Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 B 31 SKOÐUN SKILNINGSHAMLANDISKRIF ÞÓRS WHITEHEAD UM UPPHAF SEINNA STRÍÐS ÞÓR Whitehead er langt kominn með að verða opinber sögutúlkandi íslenskrar utanríkisstefnu. Þar að auki er hann eitt helsta átórítet í akademískri umræðu um sögu ís- lenskrar kommúnistahreyfingar. Bæði þessi málefni eru mjög á dag- skrá í síðustu bók hans, Milli vonar og ótta, sem færði honum Islensku bókmenntaverðlaunin sem bestu bók síðasta árs á sviði fagbók- mennta. Margt fróðlegt hefur Þór grafið úr fylgsnum heimildanna. Eg vil þó setja fram þessa spurn- ingu: Er það sem hann skrifar um þessi mál e.t.v. fremur skilnings- hamlandi en skilningsaukandi? „Kommúnismi" sem tvíhöfða þurs Milli vonar og ótta fjallar um fyrsta ár seinni heimsstyrjaldarinn- ar. Það er dramatískur tlmi í stjórn- málalífi íslands og Evrópu, mjög markaður af griðasáttmála Hitlers og Stalíns. Yfirleitt hefur Þór Whitehead þann sið að láta „heim- ildirnar tala". Hann leggur lítt fram eigin túlkanir á atburðum þessara tíma heldur dregur hann saman mikið magn heimilda, birtir úrval af því og eftirlætur lesendum að draga ályktanir. En úrval þeirra heimildabrota sem Þór dregur fram og samhengið sem þær mynda leiða hins vegar lesandann að ákveðnum ályktunum. Og þetta samhengi lit- ast mjög af lífssýn Þórs. Það á við um það sem hann ritar um fram- góngu kommúnista, hérlendis sem erlendis, á umræddum tíma og um þau skrif langar mig að fjalla lítil- lega (og til þeirra vísar titill greinar minnar). Einn ritdómari dregur t.d. ályktun beint af þessu „tali heimild- anna" hjá Þór og skrifar að komm- únistar hafi bersýnilega verið „helstu talsmenn nasista eftir að griðasáttmálinn var gerður" (Guð- mundur Heiðar Frímannsson, Mbl. 20. des.). Þór setur aldrei fram svo grófa fullyrðingu berum orðum enda væri það ekki í samræmi við aðferð hans. Hann býr hins vegar til mynd þar sem slík fullyrðing liggur beint við en lætur ekki hanka sig á að koma með hana sjálfur. Myndin sem Þór dregur upp er raunar ekki ný. Hún er í meginatrið- um lík málflutningi ráðandi afla þessara ára á Vesturlöndum og túlkun þeirra á griðasáttmálanum. Þór endurframkallar þá mynd ein- faldlega með því að kalla á ný fram anda þessara ára. Að mínu mati er hér á ferðinni eitthvað annað en sagnfræði. Það er blaðamennska í sögulegu efni. Sagnfræðingur spyr spurninga, leitar hinna mögulegu skýringa og svara í heimildum sín- um og tekur síðan afstððu til þeirra. Þór veltir upp miklu söguefni að hætti blaðamanns en stoppar þar og eftirlætur lesendum að draga ályktanir. En blaðamennska Þórs White- head er pólitísk, og stöku sinnum kemur hann með almennar „upplýs- ingar" sem í reynd eru pólitískt merktar túlkanir: „Stalín mælti einnig svo fyrir að Alþjóðasamband kommúnista skyjdi virkjað gegn Bandamönnum ... Á sama tíma höfðu kommúnistar á yfirráðasvæði Hitlers sig hæga ... Ráðstjórnin og Komintern höfðu afturkallað boðskapinn um sam- fylkingu gegn fasisma og fylktu í raun liði með nasistum og fasistum gegn „Bandamannaauðvald- inu""(bls. 60-61). Að sögn Þórs bergmálaði þessi nýja stefna Stalíns og Kominterns strax í málflutningi kommún- ista á íslandi. Sem dæmi um það tilfærir hann brot úr grein eft- ir Halldór Laxness og túlkar hana á sinn hátt. Hann segir hana vitnisburð um að kommúnistar hér hafi strax þóst skilja hver væri „dulinn tilgangur Stalíns" með hinni nýju stefnu: „Samfylking gegn fasisma" var úrelt orð- Þórarinn in, því sáttmáli við Hjartarson Hitler, óvin siðmenn- ingarinnar, þjónaði betur hags- munum heimsbyltingarinnar ... Herjum Bandamanna og Þjóðverja blæðir út í langvarandi stríði, en Sovétríkin færa út landamæri sín í vesturátt og vígbúast í