Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Raunveruleiki
tómsins
„ÁN titils." 1966. Vatnslitur á pappir, 56x76 sm.
MYNPLIST
G a 11 c r í lí o r g
MÁLVERK
Jón Axel Björnsson. Virka daga frá
12-18.14-18 um helgar. Til 23 júní.
Aðgangur ókeypis.
TILVISTARSTEFNAN og stef-
ið um einsemd mannsins ætlar að
verða merkilega lífsseigt í dúkum
Jóns Axeis Björnssonar. Maðurinn
andspænis tóminu, sem umlykur
hann og er raunveruleiki alls, eða
eins og Samuel Beckett orðaði
það: „Ekkert er raunverulegra en
tórnið."
Hvernig tómið getur svo orðið
raunverulegra veruleikanum skýr-
ist í atviki sem átti sér eitt sinn
stað á vinnustofu Giacomettis í
París og viðbrögðum listamanns-
ins, sem var að mála andlitsmynd
af vini sínum. Skyndilega sneri
Giacometi sér við þangað sem
stytta nokkur sem hann var að
tala um hafði staðið og hrópar
undrandi: „Hún er á burtu.“ Vinur-
inn minnti Giacometti á að maður
nokkur hefði tekið hana með sér,
en þrátt fyrir það segir hann: „Eg
hélt hún væri þar.“ Vinurinn leit
á staðinn þar sem styttan hafði
verið og skyndilega uppgötvaði
hann tómið, og það var í fyrsta
skipti í lífi hans að hann áttaði sig
á tilvist þess og næstum áþreifan-
legum raunveruleika.
Jón Axel gengur út frá mannin-
um, sem verður þyngdarlaus í rým-
inu og svífur gjarnan í óskilgreindu
tómi. Iðulega einingis hluti hans,
hálfur búkurinn, andlit eða hluti
andlits, sem verður eins og spegi-
un, draumur eða svipur að handan.
Á stundum er maðurinn í algjör-
leik sínum og klæddur eins og
himnafaðirinn skóp hann í árdaga.
Andlitin bernsk, þó forn meðvituð
og skynræn, sem hjá Narcissusi, í
augnaráðinu er einhver tímalaus
fylling og afstæði þess sem gerðist
en hefur þó aldrei gerst. Þannig
er þetta nokkurs konar sviðsetning
tómsins, en með sterkum skírskot-
unum til mannlegra tengsla, og
hér kemur brauðið til sögunnar lík-
ast ákalli um grómögn og fijóhirsl-
ur jarðar sem mannlegt hold og
lífið sjálft er getið af. Þetta allt
kannski undirstrikað af ófullburða
fóstri í formi hænueggja, greipald-
inum og stöku nöktum hríslum, er
annaðhvoit skera myndflötinn lá-
rétt eða mynda ávala umgjörð að
himinsölum og leiksviði ímyndun-
arinnar.
Um er að ræða að halda uppi
samræðu, dialogu, milli málverks
og skoðanda án þess að vera með
annan boðskap en sjónreynsla og
þroski viðtakenda er fær um að
melta og meðtaka.
Staðfesta Jóns Axels er aðdáun-
aiTerð og ber vott um sjálfrýni,
og að hann skynji að hann hafi
ekki tæmt myndefnið og að end-
urnýjunin felist ekki í öðru en því
sem gerandinn hefur handanna á
milli hveiju sinni, er í umhverfi
hans og beinu sjónmáli. Yfir mál-
verkunum er meiri ró en áður,
þótt þau hafi ekki glatað ferskleika
sínum, en nú er eins og votti fyrir
fortíðarþrá í tilraunum til að skapa
tímalega fyllingu á myndfleti...
- Lofsverðu framlagi listhússins
til Listhátíðar er fylgt úr hlaði með
fallegri sýningarskrá prýddri
nokkrum litmyndum. Ljósmyndun
hefur annast Halldór K. Valdi-
marsson og virðist hafa skilað
verki sínu með prýði, en litgrein-
ingu Prentmyndastofunnar er
ábótavant.
Oaðfinnanleg prentun setning og
filmuvinna er verk Kassagerðarinn-
ar. Bragi Ásgeirsson
Eftirmáli regndrop-
anna í London
GARGOYLE-leikhópurinn, sem
er alþjóðlegur leikhópur sem
starfræktur er í London, setti
upp á dögunum í litlu leikhúsi
fyrir ofan skemmtilegan pöbb í
Norður-London eigið leikrit
byggt á áhrifum frá skáldsögu
Einars Más Guðmundssonar,
Eftirmála regndropanna. Gunn-
þórunn Guðmundsdóttir ræddi
við leikhópinn meðan á sýning-
um stóð.
