Morgunblaðið - 16.06.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ1996 23
Morgunblaðið/Golli
„Okkur fannst svo oft skorta
skilning eða menntun á sviði við-
skipta hjá þeim sem eru tækni-
menntaðir,“ segir hún sem skýringu
á áhuga þeirra á stjórnunarnámi.
„Það er ekki hægt að einblína á
eitt svið. Þetta spilar allt saman.
Okkur fannst vanta fjármálaþáttinn
hjá okkur og hafði áhuga á að
bæta þar úr. Annað kemur líka til.
A Islandi finnst mér að maður þurfi
ennþá fremur á því að halda að
sami maður hafi víðtæka menntun
en að hann fari í mjög sérhæft
framhaldsnám. Þá eru svo fá störf
við hans hæfi. Og við vorum ákveð-
in í að búa á íslandi. Búin að gera
það upp við okkur.“
Þau hjónin eiga tvær dætur,
Guðbjörgu 6 ára og Maríu þriggja
ára. Rannveig segir það ganga lip-
urlega og vel að sameina krefjandi
starf og börn, enda sinni bæði hjón-
in heimilinu jafnt. Á því byggist
þetta. Það gangi sinn gang og ekki
mikil mál gert úr því.
Þegar þau hjónin komu heim frá
námi voru tímamót hjá þeim. „Við
eignuðumst okkar fyrsta barn, “,
segir Rannveig. Hún fór svo að
kenna við verkfræðideild HÍ og
Tækniskóla íslands, sem henni lík-
aði mjög vel.
Yfirmaóur ■ Álverinu
Rannveig hóf störf hjá ÍSAL
1990 og er nú deildarstjóri yfir
steypuskála fyrirtækisins. í álver-
inu var hún fyrst deildarstjóri um-
hverfis- og öryggismála. Eftir
nokkra mánuði þar varð hún líka
talsmaður ÍSALs og gæðastjóri.
Skipulagsbreytingar voru í gangi
pg verið að fækka í yfírstjórninni.
í hennar hlut kom að vera talsmað-
ur fyrirtækisins og einnig að sjá
um útgáfu ísal Tíðinda. „Það var
búið að fækka í æðstu stjórn, voru
9 áður en eru nú 6, þ.e. einn for-
stjóri og 5 deildarstjórar. Fækkun
hefur verið markviss á öllum stigum
í fyrirtækinu. Hún segir að þessi
sex manna hópur sé samhentur.
Svo hún hefur komið að fleiri mál-
um en þeim sem varða steypuskál-
ann og hún kveðst nú fá tíma til
að setja sig betur inn í fleiri mál ,
þar sem hún tekur ekki við fyrr en
um áramótin.
„Mér þykir mikil eftirsjá að
Christian,“ segir Rannveig. „Hann
er mjög traustur og áreiðanlegur.
mér finnst mjög víðsýnir. Já, það
kom mér á óvart fyrst þegar ég
heyrði það.“
Staðgengill Rannveigar verður
Einar Guðmundsson, rekstrarstjóri
ísal. Það vekur athygli að forstjór-
inn verðandi er 35 ára gömul en
hann 62 ára.
„Við Einar Guðmundsson höfum
frá okkar fyrstu kynnum átt sér-
staklega gott samstarf og mér þyk-
ir vænt um að fá að vinna í nánu
samstarfi við mann með svo mikla
reynslu," segir Rannveig. „Mættu
margir nýútskrifaðir verkfræðingar
vel við una ef þeir hefðu starfsorku
og áhuga á við Einar.“
an persónuleika, er víðsýn og fylgir
málum fast eftir.“
ISAL stendur mjög vel núna, er
það ekki? ,jJú, það er mjög mikið
að gerast. Álverð sveiflast auðvitað
alltaf mjög mikið, er frekar óstöð-
ugt og verðum við að búa við það.
Við verðum að framleiða ál með sem
lægstum tilkostnaði, hágæða vöru
sem afhent er á réttum tima og það
gerir kröfur á okkur um að standa
okkur. Þetta byggst mikið á mann-
skapnum og hér er góður mann-
skapur. Við tölum til dæmis öil
sama tungumál og ýmislegt fleira
er jákvætt hér á Íslandi. Við ættum
því að geta stilít saman kraftana
í vatmamælingaferð á hestum við Snæfell 1977.
VIÐ rafsuðu í Búrfellsvirkjun 1984.
