Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 40

Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF HL BLAÐSINS Grettir Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Otrúleg kjarabót Frá Magnúsi Jónssyni: NÚNA í kvöld, þann 7. júní, sagði Gunnar Schram í sjónvarpsviðtali að til athugunar væri að veita for- setaframbjóðendum ríkisstyrk, vegna kostnaðar þeirra við fram- boð. Hann taldi hóflegt að hver frambjóðandi fengi 15 milljónir. Þetta eru góð tíðindi fyrir þá sem búa við bág kjör, láglauna- fólk, atvinnulausa, eftirlaunafólk og öryrkja. Þessir aðilar geta stór- lega bætt kjör sín með því að bjóða sig fram til forseta. Löglegan með- mælendafjölda væri auðvelt að fá, þar sem menn skrifuðu upp á hver fyrir annan. Hver og einn fengi 15 milljónir. Þessar 15 milljónir væru skattfijálsartekjur. Það sam- svarar 25.862.069 kr. í launatekj- um. Kjörtímabilið er 4 ár. 25.862.069:4 = 6.465.517. Styrkurinn sem hver og einn fengi samsvarar nær sex og hálfri milljón í árstekjur á hveiju ári. Þetta er allgóð kjarabót. Líklegt er að einhveijir vildu nota þessi bættu kjör til að eignast fjárstofn. Með því að leggja 15 milljónir inn á hagstæðan reikning hjá fjárfest- ingarfélagi er möguleiki að fá í vexti og verðbætur 2 milljónir á ári. Fyrstu fjögur árin væri því ár hvert hægt að taka út 2 milljónir til eyðslu og eigin nota og eiga samt eftir 15 milljónir á vöxtum. Næstu fjögur árin væri hægt að taka út 4 milljónir ár hvert til eyðslu og eigin nota og eiga samt eftir 30 milljónir á vöxtum og þannig ykist stöðugt eignin og það fé, sem taka mætti til eigin nota. Þetta er björt framtíð. Er ekki með þessu snjallræði búið að leysa efnahagsvanda heim- ilanna? MAGNÚS JÓNSSON, fyrrverandi skólastjóri. 20 milljarðar ljósára Frá Þorsteini Guðjónssyni: „VÍSINDAMENN hafa fundið vetr- arbraut sem er eldri en alheimurinn - samkvæmt hefðbundnum kenn- ingum“ - eitthvað á þessa leið heyrði ég frá sagt í tíufréttum 12. júní, og kom ekki á óvart, enda hafa undanfarin 3-5 ár verið að koma, æ ofan í æ, vísindafréttir líks efnis og þessi. En það sem kemur mér alltaf jafnmikið á óvart er sú staðreynd, að til skuli vera í alheimi svo fávíst mannkyn, að það ímyndi sér, að alheimurinn geti verið yngri en nokkuð annað. Eða með öðrum orðum, að alheimur hafi nokkru sinni verið öðru vísi en til. Náttúrlega hafa verið uppi, jafn- vel á slíkri öld, fjölmargir visinda- menn, sem höfðu meira en snefil af dómgreind, menn sem sáu í gegnum þennan vef og undu ekki vel við, en þeir hafa verið ofurliði bornir fram að þessu. En nú er engu líkara en verulega sé að rofa til, og verður alspryngið fyrir hveiju áfallinu eftir annað, ásamt nokkr- um öðrum reginfirrum. Mun seint takast að bæta öll svörtu götin, sem eru að detta á þær slitnu flíkur. Verður ekki hjá því komist að minna á, að hér á landi hefur verið uppi betri heimspeki en jafnvel nokkur önnur, og hefur hún auðveldað mörgum að átta sig á heimsfræði- legum efnum. Það er í slíkum efnum eins og svo mörgum öðrum, sem íslendingar ættu að geta orðið „fremstir meðal jafningja“, þar sem er hinn ótölulegi grúi Jarðarbúa. Hugmyndin um „skapaðan al- heim“ er að vísu umræðu verð, og mun verða rædd, undireins og fer að birta til eftir það miðaldamyrkur sem grúft hefur yfir jörðu okkar um skeið. Þá munu margar hug- sjónir og hugsýnir vakna af dvala. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. Smáfólk ^U/AlTINö/400J DO VOU^ FOR MY THINK HE'S NEW D06.. EVER G0IN6T0 —_______A pkid vni)7 D06S ARE SMART.. THEYCAN FINDTHEIR \jJM ANVPLACE..THEV AIWAVS KN0W WHERE THEV ARE.. I THINK I LIVE AR00ND HERE 50MEPLACE.. f-2l Hvað ertu að gera Bíða eftir nýja hundinum Hundar eru snjallir... þeir Ég held að ég eigi héma úti? mínum ... Hvemig heldurðu rata alls staðar... þeir vita heima einhvers stað- að hann geti nokkurn tím- alltaf hvar þeir em... ar hérna... ann fundið þig? Þjóðhátíðarkveðja til borg'arstjórans í Reykjavík Frá Bjarka Má Magnússyni: ÞAÐ var á vetrarmánuðum er ég sat þing Iðnnemasambands íslands að ég gerði það að tillögu minni, að undangengnum samræðum við Kristínu Arnadóttur aðstoðarmann borgarastjórans í Reykjavík að iðn- nemar fengju hlutdeild í hátíðarhöld- unum 17. júní. Hugmynd mín var sú að nýútskrifaðir iðnnemar myndu ásamt nýstúdentum aðstoða við að leggja krans á leiði og styttu Jóns Sigurðssonar eins og tíðkast hefur um langt skeið. Tillagan var sam- þykkt og afgreidd frá þingi INSÍ með öllum atkvæðum þingfulltrúa. Fyrir tilstuðlan aðstoðarmanns borg- arstjórans og annarra sem að málinu hafa komið verður þetta að veruleika eftir tvo daga, einungis nokkrum mánuðum eftir að hugmyndinni var komið á framfæri við borgaryfirvöld. Sú ákvörðun nú, að iðnnemar taki þátt í hátíðarhöldunum er ennfremur viðurkenning borgaryfirvalda á mik- ilvægi verkmenntunar á íslandi sem hefur að mínu mati ekki verið metin sem skyldi í okkar þjóðfélagi. Marg- ir hafa reyndar bent á að rétta þyrfti hlut verkmenntunar en það hafa yfir- leitt verið orðin tóm. Það er ekki ætlun mín í þessari grein að fara frekar út í hugmyndir mínar um iðnnámið heldur að geta þess sem vel er gert og þar á Ingibjörg Sólrún svo sannarlega skilið hrós fyrir þetta framlag hennar í þágu verknáms á íslandi. Megi landsmenn eiga gleði- legan þjóðhátíðardag. BJARKIMÁR MAGNÚSSON, félagsmaður í Trésmíðafélagi Reykja- vfkur, Austurbergi 8, Reykjavík. AUt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskiíur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.