Gargoyle-leikhópurinn var
stofnaður í London 1993 af þeim
Ágústu Skújadóttur, Virginiu
Gillard frá Ástralíu og Franzisku
Schutz frá Þýskalandi, en þær
kynntust á námskeiðum hjá
Philippe Gaulier í London.
Franziska leikstýrði verkinu,
Ágústa og Virginia léku ásamt
Baskanum Aitor Basauri Barru-
etabena. Eg spurði Franzisku
hvað hefði ráðið verkefnavali
þeirra: „Stefna leikhópsins er að
kynna og kanna menningarhefð-
ir og áhrif frá okkar heimalönd-
um. Við ákváðum fyrir nokkru
að fara af stað með trílógíu af
verkum, einu frá íslandi, einu
áströlsku og einu þýsku, og byij-
uðum á því íslenska. Þá var ný-
komin út í Bretlandi skáldsaga
Einars Más sem við lásum og
heilluðumst strax af.“ En hvern-
ig var vinnunni við sjálfa leik-
gerðina háttað? Virginia Gillard
svaraði: „Það sem við heilluð-
Ljósmynd/Dagur Gunnarsson
ÞRÍR meðlima Gargoyle-
leikhópsins.
umst mest af í skáldsögunni var
hin sterka myndræna hugsun og
dramatísku öfl sem takast á í
sögunni. Við sáum hins vegar
fljótlega að við gætum ekki tekið
þessa stóru skáldsögu og fylgt
henni eftir í öllum atriðum í leik-
gerð. Við ákváðum því að taka
þau áhrif sem við urðum fyrir
við lesturinn og vinna með þau
þangað til þau urðu að okkar
leikgerð. Það voru veðuröflin,
draugar og álfar sem fara af
stað og viðbrögð fólks við þess-
um öflum sem við tókum fyrir.
Við vonum að okkur hafi tekist
að varðveita andrúmsloftið og
síðast en ekki síst húmorinn í
sögunni í okkar leikgerð. Is-
landsferð okkar jólin 1994 og
fundir með Einari Má voru einn-
ig mjög gagnleg við vinnuna."
Eg spurði Ágústu að lokum
hvernig viðbrögðin hefðu verið?
„Það er auðvitað alltaf erfitt fyr-
ir litla leikhópa að ná athygli
stóru fjölmiðlanna hér í borg,
en við fundum fyrir mjög já-
kvæðum viðbrögðum og tölu-
verðum áhuga á íslenskri menn-
ingu og okkar tegund af líkam-
legu leikhúsi (physical theatre)
og erum ánægðar með viðtök-
urnar.“
Brúðubíllinn
brunar um bæinn
Morgunblaðið/Sverrir
LEIKLIST
Brúöulcikhús
Hclgu Stefícnscn
„BIBBI-DI-BABBI-DI-BÚ"
- „GAMAN ER Á GÆSLÓ“
Handrit og brúðugerð: Helga Steff-
ensen. Leikstjórar: Sigrún Edda
Björnsdóttir og Helga Steffensen.
Leikarar: Aðalsteinn Bergdal, Edda
Heiðrún Bachman, Helga Steffensen,
Júlíus Brjánsson, Pálmi Gestsson,
Sigrún Edda Björnsdóttir og Vigdís
Gunnarsdóttir. Tónlistarstjóri:
Magnús Kjartansson. Leiktjöld: Þór-
hallur B. Jónsson. Búningar: Ingi-
björg Jónsdóttir. Upptaka: Pétur
Hjaltested. Brúðustjóm: Helga Steff-
ensen, Sigrún Erla Sigurðardóttir
og Frímann Sigurðsson.
SUMARIÐ er komið og Brúðu-
bíllinn farinn að bruna um bæinn
eins og hann hefur gert undanfarin
15 sumur við góðan orðstír og gleði-
legar viðtökur. Bíllinn keyrir milli
gæsluvalla og leikskóla höfuðborg-
arsvæðisins og setur upp sýningar
fyrir yngstu kynslóð Islendinga,
hina þakklátustu áhorfenda.
I sumar býður leikhópur Helgu
Steffensen upp á tvær sýningar,
„Bibbi-di-baddi-di-bú“ og „Gaman
er á gæsló“. Það var sú fyrrnefnda
sem undirrituð sá.á gæsluvellinum
í Barðavogi og var þar þéttsetin
grundin af börnum, barnapíum og
fóstrum í góðu veðri og skapi.
Sýningin var „hefðbundin"
Brúðubílasýning, byggð upp á sög-
um og söngvum sem flest börn
þekkja, sett saman með skemmti-
og uppeldisgildi að leiðarljósi. Börn-
in voru kynnt fyrir nokkrurn nýjum
brúðum, en fengu líka að „hitta
góðkunningja", eins og Lilla, krókó-
dílinn og vatnahestinn. Börnunum
var sýnt á hverju handbrúðustjórn
byggist og voru hendur stjórnend-
anna notaðar á skemmtilegan hátt.