ÁHÖFNIN á Guðbjarti IS 16 frá ísafirði, þar sem Rannveig var 1. vélstjóri 1986-87. Fyrir miðju
er Hörður Guðbjartsson skipsljóri vinstra megin við vélstjórann Rannveigu.
Morgunblaðið/Kristinn
RANNVEIG Rist er formaður stjórnar Lýðveldissjóðs, kjörin af
alþingi til aldamóta. Hér er hún við afhendingu úr sjóðnum í
alþingishúsinu 17. júní í fyrra með Kristjáni Egilssyni og Guð-
laugi Björgvinssyni, og Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands.
Hann hefur stýrt þessu fyrirtæki
undanfarin ár inn á mjög farsæla
braut. Hann er mjög víðsýnn og
framsýnn og þorir að taka ákvarð-
anir sem aðrir átta sig ekki alltaf
á að eru réttar fyrr en löngu síðar.
Hann hefur skýra stefnu og árangr-
inum af henni er best lýst í því að
nú er verið að stækka verksmiðj-
una.“
Kom það henni á óvart að vera
gerð forstjóri þessa stóra fyrirtækis
í eigu Svisslendinga?
„Eg er ákaflega ánægð og þakk-
lát fyrir þann heiður sem stjórnend-
ur Álusuisse-Lonza hafa sýnt mér
með því að fela mér þetta starf.
Eg hefi haft mjög góð kynni af
yfirmönnum Alusuisse-Lonza, sem
Kvíðir hún því að taka við svo
stóru verkefni?
„Nei, svarar Rannveig afdráttar-
laust. „Ég mundi ekki taka það að
mér ef svo væri.“
Fráfarandi forstjóri, Christian
Roth, hefur látið hafa það eftir sér
að Rannveig hafi í störfum sínum
hjá fyrirtækinu sýnt það að hún
ræður vel við þetta verkefni.
„Það er óvenjulegt að kona gegni
svo hárri stöðu hjá fyrirtækjum
Alusuisse-Lonza“, segir hann. „Ég
legg áherslu á að þessi ráðning
hafði ekkert með kynferði að gera.
Við ráðningu Rannveigar var horft
til hæfileika hennar sem leiðtoga,
skipuleggjanda og einnig aldurs.
Hún hefur sýnt að hún hefur sterk-
svo að ísland verði álframleiðslu-
land til langs tíma litið.“
Álverksmiðjan í Straumsvík er
gríðarlegt apparat, á okkar mæli-
kvarða að minnsta kosti. Hvað er
þar margt starfsfólk, karlar og
konur?
„Rétt innan við 450 manns, þar
af 10% konur. Auk þess á annað
hundrað sumarmenn. Við erum að
reyna að fá konur í verkamanna-
störfin í framleiðsludeildunum.
Einnig á samning í vélvirkjun og
rafvirkjun. Það gengur rólega. Það
er stefna fyrirtækisins og hefur
verið lengi. Við höfum auglýst og
reynt að vekja sérstaka athygli á
því að stúlkur komi jafnt til greina
sem piltar. En þær hafa ekki sótt
um. Oft hafa 30-40 piltar sótt um
en engin stúlka. Ein stúlka hefur
þó lokið hér rafvirkjun.
Við erum nú með stúlku á öllum
vöktum í sumarvinnu hér í steypu-
skálanum og við erum einnig með
konur í heilsársstörfum, sem er
nýjung. Konur hafa verið lengur í
kerskálanum og gengur nokkuð
vel. Þetta gerist ekki á einum degi.
Kemur smám saman, er hæg þró-
un. Konurnar þurfa auðvitað að
standa sig til jafns við karlana og
vinna störfin eins og þeir.“
Þarf aó lesa af
mælunum
Til viðbótar við aðra kosti Rann-
veigar sagði fráfarandi forstjóri,
Christian Roth, að hún hefði hæfi-
leika til að túlka tilfinningar. Og
meðan við erum að ræða saman
hefur birst á tölvuskerminum henn-
ar falleg blómskreytt mynd og texti
undirskrifaður af aðaltrúnaðar-
manni starfsfólksins, þar sem
Rannveigu er óskað til hamingju
með forstjórastarfið og við fengum
leyfi hans til að_ segja frá henni.
Þar segir m.a.: Ég trúi því að við
eigum eftir að eiga mjög gott sam-
starf hér eftir sem hingað til. Fyrir
mína hönd og trúnaðarráðs óska
ég þér og fjölskyldu þinni velfarnað-
ar. Henni hlýtur að ganga mjög vel
að umgangast fólk, er það ekki?