friði ... I stað þess að haltra til framtíðarrík- isins í hægfara samfylkingu gat óskadraumurinn um frelsun alþýð- unnar þá ræst um alla álfuna, eins hratt og skriðdrekar hinnar stór- kostlegu fimm ára áætlunar fengju sótt fram vestur á bóginn" (bls. 65). Ofangreindar tilvitnanir og túlk- anir draga upp eftirfarandi mynd: í fyrsta lagi voru Stalín og Hitler bandamenn á þessu tímabili. í öðru lagi hafði Stalín 1939 dulin plön um sórkostlega sókn vestur á bóg- inn. í þriðja lagi gat Stalín, þegar honum hentaði, skipað fylgismönn- um sínum á íslandi sem annars staðar að gerast bandamenn fasista gegn sameiginlegum óvini beggja: lýðræðinu. Þeir hlýddu. Og þannig var línan fram á sumar 1941 þegar Hitler óforvarandis réðist á Stalín. Þá gerðust kommúnistar aftur andfasistar - en svo langt nær raunar ekki bókin Milli vonar og ótta. Þjóðviljinn á dögum griða- sáttmálans: stefnuskrið Sögufróðir menn vita að veruleg breyting varð á pólitík kommúnista eftir griðasáttmála Hitlers og Stal- íns, einnig hér á Islandi. En mynd- in sem blasir við ef skoðuð eru málgögn kommúnista og Sósíal- istaflokksins á umræddu tímabili er samt talsvert önnur en Þór dreg- ur upp. Og það þarf býsna sterk „pólitísk gleraugu" Jbil að lesa þau eins og hann gerir. Ég fór að fletta Verklýðsblaðinu, Þjóðviljanum og Rétti. Á tímabilinu frá 1934 og fram að griðasáttmálanum í ágúst 1939 vitna blöðin um harðskeytta baráttu gegn fasisma og stríðs- hættu. „Samfylking gegn fasisma" varð eitt helsta kjörorð kommún- ista og málflutningur þeirra þar virðist hafa haft breiða skírskotun því baráttan fæddi af sér öfluga hreyfingu, með kröfugöngum og tíðum fjöldafundum gegn fasisma, ekki síst meðal verkamanna. Sá hópur rithöfunda og menntamanna sem hrærðist kringum Mál og menningu var líka mjög meðvitað- ur og virkur í baráttu gegn f asisma og stríðshættu. í Þjóðviljanum er það frá byrjun meginstef í utanrík- ismálum að berjast gegn undan- láts- og „friðkaupastefnunni" gagnvart yfirgangi Þýskalands, Italíu og Japans, þeirri stefnu sem birtist síðan í Munchensamkomu- laginu 1938. Eftir griðasáttmálann í ágúst 1939 verður áróður gegn Hitler vissulega minni en fyrr og áróður gegn Bretum meiri en áður. En stefnubreytingin verð- ur þó ekki skyndilega. Þór Whitehead gefur í skyn, að flokkurinn hætti að berjast gegn fasismanum, jafnvel styðji hann, og túlkar afstöðu hans m.a. svona: „Þjóðviljinn taldi, að það yrði til mestu ógæfu ef Hitler tapaði fyrir Vestur- veldunum ... Nasistar voru hæglætismenn, þá þurfti ekki að óttast ..." (69) Hann ýjar að ýmsu sem gefur hugmynd um sálu- félag fásista og kommúnista, án þess þó að birta heimildir. Gott væri að fá heimildir fyrir því að þýski ræðismaðurinn hafi haft „vel- þóknun á Þjóðviljanum" og hafi á fundum talað „eins og hann væri blaðafulltrúi Stalíns á Islandi" (bls. 192 og 41). Málflutningur Þjóðviljans gagn- vart stríðinu þessi tæpu tvö ár eftir ágúst 1939 gekk gegnum þróun. Segja má að spurningin hafi snúist um eðli stríðsins og svarið við þeirri spurningu skipti mestu um afstöðu kommúnista til stríðsins, hér sem annars staðar. Tvenns konar af- staða til stríðsins kom til álita. Væri þetta hreint „heimsvaldastríð" þ.e.a.s. stríð heimsvaldasinna um enduruppskiptingu áhrifasvæða, eins og kommúnistar höfðu skil- greint fyrri heimsstyrjöldina, þá bæri alþýðu allra landa að hundsa þátttöku í slíku stríði. Svar alþýðu við slíku stríði var sóknarbarátta fyrir sósíalisma eftir leiðum stétta- baráttu í hverju landi fyrir sig. Ef hins vegar hið yfírvofandi stríð var stríð með og móti fasisma, aftur- haldi í sókn og sérlega árásar- hneigðri og hættulegri tegund af heimsvaldastefnu, þá bar alþýðunni að taka afstöðu. Þá var svarið