Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 16.JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLSKYLDUVÆNT
LOCH NESS skrímslið hefur
þvælst fyrir fótunum á
skrímslafræðingum í tugi
ára, margir vitnisburðir um
blessað skrímslið hafa litið dagsins
ljós og eins hefur það verið bæði
ljós- og kvikmyndað, en það hefur
aldrei tekist að fullsanna tilvist
skrímslisins með vísindalegum
hætti né heldur að afsanna svo
óvefengjanlegt sé að skepna af
áður óþekktri tegund geti ekki
verið á svamli í myrkum og slý-
kenndum leðjubotni Loch Ness.
Nú þykir sannað að flest ef ekki
öll „sönnunargögn“ fyrir tilvist
Nessíar hafa verið heimasmíði
fólks í leit að frægð og frama.
Frægasta ljósmyndin af Nessí var
tekin í júlí 1951. Það var Lachlan
Stuart sem festi skrímslið á filmu,
myndin fræga sýnir þijár bugður
úti á vatninu, en það hefur síðar
komið í ljós að bugðurnar voru
heybaggar vafðir inní segldúk.
Frægar Ijósmyndir
Sú ljósmynd sem hélt velli hvað
lengst var tekin af Colonel Wilson
og vini hans Christian Spurling,
19. apríl 1934. Þeir félagar sögð-
ust hafa verið að dást að útsýninu
þegar þeir sáu hreyfingu á vatninu
og Wilson hljóp til og náði í mynda-
vélina og náði að smella af fjórum
myndum áður en skrímslið hvarf
í djúpið, aðeins tvær af myndunum
náðu hinum frægu útlínum
skrímslisins, langur háls og nett
höfuð beygt niður á við. Það nægði
Wilson sem seldi myndina fyrir
dágóða summu, hún birtist í Daily
Mail 21. apríl 1934. Síðar hefur
komið í ljós að stuttu áður en
Christian Spurling dó í nóvember
1994 viðurkenndi hann að myndin
var fölsun, hann sagði skólakenn-
ara sem var að rannsaka skrímsla-
málið allt af létta, en lét hann jafn-
framt lofa því að segja engum
fyrr en eftir sinn dag. Þeir félagar
munu hafa smíðað lítið skrímsli
úr upptrekktum leikfangakafbáti
og plastleir, módelið burraði síðan
nokkra tugi metra út á vatnið þar
sem þeir smelltu af, og náðu mynd
sem blekkti heimsbyggðina í sex-
tíu ár.
Þó að skrímslið hafi ekki orðið
að fjölmiðlamáli fyrr en í kringum
1930 þá hafa samt verið skráðir
vitnisburðir um tilvist þess í gegn-
um aldirnar, fyrsta heimildin um
Loch Ness skrímsli er frá 565 e.Kr.
Sagan hermir að heilög Columba
hafi séð skrímslið. Þar til að tilvist
skrímslisins verður sönnuð með
afgerandi hætti er hætta á að hin-
ir vantrúuðu verði í meirihluta og
lífríki Loch Ness hulið leyndar-
dómsfullri dulúð sem mun einung-
is auka ferðamannastrauminn til
skoska hálendisins. Er kannski
kominn tími til að dubba nokkra
heybagga upp í grænan segldúk
og fleyta þeim út á Lagarfljót,
Þingvallavatn er náttúrlega nær
höfuðborginni og hæg heimatökin
að breyta The Golden Circle í The
Thingvalla Monster Tour...
Skrímslafræóingurinn Danson
Ted Danson leikur í nýrri mynd
um Loeh Ness og hugsanlegt
skrímsli sem á að búa í myrku
djúpi þessa dularfulla stöðuvatns
í skosku hálöndunum. Hann hefur
vippað sér yfir barinn á Staupa-
steini þar sem hann þjónaði sjón-
varpsáhorfendum í 12 ár sem bar-
þjónninn góðkunni Sam Malone
og tekið til við feril í kvikmyndum.
