Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D
140. TBL. 84. ÁRG. SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
Þýskur hjólreiðamaður hvílir sig á leið til Þorlákshafnar.
Fundur leiðtoga fjórtán arabaríkja í Kaíró
Netanyahu hvattur til að
halda áfram friðarviðleitni
Kaíró, Damaskus. Reuter.
Yatn undir
íshellunni
STAÐFEST hefur verið að eitt af
stærstu stöðuvötnum heims er undir
Suðurskautslandinu og er það á stærð
við Ontario-vatn í Norður-Ameríku en
mun dýpra og vatnsmeira, að sögn
breskra og rússneskra vísindamanna.
í tímaritinu Nature kemur fram að
þeir kalla vatnið Vostok-vatn en Rússar
eru með rannsóknastöð á ísnum yfir
því. Um 4.000 metra þykk íshella er
yfir vatninu en hitinn í jarðskorpunni
kemur í veg fyrir að ferskvatn á svo
miklu dýpi fijósi og íshellan virkar sem
einangrun. Nokkur straumhreyfing er
i vatninu vegna hitamismunar.
Fyrstu vísbendingar um tilvist vatns-
ins voru greindar fyrir um 20 árum
er gerðar voru mælingar úr flugvélum
á þykkt issins og þær bornar saman
við gervihnattamælingar. Fundist hafa
margs konar örverur í borkjörnum á
Suðurskautslandinu, þ.ám. þörungar
og gerlar. Menn gera sér nú vonir um
að finna í botnlögum vatnsins áður
óþekktar örverur er þoli óvenju mikinn
kulda og þrýsting og ekki hafi verið í
tengslum við aðra hluta Iífríkis jarðar
í allt að fimm milljónir ára. Einnig
gætu fundist þar verðmæt enzím til
notkunar í iðnaði og efni til gerðar
nýrra fúkkalyfja.
Rannsóknirnar geta haft mikil áhrif
á hugmyndir vísindamanna um þróun
lífs á jörðunni. „Þetta er gluggi til að
skoða söguna," segir dr. David Wynn-
Williams hjá bresku Suðurskautsstofn-
uninni og bendir á að örverur í vatninu
hafi t.d. aldrei orðið fyrir mengun eða
áhrifum útfjólublárra geisla.
Baulað á
eigið landslið
ÆTTJARÐARÁST Kínveija kemur oft
fram í tengslum við frammistöðu kín-
verskra íþrótta-
manna á alþjóða-
vettvangi en
merki eru um að
tilfinningarnar
risti ekki mjög
djúpt í þeim efn-
um. Landslið Eng-
lendinga keppti í
liðnum mánuði við
Kínverja í Peking.
Þegar Englend-
ingar skoruðu í
þriðja sinn sner-
ust áhorfendur
nær allir á sveif
með þeim. Hve-
nær sem enskur
leikmaður var með boltann heyrðust
fagnaðaröskur en þjóðbræðurnir
uppskáru ekkert nema baul og formæl-
ingar.
TVEGGJA daga leiðtogafundur arabaríkja,
hinn fyrsti í sex ár, hófst í Kaíró í gær og
hvatti gestgjafinn, Hosni Mubarak Egypta-
landsforseti, Ísraela til að halda áfram frið-
arviðleitni í Mið-Austurlöndum. Lögð var
áhersla á að staðið yrði við gerða samninga,
öll deilumál yrðu rædd. Sem fyrr yrði að
halda fast við að ísraelar afsöluðu sér her-
numdu landi gegn því að grannar þeirra
semdu við þá frið.
Nýr utanríkisráðherra ísraels, David Levy,
reyndi á föstudag ákaft að róa ráðamenn í
arabaríkjunum sem hafa fordæmt harðlínu-
stefnu hinnar nýju hægristjórnar Benjamins
Netanyahus í ísrael og segja þærtefla friðar-
viðræðunum í tvísýnu. Virðist Levy hafa
orðið nokkuð ágengt þar sem tónninn í yfir-
lýsingum leiðtoganna er sáttfúsari en marg-
ir höfðu gert ráð fyrir. Amr Moussa, utanrík-
isráðherra Egyptalands, lýsti í gær ánægju
með þau ummæli Levys á föstudag, að
hægristjórn Netanyahus myndi eiga viðræð-
ur við Yasser Arafat Palestínuforseta og
myndi ef til vill sættast á „einhvers konar“
breytingar á stöðu Gólanhæða. Sagði Mo-
ussa að fagna bæri sérhveiju merki um að
nýja stjórnin hygðist, þrátt fyrir ummæli er
bentu til annars, halda áfram friðarferlinu.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti ræddi stefnu
Netanyahus, er tók við völdum í vikunni, í
viðtali við blaðið Asharq al-Awsat, sem kem-
ur út á arabísku í London. Sagðist forsetinn
ánægður með þær áherslur sem fram hefðu
komið í stefnuyfirlýsingu Netanyahus og
símtölum við hann.
Egyptar tryggðu að Hafez al-Assad Sýr-
landsforseti ætti fund í gær með Hussein
Jórdaníukonungi og Arafat, en Assad hefur
ekki hitt þessa menn að máli í tvö ár vegna
ágreinings um afstöðuna til friðarsamninga
við ísrael. Sýrlendingar krefjast þess að ísra-
elar hverfi með her sinn frá Gólanhæðum
sem þeir hernámu í sex daga stríðinu 1967,
ella muni engir samningar takast milli ríkj-
anna tveggja. Sagði talsmaður Husseins að
fundurinn með Assad hefði tekist með ágæt-
um og lagður hefði verið grunnur að sam-
stöðu.
Fá að kanna herstöðvar íraka
Bagdad. Reuter.
ÍRAKAR samþykktu í gær að eftirlitsmenn
Sameinuðu þjóðanna fengju aðgang að
herbækistöðvum og vopnaverksmiðjum
landsins. Deilt hefur um málið um hríð.
Eftirlitsmönnunum er ætlað að kanna
hvort Irakar bijóti ákvæði vopnahléssamn-
inga og reyni að framleiða gereyðingar-
vopn. Fyrir skömmu var ákveðið að draga
úr efnahagslegum refsiaðgerðum gegn
stjórn Saddams Husseins og leyfa írökum
að flytja út verulegt magn olíu. Deilan
um eftirlitið var talin geta komið í veg
fyrir að tilslökuninni yrði hrint i fram-
kvæmd.
Hin harða
lífsbarátta
húsagarðanna
msammsmsúF
Á SUNNUDEGI
HAMBORGARAR
OG HÁLEITAR
HUGSJÓNIR