Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ hennar álit á eigin vandkvæðum. Hjúkrunarkona á að vinna við hlið sjúklings, vera hans trúnaðarmaður og hans stoð og stytta. Mér finnst ranglátt að piögg eins og ég lýsti hér áðan séu geymd í tugi ára og að svo eigi kannski einhver eftir að lesa þau.“ Hefur komið víða við Sigrún útskrifaðist sem hjúkrun- arkona árið 1962 og tók snemma þá ákvörðun að vinna ekki lengi á sömu deild, helst ekki lengur en þijú ár, til þess að afla sér sem víðtækrastrar reynslu og staðna síður í starfi. Henni tókst ekki að standa alveg við þetta heit sitt en hún hefur eigi að síður komið víða við í hjúkrun, starfað við heima- hjúkrun, á geðdeildum, á handlækn- isdeildum, við gervinýrað, í Blóð- bankanum og við hjúkrun aldraðra, svo eitthvað sé nefnt. „Mér finnst að hjúkrun eigi að miðast að því að gefa sjúklingnum allan þann tima sem mögulegt er, hann þarf hins vegar ekki á allri þessari skriffinnsku að halda frammi á vakt sem nú tíðkast, það hef ég lært á flakki mínu milli hinna ýmsu Sjúkradeilda," sagði Sigrún. „Þessir alltof löngu og mörgu „rapport“-fundir sem viðgangast á íslenskum sjúkrahúsum eru ekki í þágu sjúklingsins. Þessar löngu fundasetur eru tímasóun, sjúkling- urinn á að fá meiri aðhlynningu og skriffinnskan á að minnka. Vanda- málin sem sífellt er verið að skrifa um verða því minni sem hjúkrunar- fólkið gefur sér meiri tíma til að sinna sjúklingum sínum. Og sama hjúkrunarfólkið á að sinna sömu sjúklingunum sem mest. Það er hræðilegt að vera sjúklingur og fá nýtt hjúkrunarfólk til sín á hveijum degi, þá myndast engin tengsl. Þá fer sjúklingurinn á mis við hinn andlega og félagslega þátt hjúkrun- arinnar, sem er svo mikils virði. Ef hjúkrunarkona þekkir sinn sjúkl- ing þarf ekki að rita margar síður um vandamál hans, hún leysir þau með honum jafnóðum." „Möppudýrin" „Ég þoli ekki þessi „möppudýr" sem hafa sprottið upp í hjúkrunar- stéttinni, sem vilja bara vera í að skrifa og fletta bókum, sitja fundi og fara á ráðstefnur en helst ekki tala við sjúklinginn, eða taka á honum nema með töngum. Það er ekkert faglegt við það að vinna störf sem nýtast ekki sjúklingum. Yfir- bygging á deildum sjúkrahúsa er orðin alltof mikil. Þetta skrifræðis- bákn er helsta vandamál heilbrigð- iskerfisins í dag. Það á að veita deildum eftirlit með því að setja þar inn rannsóknaraðila sem gerir hlut- laust mat. Það á að láta skrif- finnana fara að sinna sjúklingun- um. Ég hef séð yfirmanneskju deild- ar hoppa nánast hæð sína og hrópa hátt „ég ræð, ég ræð,“ þegar henni þótti nærri völdum sínum höggvið og var þó um algjört smáatriði að ræða. Því miður er þetta „ég ræð, ég ræð-syndrom“ of mikið ríkjandi, það veldur því að samstarfsfólkið nýtur sín ekki sem skyldi í starfi og jafnvel hrekst í burtu. Þannig standa svona yfirmenn deildum sín- um fyrir þrifum á allan hátt. Yfir- menn sjúkradeilda eiga að hugsa um hvað nýtist sjúklingunum en ekki setja sjálfa sig í forgrunn. Ef fólk er farið að staðna í starfí á þann hátt á að hreyfa það til. Allt á að miðast að því að sjúklingurinn fái sem mesta og besta umönnun.“ Las bækur um Rósu Bennett Sigrún Ásta Pétursdóttir fæddist í Reykjavík árið 1941 en ólst upp í Kópavogi hjá foreldrum sínum, elst í hópi margra systkina. „Amma mín, Sigrún Guðmunds- dóttir, bjó í sama húsi og við og hún var mín besta vinkona allt þar til hún dó þegar ég var þrítug," sagði Sigrún. „Amma beindi huga mínum að hjúkrun með ýmsu móti, t.d. með því að gefa mér bækurnar um Rósu Bennett hjúkrunarkonu. Ég las þær með athygli af því að mig hafði sem bam dreymt að mitt hlutskipti í jarðlífinu væri að verða hjúkrunarkona. Sá draumur olli því að ég tók staðfasta ákvörðun um HORFSTI AUGUVIÐ DAUÐANN Morgunblaðið/RAX Sigrún Ásta Pétursdóttir að verða hjúkrunarkona. Ég tók mikið mark á ömmu minni, dáðist að henni og vildi líkjast henni, mér hefur þó aldrei tekist að komast með tærnar þar sem hún hafði hælana. Hún var svo góð og mikil- hæf kona. Mér hefur kannski helst tekist að líkjast henni í því að ég er nú líkast til að deyja úr sama sjúkdómi og hún dó úr, að því best er vitað. Við fengum báðar gall- steina, sem á löngum tíma ollu krabbameini í gallvegi. Hjá mér hafði gengið niður steinn sem hafði sært. Ég vissi ekki um hve hættu- legt þetta var fyrr en læknir varaði mig alvarlega við að ganga með þessa gallsteina. Þá var ég skorin upp, en meinið var farið að búa um sig þá þegar. Fyrst var haldið að tekist hefði að komast fyrir það, en svo var ekki. Núna er það komið í lífhimnuna og víðar innvortis. Ég hef þó yfirleitt ekki verið mikið kvalin. Mér hefur tekist að hugsa um mitt heimili fram á þennan dag og ég var í fullri vinnu allt þar til í september 1994. Ég var þá komin með mikla verki en varð að ganga eftir því að fá rannsókn. Niðurstað- an var sú að ekkert væri að mér. Ég hélt því áfram að vinna, en minna en áður, fór í 80% vinnu. í febrúar í fyrra var ég lögð inn og þá sást hvers kyns var.“ Giftist ung Sigrún Ásta giftist ung og á þrjú uppkomin börn og tvö barnabörn. „Ég er gift „manni að norðan“. Þessi orð merkja ekki aðeins að hann sé Norðlendingur, það er hann vissulega, ég nota þau líka til að lýsa hans persónuleika," sagði Sig- rún. „Maðurinn minn er það sem kallast „lokaður". Hann er sannar- lega ekki allra. En samband okkar hefur verið ákaflega gott. Við erum búin að vera lengi saman og ég er enn þá ótrúlega hrifin af þessum „manni að norðan". Við kynntumst meðan ég var í heimavist í Hjúkrun- arskólanum, en hann lét það ekki á sig fá. Ég hóf hjúkrunarnámið 18 ára. Á fyrsta ári í námi var ég send til Vestmannaeyja og þar fékk ég mína eldskírn í hjúkrun. Þar var þá fátt hjúkrunarmenntað starfs- fólk og ég þurfti að ganga í störf sem ég var á engan hátt undirbúin að gegna. Það reyndi mjög á dóm- greind mína við þessar aðstæður og fyrir kom að ég varð að neita að sinna störfum sem ég vissi að ég var ekki fær um vegna menntun- arskorts, svo sem þegar ég átti að taka blóð úr blóðgjafa og setja beint í blóðþega. En það sem ég gerði gekk slysalaust. Þegar ég fór frá Eyjum þakkaði ég mínum sæla fyr- ir að hafa sloppið við að skaða neinn. Ég hafði haft vit á að segja: „Þetta kann ég ekki og þetta geri ég ekki,“ þegar nauðsyn krafði. En ég lærði mikið á þessum tíma, kannski mest á mínum námsárum, en ég myndi ekki segja að þetta væri rétta aðferðin við að kenna fólki hjúkrun, hún er of áhættu- söm.“ Mikilvægt að geta hlegið „Strax þegar ég var nemi fannst mér það vera mín æðsta skyida að fá sjúklinginn minn til þess að brosa og helst að hlæja með mér. Að geta hlegið losar um spennu, það er mikilvægt fyrir veikt fólk. Ég segi við hjúkrunarfólk: „Látið það eftir ykkur að gleðjast og hlæja með sjúklingum ykkar, látið jafnvel eftir ykkur að fíflast með sjúkling- um ykkar, það bætir heilsu þeirra, bæði andlega og líkamlega, og ykk- ur sjálf bætir það ennþá meira. Hjúkrun á ekki að vera mörkuð grafar alvöru. Sjálfri finnst mér ekkert grafalvarlegt við það að vera deyjandi. Helst vildi ég deyja hlæj- andi. Ég spauga með minn eigin dauða, mér finnst ég hafa fullt leyfí til þess. Fólk framleiðir endorfín þegar það hlær, ég er endorfínfíkill og mér veitir ekki af að hiæja, það losar endorfín þannig að ég þarf minna af verkjalyfjum. Eg vil skemmta mér, jafnvel þótt ég sé að deyja og mér fínnst ég hafa fullan rétt á því. Það á að lifa lífínu lifandi og njóta þess, jafnvel síðustu stundanna. Það er mitt „mottó“ í lífinu. Ég ætla ekki að láta hjúkrun- arfólk eða aðra í umhverfi mínu segja mér hvernig ég á að haga mér í dauðastríðinu. Eg ætla ekki að láta segja mér að ég eigi að liggja Sjálf hefég raunar þegar haldið eins- konar erfi- drykkju. Það gerði ég áður en ég fór í tví- sýnan upp- skurð. í þunglyndi og gráta. Mér finnst mikilvægt að geta talað um dauð- ann á annan hátt en með sífelldum þunga og alvöru. Þetta er ekki síst nauðsynlegt í þjóðfélagi eins og við búum í, þar sem allskyns hamfarir og slys vofa yfir, svo sem eldsum- brot, snjóflóð og umferðarslys, sem ógna og taka mannslíf. Mörgum finnst óeðlilegt að ég skuli sætta mig við að vera dauð- vona og að ég skuli geta gert að gamni mínu um þessa staðreynd. Eg hef átt gott líf og __________ miklu barnaláni að fagna. Börnin mín lifa nú sjálf- stæðu lífi og hafa það gott, kannski þess vegna hef ég átt svona auðvelt með að sætta mig við að fara héðan. Ég verð þó að játa að ég hef áhyggj- ur af manninum mínum. Ég hef sagt honum að ég vonist til þess að hann kvænist aftur. Helst vildi ég velja konu fyrir hann, en það gengur víst ekki. Mér finnst ég vita svo vel hvernig konu hann þarf. Ég veit að honum mun finnast erf- itt að vera einn, við höfum verið lengi saman, þess vegna er erfitt að þurfa að fara frá honum. Hann hefur styrkt mig óskaplega vel í mínum veikindum, en ég reyni að láta þau ekki binda hann um of. Mörgum hefur þótt undarlegt að hann skuli óhikað fara út á land vegna vinnu sinnar þótt ég sé svona veik, en ég hef viljað að hann færi, hann á að geta gert það sem hann þarf að gera.“ Það er tign yfir dauðanum „Mér hefur alltaf fundist dauðinn hátíðlegur. Þegar ég starfaði við heimahjúkrun í Kópavogi kom fyrir að fólk dó heima. Ég bjó þá um líkin ásamt aðstandendum. Mér þótti það ekki skelfilegt, það er tign yfir dauðanum. Auðvitað þykir mér hræðilegt þegar börn deyja eða for- eldrar frá ungum börnum, en þegar fólk er komið á miðjan aldur og búið að skila góðu lífsstarfi þá er ekkert að því að deyja. Þannig er þetta með mig, minn tími er kom- inn. Ekki einn dag hef ég verið „langt niðri" vegna þess að ég er dauðvona. Ég hef verið gagnrýnd fyrir þessa afstöðu og verið sagt hún væri ekki raunhæf. Ég sagði við systur mína: „Hvað er svona merkilegt við það að ég skuli vera að deyja.“ Hún varð ótrúlega reið við mig og gat alls ekki séð þetta frá mínu sjónarhorni. Mér finnst hins vegar að dauðinn eigi ekki að vera svona alvarlegt mál. Einu sinni, þegar ég var að vinna á deild þar sem margt fólk var deyjandi, lagði ég mig fram um að tala við það bæði um dauðann og um lífið og tilveruna. Ef fólkið gat ekki sof- ið og ég átti næturvakt sat það hjá mér og drakk flóaða mjólk og spjall- aði. Þetta létti því stundirnar og gaf mér mikið líka. Það á að ræða um dauðann, það þarf að ræða allt sem veldur skelfingu og kvíða, það er eins og að opna kýli og hleypa út greftrinum. Það er dýrmæt reynsla hjúkrunarkonu að geta rætt við sjúklinga sína um þeirra innstu hugsanir. Fjölskylda á að ræða um _________ dauðann sín í milli og til- finningar samfara honum, þótt eng- in veikindi séu fyrirsjáanleg. Áfalla- hjálp er góðra gjalda verð, en fyrir- byggjandi starf er mun betra.“ Græt ekki örlög mín „Ég hef ekki einn dag grátið örlög mín, þvert á móti hlakka ég nú orðið til að deyja. Öll erum við dauðvona, það er bara misjafnlega langt þar til við eigum að deyja. Þegar fólk er orðið veikt og líkam- inn orðinn því sem næst ónýtur er tilhlökkunarefni að losna úr honum. Þótt ég sé sátt við að eiga senn að deyja hefur einu sinni komið fyrir að ég varð leið. Ég kasta oftar en ekki upp eftir máltíðir. Hræringur finnst mér bestur af öllum mat. Einn morguninn var ég búin að elda hafragraut, blanda skyrinu í hann og borða - en kastaði svo öllu upp. Þá varð ég allt í einu svo þreytt að ég fór út og sagði við Guð: „Taktu mig nú til þín, ég er orðin svo þreytt, ég get ekki einu sinni borðað hræringinn minn.