Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 50

Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KÖRFUKNATTLEIKUR Seattle SuperSonics neitaði að gefast upp á heimavelli, Key Arena Frábær vöm hjá Seattle CHICAGO Bulls og Seattle Sup- erSonics verða að mætast að minnsta kosti einu sinni enn til að úr því fáist skorið hvort liðið verður „heimsmeistari" í körfu- knattleik, eins og Bandaríkja- menn kalla sigurvegarann í NBA-deildinni íkörfuknattleik, því í fyrrinótt sigruðu leikmenn Seattle lið Chicago, 89:78, á heimavelli sínum í Seattle. Eftir slæma útreið á heimavelli síðastliðinn sunnudag hafa leikmenn Seattle SuperSonics nú heldur betur sýnt það og sannað í síðustu tveimur leikjum að þeir hafa fullan hug á því að verða fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar til að vinna meistaratitilinn eftir að hafa verið 3:0 undir í úrslitaviðureignunum. Áhorfendur stóðu vel við bakið á sínum mönnum í Key Arena-höllinni í Seattle í fyrrinótt eftir að hafa orðið fyrir þó nokkru áfalli í fyrsta leiknum á þessum sama velli á sunnudag þegar Chicago hreinlega burstaði heimamenn, sem aldrei áttu möguleika á sigri. „Áhorfendur voru háværari en nokkru sinni fyrr í þessari byggingu og þetta var þeim að þakka. Þetta var stórkost- legt,“ sagði þjálfari Seattle, George Karl, eftir leikinn. Strákarnir frá Seattle eygja nú skyndilega von um að ná að hampa NBA-meistaratitlinum eftir allt sem á undan er gengið en útlitið var óneit- anlega dökkt eftir fyrstu þijá leikina. „Þetta var markmið okkar, við ætluð- um svo sannarlega ekki að láta þá sigra okkur á heimavelli," sagði Þjóð- vetjinn knái, Detlef Schrempf, og Shawn Kemp var sama sinnis: „Þú leikur ekki heilt keppnistímabil og kemst í úrslit til þess eins láta eitt- hvert annað lið koma og hirða af þér titilinn á þínum eigin velli, og það splunkunýjum velli í þokkabót.“ Það var fyrst og fremst stórkost- legur vamarleikur sem skóp sigur Seattle í fyrrinótt, en leikmenn liðsins gættu Michael Jordans sem sjáaldurs augna sinna og aðrir leikmenn Chicago-liðsins náðu sér aldrei á strik. Jordan náði þó að skora 26 stig og var hann stigahæstur í leikn- um en næstir hjá Chicago komu þeir Scottie Pippen með 14 stig og Króat- inn Toni Kukoc með 11. Leikmenn Seattle sýndu mun meiri baráttuvilja í leiknum og greinilegt var að þeir voru hungrað- ir í sigur. 11 stig í röð frá þeim Gary Payton og Detlef Schrempf í fjórða leikhluta án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig slökktu end- anlega vonir Chicago-manna um að Reuter MICHAEL Jordan og félögum tókst ekki að tryggja sér NBA-titllinn í fyrrinótt eins og flestir höfðu reiknað með. Hér reynir Jordan að verjast bakverðf Seattle, Gary Payton. ná að hampa meistaratitlinum í fyrrinótt. Payton var stigahæstur heimamanna með 23 stig, en einnig tók hann níu fráköst og átti sex glæsilegar stoðsendingar, Shawn Kemp kom næstur með 22 stig, tíu fráköst og fimm stoðsendingar og Hersey Hawkins fylgdi fast á eftir með 21 stig. Leikmenn Chicago voru þungir á brún í leikslok en þeir eru þó fullviss- ir um að ná að sigra Seattle þegar komið verður aftur í United Centre- höllina í Chicago. „Við verðum að bera höfuðið hátt og halda áfram. Við þurfum að vinna meistaratitil og það ætlum við okkur að gera í Chicago," sagði Phil Jackson, þjálf- ari Chicago, að leik loknum, en þetta er í fyrsta skipti á þessu keppnis- tímabili sem Chicago tapar tveimur leikjum í röð. Hittni Chicago í leiknum var af- leit, aðeins 38%, og var það aðeins einu sinni í vetur sem Chicago skor- aði færri stig en í leiknum í nótt. Það má því ljóst vera að leikmenn Chicago Bulls verða að taka sig sam- an í