Það sannaðist þó að ímyndun og
raunveruleiki vill renna saman hjá
þeim yngstu þegar þau upplifa
svona ævintýri því a.m.k. einum litl-
um dreng varð ekki um sel þegar
hönd með andlit í lófanum sýndi sig.
„Bibbi-di-babbi-di-bú“ er ágæt-
lega saman sett sýning og heldur
athygli barnanna allan tímann. Þó
var sýningin ekki eins kraftmikil
og fjörug og sýning Brúðubílsins
í fyrra, en kannski var sérstaklega
mikið lagt í sýningarnar í fyrra þar
sem Brúðubíllinn átti 15 ára af-
mæli þá. Eins fannst mér undir-
tektir barnanna í söngvunum
dræmari en ég á að venjast og ég
velti fyrir mér hvort þau kynnu
kannski ekki textana. Eru börn
hætt að læra „gömlu góðu lögin“
eins og Göngum, göngum, göngum
upp í gilið...! (Sem var nú reyndar
ekki alveg rétt sungið af leikurun-
um.) Kannski væri ráð að fóstrurn-
ar fengju að vita fyrirfram hvaða
söngvar eru í sýningunni svo þær
geti undirbúið börnin og kennt
þeim lög og texta. Þannig fengju
börnin jafnvel enn meira út úr sýn-
ingunni.
Brúður, brúðustjórn og leiktjöld
eru sem fyrr aðal þessa farandleik-
húss, sem verður að teljast ómiss-
andi í íslenskri leikhúsflóru; síblóm-
strandi sumaijurt.
Soffía Auður Birgisdóttir
c c
Listahátíð í
Reykjavík
1996
Sunnudagur 16. júní
Lester Bowie’s Brass
Fantasy. Loftkastalinn:
Djasstónleikar kl. 21.
Sýning yngri nemenda
sirkusskóla Circus Ronaldo.
Hljómskálagarðurinn kl. 15.
Sýning eldri nemenda sir-
kusskóla Circus Ronaldo.
Hljómskálagarðurinn kl. 17.
Circus Ronaldo. Hljómská-
lagarðurinn 6. og síðasta sýn.
kl. 20.
Lokadagur Klúbbs Lista-
hátíðar. Loftkastalinn: Opið
frá kl. 17.
Leikverk um
ævi Brahms
ALÞJÓÐLEGA kammertón-
listarhátíðin er hafin í Umeá
í Svíþjóð. Hátíðin er haldin í
samvinnu við tónlistarhátíðina
Korsholm í Finnlandi og hefst
dagskráin þar þann 23. júní.
Listrænn stjórnandi hátíð-
anna er sellóleikarinn Frans
Helmerson. Þema hátíðarinnar
er tónskáldið Brahms og með-
al þess sem hæst ber á hátíð-
inni er uppfærsla á leikverki,
sem byggist á ævi Brahms
eftir Ulla-Britt Edberg.
Listaverka-
sýning í
Grunnskóla
Olafsvíkur
LTSTAVERKASÝNING hefur
verið opnuð í Grunnskóla Ól-
afsvíkur. Þar sýna listakon-
urnar María Vilborg Ragnars-
dóttir frá Ólafsvík og Sigríður
Gísladóttir frá Staðarsveit.
Sigríður stundaði listnám
við Myndlista- og handíða-
skóla Islands frá 1989-1993
og var gestanemi við Statens
Kustakademi í Osló 1994. Hún
hefur haldið nokkrar einka-
sýningar, auk þess að hafa
tekið þátt í samsýningum.
María Vilborg lauk kenn-
aranámi í smíðum 1983, síðar
myndmennt 1991 frá sama
skóla. Hún kenndi leðursmíði
við KHÍ frá 1986-1992.
Sýningin verður opin á
föstudag frá kl. 20-22 og laug-
ardag, sunnudag og mánudag
frá kl. 14-17. Sýningunni lýk-
ur á mánudag.
List í Humar-
húsinu
LISTAMENN júnímánaðar í
Humarhúsinu eru þeir Marta
María Hálfdánardóttir gler-
listakona og Sigrún Gunnars-
dóttir leirlistakona úr Art-
Hún.
Marta María sýnir glerverk
og samleik járns og glers. Sig-
rún Gunnarsdóttir sýnir leir-
verk og veggklukkur úr stein-
leir, máluðu plexigleri og
bræddu gleri.
Ljós, land og
líf - síðasta
sýningarhelgi
SÝNINGU Benedikts Gunn-
arssonar í Stöðlakoti við Bók-
hlöðustíg, Ljós, land og líf,
lýkur 17. júní. Sýningin er
opin daglega frá kl. 14-18.