Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 B 9 man eftir sýningu á verki eftir Mayakovski í Deutsches Theater, sem var svo mögnuð ádeila á skriffinnskuna og miðstýringuna að áhorf- endur klöppuðu á eftir nær hverri replikku og sýningin lengdist því um helming. Leiklistarskólinn var ágætlega uppbyggður og sinnti vel nemendum sínum. Þó pótti mér alltaf dálítið kyndugt hversu sumir kennaranna voru tortryggnir gagnvart Brecht og hölluðu sér fremur að Stanislavski. Sama totryggnin hefur líka alltaf ríkt í íslensku leikhúsi. Við vorum þrjá mánuði á hverju ári í praktísku námi við eitthvert leikhús í landinu og okkur var frjálst að óska eftir hvert við vildum fara og með hverjum og hjá hverjum við vildum læra við leikhúsin. Þannig fékk ég að kynnast starfsaðferðum leikstjóra eins og t.d. sviss- neska leikstjórans Benno Besson og vera í leik- húsum í Berlín. Þetta var mikill umbreytinga- og óróatími um allan heim, Víetnamstríðið í hámarki, menningarbyltingin varð í Kína og skæruliða- hreyfingar spruttu upp í Suður-Ameríku, inn- rásin var gerð í Tékkóslóvakíu. Tíminn krafð- ist þess af ungu fólki að það tæki afstöðu. Og í Leipzig sem og í öðrum borgum Evrópu var mikil umræða meðal stúdenta. Allt var til end- urskoðunar, menn voru öndverðir gegn öllu valdi og öllum valdastofnunum, allt átti að breytast og helst strax. Leikhúsin voru líka að breytast Giorgio Strehler kom með sýningu sína á Þjóni tveggja herra til Vestur-Berlínar og hafði endurlífgað Commedia dell arte, Berlínarbúar stöppuðu og klöppuðu í hálftíma, slík voru fagnaðarlætin. Gagnrýni á stofnanaleikhúsið var hörð og krafa um lýðræðislega uppbyggð leikhús með nýjum starfsaðferðum var sett á oddinn." Heim til íslands En hvernig var svo að koma aftur heim til íslands eftir langt nám í leikhúsfræðum við virtan leiklistarskóla í Austur-Þýskalandi? Hvað beið Maríu þegar heim var komið? Um þá reynslu sína hefur hún þetta að segja: „Ég kom aftur heim til íslands að loknu prófi í byrjun árs 1970. Það var gott að koma aftur heim til fjölskyldu og vina en það var erfitt að koma í íslenskan leikhúsheim. Ég fór að sjálfsögu og talaði við báða leikhússtjórana í von um að fá eitthvað að gera, allavega að fylgjast með æfingum og einhverju slíku, vera aðstoðarleikstjóri, því ég var nýskriðin út úr skóla og gerði mér fullkomlega grein fyrir að ég þyrfti að kynnast innviðum íslensks leik- húss áður en lengra væri haldið. Enda allt þar mjög framandi og öðruvísi en í þeim leikhúsum sem ég hafði kynnst erlendis. Ég var líka fyrsta ; konan sem beinlínis lagði fyrir mig að læra leikstjórn og í öðrum menningarheimi svo ég hélt að mér yrði tekið vel. En forráðamenn íslenskra leikhúsa voru öðruvísi innréttaðir en sú örláta eldri kynslóð sem ég hafði kynnst hvarvetna í Þýskalandi. Og ég fékk ekkert að gera. Það verður að segjast eins og er að harmur minn var ekki mikill yfir þessu, enda fannst mér í ungæðingslegum hroka mínum lítið til íslensks leikhúss koma. Auk vantrúar minnar á stofnanaleikhúsin fundust mér vinnubrögðin, leikstíllinn, leikmyndir og allt íslenskt leikhús fannst mér heyra sögunni til og lítið skylt því sem var gerast í Þýskalandi eða öðrum leikhús- um sem ég hafði kynnst erlendis. Framundan voru hins vegar miklir grósku- timar í íslensku leikhúsi og á því urðu miklar breytingar næsta áratug á eftir. Eyvindur Erlendsson og Magnús Jónsson voru farnir að vinna utangarðs í íslensku leikhúsi og Brynja Benediktsdóttir nýfarin að leikstýra i Þjóðleik- húsinu. Magnús Pálsson, Kristbjörg Kjeld, Guðmundur Steinsson og fleiri voru um árabil að gera tilraunir hjá Grímu með annars konar leikhús. Áttunda áratuginn vil ég kalla