varn- arbarátta, samfylking allra sem sameina mætti til varnar friðinum og áunnu lýðræði. Hvernig túlkaði Þjóðviljinn griða- sáttmálann fyrst eftir undirritun hans? Vissulega ekki þannig að fasisminn væri orðinn hættulaus. Heldur þannig að undangengnar samningatilraunir Sovétmanna við Breta og Frakka hefðu siglt í strand, og „friðkaupastefnan" ætti sök á því. Griðasáttmálinn væri eðlileg afleiðing af „svikunum í Miinchen" (sjá Þjv. 29. ág.) og af- leiðing af „veikleika og sundrungu lýðræðisaflanna í Vestur-Evrópu". (27. ág) Daginn eftir innrás Þjóð- veria í Pólland kallar Þjóðviljinn hana „árásarstríð nasismans á Pól- land" og skrifar að Bretum og Frökkum beri að standa við loforð sín um að verja Pólverja (1. sept). Blaðið lýsir vasklegri vörn Pólverja og hvetur til baráttu fyrir „friði og sjálfstæði Austurríkis, Tékkóslóv- akíu og Póllands" (4. sept). Ekki var fullur samhljómur milli eigin skrifa Þjóðviljamanna og Moskvu. Blaðið birti yfirlýsingar frá Moskvu sem þá voru orðnar mun harðorð- ari í garð Breta en Þjóðverja. Þjóð- viljinn tekur reyndar undir þann nýja tón frá Moskvu að stríðið sé „heimsveldastríð" en sagði jafn- framt að þýska auðvaldið ætti höf- uðsök á þessu stríði, óvinur númer tvö væri ensk/franska auðvaldið (sjá 5. sept). Halldór Kiljan Laxness ritaði íslensk utanríkisstefna og saga íslenskrar kommúnistahreyfingar koma mjög við sögu í síðustu bók Þórs White- head, Milli vonar og ótta. Þó að Þór White- head hafi grafið margt fróðlegt úr fylgsnum heimildanna spyr Þórarinn Hjartarson hvort skrif Þórs um þessi mál séu fremur skilningshamlandi en skilningsaukandi. tvær greinar í blaðið um stríðið, 9. og 27. september. Túlkun hans á griðasáttmálanum var mörkuð byltingarbjartsýni. Hann túlkar hann sem vitnisburð um að Hitler leggi ekki í Sovétmenn vegna her- styrks þeirra. Samningurinn ónýti „fasismann sem fagnaðarboðskap gegn bolsévisma" (hann nefndi ekki að bolsévisminn sem fagnað- arboðskapur gegn fasisma væri að sama skapi torveldaður). En hann bendir réttilega á, að hið nýhafna stríð sé váleg tíðindi fyrir auðvald- ið, þ.e. „tvær meginstoðir auð- valdsins taka upp skilyrðislausa útþurkunarstefnu hvor gagnvart annarri". í því samhengi metur hann það svo að með stríðinu hafi bolsévisminn fengið „lyklavöldin að Evrópu" og muni „ekki láta staðar numið við ána Veiksel" (sem nú var markalína milli þýskra og sovéskra herja í Póllandi). Þetta var einhliða túlkun á. stríðinu sem „heimsvaldastríði". í stríðsfréttun- um þykist hann heyra feigðarspá kapítalismans og svarið er að hans áliti sókndjörf barátta fyrir sósíal- ismanum. En áðurnefnd útlegging Þórs Whitehead á greinum Hall- dórs sýnir að með allan sinn lær- dóm um kommúnisma er hann illa læs á málflutning kommúnista og róttæklinga þessara ára. Það er afar ólíkiegt að Halldór hugsi sér sókn sósíalismans sem skriðdreka- árás Sovétmanna í vestur. Hins vegar var hin byltingarbjartsýna túlkun Halldórs á samningnum ekki dæmigerð fyrir skrif Þjóðvilj- ans þessar vikur. Blaðið hafði t.d. talað sem minnst um hernám sové- skra herja á austurhéruðum Pól- lands, sem hófst 17. september. En Halldór sér Ijósu hliðarnar og telur það hernám af því góða m.a. af því það þýði landvinninga bolsé- vismans. Næsti kafli hefst 30. september. Þá birtir Þjóðviljinn sameiginlega yfirlýsingu Þjóðverja og Rússa eft- ir skiptingu Póllands. Þar er hvatt til friðar og Bretar og Frakkar gerðir ábyrgir ef þeir haldi ófriðin- um til streitu. Þetta var líklega erfiður biti að kyngja og Þjóðvilja- menn sögðu eiginlega ekkert frá eigin brjósti um stríðið lengi á eft- ir. Ekki fyrr en Brynjólfur Bjarna- son birtir langa stefnumarkandi grein um stríðið 22. október. Hann . - .. , ... túlkar