andlitinu ætli þeir sér að verða NBA-meistarar árið 1996, en Se- attle er á mikilli siglingu þessa dag- ana og væntanlega munu þeir ekk- ert gefa eftir í leikjunum í Chicago. Staðan í einvígi liðanna er nú 3:2, Chicago í hag, en næsti leikur lið- anna fer fram í nótt. STJÓRN Júdósambands íslands (JSÍ) íhugar nú að hættayið að senda Vernharð Þorleifsson á Ólympíuleik- ana, eins og greint var frá í blaðinu á fimmtudag, vegna ummæla Vern- harðs o_g félaga hans í KA, Jóns Óðins Oðinssonar og Freys Gauta Sigmundsson, í fjölmiðlum undan- farnar vikur _en þeir hafa harðlega gagnrýnt JSÍ og Michael Vachun landsliðsþjálfara. JSÍ sendi frá sér athugasemd á fímmtudag hluti hennar var birtur í blaðinu á föstudag, m.a. hluti þar sem Vachun var kynntur. Síðar segir: „Varðandi að Jón Óðinn hafi þjálfað Vernharð allan hans feril þá er það eflaust rétt að mestu leyti og ekkert nema gott um það að segja. En frá því í janúar 1995 hefur Jón nánast ekkert komið nálægt hans þjálfun. Það er alrangt að JSI hafi ætlað að senda Jón Óðin á flest þeirra móta sem Vernharð tæki þátt í á undirbúningstímabilinu, það var ein- ungis talað um að hann færi á eitt til tvö þeirra ef Vernharð væri eini keppandinn frá íslandi og landsliðs- þjálfari kæmist ekki. Um þá fullyrð- ingu Vernharðs að það sé ekkert landslið, engar landsliðsæfingar, júdóið á Islandi sé bara hann og þeir sem hafi efni á því að fara út að keppa, og þjálfarinn sem með honum hefur farið á flest öll mótin sé félagsþjálfari Ái'manns, er því til að svara að það er ekkert einsdæmi á íslandi að landsliðsþjálfari sé líka félagsþjálfari. Michal Vachun er þjálfari hjá Júdódeild Ármanns og líka Júdófé- lagi Reykjavíkur en ekki einungis landsliðsþjálfari. Þar sem júdóið er Athugasemdir JSI fámenn grein á íslandi og mikill meirihluti landsliðsmanna æfir hjá Ármanni hafa júdóæfingar þeirra farið þar fram, auk þess sem sérstak- ar tækniæfingar hafa verið stundað- ar í húsnæði Júdófélags Rvk. fyrir landsliðsmenn og aðstoðarmenn. Þá hafa landsliðsmenn fengið lyftinga- og hlaupaáætlun til að fara eftir. Þessu til viðbótar hefur Michal verið með regluleg þrekpróf (fitness test) og „laboratory test“ og haldið skýrsl- ur um þau auk þess að leiðbeina okkar bestu júníorum og unglingum. Þá má minna á að það fæst ein- ungis keppnisréttur í gegnum JSÍ til að taka þátt í hvort heldur er A-mót- um evrópusambandsins, heimsmeist- aramóti, og smáþjóðaleikunum svo eitthvað sé nefnt því allt eru þetta landskeppnir. Eins ætti mönnum að vera ljóst að það er bæði_ A og B punktakerfi við lýði hjá JSÍ því ekki er svo lítið búið að fjalla um það í vetur og valið er í landslið eftir því. Upplýsingar um stöðu manna í punktakerfínu sem og aðra starfsemi JSÍ hafa regluiega verið sendar til Jóns Óðins. Að ósk Freys Gauta hafa sömu upplýsingar verið sendar honum, en hann kvartaði yfir því að hann fengi sjaldan upplýsingar um starfsemi JSÍ. Einnig hefur keppend- um þ.ám. Vernharði verið afhent persónulega gögn um þessi mál. Ef Vernharð er ekki enn ljóst að það er landslið og starfandi landsliðs- þjálfari á íslandi í júdó þrátt fyrir fjölda keppnisferða utan ásamt Mic- hal Vachun og fleiri keppendum þá er við einhveija aðra að sakast en Júdósamband íslands. Flestum ummælum Jóns Óðins í viðtali við Rás 2 hefur verið svarað hér að ofan. En Jón segir enfremur að Michal sé ekki landsliðsþjálfari af því að hann hafi aldrei þjálfað á Akureyri. Jafnframt segir Jón að hann hafi átt keppanda á OL ’92 í Barcelona og átt keppendur á Smá- þjóðaleikunum, meira að segja tvo til þijá, en ekki farið með þá og ekkert verið að skæla yfir því. Á OL ’92 voru 3 keppendur hver frá sínu félaginu. Sigurður