfir tæplega fimmtugum manni fyrir kynferðisbrot og lík- amsmeiðingar. Telur Hæstiréttur hæfilegt að dæma manninn til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og sýknar hann af ákæru um kynferð- isbrot. Dæmdur fyrir líkamsárás vegna hrindingar Fullnustu dómsins er frestað og refsing felld niður að þremur árum liðnum, haldi ákærði skilorð. Þá er maðurinn dæmdur til að greiða 50.000 króna sekt í ríkissjóð og helming sakarkostnaðar í héraði. Maðurinn var í héraði dæmdur fyrir að hafa leitað á sofandi konu með kynmök í huga og valdið meiðslum þegar hún reyndi að vísa honum á dyr. Hrinti hann konunni svo hún handleggsbrotnaði. I dómi Hæstaréttar segir „óvarlegt að telja sannað" þegar tillit sé tekið til hve áleitni náði skammt og til aðstæðna í íbúð konunnar að fyrir manninum hafi vakað að þröngva konunni til samræðis eða annarra kynferðis- maka og að það beri að leggja til grundvallar. í íbúðinni voru auk ákærða og konunnar sambýlismaður hennar og þriðji maður og vaknaði hún þegar á hana var leitað. Þá segir að virða megi afleiðingu falls kon- unnar hinum ákærða til gáleysis en hann fundinn sekur um líkams- árás. H valfj arðargöng Samið um orlof og mat á starfsaldri FULLTRÚAR vinnuveitenda hafa samþykkt að taka inn í vinnustaða- samning ákvæði varðandi starfsald- ur og orlof starfsmanna við Hval- fjarðargöng, að sögn Snæs Karls- sonar fulltrúa Verkamannasam- bands Islands. Snær segir að samningaviðræður vinnuveitenda og fulltrúa verkalýðs- félaga „þokist í rétta átt“ en ennþá ber talsvert í milli hvað launaliðinn varðar að hans sögn. Fundur var haldinn á þriðjudag og fimmtudag og hittast fulltrúar aftur í bytjun næstu viku. Skógrækt ríkisins og landbúnaðarráðuneytið efndu til samkeppni Verðlaun fyrir besta skógarhnífinn AFHENDING verðlauna fyrir besta skógar- hnífinn fór fram í gær, í húsi Landgræðslu- sjóðs við Suðurhlíð í Reykjavík. Sextíu hníf- ar bárust í samkeppnina sem haldin var á vegum Skógræktar ríkisins og landbúnað- arráðuneytisins. Keppnin yar auglýst í jan- úar í ár í tilefni að opnun „íslenskrar við- armiðlunar", en starfsemi hennar hófst 7. júní. Er tilgangur samkeppninnar að hvetja til hönnunar og framleiðslu úr íslensku hráefni og jafnframt að fá vandaðan mii\ja- grip fyrir erlenda skógræktarmenn sem heimsækja landið. Verðlaunahnífurinn úr birki og hreindýrshorni Fyrstu verðlaun, 200.000 krónur, hlaut Hlynur Halldórsson fyrir hníf sinn „Sigga“. Skefti hans er úr sumarfelldu birki með hreindýrshorni fremst, slíður er úr birkirót og nautsleðri, blaðið er úr ryðfríu stáli. Sex hlutu viðurkenningar að upphæð 25.000 krónur hver fyrir hnífa sína. Þeir sem fengu viðurkenningar voru Hlynur Hall- dórsson fyrir hnífinn „Frey“, Bergsveinn Þórsson fékk viðurkenningar fyrir tvo ónefnda hnífa, George Hollanders og Helgi Morgunblaðið/Jón Svavai*sson HLYNUR Halldórsson heldur á verðlaunahnífnum „Sigga“. Þórsson fyrir hnífinn „Orminn" og Berg- steinn Ásbjörnsson fyrir ónefndan hníf. Hjalti Þór Guðmundsson hlaut viðurkenn- ingu fyrir að vera yngsti þátttakandinn í keppninni. Verðlaunin afhenti Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra. Ólafur Oddsson, kynningarfulltrúi Skóg- ræktar ríkisins, segir að þátttaka I sam- keppninni hafi farið fram úr öllum vonum. Komið hafi á óvart hversu margir höfðu áhuga á keppninni og bárust fyrirspurnir víða að. Hnífar voru jafnvel sendir í keppn- ina frá íslendingum seni búa erlendis svo og frá einum Frakka. Ólafur segir að keppnin hafi bersýnilega höfðað til mjög fjölbreytts hóps handverksmanna og lista- manna, t.d. gullsmiða, tréútskurðarmanna, járnsmiða, handavinnukennara og -nema, svo fáir séu nefndir. Viðarmiðlunin útveg- aði keppendum efni í smíðina. Ólafur segir að val dómnefndarinnar hafi verið mjög erfitt. „Það kom á óvart hversu keppnin höfðaði til margra og hve allt handbragð var vandað. Sýning verður haldin á skógarhnífunum sem bárust í keppnina nú um helgina í Landgræðsluhúsinu í Fossvogsdal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.