griðasamninginn ekki sem neinn sigur fyrir sósíalismann held- ur afleiðingu þess að „baráttan fyrir sameiginlegu öryggi mis- tókst". Þess vegna „reyna Sovét- ríkin að styrkja taflstöðu sína sem * kostur er." Hann segir fasismann *V vera stefnu útþenslusinnaðs auð- valds sem sé innstillt á lanch/inn- ingastríð. Hann segir Breta og Frakka bera mikla ábyrgð vegna linkindar sinnar við Hitler. Munchenarpólitík þeirra hafi sýnt að þeir hafi talið baráttuna við Sovétríkin brýnni en baráttuna við Hitler. „Þó þýski fasisminn sé erkióvinurinn á núverandi tímabili má ekki gleyma hinu að breska auðvaldið er sterkasti óvinurinn." Eftir það segir hann að stríðið sé „imperíalistísk styrjöld landvinn-»: ingaþyrstra stórvelda". Þarna veg- ur salt greining á stríðinu sem fas- ískri útþenslustyrjöld og sem „klassísku" heimsveldastríði. Nýja línan frá Moskvu var árétt- uð í Þjóðviljanum á byltingarafmæl- inu 7. nóvember, nú frá Fram- kvæmdanefnd Kominterns, í grein- inni „Niður með stórveldastyrjöld- ina!" Þar segir að Evrópustríðið sé stríð Englands og Þýskalands um heimsyfirráð og alþýða hvött til að hundsa þátttöku, sósíaldemókratar eru m.a. mjög gagnrýndir fyrir að „styðja stríð" landa sinna í nafni þjóðareiningar. í raun er höfuð- ábyrgð á framhaldi stríðsins lýst á hendur Bretum og Frökkum vegna B*- stríðsyfirlýsinga þeirra. Eftir þetta verður sú stefna loksins alveg ofan á í blaðinu að skilgreina stríðið sem „heimsveldastríð". Lýsandi dæmi um hægfara breytingu á málflutningi Þjóðvilj- ans að þar sem talað var um „inn- rás nasista" á Pólland haustið áður skrifaði blaðið 10. apríl 1940 um „innrás imperíalismans" á Noreg og Danmörku. En nú tók við ný jafnvægislist: Að styðja fórn- arlömb árása fasistaherjanna án | þess að styðja Breta um leið. Eftir innrásina í Noreg gerir Þjóðviljinn mikið úr hetjulegri vörn Norð- manna og hvetur til stuðnings við þá, en fordæmir jafnframt allt brölt Breta í Noregi fyrir og eftir innrás- ina. Sama jafnvægislist var stund- uð við innrásina í Holland, Belgíu og Frakkland, stuðningur við báttu þessara landa en þess gætt um leið að styðja ekki heimsvaldabrölt Breta. Stefnubreyting aftur 1940 En í kjölfar þróunarinnar á vest- urvígstöðvunum fer tónninn greini- lega að þyngjast verulega í garði Þjóðverja, þótt ekki komi nýir tónar " frá Moskvu þaraðlútandi, a.m.k. ekki opinberlega. í stórri, stefnu- markandi grein í Rétti „Veraldar- stríð og verkalýðshreyfing" sumarið , 1940 segir: Ef Þýskaland gengur sigri hrós- I andi út úr þessu stríði gerir það " alla Evrópu að nýlendu sinni. Það mun fara ránshendi um eignir og menningu Evrópu, afnema þær fá- j tæklegu leifar almennra og póli- tískra mannréttinda, sem þar hafa l verið, halda áfram vígbúnaði sínum til frekari landvinninga og þrot- lausra mannvíga. Framundan verð- ur glórulaust svartnætti fasistískrar villimennsku og þýzks herradóms í| 'miklum hluta heims (25. árg. bls. 17). Bretum eru ekki gefnar neinar viðlíka einkunnir í greininni heldur aðeins varað við að sigur Englands geti leitt af sér nýjan Versalafrið. A þessum tíma voru stórar, póli- tískt þungvægar (oft ómerktar).' greinar í ritinu yfirleitt ritaðar af Einari Olgeirssyni eða Brynjólfi Bjarnasyni og líklega á það við þarna. Vissulega voru þessi skrif víðsfjarri öllu sem þá birtist frá Moskvu, ári fyrir innrásina í Sovét.g og vandséð að kommúnistar séu þarna „helstu talsmenn nasista". Framanskráð úttekt mín á mál- flutningi íslenskra kommúnista eft- ir griðasáttmála Hitlers og Stalíns sýnir vissulega að hann sveigir sig; að hinni nýju pólitík í Moskvu. Það gerist þó eins og með nokkurri tregðu og eftirgangsmunum, og þaðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.