Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 34

Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 34
34 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ í þ í I I VARLA HEFUR það farið fram hjá mörgum að Björk Guðmundsdóttir heldur tónleika í Laug- ardalshöll á föstudag á vegum Listahátíðar og Smekkleysu. Ekki er aftur á móti gott að átta sig á hve margir gera sér grein fyrir því að með í för sem upphitun er merkasti jungle-tónlistarmaður Bretlands um þessar mundir, Goldie. Hann sendi frá sér jungle- skífuna Timeless sem var víðast talin með helstu plötum ársins í Bretlandi. Goldie leikur með hljómsveit sinni Metalheads Æðisgenginn taktur Goldie er helsti spámaður jungle, sem tröllríður breskum danshúsum um þessar mundir og hefur reyndar gert síðustu miss- eri. Jungle er sennilega sú tegund danstónlistar sem rokkeyru eiga erfiðast með að sætta sig við, enda grípa þau strax æðisgenginn taktinn, um 160 slög á mínútu, sem virðist ekki í neinu samhengi við annað það sem er á seyði í laginu. Ofan á villtan taktinn koma til að mynda hægfara tóna- klasar og söngur í allt öðrum takti. Jungle tekur mikinn innblástur frá reggíi og ska-tónlist frá Jamaíka. Iðulega er grunntakurinn 160 slög, eins og áður er getið, en ofan á því lagi er sönglína og jafn- vel fleiri hljóðfæri í 60 slaga takti, sem er reggítaktur. Á árum áður áttu jungle-listamenn það til að spila saman tvö reggí-lög samtím- is, annað á tvöföldum hraða með tilheyrandi skrækum röddum, og hitt síðan á eðlilegum hraða. Raggamuffín, sem iðulega kallast einfaldlega ragga, er líka vinsæl uppspretta innblásturs fyrir jungle, en ragga er eins konar samruni reggís og rapps. Goldie er í fremstu röð jungle- listamanna, eins og áður er getið, fyrir margvíslegar nýjungar og ekki síst fyrstu breiðskífu sína, Timeless, sem kom út á síðasta ári og var af mörgum valin plata ársins. Þar reyndi hann á þanþol jungle og skapaði nýjan og eftir- tektarverðan stíl og í kjölfarið hafa fylgt fleiri listamenn. Reynd- ar er þróunin og gróskan svo mik- il í jungle um þessar mundir að margt jungle er búið að sprengja utan af sér formið og sumir tón- listarmenn vilja ekki kalla það jungle lengur; heimta að það sé einfaldlega kallað drum ’n bass, trommu & bassatónlist. Listrænt veggjakrot Goldie stendur á þrítugu og vann sér snemma orð fyrir list- rænt veggjakrot í heimabæ sínum Walsall í Mið-Englandi. Eftir að hafa æft sig á húsveggjum og í lestargöngum tóku bæjaryfirvöld að leita til hans um skreytingar og áður en langt um leið var hann farinn að hafa dijúgar tekjur af skreytilistinni, bæði heima í Bret- landi og vestur í New York þar sem hann bjó um tíma. Veggja- krot og hipphopp var nátengt á þeim tíma og Jungle-tónlistar- / asson segir frá maðurinn Goldie jungle og ferli hitar upp fyrir Björk Guð- mundsdótt- ur á tónleik- um hennar á Listahátíð í vik er enn og þótt Goldie hafi ekki fengist við tónlist hlustaði hann mikið og eyddi tíma með ýmsum frumheijum hipphoppsins á níunda áratugnum, lék meðal ann- ars í stuttmynd með Afrika Bambaata 1986, sem var að nokkru leyti tekin upp í Bristol og í Bronx-hverfí New York þar sem Goldie bjó um tíma, en einnig bjó hann í Miami. 1988 sneri Goldie aftur til Bret- lands og settist að í Lundúnum. Orðstír hans sem listamaður varð til þess að Jazzie B fékk hann til að hanna plötuumslög fyrir Soul II Soul sem kom honum í frekari kynni við aðra tónlistarmenn. Á þessum tíma segist hann hafa verið orðinn þreyttur á hipphopp- inu í Bretlandi.„Mér fannst ekkert vera á seyði, kannski vegna þess að ég hafði sjálfur lifað og hrærst í hipphoppinu vestan hafs,“ segir hann en bætir við að í gegnum umslagahönnunina hafí hann náð góðum tökum á breakbeat, sem þá var í mikilli uppsveiflu í Bret- landi, og ekki leið á löngu þar til hann var farinn að taka upp með félaga sínum undir nafninu Rufíge Crew. Fyrsta smáskífan var Kill- ermuffín, og þar endurgerði Goldie meðal annars með aðstoð tölvu rödd Cutty Ranks, sem kom af stað miklu æði í þeim efnum. Nútímablús 1993 sendi Goldie frá sér lag undir nafninu Metalheads, sem hann hefur iðulega notað síðan, kallar meðal annars útgáfu sína því nafni og hljómsveit. Lagið kallaði hann Terminator og nýtti þar nýja tölvutækni í að teygja rödd yfír hvaða taktsvið Goldies, sem hann segir einn merk- asta tón- listarmann Bretlands um unni. Ami Matthí- þessar mundir. sem er án þess að breyta tónhæð- inni. Það lag og næsta lag hans, Terminator 2, teljast fyrstu junglelögin, en stíllinn kallaðist dark, eða dimma, á þeim tíma. Goldie gerir lítið úr brautryðjenda- starfí sfnu: „Þessi lög spegluðu bara tilfinningar fólks í kringum mig á þessum tíma, í miðri kreppu og hörðum vetri; dimman var bara blústónlist þess tíma.