„Ég veit ekki hvað skal segja.
Ætli það sé ekki bara vélfræðin
aftur. Þó fólk sé ekki eins og vélar
þá má til gamans nota líkingamál
af vélum, sem eru með ýmsa mæla
utan á sér, sem lesa má af. Maður
þarf að vera vakandi yfir því og
galdurinn er kannski að vita hvað
aflesturinn þýðir,“ svarar hún. „Ég
hefi áhuga á fólkinu í kring um
mig og finnst frekar auðvelt og
skemmtilegt að umgangast fólk.
Mér finnst líka skipta nokkru máli
að umhverfið sé skemmtilegt. Mað-
ur lifir ekki nema einu sinni og er
stóran hluta ævinnar í vinnunni, svo
það skiptir máli að þar sé gaman
og manni líði vel. Mér þykir mikið
atriði að hafa frelsi til að gera að
gamni mínu. Auðvitað er best fyrir
svona verksmiðju að allir dagar séu
eins. Við erum alltaf að framleiða
það sama og því best fyrir fram-
leiðsluna að halda deginum í dag
sem líkustum deginum í gær. Að
framleiðslan sé jöfn. En það hentar
fólki aftur á móti afar illa að hafa
alltaf allt eins. Því reynum við að
breyta til. Fáum t.d. stöku sinnum
kóra eða hljómsveitir og fleiri menn-
ingarviðburðj til tilbreytingar í
mötuneytið. í tilefni af 25 ára fram-
leiðsluafmæli ÍSALs komum við t.d.
upp dálítilli dagskrá. Mér finnst
þetta skemmtilegur þáttur og
áhugavert."
Rannveig hafði nefnt að starfinu
fylgdu ferðalög til útlanda. Hún er
innt frekar eftir því.
„Já, aðalstjórnin er í Zúrich, en
ég er mest að fara til viðskipta-
vina, sem eru Alusuisse-fyrirtæki.
Við seljum allt héðan til Alusuisse-
fyrirtækja. Lokið er við að fram-
leiða upp í magnið á innanlands-
markað að morgni 2. janúar ár
hvert, það tekur sólarhring. Svo
að salan er nær öll á erlendan
rnarkað."
Sumir halda að svona miklir
fundir með körlum séu hundleiðin-
legir, er hún ekki oftast eina konan?
Hún hefur greinilega ekki hug-
leitt þetta sérstaklega. Segir þó að
það sé hún oftast, sennilega alltaf.
„Ég þekki Alusuisse-mennina nokk-
uð vel og þeir mig. Fundir geta ver-
ið ágætir ef þeir eru skemmtilegir.
Þetta eru vinnufundir. Auðvitað get-
ur stundum verið þreytandi að sitja
á löngum fundum, en ég mundi
ekki standa í þessu ef mér þætti það
leiðinlegt. Oft eru í þessu átök þeg-
ar verið er að ræða við viðskiptavini
og ekki alltaf einfalt. Þetta er nú
ekki alltaf dans á rósum.“
Umhverfismálin
vióvarandi
Við víkjum talinu að umhverfis-
málunum, sem Rannveig hefur ver-
ið mikið í. Er hún sátt við það hvern-
ig þeim er háttað nú?
„Mér finnst það vera ein af for-
sendunum fyrir því að við getum
staðið í svona rekstri að við sinnum
umhverfismálunum af krafti. Tök-
um þau föstum tökum og lítum á
þau sem framtíðarverkefni. Ekki
eitthvað sem leyst er í eitt skipti
fyrir öll. Maður þarf alltaf að vera
vakandi. Það kemur fram ný tækni
og menn átta sig á áhrifum af efn-
um sem ekki voru þekkt áður. Við
erum alltaf að fylgjast með því. Ég
er mjög sátt með hvernig að er stað-
ið um þessar mundir. En þetta er
málaflokkur sem ekki er hægt að
segja að sé afgreiddur, heldur þarf
stöðugt að vaka yfir.“
Rannveig tekur fram að hún sé
ekki ein á báti. Hennar stfll er að
ráðfæra sig við fólk. „Ég tel að
maður fái meira út úr því að velta
hlutunum fyrir sér og ræða við
aðra áður en ákvörðun er tekin.
Ég vil heyra fleiri sjónarmið áður
en komist er að niðurstöðu, hugsa
svo málið, en auðvitað verð ég að
taka af skarið. Það er mitt hlutverk
að taka endanlega ákvörðun ef ekki
eru allir sama sinnis," segir hún í
lok samtalsins.