Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ f ATVINNUAÍJGl YSINGAR Ritari Öflugt fjármálafyrirtæki í borginni óskar að ráða ritara til starfa strax fyrir nokkra af yfir- mönnum fyrirtækisins. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi reynslu af almennum skrifstofustörfum, góða fs- lensku- og tölvukunnáttu og geti unnið sjálfstætt. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 20. júní. frUÐNT TÓNSSON RÁDGIÖF & RÁDNINGARhlÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Villingaholtsskóli Árnessýslu Kennara vantar næsta skólaár til almennrar kennslu. Villingaholtsskóli erfámennur, vel búinn skóli með 1 .-7. bekk. Hann er í aðeins 17 km fjar- lægð frá Selfossi. Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Upplýsingar um starfið gefur Hafsteinn Karlsson, skólastjóri, í síma 486 3325. Hafrannsókna- stofnun auglýsir lausa til umsóknar stöðu sérfræð- ings á sviði stofnerfðafræði sjávarlífvera. Krafist er menntunar og/eða starfsreynslu á sviði sameindaerfðafræði. Æskilegt er að starfsmaður sýni frumkvæði og geti unnið sjálfstætt. Staðan er styrkt að hluta til af Evrópusambandinu og er ætluð til fjögurra ára. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið starf sem fyrst og eigi síðar en 1. september nk. Hugsanlegt er að unnt verði að tengja starf- ið rannsóknarverkefni til doktorsprófs. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil þurfa að berast stofn- uninni fyrir 28. júní nk. Nánari upplýsingar veitir Anna K. Daníelsdóttir í síma 587 7000. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4, 121 Reykjavík. Skólaþjónusta Eyþings auglýsir lausar stöð- ur til umsóknar. Hin nýja stofnun mun þjón- usta grunnskóla, og frá næstu áramótum einnig leikskóla, í Eyjafjarðar- og Þingeyjar- sýslum. Höfuðstöðvar verða á Akureyri en útibú á Húsavík. Til að sinna þeim verkefnum sem þjónustu- deild er ætlað er auglýst eftir fólki sem hef- ur menntun í: sálfræði - sér- kennslu og kennslu- og uppeldisfræði Einnig er auglýst starf skrifstofumanns og rekstrarfulltrúa. Rekstrarfulltrúi hefur um- sjón með skjalavörslu og yfirumsjón með skýrslugerð og upplýsingagjöf til skóla, sveit- arstjórna og annarra opinberra aðila. Hann sinnir ennfremur ráðgjöf við úrvinnslu á vinnuskýrslum, áætlanagerð og kerfisbundn- ar athuganir. Umsóknarfrestur er til 28. júní nk. Umsóknir sendist til framkvæmdastjóra Eyþings, Strandgötu 29, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Skólaþjónustu Eyþings, Jón Baldvin Hannes- son, vs. 462 2588, 462 4655 og hs. 461 1699. „Au pair“ í Noregi Lækni og sjúkraþjálfara í doktorsnámi vantar „au-pair“ til eins árs frá 1. ágúst. Tvær dæt- ur, 4ra og 7 ára. Búsett á stór-Óslóarsvæðinu. Uppl. gefa Benjamín og Ólöf í s. +47 669 91769 og Hrefna G. Thorsteinson í s. 434 1377. Skotveiðifélag íslands Óskar eftir starfsmanni í hlutastarf. Um er að ræða 40 stundir á mánuði. Umsóknir sendist til Mbl. merktar: „Skotvís - 98“ fyrir 30. júní. Sérkennsla Kennsla yngri barna Leikskólakennari Athugaðu hvað í boði er! Grunnskólinn á Hofsósi er að leita að áhuga- sömum sérkennara og/eða kennara sem getur m.a. tekið að sér kennslu yngri barna. Við leikskólann Barnaborg á Hofsósi er einn- ig laus staða leikskólakennara til að taka að sér leikskólastjórnun. Umsóknarfrestur er til 5. júlí. Upplýsingar veitir Snæbjörn Reynisson, skólastjóri, í síma 453 7344 og 453 7309 og sveitarstjóri, Árni Egilsson, í síma 453 7320 og 453 7395. Leikskólar Reykjavíkurborgar óska