Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Á MYNDINNI eru f.v.: Kristín Einarsdóttir forseti Soroptimista- sambands íslands, Ingunn Eydal listakona, Guðrún Agnarsdótt- ir læknir og Anna Dýrfjörð verkefnastjóri. Styrkja Neyðarmóttöku vegna nauðgunar Stjórn Framleiðendafélagsins fagn ar skýrslu menntamálaráðherra StíÐASTLIÐINN vetur voru afhentar Neyðarmóttöku vegna nauðgunar, Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, tvær grafíkmyndir að gjöf frá Soroptimistasambandi Islands. Myndimar eru eftir Ingunni Eydal listakonu sem gaf höfundarrétt á myndunum til framleiðslu á tækifær- iskortum til fjáröflunar fyrir Neyð- armóttökuna. Forstjóri Prentsmiðj- unnar Odda, Þorgeir Baldursson, gaf fyrstu prentun kortanna og sér Soroptimistaklúbbur Grafarvogs um dreifingu þeirra. Kortin eru seld á eftirtöldum stöð- um: Verslun Rauða krossins á Land- spítalanum, Bókabúðinni Vedu, Kópavogi, Heimsljósi í Kringlunni, Gallerí Fold, Gallerí List, Gallerí Úmbru, Hafnarblómi, Blómahafinu, Stefánsblómum, Stúdíóblómum, Breiðholtsblómum, Irpu, Kópavogi, Blómavali, Iðnu Lísu, Blómabúðinni íris og Hlín, Mosfellsbæ. FRAMLEIÐENDAFÉLAGIÐ, sam- tök félaga og fyrirtækja sem fram- leiða kvikmyndir, hefur sent frá sér ályktun vegna skýrslu starfshóps um endurskoðun á útvarpslögum sem menntamálaráðherra lét gera. Stjórn Framleiðendafélagsins fagn- ar skýrslu starfshópsins og telur hana að ýmsu leyti rökrétt fram- hald af kæru félagsins á hendur Ríkisútvarpinu til Samkeppnisstofn- unar á sínum tíma. _ í samantekt skýrslunnar segir: „í upphafí starfs mótaði starfshóp- urinn því það viðmið að meginvið- gangsefnið væri að hyggja sérstak- lega að hlut innlendrar dagskrár- gerðar á ljósvakanum og leita leiða til að efla hlut þess þáttar í starf- semi ljósvakamiðla, bæði einkarek- inna og Ríkisútvarpsins." í álykt- unni segir að starfshópnum hafí í grundvallaratriðum tekist þetta meginviðfangsefni sitt og sérstak- lega beri að lofa þá áherslu sem hópurinn leggur á mikilvægi inn- lendrar dagskrárgerðar fyrir menn- ingu og tungu þjóðarinnar. í ályktuninni koma fram nokkrir áherslupunktar sem kvikmynda- framleiðendur telja rétt að taka til sérstakrar umræðu. Þar kemur fram að helstu vankantar skýrslunnar séu að ekki skuli vera lagðar til þær kvaðir á inniendar einkareknar sjón- varpstöðvar að þær auki framleiðslu á innlendu dagskrárefni samhliða því að samkeppnisstaða þeirra sé jöfnuð. Ennfremur er bent á að afnám auglýsinga í Ríkisútvarpi-Sjónvarpi komi ekki til álita fyrr en einka- reknu sjónvarpstöðvarnar verði orðnar fleiri, fjölbreyttari og fastari í sessi, þar sem hætta er á fákeppni á auglýsingamarkaði og hugsanlega stórfelldum samdrætti í framleiðslu sjónvarpsauglýsinga. Tekið er fram að sjónvarpstöð sem selur áskrift geti ekki gegnt sama upplýsinga- hlutverki og stöð sem er öllum opin. Framleiðendafélagið leggur til að tekjur af sölu auglýsinga í Ríkissjón- varpinu renni til innlendrar dag- skrárgerðar hjá sjáifstæðum fram- leiðendum dagskrárefnis og á einka- reknum sjónvarpsstöðvum. Félagið tekur undir hugmyndir skýrslunnar um sérstakan dagskrárgerðarsjóð og telur það betri leið til að tryggja grósku í innlendri dagskrárgerð, en þá að einkastöðvar geti farið með auglýsingatekjur sínar að vild. I skýrslunni er lagt til að sá þátt- ur auglýsingasölu sem nefndur er kostun verði