Hann segist vera ánægður með
að vinna á Bretlandseyjum, því að
þar skilji menn ekki jafnsterklega
á milli leikara sem vinna í sjón-
varpi og kvikmyndum eins og í
Hollywood. Frægustu bíóhlutverk-
in hans eru án efa Three Men and
a Baby og Three Men and a Little
Lady sem fylgdi í kjölfarið og
Made in America þar sem hann
lék á móti Whoopi Goldberg. Síðan
skrímsli
Loch Ness skrímslió hefur löngum verió hjúpaó leyndardómi
og illa gengió aó sanna eóa afsanna tilvist þess. Nú hefur
Hollywood tekió þessa goósogn upp á sína arma í nýrri kvik-
mynd, þar sem leikarinn góðkunni úr Staupasteini, Ted Dan-
son, fer meó aðalhlutverkió. Dagur Gunnarsson rekur hér aóeins
sögu þessa frægasta vatnaskrímslis sögunnar aukinheldur aó
ræóa vió Danson um nývakinn áhuga hans á skrímslafræóunum.
tökum lauk á Loch Ness hefur
hann leikið í sjónnvarpsþáttaröð-
inni Ferðir GúIIivers og hlotið mik-
ið lof fyrir þá rullu. Þáttaröðin,
sem þykir í alla staði vel heppnuð,
var framleidd af þeim sem fram-
leiddu Four Weddings and a Fun-
eral, og er hlaðin góðum leikurum,
ásamt eiginkonu Dansons, Mary
Steenburgen, koma þar fram Sir
John Gielgud, Omar Sharif, Ger-
aldine Chaplin, James Fox, Peter
OToole og fleiri.
í Loch Ness fer Ted Danson
með hlutverk dr. John Dempseys
sem er sendur til Skotlands til að
taka við vísindalegum leiðangri í
leit að skrímslinu fræga, eða öllu
heldur tii að afsanna í eitt skipti
fyrir öll tilvist þess. Það gengur á
ýmsu í samskiptum við þorpsbúa,
þó virðist landverðinum (eða öllu
heldur vatnaverðinum) vera sér-
staklega illa við að það sé verið
að grufla í málum sem koma eng-
um við, og hótelstýran fallega
Laura MacFeteridge, sem Demps-
ey fellur fyrir, er kannski fullsnúð-
Goðsögnin lifi
Ég hitti Ted Danson á
Hyde Park hótelinu í
London og spurði hann
hvort hann tryði á
skrímsli:
„Ég yrði náttúrlega
skíthræddur og hissa ef
ég rækist á skrímslið, ég
held að flestum myndi
bregða illilega við slíka
sjón, og þó að ég trúi
kannski ekki staðfast á
skrímslið þá trúi ég á
möguleikann. Eftir að ég
kom á tökustaðinn hef
ég hitt of mikið af at-
hygliverðu fólki sem trúir
og telur sig hafa séð eitt-
hvað, ég talaði við nunnu
sem sagðist hafa orðið
vör við skrímslið og Ijós-
myndara sem er harður
og raunsær nútímamaður
en trúir engu að síður að
hann hafi séð eitthvað
úti á vatninu, þannig að
Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson
TED Danson.
ug, en bandarískur sjarmur vinnur
á henni þrátt fyrir mikið mótlæti
og afbrýðisama Skota í pilsum.
Það er Ian Holm sem er í hlut-
verki vatnavarðarins og Joely Ric-
hardson sem leikur hótelstýruna.
Eini vinur Dempseys virðist vera
litla dóttir hótelstýrunnar, Isabel
sem er sögð hafa ýmsar „gáfur“
og geta séð fleira en við hin. Með
þeim tekst vinskapur, en úti á
vatninu verða Dempsey og að-
stoðarmaður hans fyrir ýmsum
skakkaföllum í átökum við heima-
menn og óútskýranleg öfl sem
verða ekki leidd í ljós fyrr en í lok
myndarinnar.
hvermg á ég þá að geta afneitað
möguleikanum á að það sé eitt-
hvað til í öllu þessu? Jafnvel hörð-
ustu raunsæismenn, sem trúa
engu nema þeir geti tekið á því,
viðurkenna að það geti verið eitt-
hvað þarna, kannski ekki forsögu-
legt skrímsli en eitthvað óvenju-
legt. Það hafa komið fram of
margir vitnisburðir sem ekki er
hægt að líta framhjá. Á hinn bóg-
inn væri alveg hrikalegt ef ein-
hveijum tækist að ná mynd af
skrímslinu og alfarið sanna tilvist
þess, þar með myndi goðsögnin
falla og dulúðin gufa upp, vatnið
breytast í sædýrasafn og spennan
hverfa. Það er að miklu leyti þetta
sem kvikmyndin Loch Ness bendir
á, varðveitum goðsögnina, það
gerir lífið svo miklu ríkara og
meira spennandi. Ég vil gjarnan
trúa, það er svo miklu rómantísk-
ara. Goðsögnin um Loch Ness
skrímslið er dulúðleg og mikilfeng-
leg, og ég held að það sé goðsögn-
in sem skipti mestu máli. Kvik-
myndin kemur goðsögninni vel til
skila og nær að kafa ofan í djúpan
leyndardóminn sem er svo heill-
andi við goðsögnina.