að ráða eftirtalið starfsfólk á neðan- greinda leikskóla: Múlaborg v/Ármúla Leikskólakennara með deildarstjórn. Þroskaþjálfa (frá 1. september nk.). Matráð (frá 1. september nk.). Upplýsingar gefur Ragnheiður Gróa Haf- steinsdóttir leikskólastjóri í síma 568 5154. Nóaborg v/Stangarholt Leikskólakennara. Upplýsingar gefur Ásta Þóra Ólafsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í síma 562 9595. Sólborg v/Vesturhlíð Leikskólakennara með deildarstjórn. Upplýsingar gefur Jónína Konráðsdóttir leik- skólastjóri í síma 551 5380. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. Lausar kennarastöður við Reykholtsskóla Biskupstungnahreppur auglýsir lausar kennarastöður við Reykholtsskóla í Biskups- tungum. Meðal kennslugreina eru: Almenn kennsla (yngri börn), danska, raun- greinar og handmennt (smíðar). Umsóknarfrestur framlengist til 24. júní nk. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Kristinn M. Bárðarson, í símum 486 8708 hs., 486 8830 vs. Reykholtsskóli er einsetinn grunnskóli með um 90 nemendur í 1.-10. bekk, góða vinnuaðstöðu og gott bókasafn. Kennaraíbúðir eru í boöi. í Biskupstungum eru tveir þéttbýliskjarnar, Laugarás og Reykholt (fjar- lægð u.þ.b. 100 km frá Reykjavík). í Reykholti er sundlaug, félagsheimili, leikskóli og banki. í Laugarási er heilsugæslustöð. Skólanefnd Biskupstungnahrepps. Heimili Gott heimili óskast fyrir dreng utan af landi, fæddur 1984. Hann er að fara í Öskjuhlíðar- skóla nk. haust. Um er að ræða vistun 5 daga vikunnar og fer hann heim um helgar og í önnur skólafrí. Skólatími er frá kl. 8.00-16.00. Allar nánari upplýsingar í síma 482 1839 eða 482 1922 frá kl. 8.30-16.00 (Nína Edda). Viðhaldsstjóri Fiskiðjan Skagfirðingur hf. á Sauðárkróki vill ráða viðhaldsstjóra, sem hefur umsjón með viðhaldi og þjónustu við skip fyrirtækisins. Viðkomandi verður að vera vélfræðingur og tæknifræðingur. Upplýsingar gefur útgerðarstjóri í símum 455 4409 og 455 4400, fax 453 5839. Umsóknir sendist fyrir 22. júní til: Fiskiðjan Skagfirðingurhf., Gísli Svan Einarsson, Eyrarvegi 18, 550 Sauðárkróki. HJÚKRUNARHEIMILI Hjúkrunarfræðingar takið eftir! Eir er nýtt og glæsilegt hjúkrunarheimili í Grafarvogi, sem veitir víðtæka hjúkrunar þjónustu. Nú og með haustinu vantar okkur hjúkrunar- fræðinga á kvöld-/nætur- og helgarvaktir. Hafið samband og fáið nánari upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra, Birnu Kr. Svavarsdótt- ur, í síma 587 3200 virka daga. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍ K U R Hjúkrunarfræðingar Geðsvið Laus er staða hjúkrunarfræðings á móttöku- deild geðdeildar A-2 í Fossvogi. Lysthafendur hafi samband við Guðbjörgu Gunnarsdóttur, deildarstjóra, í síma 525 1436 eða Guðnýju Onnu Arnþórsdóttur, hjúkrunar- framkvæmdastjóra, í síma 525 1405. Læknaritari Laus er staða læknaritara á barnadeild í Fossvogi. Nánari upplýsingar gefur María Henley, deild- arstjóri, í síma 525 1551 milli kl. 13 og 15. Húsvörður Félag eldri borgara í Bústaðahverfi Réttarholt, Hæðargarði 33-35, óskar að ráða húsvörð til starfa frá og með 1. sept. nk. Starfið felst m.a. í umsjón lóðar og húseignar, minniháttar viðhaldi og ræstingu. Leitað er að reglusömum starfsmanni (helst hjónum) á aldrinum 50 til 60 ára. Starfinu fylgir 2ja herb. íbúð ca 60 fm. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigsvegi 7, og skal skila umsóknum á sama stað fyrir 22. júní nk. rTTJÐNlTÓNSSON RÁPGIÖF & RÁDNINGARIMÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.