lagður niður hjá Rikis- sjónvarpinu, því kostun dagskrár- efnis sé ein af mikilvægustu leiðum einkarekinna stöðva til að fjár- magna dagskrárefni. Framleiðenda- félagið tekur fram að kostun á er- lendu efni skerði verulega mögu- leika sjálfstæðra framleiðenda til að fá kostunaraðila í samstarf við gerð á innlendu vönduðu dagskrár- efni. Því sé mikilvægt að kostun á öllu innlendu efni verði leyfð, en kostun á erlendu sjónvarpsefni bönnuð. Á einkareknum sjónvarps- stöðvum hefur áskrifandinn greitt fyrir hina erlendu dagskrá og því ekki þörf á að kosta hana sérstak- lega. auglýsingor t Hörgshlíð12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. oa77», Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 I kvöld kl. 20.00: Hjálpræðissam- koma í umsjá Erlings Níelssonar. 17. júní verður kaffisala kl. 14- 19. Hugvekjustund kl. 17.00. Flóamarkaðsbúðin, Garðastræti 6, verður með útsölu 18., 20. og 21. júní. Síðan veröur lokað til 30. júlí. Ekki tekið á móti fatnaöi fyrr en í ágúst. Ungt tólk með htutverk W\rA YWAM - lceland------- Lofgjörðar- og fyrir- bænasamkoma fyrir fólk á öllum aldri verður í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20. Friðrik Schram prédikar og segir m.a. frá nýframkomnum spá- dómum um væntanlega úthell- ingu Heilags anda. Þorvaldur Halldórsson leiðir lofgjörð og syngur einsöng. Verið öll inni- 1 ’ lega velkomin! Grensásvegi 8 Samkoma í dag kl. 11. Ásmundur Magnússon prédikar. Allir hjartanlega velkomnir! Sjónvarpsútsending á Omega kl. 16.30. Pýramídinn - andleg miðstöð I nærveru sálar Björg Einarsdótt- ir, sjúkranuddari og Reikimeistari, býður upp á einkatíma í djúpheilun margvíddarheilun. Fariö er inná hin ýmsu svið sálarinnar, and- legar tengingar, fyrri líf, innra barn, tilfinningar, viðhorf, sál- arlexíurog hreinsun orkustöðva. Námskeiðið: „Taktu sólina inn í sálina". Andlegar tengíngar, aukin næmni, innri sýn, sjálfs- heilun, hugleiðslur inn á hin ýmsu svið; huga, tilfinninga og sálar, hefst fimmtudaginn 27. júni kl. 20.00. Námskeiö í Reiki I verður haldið 29. og 30. júní. Námskeið í ilmjurtaheilun verður auglýst síðar. Allar nánari upplýsingar í Pýra- mídanum, Dugguvogi 2, í síma 588 1415 og 565 8567. Hverfisgötu 105,1. hæð Samkoma kl. 20.00 í kvöld. Mike Bradley frá Keflavík predikar. Frelsishetjurnar, krakkakirkja kl. 11.00. Allir velkomnir. Fimmtudagskvöld: Kennsla og bænastund kl. 20.00. Vertu frjáls, kiktu í Frelsið. Rauðarárstíg 26, Reykjavík, sími 561 6400 Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altaris- ganga öll sunnudagskvöld. Prestur: Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Pýramídinn - andieg miðstöð Heilun, reiki, ilm- jurtanudd, svæðameðferð. Arnhildur S. Magnúsdóttir býður einkatima í heilun, sem er hreinsun á orkustöðvum, Reiki, ilmjurtanudd og svæðameðferð sem er þrýstinudd og er notað á ákveðna orkupunkta, aðallega á fótum þar sem þeir eru næm- astir. Námskeið verður í ilmjurtaheilun sem felur T sér slökunarnudd með ilmkjarnaolíu og orkusvið líkamans. Námskeiðið verður auglýst síðar. Allar nánari upplýsingar í Pýra- mídanum, Dugguvogi 2, í síma 588 1415 og 565 8567. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir Ferðafélagsins Sunnudag 16. júní: 1) Kl. 10.30 Reykjavegur 4. ferð: Djúpavatn - Kaldársel. Mögu- leiki að taka rútu á Krýsuvíkur- leið eða halda áfram í Kaldár- sel. Verð kr. 1.000. 