Bergmann (UMFG) sem æfði allt árið hjá Ár- manni og kom frá Grindavík á hveija æfingu, Freyr Gauti Sigmundsson (KA) sem var heilan vetur í Reykja- vik vegna undirbúnings hans fyrir OL ’92 og æfði hjá Ármanni og náði þá sínum besta árangri fram að þeim tíma og Bjarni Friðriksson (Ár- manni). Þeir æfðu allir undir leiðsögn Michal Vachun, alveg eins og Vern- harð gerir nú. Á Smáþjóðaleikunum hafa verið 6 til 8 keppendur fyrir íslands hönd frá ýmsum félögum. Það segir sig sjálft að ekki er send- ur félagsþjálfari með hverjum kepp- anda. Það þætti nú eitthvað skrýtið ef félög innan HSÍ, svo eitthvað sé nefnt, krefðust þess að félagsþjálfari þeirra færi með landsliðinu af því að þeirra maður væri í landsliðshópn- um. Og það að Michal sé ekki lands- liðsþjálfari af því að hann hafi aldrei þjálfað á Akureyri, það er nú ekki svaravert. Reyndar má geta þess að á fyrstu árum Michal hér fór hann þrisvar sinnum til Akureyrar ti! að þjálfa og kenna hjá KA. Einnig er rétt að minna á það, því að_ það virð- ist gleymt líka, að Jón Óðinn var heilan vetur í Reykjavík í læri hjá Michal Vachun og lærði vel. Jón fullyrðir einnig, þegar hann er spurður hvort Vernharð þekki ekki þennan þjálfara, að upplifun Vernharðs af þessum manni sé sú að þegar Vernharð og Bjarni Frið- riksson hafi keppt innbyrðis, hvort heldur er á Islandsmótum eða al- þjóðamótum, þá standi þessi maður (Michal) Bjarna megin og hvetji hann óspart. Það hafi rýrt traust Vern- harðs á þjálfaranum og að hann treysti honum ekki og vilji að hann (Jón Óðinn) fari með honum á OL ’96. Þessu er til að svara að Michal hefur fullan rétt á að styðja sína menn á mótum hér innanlands eins og aðrir félagsþjálfarar, það er með- al annars hans starf og skylda sem félagsþjálfari. Hitt væri óeðlilegt og ekki liðið ef að Michal styddi einn landsliðsmann umfram aðra í lands- keppnum. Það vill svo til að Bjarni og Vernharð hafa aðeins einu sinni mæst í keppni erlendis og var það um bronsverðlaunin í Atlanta síðasta sumar. Þegar það varð Ijóst að þeir mundu mætast sagði Michal við þá og hina íslensku keppendurna að hans starfi væri lokið í dag og áð nú ætlaði hann að njóta þess áð horfa á þá úr áhorfendapöllununi, sem hann og gerði ásamt hinuin keppendunum og sögðu þeir ekki ofð á meðan á viðureign þeirra Bjarrfa og Vernharðs stóð. Þar sem Jón Óðinn var ekki staddur á þessu móti væri fróðlegt að vita hvaðan hanh hefur sínar upplýsingar. Varðandi yfirlýsingu Jóns Óðiris um vantraust Vernharðs á Michál Vachun er það að segja að á stjórnár- fundi JSÍ 3.júní 1996 með Vernharði og í viðurvist formanns KA sagðist Vernharð ekkert hafa á móti Michal Vachun og að hann hefði reynst sér vel. Vernharð hefur aldrei kvartað und- an störfum hans til JSÍ og ætti harin ekki að þurfa þess þar sem Michál hefur lagt sérstaklega mikla vinmrí að skipuleggja æfíngar og keppnir hans og notað sín persónulegu saiii- bönd erlendis til þess m.a. að koiria honum í æfingabúðir, sem hann anh- ars hefði ekki komist í. Michal Vac- hun hefur skipulagt alls 30 mót dg æfingabúðir fyrir Vernharð og farið með honum í 18 keppnisferðir vegria OL ’96. Bréf Michal og símbréf töldli um 150 síður vegna þessa. Um grein Freys Gauta í Degi er fátt að segja. Hún er dapurleg lesn- ing og kemur eins og þruma úr heið- skýru lofti. Hún er full af aðdróttufl- um og ærumeiðingum og á Michál Vachun það síst skilið. Minna fér fyrir eigin lítillæti. Reyndar er tals- verður hluti greinarinnar, um 20%, svo til orðréttur úr bréfi sem Jón Og Vernharð sendu JSÍ nýverið. f>eyr Gauti talar um alla þá tilja og allan þann árangur sem JúdódefíH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.