kvenna- áratuginn í íslensku leikhúsi því þá komu fram sem leikstjórar Brynja, Þórhildur Þorleifsdóttir og ég. Konur fóru að skrifa fyrir leikhús eins og Svava og Nína Björk. Messíana Tómasdótt- ir gerði leikmyndir og síðast á áratugnum kom Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir menntuð sem leikmyndateiknari frá Berlín. Það var líka á þessum áratug sem Vigdís Finnbogadóttir varð Ieikhússtjóri í Iðnó. Það væri verðugt verkefni fyrir einhverja unga konu að kynna sér þetta tímabil og skrifa um áhrif þessara kvenna á íslenskt leikhús, fagleg sérkenni þeirra og reyna að svara þeirri spurningu hvers vegna tvær þeirra lentu inni á þingi og ein þeirra varð forseti. Það þyrfti líka að skoða áhrif Rauðsokkuhreyfingunnar, Súmaranna og Víet- namhreyfingarinnar á þennan kapítula í ís- lensku leikhúsi. Fyrst leikhúsin vildu ekki gefa mér kost á að kynnast innviðum sínum varð ég náttúru- lega að nota íslensku aðferðina og skella mér út í og notast við hundasund. Eg setti upp mína fyrstu sýningu „Hvað er í blýhólknum" eftir Svövu Jakobsdóttur um haustið 1970. Þetta var tímamótaverk, en þar var í fyrsta skipti fjallað í leikriti um stöðu konunnar í íslensku samfélagi og auk þess var form verks- ins nýjung á íslensku leiksviði. Við gerðum þetta á vegum leikhópsins Grímu, en þar var í forsvari Guðrún Guðlaugsdóttir blaðamaður og við fengum til liðs við okkur mann sem nýfluttur var til landsins, ungverskan leik- ÚR Garðveislu með Erlingi Gíslasyni og Kristbjörgu Kjeld. BÖRN í vesturbænum: Sigurður og Ársæll Ársælssyn- ir, María og Logi bróðir, Sigrún Gísladóttir og Sigurð- ur Hermundarson. í VIÐTALI við Hring Jóhannesson á blaðamennskuárunum. STUDENTAR í Leipzig - frá vinstri Rita Valdivia frá Bólivíu, Grace frá Ghana og María. myndateiknara, Ivan Torök, og ásamt hópi leikara úr Þjóðleikhúsinu unnum við þetta verk til sýningar í Lindarbæ. Ivan Torök var mikill fengur fyrir íslenskt leikhús. Hann var kunn- áttumaður sem fluttist frá Ungverjalandi og ég held að megi fullyrða það, að hann hafi verið fyrstur leikmyndateiknara hér til að láta leikmyndina þjóna grunnhugmynd leikstjórnar- innar en skapa um leið sjálfstætt listaverk. Semsé, þetta verk var flutt á vegum leikfélags- ins Grímu og þetta varð eitt vinsælasta verk sem Gríma setti á svið. Það gekk fyrir fullu húsi að ég held 80 sinnum. Eða þar til sýningin var keypt af Sjónvarpinu. Árið 1971 um haustið urðu enn þáttaskil í lífi mínu en þá fór ég til Ak- ureyrar ásamt Ivani Tö- rök og setti upp hjá Menntaskólanum leikritið Minkana eftir Erling E. Halldórssson. Einnig aðra sýningu þennan vetur hjá Leikfélagi Akureyrar, Strompleikinn eftir Hall- dór Laxness. Á Akureyri kynntist ég manninum mínum sem síðar varð, Jóni Aðalsteinssyni. Og frá þeim tíma hef ég verið á ferð og flugi í orðsíns fyllstu merkingu. Við höf- um búið og farið víða. Við giftum okkur í Stokk- hólmi, dóttir okkar Sal- björg Rita fæddist á Fá- skrúðsfirði en við höfum átt heimili á Húsavík frá árinu 1977 þar sem Jón er yfirlæknir á sjúkrahús- inu. Ég starfaði mikið á Húsavík og nágranna- byggðum fyrstu árin en fór líka suður og setti þar upp margar sýningar til dæmis „Er þetta ekki mitt líf" eftir Brian Clark hjá LR, en þá var Vigdís orðin leikhússtjóri. Það var gaman að vinna með leikara eins og Hjalta Rögnvaldssyni en annars þótti mér framan af erfitt að vinna í íslensku leikhúsi. Margir leikarar passívir, menn voru ekki vanir að líta á æfingar sem leit, heldur átti leikstjór- inn að færa þeim stórasannleikann, koma með sýninguna fullsmíðaða í höfðinu á fyrstu æf- ingu og berja í gegn hugmyndir sínar. Þá fannst mér og finnst enn að tilfinningasemi sem er ekki sama og