Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 16
16 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Norrænu leik-
húsdagarnir í
Kaupmannahöfn
* >
Oskin o g Himnaríki eftir Arna Ibsen
íslenskt framlag
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
NORRÆNU leikhúsdagarnir
standa nú yfir í Kaupmannahöfn
og var opnunarsýningin Óskin eft-
ir Jóhann Sigutjónsson í flutningi
leikara frá Leikfélagi Reykjavíkur
undir leikstjórn Páls Baldvinsson-
ar. Samtök leikhúsa á Norðurlönd-
um standa að hátíðinni og þar eru
ýmsar norrænar sýningar fluttar
af hópum frá löndunum, auk þess
sem afhent voru verðlaun fyrir
besta norræna leikritið. Verðlauna-
hafinn að þessu sinni var Paavo
Haavikko og hlaut hann fimmtíu
þúsund danskar krónur með viður-
kenningunni. íslenska framlagið
var Himnaríki, leikrit eftir Árna
Ibsen. Leikrit Árna verður ekki
flutt, en kynnt með leiklestri, þar
sem höfundurinn segir einnig frá
verkinu.
Paavo Haavikko er fæddur
1931. Hann er afkastamikill rithöf-
undur á öllum sviðum bókmennta
og hefur áður hreppt ýmis bók-
menntaverðlaun. í mótmælaskyni
við stefnu finnskra stjórnvalda í
menningarmálum mætti Haavikko
þó ekki sjálfur til að taka á móti
verðlaunafénu og þyrlaði þar með
upp nokkru moldviðri heima fyrir.
Svend Holm, danski verðlaunahaf-
inn frá í fyrra, átti að afhenda
finnska starfsbróður sínum verð-
launin, en það mál var leyst með
því að hann hengdi umslagið með
verðlaunafénu á krók, sem síðan
var dreginn var upp. Afhendingin
fór fram að lokinni opnunarsýn-
ingu Leikfélagsins á Óskinni, en
alls verða tvær sýningar á Óskinni
í þetta skiptið.
Til samkeppninnar um norrænu
leikritaverðiaunin voru tilnefnd
eitt leikrit frá hverju Norðurland-
anna. Tvö þeirra eru flutt á hátíð-
inni nú, en þau sem ekki eru flutt
í heild verða kynnt með leiklestri
og þannig verður um leikrit Árna.
Danskur leikstjóri hefur æft leik-
lesturinn, en Árni verður sjálfur
viðstaddur og ræðir um verk sitt.
Auk leik- og danssýninga frá
Norðurlöndunum fimm verður
sýnt samískt verk og færeyskt,
auk þess sem Rússland er tekið í
hópinn og ein sýning kemur það-
an.
Ævisaga Jóns Sigurðs-
sonar á ensku og dönsku
Á LÝÐVELDISDAGINN 17. júní
næstkomandi, afmælisdegi Jóns
Sigurðssonar, kemur út ævisaga
hans í hnotskurn á ensku og
dönsku, 128 blaðsíður að lengd í
mjög handhægu broti, sem Hall-
grímur Sveinsson á Hrafnseyri tók
saman, en útgefandi er Vestfirska
forlagið. Hersteinn Pálsson þýddi
á ensku en Auðunn Bragi Sveins-
son á dönsku. Allar ljósmyndir sem
vitað er um af Jóni Sigurðssyni,
prýða bækurnar, auk fjölda ann-
arra frá ýmsum tímum. Björn
Davíðsson_ hjá Tölvuþjónustunni
Snerpu á ísafirði sá um uppsetn-
ingu (layout), en Prentsmiðjan
Oddi hf. prentaði. Eftir því sem
best er vitað, eru þetta fyrstu út-
gáfur á erlendum málum, þar sem
fjallað er um Jón Sigurðsson og
sögu hans í bókarformi, en skylt
er þó að geta þess, að frændi Jóns,
Þorlákur Ó. Johnson, gaf út stutta
æviminningu hans á ensku árið
1887, með skrá yfir rit hans og
útgáfur, sem Steingrímur Thor-
steinsson tók saman.
Forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, skrifar formála að báð-
um verkunum, en þar fjallar hún
meðal annars um stöðu Jóns Sig-
urðssonar í hugum íslendinga og
afstöðu Dana til hans.
Að ávaxta sitt pund
TÖNLIST
Háskólabíö
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Sinfóníuhljómsvoit Islands, fiðlusnill-
ingurinn Corey Cerovsek og hljóm-
sveitarstjórinn Robert Henderson
fluttu tónverk eftir Brahms og Stra-
vinskíj.
Á LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík voru
haldnir stórtónleikar sl. fimmtu-
dagskvöld og það var fiðlusnilling-
urinn Corey Cerocsek er flutti,
ásamt Sinfóníuhljómsveit Islands
undir stjórn Roberts Hendesons,
fiðlukonsertinn í D-dúr op. 77 eftir
Johannes Brahms. Það fer ekki á
milli mála að Cerovsek, sem er að-
eins 24 ára, er fiðlusnillingur af
stærri gerðinni, ræður yfir ótrúlegri
tækni og hafði auk þess skáldskap
verkins nokkuð vel á valdi sínu.
Fyrsti kaflinn er í raun sinfónía og
margir hafa það til marks að vei
sé spilað, ef einleikarinn nær að
túlka friðsældina með innkomu að-
alstefsins á eftir kandesunni. Cerov-
sek lék það mjög vel en helst til
of blátt áfram, til að vaxandi hrað-
inn undir lokin nyti sín eins og
„fljótrituð undirskrift".
Hægi kaflinn hófst á fallegum
óbóeinleik hjá Kristjáni Þ. Stephen-
sen og hjá einleikaranum var allt
mjög fallega flutt, þó á nokkrum
stöðum vantaði að dvelja ögn við
einstaka tónmynstur, t.d. rósa-
mynstrið í miðhlutanum. Lokakafl-
inn var glæsilega leikinn af Cerov-
sek, enda þykir ungum flytjendum
oft meira til koma að leika hratt
en gefa oft minni gaum að þungbú-
inni tilfinningatúlkun. Leikur
Cerocsek var í heild mjög fallega
mótaður og borinn uppi mikilli
tækni. Eins og fyrr segir er hér á
ferðinni listamaður af stærri gerð-
inni og verður fróðlegt að heyra til
hans, er honum vex skilningur á
hinum dýpri duldum skáldskapar-
ins, sem Brahms hafði skynjað
skuggann af, í langri leit sinni.
Seinna verk tónleikanna var Eld-
fuglinn eftir Stravinskíj, meistara-
verk í hljóðfærarithætti, sannkolluð
leikveisla fyrir hljómsveitina, sem
Ilenderson kunni öll skil á og stjórn-
aði utanað. Sjaldan hefur hljóm-
sveitin leikið betur, en á undan Eld-
fuglinum voru þrír félagar í Sinfón-
íuhljómsveit íslands heiðraðir og ef
rétt er munað mun Jónas Dag-
bjartsson fiðluleikari hafa verið með
frá stofnun sveitarinnar, 1950, og
Morgunblaðið/Ásdís
Sögulegur dómsdagur
TÓNLIST
N o r r æ n a h ú s i ð
GÍTARLEIKUR
Þórólfur Stefánsson gítarleikari.
Miðvikudagur 12. júní 1996.
TÓNLEIKARNIR í Norræna
húsinu á miðvikudagskvöld voru,
eins og flestir tónleikar á höfuð-
borgarsvæðinu þessa dagana, háð-
ir undir merkjum Listahátíðar í
Reykjavík.