Það má vel vera að þetta sé
allt plat og uppspuni, en ég er
ekkert hræddur við að vera platað-
ur svo lengi sem ég hef gaman
af gabbinu, mér er sama þó að
ég sé hafður að fífli ef ég skemmti
mér í leiðinni. Þetta segi ég börn-
unum mínum, þið megið plata
mig, bara að mér leiðist ekki, það
er dauðasynd að láta mér leiðast.“
Á meðan Danson dregur andann
næ ég að skjóta inn einni spurn-
ingu; ertu ánægður með myndina?
„Já, mjög, ég hafði mjög gaman
af því að leika í þessari mynd,
þetta er svo falleg saga, goðsogn-
in um skrímslið sem er í senn
ógnvekjandi og spennandi
leyndardómur, þetta er mynd sem
ég myndi fara á með fólki sem
mér þykir vænt um, fjölskyldunni.
Ég tók hlutverkið af því mér leist
svo vel á handritið, Skotar sem
hafa lesið það trúa varla að það
hafi verið Bandaríkjamaður sem
skrifaði það, því það fer svo mjúk-
um höndum um goðsögnina, þetta
er ekki skrímslamynd með blóði
og mannslátum. Énda er John
Fusco sem skrifaði handritið af-
komandi Skota, amma hans sagði
honum sögur af vatnaskrímslinu
í Loch Ness. Svo var ég líka
ánægður með að þurfa ekki að
leika með hártoppinn minn,“ segir
hann og hlær við, „það gaf hlut-
verkinu meiri trúverðugleika og
sýndi þann snögga „blett“ sem
okkur leikstjóranum fannst vera á
karakternum.“
Af skoskum ættum
Þú ert sjálfur kominn af Skot-
um, er það ekki?
„Jú mikið rétt, langafi minn,
sem var af MacMaster-ætt, fluttist
frá Hálöndunum yfir hafið til
Bandaríkjanna, foreldrar mínir,
systir og litli frændi minn komu
öll í heimsókn .til mín á meðan á
tökum stóð, og það var ótrúlegt
að horfa á 78 ára gamla móður
mína standa við vatnsbakkann á
Loch Ness og fleyta kerlingar, sú
gamla telur sig vita hvar ættingja
okkar er að finna, einhversstaðar
í nágrenni við Glamis-kastalann
þar sem lokasenan í Macbeth á
sér stað.“
Hvernig var samstarfið við hina
leikarana?
„Mjög gott, það var sérstök
ánægja fólgin í því að leika á
móti Kirsty Graham sem fer með
hlutverk litlu stúlkunnar Isabel,
hún er alveg einstök lítil stúlka,“
segir hann og hlær við, „Hún tal-
aði við ósýnilegt lítið fólk og var
skoppandi út um allt full af orku,
svo var hún svo eðlileg fyrir fram-
an myndavélina, lék alveg ótrúlega
vel. Joely Richardson er líka mikil
fagmanneskja og vönduð leikkona
og okkur kom mjög vel saman,
en mesta virðingu bar ég þó fyrir
Ian Holm, ég tek ofan fyrir hon-
um, hann gerir sko meira en að
fara með línurnar sínar ef þú skil-
ur hvað ég á við.“
Eftir þetta ræddum við mikið
um Skotland og fegurð þess, Ted
spurði mig hvort það væri rétt að
það hefðu víxlast nöfnin á íslandi
og Grænlandi og svo ræddi hann
af kappi um verndun úthafsins
gegn mengun, hann er mikill um-
hverfissinni og styrkir sérstaklega
hóp sem vinnur gegn mengun stór-
iðju við strendur Bandaríkjanna.
Ég spurði hann hvort hann hefði
notað kunningskap sinn við
Bandaríkjafórseta til að ýta á að
reglur um losun í haf yrðu hertar,
hann gaf lítið út á það, konan
hans Mary Steenburgen hefur ver-
ið vinur þeirra Clinton hjóna í
mörg ár og Ted sagðist hafa flot-
ið inn með henni en það hefði nú
lítið annað en veðrið borist í tal
milli hans og forsetans. Að þessum
orðum töluðum þakkaði ég kær-
lega fyrir spjallið og kvaddi
skrímslafræðinginn Ted Danson.
Höfundur starfur sem Ijósmyndnri
í London.