tilfinningar blómstri í íslensku leikhúsi á kostnað vitsmuna. Það var því alltaf mikill léttir að koma aftur heim til Kinnafjallanna qg góðs mannlífs á Húsavík. Ég held að eftirminnilegasta verk sem ég hef unnið síðastl- iðin tuttugu ár sé Garðveisla eftir Guðmund Steinsson sem ég setti upp í Þjóðleikhúsinu 1982. Eftirminnilegast er hvorki að tveir leikarar gengu úr sýningunni á þeim forsend- um að handritið væri fullt af klámi og guðlasti né heldur það að tuttugu til þrjátíu þjóð- kirkjuprestar voru kallaðir til á generalprufu til þess að gefa okkur siðferðisvottorð sem og þeir gerðu. Eftirminnilegast var fyrir mig að kynnast þeim Þórunni Sigríði Þorgrímsdótt- ur leikmyndateiknara og Krist- björgu Kjeld og Guðmundi en ég hafði ekki unnið með þeim áður. Við áttum margt sameiginlegt í afstöðu okkar til lífsins og leikhússins auk þess sem Þórunn er mennt- uð í Þýskalandi eins og ég. Þau áttu stóran þátt í því að ég fékk aftur raunverulegan áhuga á leikhúsi. Útvarpsleikhúsið. Nú verður þú leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins í árslok 1991. Segðu mér frá starfsemi útvarps- leikhússins á þessu tímabili. „Við erum aðeins þrír fastir starfsmenn Útvarpsleikhússins. Fyrir utan mig starfa Gyða Ragnarsdóttir semjeiklistarfulltrúi, en hún er kjölfestan í starfi Útvarpsleikhússins og hefur starfað hér lengst af okkur öllum. Hennar aðalstarf er að kynna dagskrá okkar og afla flutningsréttar auk alls annars. Melkorka Ólafsdóttir er dramatúrg og vinnur fyrst og fremst með íslenskum höfundum og vinnur að verkefnavali með lestri og hlustun á leikverk. Þá eru ótaldir tveir tæknimenn sem að starfa í leiklistarstúdíóinu og sjá alveg um upptökur á öllum leikritum, það eru þeir Georg Magnússon og Sverrir Gísla- son. Þeir eru nánustu samstarfsmenn þeirra leikstjóra sem vinna hjá okkur og hafa svipaða þýðingu og góður leik- myndateiknari. Á hverju ári eru um það bil þrjátíu leikstjórnaverkefni unnin hjá útvarps- leikhúsinu. Á annað hundrað leikarar eru ráðnir til starfa hjá okkur við þau verkefni. í heild eru á milli sextíu og sjötíu verk flutt á ári. Árið 1987 fékk Jón Viðar Jónsson, þáver- andi leiklistarstjóri, mig til að stjórna útvarps- leikriti, þau urðu síðan fleiri og síðar réðst ég hingað sem leiklistarráðunautur. Það var ný og skemmtileg reynsla að kynnast útvarpsleik- húsinu. Það sem greinir útvarpsleikrit frá öllum öðrum formum leiklistar er það að það höfðar aðeins til eins skilningarvits, heyrnarinnar, en í leikhúsum og kvikmyndum hjálpast leikmynd, búningar, lýsing og hreyfingar leikarans við að búa til myndræna hlið verksins. Sá sem hlustar á útvarp er ekki sjáandi, hann er blindur og hann verður að nota ímyndunarafl sitt til þess að skapa allt það sem er sjónrænt. Það er þetta sem gerir útvarpsleikhúsið svo heillandi. Það hversu hlustandi er virkur í sköpuninni. Núna, eftir að fjárhagsstaða ríkisútvarpsins hefur þrengst, hafa þær raddir heyrst bæði innan sjónvarpsins og úti í bæ að hægt væri að taka fé frá Útvarpsleikhúsinu og yfirfæra það til sjónvarpsins til að efla innlenda þátta- gerð. Nú er það svo að fjárhagsáætlun Út- varpsleikhússins er ekki há — hún er innan við eitt prpsent af ársfjárhagsáætlun ríkisút- varpsins. í annan stað.