“ Fjölmargir urðu til að feta þá braut sem Goldie hafði rutt, en hann leitaði aftur á móti á önnur mið, eins og sannaðist eftirminni- lega á áðurnefndri Timeless, en kjarni þeirrar plötu var 22 mín- útna verk sem hann kallaði Inner City Life, sem byggist á jungle- takti, strengjum og seiðandi söng. Platan skaust í sjöunda sæti breska breiðskífulistans, þótt ekki hafí hún fengist leikin í útvarpi, og í kjölfarið hélt Goldie til Banda- ríkjanna að hita upp fyrir Björk Guðmundsdóttur. Þeirra kynni áttu eftir að verða náin, en Goldie hefur einnig hitað upp fyrir hana í Bretlandi, aukinheldur sem hann hefur ferðast um Bretland með sveit sína Metalheads og með henni kemur hann hingað til lands að kynna sitt jungle-evangelíum í Laugardalshöll. Tilfinning en ekki tækni Goldie segir að myndlistin hafí hjálpað sér að miklu leyti í tónlist- ariðjunni. „Fyrir mér er mynd og hljóð eitt og hið sama; á sama hátt og ég sé fyrir mér það sem ég síðan mála sé ég fyrir mér hljóminn og taktinn og vinn eftir því. Hrátt breakbeat eins og það sem ungmenni eru að setja saman heima í skúr er það sama og þegar þau tóku sér úðabrúsa í hönd á sínum tíma og hófu að skapa með svo hráu verkfæri. Sum ein- földustu tjósmyi ur. FRÁBÆR söngkona Metalheads setur mikinn svip á tónleika sveitarinnar. Hér er hún á sviði Wembley Arena í janúar sl. breakbeat- og jungle-lög eru svo einföld og hrá að snjöllustu tæknimenn geta ekki skilið hvernig þau eru búin til. Það er ekki síst vegna þess að þau byggjast á tilfínningu en ekki tækni. Ungt fólk f Bretlandi var orðið dauðleitt á þeirri tónlist sem bar hæst og tók að glíma við tækn- ina og ofbjóða tækjunum til að skapa eitthvað nýtt. Afleiðing þess er meðal annars gjörbreytt viðhorf til laga- smíða; stafræn tækni er nýtt til hins ýtrasta sem er kannsi mesta byltingin þegar upp er staðið." Álgengt viðhorf til jungle- tónlistar er að hún sé bara há- vaði og Goldie segir að það við- horf sé eðlileg viðbrögð við nýj- ungum. „Þegar hipphopp kom fyrst fram fannst öllum það há- vaði, á líkan hátt og gítarhama- gangur hjá Pink Floyd í árdaga var hávaði og pönkið var hávaði. Víst er jungle hávaði og í því má finna ögrun og árásargirni, en líka fegurð.“ Tölvan gefur frelsi Goldie hefur verið iðinn við að nefna áhrifavalda í tónlist og þeir spanna ótrúlega vítt svið, allt frá Pink Floyd í Miles Dav- is. Hann segist reyndar ekki gera greinarmun á tónlist nema eftir því hvort hún sé skemmti- r;einsd6tt\r leg eða leiðinleg. „Einnafkost- nd/Bjorg unum við að búa í Bretlandi er að áhrifin koma úr öllum áttum og tæknin hefur gert okkur kleift að fá að láni hvað sem er úr hvaða tíma sem er; gefur okkur fullkomið frelsi,“ segir Goldie og leggur áherslu á að tæknin hafi ekki síst gert sér kleift að skila því á plast sem hann sjái fyrir sér. „Timeless er öll sett saman á Macintosh- tölvu og í kjölfarið er ég farinn að vinna nánast einungis á slíka tölvu. Hún nýtist mér { svo margt, þar á meðal á tónleikum þegar ég get látið hana spila það sem ég kemst ekki yfir að spila sjálfur, en hún hentar ekki síst þegar ég fæ til liðs við mig hljóð- færaleikara. Þannig fékk ég til mín i hljóðverið saxófónleikara sem spann fyrir mig nokkra kafla. Eg púslaði þeim síðan saman í tölvunni eins og ég vildi að þeir hljómuðu, hann kom aftur og spil- aði kaflann inn eftir því. Hann þekkir nóturnar og hljómana, en ég kann ekkert í slíku; ég heyrði fyrir mér það sem ég vildi að hann spilaði og tölvan gaf mér kost á því að koma því á framfæri.“ Goldie hefur verið önnum kaf- inn siðan hann sendi frá sér Time- less og hann segist ekki sjá fram á frí fyrr en eftir hálft ár eða svo. Hann hefur þó gefið sér stund og stund til að fara í hljóðver og hefja vinnu við næstu breið- skífu, en hann segist líka vilja mála meira. „Ég hef aldrei gert upp á milli þessara listforma, en í seinni tíð hef ég ekki haft tíma til að mála fyrir f tónlistinni, ggp1 en Það kem'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.