Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 42

Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 42
42 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF» FORSETAKJOR Meira um drengskaparheit Frá Pétrí Gunnarssyni. JÓN Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður skrifar grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann staðfestir lýsingu mína á því með hvaða hætti Ólafur Ragnar Gríms- son vann drengskaparheit að fram- burði sínum í máli Magnúsar Thor- oddsen. Þau orð Ólafs Ragnars í réttar- salnum — fyrir rúmum 7 árum — að hann væri í meiri vafa um til- vist Guðs en um drengskap sinn geta út af fyrir sig orðið tilefni til ýmissa hugleiðinga og hugsanlegra ályktana um trúarskoðanir hans á þeim tíma. Ein þeirra ályktana er vissulega sú sem Jón Steinar Gunn- laugsson hefur dregið opinberlega af þeim orðum sem Ólafur Ragnar lét falla í réttarsalnum. Það er mergurinn málsins. Þær umræður sem orðið hafa vegna drengskaparheits Ólafs Ragnars Grímssonar byggjast á ályktun Jóns Steinars en ekki á þeim orðum sem vitnið Ólafur Ragnar Grímsson lét falla í réttarsalnum. PÉTUR GUNNARSSON, blaðamaður. STARFIÐ FYRIR HUMAN DEVELOPMENT Angola Þrjátíu ára styrjöld í Angola er u.þ.b. loklð. Þróunarhjálp frá þjóð tll þjóðar (DAPÞ) leitar að sjálfboðallðum tll að taka þátt i 14 mánaða alþjóðlegu verkefnl. Ensrar sérstakrar kunnáttu krafist. 6 mánaöa þjálfun I TfieTravelling Hlsh School í Noregl, 6 mánafla starf I Angóla - vlO aO kenna gðtu- bðrnum I "barnaþorpinu". - Koma upp hrelnlætis- aOstOOu og eldsneytis- sparandi eldunaraOstóðu. - Kenna ungum, angólskum konum Jarörækt, fyrlrtækja- rekstur og hellsufræOI. 2 mán. starf viO úrvinnslu gagna. Skólagjöld. ByrjaO 15/11 eöa 1/6. Símbréf: 00 45 43 99 59 82, DAPP, box, 236, 2630 Tástrup, Danmörku. E-mail: oneworld@online.no Asmundur Gunnlaugsson Y06A í' Jóganámskeið Grunnnámskeið 2.-22. júlí, mán. &mið. kl. 20.00-21.30 (7 skipti). Kenndar verða m.a. jógastöður, öndunaræfingar, hugleiðsla og slökun. Jóga gegn kvíða 2.-23. júlí, þri. & fim. kl. 20.00-22.i5 (7 skipti). Námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífrnu. Kenndar verða leiðir til að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða jiekking á jóga nauðsynleg. Leiðbeinandi Asmundur Gunnlaugsson jógakennari. 1 STUDIO Hátúni 6A, 105 Reykjavik, símar ö i i-3100. Veðurþolinn hand-farsími fyrir NMT-450 farsímakerfið freeway 450 RL Simonsen Freeway RL er rétti farsíminn fyrir allt útivistarfólk. - Vatns og rakavarinn. - Rykþéttur. - Höggvarinn. - Innbyggður símsvari. - 24. stata skjár. - 255 númera minni. - Valtextakerfi á skjá. - Vegur aðeins 360 gr. - Ýmiss aukabúnaður fáanlegur t.d. tenging við faxtæki og módem. Verð kr. 99.964,- stgr. Innifalid: Farsími, rafhlada, borð- hleðslutæki, loftnet og leiðbeiningar. SIMONSEN MOBILE TEÍIPHONE Í5(4 Síðumúla 37 Sími 588-2800 ÍDAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Gæludýr Kisa týnd í Norðurmýri TÁTA, ólarlaus 8 ára göm- ul læða, hvarf frá Bolla- götu sl. sunnudag. Hún er yrjótt, rauðbrún og svört. Geti einhver gefið upplýs- ingar um Tátu vinsamleg- ast látið vita í síma 552-2134. Kolli er týndur KOLLI, sem er fjögurra ára Seal Point síamskött- ur, fór frá Selvogsgrunni 10, Reykjavík, þar sem hann var í fóstri fimmtu- dagsmorguninn 13. júní sl. Hann býr á Akureyri og og er hugsanlegt að hann hafi vilist. Geti einhver gefið upplýsingar um Kolla sem merktur var fagur- blárri hálsól, vinsamlega hafið samband við Unni í síma 553-6942 eða Ingi- björgu í síma 460-1451. Týnd læða LÍTIL, svört og hvít læða fór að heiman á sunnudag- inn var frá Tunguvegi 19. Hún er óvön útiveru og því ólíklegt að hún rati. Læðan er með hálsól og ritað er á hana „Tunguvegur 19“ og símanúmer. Ef einhver hefur orðið var við hana, hvort sem það er nálægt heimili hennar eða fjær, vinsamlegast hafið sam- band í síma 588-1024. Tapað/fundið Barnabakpoki tapaðist BLÁR barnabakpoki með mynd af Tomma og Jenna tapaðist fyrir u.