þá er eins og þetta fólk viti ekki að útvarpsleikritið er alveg sér- stakt listform sem varð til með tilkomu út- varpsins sem fjölmiðils og eina sjálfstæða list- formið sem útvarpið hefur_ skapað. Því er krafan um að flytja fé frá Útvarpsleikhúsinu eða jafnvel að leggja það niður krafa um að ísleriskt menningarlíf glati einu listforma sinna. Á þessum árum sem ég hef verið að vinna hérna hef ég aðallega reynt að stuðia að _að tvennu, annars vegar að auka hlustun á Út- varpsleikhúsið sem hefur tekist með svokölluð- um hádegisleikritum sem flutt eru strax eftir hádegisfréttir á virkum dögum. En við náum samkvæmt könnunum til mjög breiðs hóps manna. Hins vegar að reyna að stuðla að því að íslensk útvarpsleikritun eflist. En það er skoðun mín að Ríkisútvarpið eigi sér ekki til- verurétt nema að þar sé hlúð að sköpunargáfu þjóðarinnar á sviði leiklistar, tónlistar, bók- mennta og kvikmyndagerðar. Við efndum til leikritasamkeppni í samvinnu við Rithöfunda- sambandið á síðasta ári. Okkur kom mjög á óvart hversu þátttaka var góð og hversu marg- ir nýir höfundar komu þar fram. Við keyptum sjö þessara verka og ýmsir aðrir höfundar sem sendu inn í keppnina eru að þróa hugmyndir sínar áfram í samvinnu við útvarpsleikhúsið og við væntum þess að sú vinna eigi eftir að skila árangri fyrir framtíðina. Við höfum líka staðið fyrir viðamikilli kynn- ingu á íslenskum verkum erlendis með liðstyrk menntamálaráðuneytisins og gáfumút á ensku fyrsta bækling sinnar tegundar á íslandi um íslenska leikritahöfunda, bæði þá sem skrifað hafa fyrir útvarp og fyrir svið. Þessi bækling- ur hefur farið víða og Danir ætla nú að feta í fótspor okkar." Og hvað er svo framundan? „Við þurfum á. næstu árum að efla fag- mennsku innan Útvarpsleikhússins. Eitt af því sem háir okkur mjög mikið það er hversu fáir íslenskir leikstjórar eru þjálfaðir í leikstjórn í útvarpi. Það að það er aðeins röddin og hljóð og tónlist sem við höfum til að nálgast hlu- standann gerir alveg sérstakar kröfur til leik- ara og leikstjóra. Auk þess sem allt tæknium- hverfi okkar hefur breyst á undanförnum árum, eða frá því að útvarpið flutti í Efsta- leiti og mun væntanlega breytast enn meira í nánustu framtíð vegna tölvuvæðingar sem á sér stað innan útvarpsins. En á sama tíma og hljóðmenn okkar hafa tekið stór stökk í kunn- áttu við að nota miðilinn hefur það sama ekki gerst á sviði leikstjórnar." Nú er hafin umræða um stöðu Ríkisútvarps- ins í breyttum fjölmiðlaheimi. Hvernig vilt þú hafa_ útvarpið í náinni framtíð? „Ég trúi því ekki að íslenska þjóðin vilji í raun og veru búa við það afþreyingarofbeldi sem flestar útvarpstöðvar bjóða uppá né held- ur að æðsti draumur hennar sé að næla sér í ókeypis pitsp með innhringingu í einhvern útvarpsþátt. Ég hef aldrei trúað því að fólk vilji einhverja lágkúru. Flestir vilja lifa fallegu lífi, hlæja, fræðast, Iáta koma sér á óvart og víkka sjóndeildarhringinn. Og ég tel að það sé hlutverk Ríkisútvarps að sinna þessum þörfum. Einnig ætti Ríkisútvarpið að standa vörð um lýðræðið í landinu, styrkja skoðan- frelsið og efla virðinguna fyrir manneskjunni. Góð leikverk geta átt þátt í því. " Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgnnblabib fæst á Kastrnpflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Byrjendanámskeidíióga Leiðbeinandi: Guðfinna St. Svavarsdottm Kenndar veróa undirstöðuæfingar Kripalujóga, teygjur, öndunaræfingar, hugleiðsla og slökunaraðferðir, sem losa um spennu, líkamlega og andlega. Innifalinn er aðgangur að opnum jógatímum á meðan á námskeiðinu stendur og í eina viku í framhaldi af námskeiðinu. Tilboð fyrir þá, sem hafa áður verið á byrjendanámskeiði að koma aftur fyrir lægra verð. Tímatafla Jógastöovarinnar Heimsljóss i sumai: Món. M. Mið. Fim. Fös. Ldu. 06.55-07.55 Jón Agúst Jón Agúst Jón Ágúst 07.30-08.45 Ymsir 09.00-10.15 10.30-11.30 Huldo Huldo 12.15-13.15 Aimn Guofinno Ingibjörg O^ 17.10-18.10 Guöfinna Ingibjörg V 18.20-19.30 Anna/Jón Ag Jón Agúst Gublinno a. ÓGA Á Símatími kl.17-19 Jogastödin Heimsljós Ármúla 15, Sími 588 4200 JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.