“ Svo sat ég svolitla stund úti í góðviðrinu áður en ég fór aftur inn til þess að reyna að búa mér nýjan hrær- ing. Þá brá svo við að ég hélt hon- um niðri. Mér finnst ég ekki hafa fengið nein alvarleg áföll í sambandi við veikindi mín. Ekki einu sinni þegar ég heyrði lækna ræða um að ég --------- væri með illkynja æxli í miðri rannsókn. Þannig frétti ég að ég væri með krabbamein. Eg hef hald- ið ró minni og reynt að búa börnin _mín undir dauða minn. Ég hef raun- ar alltaf rætt óhikað við þau um dauðann, allt frá því þau voru lítil. Núna hef ég sagt við þau: „Ég er ekki ósátt við að deyja og ég vildi ekki skipta við ykkur.“ Því að þótt ég sé ekki hrædd við að deyja sjálf hef ég allt- af verið dálítið hrædd við að missa. Þess vegna veit ég að fyrirsjáanleg- ur dauði minn er þeim erfiður. Sjálf ólst ég upp við dauðahræðslu en þau ekki. Dóttir mín sagði mér um daginn að hún vaari sjálf ekki hrædd við að deyja. Ég held að það sé ákveðið þegar maður fæðist hvenær maður deyr og minn tími er sem sagt kominn. Þótt ég hafi lengi ekki óttast dauðann myndi ég samt aldrei flýta honum, það er á móti mínum trúarskoðunum. En ég skil samt af hveiju sumt fólk gerir það og virði ákvörðun þess.“ Trúir á annað líf „Ég trúi því að annað líf taki við eftir þetta líf. Það eru ekki all- ir sem trúa því, en jafnvel þótt ekkert taki við að þessu lífi loknu - hvað er þá svona hræðilegt við það? Það eina sem ég óttast í sam- bandi við sjálfa mig og veikindin er að verða mjög kvalin eða enda sem „eitthvað“ sem þarf að snúa á fimmtán mínútna fresti. Það kemur margt fólk til mín til þess að ræða um dauðann. Sumt af því er með krabbamein eins og ég. Því finnst það fá aðra lífssýn við þess- ar umræður. Ég ráðlegg fólki að ræða um dauðann við sína nán- ustu, ræða um tilfinningar sínar og ótta. Einnig, ef vill, um hinn „praktískari" þátt dauðans, svo sem hvernig fólk vill láta ganga frá sér látnu og hvernig útför það vill hafa. Sjálf hef ég aðeins mælt fyrir um að ég vilji láta brenna mig látna. Foreldrar mínir létu brenna lík sín. Ég hef verið spurð hvort ég sé búin að velja sálma í jarðarför mína og ákveða með erfi- drykkju. Ég hef svarað því til að þegar ég sé dáin sé mínu hlutverki lokið og hinir eftirlifandi geti tekið þær ákvarðanir. Sjálf hef ég raun- ar þegar haldið einskonar erfi- drykkju. Það gerði ég áður en ég _________ fór í tvísýnan uppskurð. Það var yndisleg veisla og ég skemmti mér manna best. Núna standa málin þannig að ég á von á dauða mínum hvenær sem er og kvíði honum alls ekki. Hins vegar hef ég óskað eftir að fá líknandi meðferð, því ég vil ekki kveljast. Mér finnst það eigi að gefa deyj- andi fólki eins mikið af kvala- stillandi lyfjum og þarf til þess að halda því kvalalausu fram til síð- ustu stundar. Ekki síst er þetta nauðsynlegt vegna aðstandenda." Eftir þetta langa samtal um hjúkrun, sjúkdóma og dauða stóð ég upp og sýndi á mér fararsnið. „Á ég ekki ganga með þér út að bílnum?“ spurði Sigrún Ásta. Svo gengum við saman út í sumarið. Hún kveinkaði sér ekki þótt ég gengi óvart heldur hraðar en þrek hennar leyfði, heldur fylgdi mér brosmild og glaðleg alveg út að keðjunni sem aðskilur malbikuðu bílastæðin frá hinum malarbornu. Það stansaði hún og vindurinn lék sér í fötum hennar og dökku hári þegar við tókumst í hendur. „Hafðu það gott í lífinu,“ voru hennar síðustu orð til mín. Ég hef ekki einn dag grát- ið örlög mín, þvert á móti hlakka ég nú orðið til að deyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.