þ.b. mán- uði, annaðhvort í Hlíðun- um eða miðbænum. í pok- anum var barnafatnaður. Skilvís finnandi er vinsam- lega beðinn að hafa sam- band í síma 552-7175 og er fundarlaunum heitið. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson og vinnur STAÐAN kom upp á Credis- mótinu í ^ussloch í Þýska- landi í viðureign tveggja af sterkustu skákmönnum Þýskalands. Artúr Júsupov (2.655) hafði hvítt og átti leik, en Eric Lobron (2.590) var með svart og lék síðast 19. - Rc6-a5 20. dxe6! — Rxb3 (Það var einnig vonlaust að taka drottninguna: 20. — Hxd3 21. exf7+ - Kg7 22. fxe8=D — Dxe8 23. Hxd3 — Rxb3 24. Hde3 með léttunnu tafli) 21. exf7+ - Kxf7 22. Dc4+ - Kg7 23. Re5 - Rg8 24. Hxd8 - Dxd8 25. Df7+! - Kh8 26. Dxb3 - Dd4 27. He3 - Hf8 28. Bxe7 og Lobron gafst upp. Tveir Rússar, sem nú tefla fyrir Þýskaland, sigr- uðu á mótinu: 1—2. Dautov og Júsupov 7 v. af 11 mögulegum, 3. Drejev, Rússlandi 6Vi v. 4—6. HUbner, Ivan Sokolov, Bosniu og Hracek, Tékk- landi 6 v. 7. Piket, Hol- landi 5‘rí v. 8—10. Kind- ermann, Lutz og Lobron 5 v. 11. Hickl 4>/2 v. 12. Slobodjan 2‘/2 v. ÞESSI póstþjónusta nær ekki nokkurri átt. Maðurinn minn er í viðskiptaferð í Danmörku, en kortið frá honum er með póststimpli frá París. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson BLÁA sveitin ítalska er undur í bridssögunni. Á rúmlega 20 ára tímabili (1956-79) unnu ítalir Bermudaskátina 13 sinn- um, urðu þrisvar Olympiu- meistarar og 10 sinnum Evrópumeistarar. Kjarninn í liði ítala var að mestu sá sami og einn maður átti hlutdeild í öllum þessum sigrum _ - Giorgio Bella- donna. í hveiju fólust þess- ir miklu yfirburðir? Voru liðsmenn bláu sveitarinnar betri spilarar en til dæmis helstu spilarar Bandaríkj- anna? Fyrirliðinn, Alberto Perroux, taldi svo ekkivera. Hann sagði sjálfur: „Ég er ekki með bestu einstakling- ana, en alveg_ örugglega bestu sveitina.“ í þessu felst sú skoðun að heildin sé annað og meira en summa einstaklinganna. Oft er sagt að styrkur Bláu sveit- arinnar hafi legið í vel út- færðu kerfi. Aðrir tala um aga, metnað og ákafa. Sjálfur held ég að yfirburð- ir þeirra hafi legið í sagn- baráttunni - þeir skildu mikilvægi skiptingarinnar. Hér er ágætt dæmi frá Evrópumótinu 1958 úr leik ítala og Frakka. Vestur gefur; NS á hættu: Norður ♦ 643 V ÁIO ♦ KD53 ♦ K1064 Vestur Austur ♦ G85 ♦ - V D865 1 V KG742 ♦ 10842 111111 ♦ G9 ♦ ÁG * D98753 Suður ♦ ÁKD10972 V 93 ♦ Á76 ♦ 2 Vcstur Norður Austur Suður Avarelli Trézel Belladonna Jais - - - 1 spaði Pass 2 tíglar 2 grönd* 3 lauf** 4 hjörtu 5 hjörtu** 6 hjörtu 6 spaðar Pass Pass 7 hjörtu Dobl Pass Pass Pass * Ijjarta og lauf, ** Fyrirstöðusagnir. Tvílita innákoma Bella- donna þætti ekki merkileg nú til dags, en á þessum árum var ekki til siðs að blanda sér í sagnir á „engin spil“. Þessi hvassi stfll hefur einkennt pólskar sveitir á síðustu árum og gefið þeim fleiri stig en nokkuð annað á Evrópumótum. En þetta er næstum 40 ára gamalt spil og Belladonna meldar eins og trylltur Pólveiji. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að fómin í sjö hjörtu sé misheppnuð. Eða fara sex spaðar ekki niður með þjarta út? Raunar ekki. Sagnhafi drepur strax á hjartaás og tekur öll trompin. Vestur verður að hanga á fjórum tíglum og laufás, sem þýðir að hann neyðist til að kasta öllum hjörtunum. Og þá er óhætt að sækja úrslitaslag- inn á laufkóng. Auðvitað sá Belladonna þetta ekki fyrir, en hann taldi líklegt að slemman ynn- ist og vissi að fómin var ódýr. Víkveiji skrifar... FORSETAKOSNINGAR eru framundan. Embætti forseta íslands var stofnsett með stjórnar- skrá lýðveldisins (samþykktri á Al- þingi 8. marz 1994, tók gildi á stofndegi lýðveldisins 17. júní sama ár). Árið 1944 er ekki eina stóra ártalið í sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar. Þar koma fleiri til, ekki sízt ártölin 1904 og 1918. Lýðveldisstofnunin 1944 var „síðasti áfanginn“ í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar. Fullveldi hennar vannst hins vegar með „sambands- lögunum" árið 1918. Þar var ísland lýst „fijálst og fullvalda ríki“. Dan- mörk og ísland voru þó áfram „í sambandi um einn og sama kon- ung“. Danir fóru og með utanríkis- mál íslands og önnuðust landhelg- isgæzlu í umboði íslendinga. Það var og stór áfangi í fuilveld- isbaráttu okkar þegar við fengum heimastjórn, árið 1904. Þá voru embætti landshöfðingja í Reykjavík og íslandsráðgjafa í Kaupmanna- höfn lögð niður, en við tók Stjórnar- ráð íslands. Fyrsti íslenzki ráðherr- ann var góðskáldið og stjórnmála- skörungurinn Hannes Hafstein. Um leið komst á þingræði, þar sem gert var ráð fyrir að ráðherra nyti stuðnings meirihluta Alþingis. XXX A ' ISLAND, sækjum það heim! Þannig hljóðar orlofsstef lands- manna sumarið 1996. Það er að vísu ekki nýtt af nál, stefið það, en ferðaþjónusta, sem er sífellt að sækja í sig veðrið, gerir það mark- tækara en áður. Flestir eiga þann kost að leggja veg undir hjól, ef marka má tölur um bifreiðaeign landsmanna. Skráðar fólksbifreiðir um síðast lið- in áramót voru 119.232 talsins. Og skráðar hópferðabifreiðir voru rétt undir 1.300. Reyndar segir í skýrslu forsætisráðherra að íslendingar búi við góð lífskjör, mælt á fleiri kvarða en bílaeign, svo sem landsfram- leiðslu, stærð íbúðarhúsnæðis og sjónvarpstæki á íbúa - að ógleymd- um og vísbendingum um gæði heil- brigðisþjónustunnar. Samkvæmt tölum frá Bifreiða- skoðun íslands voru nýskráðar fólksbifreiðar í fyrra rúmlega 6.900, þúsund fleiri en árið áður! Og ekki hefur landinn kippt að sér bílkaupahendinni á líðandi ári. Öku- flotinn eykst hratt. Umferðin annó 1996 verður trúlegra þyngri en nokkru sinni fyrr. Vonandi haga menn akstri eftir því. XXX AÐ kostar á hinn bóginn sitt að vera ökuþór á íslandi. Skattkerfið heldur verði bifreiða og benzíns háu. Rekstrarkostnaður ökutækja er mikill. Góður helmingur af verði nýrrar bifreiðar er skattheimta. Svipuðu máli gegnir um benzínið. Ökuþórar greiddu á síðast liðnu ári (1995) 4.264 m.kr. í benzíngjald og nálægt 2.170 m.kr. í þungaskatt. Þá er ótalinn annar kostnaður, trygging- ar, viðhald o.sv.fv. Benzíngjald og þungaskattur rennur að stærstum hluta til vega- gerðar og viðhalds vega. Ráðstöf- unarfé Vegagerðarinnar í fyrra nam rúmum 7.600 m.kr. og hefur aðeins einu sinni verið meira (1993). Utboð framkvæmda valda og því síðan að þessir fjármunir nýtast mun betur en áður. Samkeppnin kemur neytendum og skattgreið- endum að gagni hér og alls staðar! xxx AMORGUN er 17. júní, þjóðhá- tíðardagur íslendinga. Stofn- un íslenzka lýðveldisins var tíma- sett á fæðingardag Jóns Sigurðs- sonar, sem landsmenn hafa kallað „forseta“ kynslóð eftir kynslóð, en hann var fæddur hinn 17. júní árið 1811. Háskóli íslands var settur í fyrsta sinni á aldaraffnæli Jóns for- seta, 17. júní 1911. Ámorgunverða liðin 185 ár frá fæðingu hans, sem var „sómi íslands, sverð þess og skjöldur". ■ Víkveiji óskar lesendum sínum gleðilegrar þjóðhátíðar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.