2) Kl. 13.00 Þingveliir - Skógar- kot (gömul þjóðleið). Gengiö að eyðibýlinu Skógarkoti. Verð kr. 1.000. Mánudagur 17. júní: Kl. 10.30 Móskarðshnúkar - Trana - Kjós. Gengið frá Svina- skarði. Verð kr. 1.200. Brottförfrá Umferöarmiðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Feröafélag íslands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Ræðumaður Mike Fitz- gerald. Barnagæsla fyrir börn undir grunnskólaaldri. Láttu sjá þig, þú ert innilega velkominn. Ath. breyttan samkomutíma. Dagskrá vikunnar framundan: Miðvikudagur: Lofgjörð, bæn og biblíulestur kl. 20.00. Föstudagur: Ungiingasamkoma kl. 20.30. K r i s t i ð s a m f é I a g Samkoma í Góötemplarahúsinu, Suðurgötu 7, Hafnarfirði, í dag kl. 20.00. ívar Sigurbergsson predikar. Allir velkomnir. VEGURINN Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Kvöldsamkoma kl. 20.00. Lofgjörðar- og tilbeiðslusam- koma í kvöld kl. 20.00. Frjálsir vitnisburðir. „Dýrð Guðs í kirkjunni." Hjartanlega velkomin! FERÐAFÉLAG ^ ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sumarleyfisferðir: Sólstöðuferð á Strandir 19.-23. júní. Gist í Norðurfjarðarhúsi F(. Austast á Austfjörðum 25.-30. júnf. Hellisfjörður, Viðfjörður, Barðsnes. Vestfirsku alparnir 28.6.-1.7. Haukadalur - Lokinhamradalur - Svalvogar. Vestfjarðastiklur 29.6.-4.7. Öku- og skoðunarferð. Farið á Látrabjarg og í Gunnarsvík. „Laugavegsferðir" hefjast 29.6. 5 og 6 dagar. Undirbún- inysfundir alla mánudaga fyrir brottför ferðanna. Spennandi aukaferð um „Laugaveginn" utan stikuðu gönguleiðarinnar 26.-31. júlí. Ný og glæsileg árbók 1996, sem nefnist „Ofan Hreppa- fjalla", er komin út og er hún innifalin í árgjaldi kr. 3.300. Sólstöðugöngur 21.-23. júní. Brottför föstudag kl. 19.00: a. Næturganga yfir Fimmvörðu- háls. b. Næturganga með Eyja- fjöllum. c. Þórsmörk. Gist í Skag- fjörðsskála. Fjölskylduhelgi i Þórsmörk 28.-30. júní. Ævintýraferö fyrir alla aldurshópa. Ferðafélag íslands. I haust hefur starfsemi Domata Kennt verður fyrir hádegi alla daga vikunnar og gert ráð fyrir að nemendur séu kallaðir af Guði og stundi námið af alvöru. Boðið er upp á: Kennslu erlendra kennara, sem eru í tengslum við dr. Kenneth Hagin og Rhema-biblíuskólann. Kennslu, sem er full af trú og grundvölluð á orði Guðs. Lág skólagjöld. Leyfðu því sem Guð hefur gefið þér að vaxa. Nánari upplýsingar: Domata-biblíuskólinn á íslandi, pósthólf 108, 200 Kópavogi. Nám i cranio sacral- jöfnun 1. hluti af þremur 22.-28. júní. Kennari: Svarupo H. Pfaff, lögg. „heilpraktikerin" frá Þýskalandi. Uppl. og skrán. ísíma 564 1803. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Samkoma í kvöld kl. 20.00. Augliti til auglitis. Ræðumaður: Sr. María Agústsdóttir. Tom Harriger flytur hvatningarorð. Einsöngur: Hörður Geirlaugs- son. Allir velkomnir. Ókeypis í Lakagíga - næstum því 1.200 krónur fyrir þriggja daga ferð með gistingu, fararstjórn og rútuferðum. Útivist efnir til ferðar í Lakagíga en þeir eru á þemasvæði Útivistar, Skaftár- hreppi. Ferðin er farin í sam- vinnu Skaftárhrepps, Austurleið- ar hf. og Útivistar en allir þessir aðilar gefa vinnu sina. Hér er um sérstakt kynningarverö að ræða því það er hagur allra að sem flestir sæki hreppinn heim. I Skaftárhreppi eru margar feg- urstu náttúruminjar landsins, s.s. Eldgjá, Lakagígar, Núpstað- arskógar, Dverghamrar, Kirkju- gólf, Álftavatnskrókar