Það voru fleiri tónleikagestir en
sú sem þetta skrifar sem mættu
til leiks þegar nokkuð var liðið á
flutninginn. Misskilnings hafði
gætt, jafnvel hjá þeim sem svöruðu
í síma í tónleikahúsinu sjálfu! Slíkt
á ekki að þurfa að gerast í okkar
annars ágæta upplýsingaþjóðfé-
lagi.
Þórólfur Stefánsson gítarleikari
fór fyrir tæpum tíu árum af landi
brott með burtfararpróf frá Tón-
skóla Sigursveins í farteskinu.
Leiðin lá til Svíþjóðar. Lokapróf
tók hann í gítarleik frá Stockholms
musikpedagogiska institut árið
1994. Nú starfar hann hjá þessum
góðu grönnum okkar sem hljóð-
færaleikari og kennari.
Verkin á síðari hluta efnisskrár
þessara tónleika eru öll frá þessari
öld. Útsetningar Baltazar Benites
fyrir gítar af tangóættuðum smá-
verkum Astors Piazzolla hljómuðu
um margt vel. í Verano Porteno
mátti heyra vel unnar styrkleika-
breytingar sem settu fallegt yfir-
bragð á hljóðfæraleikinn. Þórólfi
lét vel að láta ljóðrænni línur miðk-
aflans syngja í hljóðfæri sínu. Ekki
tókst þó að skapa hina villtu en
hömdu spennu sem alla jafna ein-
kennir tangóinn. Milonga del Ang-
el er fágaðra og hægferðugra verk
en hið fyrrnefnda, þar sem spenn-
an býr í hrynfijálsri meðferð
skreytinótna. Þó ekki hafi tekist
að leika verkið alveg fiplaust og
skreytinótur hafi ekki alltaf verið
teknar af miklu næmi, var flutn-
ingurinn áheyrilegur, verkið fal-
legt.
Fjórar stemmningar fyrir gítar
eftir Jón Ásgeirsson er eitt af fáum
íslenskum gítarverkum. Forspilið
vakti eftirvæntingu, nokkur
spenna falin í rísandi sekvensum
í upphafi og lok kaflans. í góðu
jafnvægi og fagurri andstæðu
hljómuðu fallandi sekvensar Sakn-
aðarins sannfærandi. Þó þeir grétu
ekki í þessum flutningi eins og
þeir virtust þó geta gert. Rímna-
lagið bjó ekki yfir þeim frumkrafti
þjóðlagsins sem maður vænti, en
lokakaflinn Óþol var mjög áheyri-
legur með laglínubrotum og hófa-
taki.
Eftir Francis Kleynjans var að
lokum flutt verkið Að morgni
dómsdagsins. Verkið lýsir, sam-
kvæmt efnisskrá, síðustu mínútun:
um í lífi fanga áður en hann er
hálshöggvinn. Og þessar mínútur
dómsdagsins eru sögulegar og
dramatískar. í kapp við klukkuna
rifjar fanginn upp líf sitt. Verkinu
lýkur með högginu sjálfu. Minning-
arnar voru túlkaðar með tónlistar-
brotum sem voru kunnugleg, en
dramatíkin var vel útfærð. Verkið
er vel samið og áhrifaríkt prógram-
verk, einfalt og jafnvel barnslega
gegnsætt á köflum en þó um leið
aðgengilegt. Þórólfur lék verkið
mjög vel, var góður sögumaður
með gítarinn einan að vopni.
Sigfríður Björnsdóttir
Morgunblaðið/Þorkell
HLJÓMSVEITARSTJÓRINN Robert Henderson og fiðlusnilling-
urinn Corey Cerovsek slá á Iétta strengi á æfingu fyrir
tónleikana í Háskólabíói.
löngu fyrr tekið þátt í Lilraunum til
að koma á stofn smfóníuhljómsveit.
Hinir tveir voru Árni Arinbjarnar-
son fiðluleikari og Jón Sigurðsson
trompettleikari. Aður (23. maí sl.)
hafði Ingvar Jónasson lágfiðluleik-
ari verið kvaddur. Glæsilegur flutn-
ingur Eldfuglsins er til vitnis um
að þeir sem ruddu brautina, við
erfið skilyrði á fyrstu árum hljóm-
sveitarinnar, hafa skilað góðum
vinnudegi og ávaxtað ríkulega sitt
pund, svo að nú er Sinfóníuhljóm-
sveit íslands góð hljómsveit og áttu
margir þarna fallegar einleiksstróf-
ur, Joseph Ognibene á hornið sitt,
Kristján Þ. Stephensen á óbó, Haf-
steinn Guðmundsson á fagott og
fleiri. í þessu margnaða verki getur
oft að heyra skemmtilegt samspil
einstakra hljóðfæraflokka, eins og
hjá tréblásurunum, lúðrunum, slag-
verkinu og strengjunum og var
aðdáunarvert hversu skýr leikur
þeirra var.
Jón Ásgeirsson
Galdra-Loft-
ur áfram
í haust
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
halda sýningum á óperu Jóns
Ásgeirssonar, Galdra-Lofti,
áfram í haust í íslensku óper-
unni og er fyrsta sýning fyrir-
huguð um miðjan september.
Sjötta og síðasta sýning á
óperunni á Listahátíð var á
föstudagskvöld.
Tuttug’u smá-
sögur valdar
TUTTUGU smásögur hafa
verið valdar úr þeim 225, sem
bárust þegar auglýst var eftir
sögum til flutnings í sumar-
dagskrá Rásar eitt. Þriggja
manna dómnefnd skipuð Jóni
Halli Stefánssyni á Rás eitt,
Kristínu Ómarsdóttur rithöf-
undi og Guðrúnu Nordal bók-
menntafræðingi, sá um að
velja sögurnar.
Sögurnar eru frumfluttar á
sunnudögum kl. 18 og endur-
teknar næsta föstudag á eftir
kl. 10.15. Fyrsta sagan sem
lesin verður er sagan „Bleikur
múkki“ eftir óþekktan höfund
og er á dagskrá 16. júní.
Fjörviti
að ljúka
SÝNINGUNNI Fjörviti í Ný-
listasafninu, Vatnsstíg 3b í
Reykjavík, lýkur í dag sunnu-
dag. Fjörvit er heiti á íjórum
sýningum sem eru sameigin-
legt framiag Listahátíðar í
Reykjavík og Nýlistasafnsins.
Sýnendur eru Christine og
Irene Hohenbúcler ft'á
Austurríki, Carsten Höller frá
Þýskalandi og Dan Wolgers
frá Svíþjóð.
Safnið er opið daglega frá
kl 14-18.
Síðasta sýn-
ing leikársins
SÍÐASTA sýning leikárs
Þjóðleikhússins verður á
sunnudag á söngleiknum
Hamingjuráninu. Höfundur
verksins er Bengt Ahlfors.
Leikendur í Hamingjurán-
inu eru Hilmir Snær Guðna-
son, Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Vigdís Gunnars-
dóttir, Örn Árnason, Bergur
Þór Ingólfsson og Flosi Ólafs-
son. Einnig tekur þriggja
manna hljómsveit þátt í sýn-
ingunni.
Silfur í Þjóð-
minjasafni
SÝNINGAR í Þjóðminjasafni
Islands verða opnar á þjóðhá-
tíðardaginn frá kl. 11-17. Ber
þar hæst sýninguna Silfur í
Þjóðminjasafni sem opnuð var
á fyrsta degi Listahátíðar.
Er hún í Bogasal og þar
getur að líta úrval silfurgripa
sem varðveittir eru í Þjóð-
minjasafni. Það er silfursjóð-
urinn frá Miðhúsum ásamt
fleiri forngripum úr silfri,
kaleikar, búningasilfur og
borðbúnaður auk verkstæði
gullsmiðsins Kristófers Pét-
urssonar frá Kúludalsá.