og Fjaðar- árgljúfur svo eitthvað sé nefnt. Þetta er fyrsta stóra gönguferö Útivstar um svæðið og því er um kynningartilboð að ræða. Útivist býður í framhaldi þessa upp á fjölmargar göngu- og skoðunarferöir um svæðið í sumar. Útivist. Somhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16. Mikill almennur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Samtök heimsfriðar og sameiningar, Hverfisgötu 65A. í dag kl. 11.00: Hugvekja. Mánudagur 17. júní: Opið hús, kaffi og veitingar frá kl. 15-19. Allir hjartanlega velkomnir. Dagsferð sun. 16. júní Kl. 10.30 Reykjavegurinn, 4. áfangi; Djúpavatn-Kaldársel. Verð kr. 1.000,- Kvöldferðir um Jóns- messu 23. júní 1. Kl. 20.00 Jónsmessunætur- gangan; Marardalur. Gengið úr Sleggjubeinsdal, yfir Húsmúla í Marardal. 2. Kl. 20.00 Fjallasyrpan, 4. ferð; Hengill. Gengið úr Sleggju- beinsdal upp í Innstadal og það- an á Skeggja. Helgarferð 22.-23. júní 1. Kl. 20.00 Sumarsólstöður á Snæfellsjökli. Gist á Arnarstapa í svefnpokaplássi. Jökulganga, strandganga og hraunganga um nokkra af fegurstu stöðum landsins um einstaka helgi. Verð 8.600/9.400,- 2. Kl. 20.00 Sumarsólstöðuhá- tið í Básum, ferð fyrir alla fjöl- skylduna. Verð kr. 4.900/4.3000 og gist er í tjöldum. Ath. Ferðir í Bása alla daga vik- unnar, lækkað verð frá fyrri árum. Jeppaferð 28.-30. júní Kl. 20.00 Hvítárnes-Kerlinga- fjöll. Heillandi svæði á milli jökla sem býður upp á frábærar gönguleiðir. Gist í góðum fjalla- skálum. Verð 4.500/5.000. Netslóð: http://www.centrum.is/utivist Útivist. KROSSINN Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Barnagæsla er meðan á sam- komunni stendur. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasam- koma kl. 20.30. Sumarleyfisferðir 22.-26. júní Ingjaldssand- ur, sólstöðuferð Ekið í Stykkishólm, með Baldri yfir Breiðafjörð og að Ingjaldss- andi á einum degi. Gengið um sandinn í fylgd heimamanna. Farið í Nesdal, Skáladal, á Barð- ann, í Geldingarskál, Mosdal og Valþjófsdal. Ógleymanleg ferð um einstakt svæði. 26.-30. júní Emstrur Básar Ekið að kvöldi inn Fljótshlíð og í Emstrur. Gist í Botnsskála. Gengið inn að Emstrujökli og yfir hann upp Langháls, suður Almenninga, nýja leiö austan Rjúpnafells og á Stangarháls og í Bása. 3.-7. júli Landmannalaugar Básar Komið um hádegi í Landmanna- laugar, gengið samdægurs upp i Hrafntinnusker, gist í skála. Farð að íshellunum. Gengið að Álftavatni næsta dag. Á þriðja degi í Emstrur og þeim fjórða um Almenninga og Þórsmörk i Bása. 3.-7. júlí Núpsstaðaskógar - Grænalón Ekið að morgni austur í Núps- staðarskóga og tjaldað. Gengið upp í Grænaón með stoppi við Tvílitahyl. Gist við Grænalón í tvær nætur. Skoðunarferö um nágrennið. Gengið suður í Súludal og Súlutindi. Ekið til Reykjavíkur snemma sunnu- dags. 5.-13. júlí Á skíðum yfir Vatnajökul Flogiö til Mývatns og ekið þang- að í Kverkfjöll og gist. Gengið á næsta degi upp í skála Jökla- rannsóknarfélags og gist þar tvær nætur og farið i gönguferö- ir um nágrennið. Gengið á tveim- ur dögum í Grímsvötn og gist þar i tvær nætur. Síðan gengið að Þumli og í Þjóðgarðinn i Skaftafelli. Útivist fór þessa ferð fyrst 1991 og er hún einungis ætluö vönu skíðafólki enda bera þátttakendur allan farangur. Ferðin hefur notið mikilla vin- sælda og er engu lík. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.