Morgunblaðið - 23.06.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.06.1996, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Lárus Karl ELÍSABET Hermannsdóttir, eiginkona Indriða Pálssonar stjórn- arformanns Eimskips, gaf nýju skipi fyrirtækisins nafn í Póllandi á föstudag. NÝJU skipi Eimskipafélags Ís- lands M. var gefið nafnið Brúar- foss við hátíðlega athöfn í Stocznia Szczecinski-skipasmíða- stöðinni í Stettin í Póllandi föstu- daginn 21. júní sl. Skipið er fjórði Brúarfossinn í sögu Eimskipafé- lagsins. Eftir nafngiftina lagði skipið í jómfrúrferð sína og kem- ur til íslands eftir lestun í Evr- BRÚARFOSS er stærsta skip Eimskipafélagsins og er yfirbygg- ingin eins og sjö hæða hús. Smíði skipsins hófst í byrjun október. Sjósetning fór fram 6. apríl. Djúprista er 8,25 m. Aðalvél skipsins er 9.500 hestöfl af gerð- inni B&W-MAN. í skipinu er góð aðstaða fyrir 12 farþega. Nýi Brúarfoss tekur við af skipi með sama nafn í megin- landsflutningum. Skipsljóri Brú- arfoss er Engilbert Engilberts- son og yfirvélstjóri er Jón Valdi- marsson. Fjórði Brúarfossinn í eigu Eimskips ópuhöfnum 30. júní nk. tækisins. Skipið getur flutt allt Brúarfoss er 12.500 tonna að 1.012 gámaeiningar. Lengdin gámaskip og stærsta skip fyrir- er 150 m og breiddin 22,3 m. Forseti íslands á ráðstefnu Norræna skógarsambandsins Morgunblaðið/Ámi Sæberg VIGDÍS Finnbogadóttur, forseti íslands, við upphaf ráðstefnu Norræna skógarsambandsins í Borgar- leikhúsinu í gærmorgun. Á myndinni eru einnig Huida Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, Karen Westerbye-Juhi, forseti Norræna skógarsambandsins, Jón Loftsson skógræktar- stjóri og Kornelíus Sigmundsson. Grænna land þýðir betri framtíð Lagði þrí- vegis til ungs manns í bifreið UNGUR maður veitti öðrum þijú stungusár í bifreið við veitingastað- inn Víkurbæ í Bolungarvík um kl. 3.30 aðfaranótt laugardags. Hinn særði fékk að fara heim af sjúkra- húsinu á ísafirði í gærmorgun. Jónas Guðmundsson sýslumaður sagði að árásarmaðurinn, sem er 17 ára, hefði stungið liðlega tvítug- an manninn í andlit, öxl og bijóst. Hinn slasaði var fluttur á sjúkra- húsið á ísafirði og árásarmaðurinn fluttur í fangageymslu lögreglunn- ar í Bolungarvík. Skömmu síðar hugðust tveir fé- laga hans ná honum út og brutu í því skyni rúðu á fangageymslunni. Mönnunum tókst ekki ætlunarverk sitt og fengu þeir að dúsa í fanga- geymslunni með félaga sínum um nóttina. Einn mannanna er frá Bolungar- vík og tveir frá Reykjavík. Árásar- maðurinn var undir áhrifum áfeng- is þegar árásin átti sér stað. Ósætti hafði verið á milli mannanna' helg- ina áður. Spurt um ferða- venjur ALLT að þijú þúsund íslend- ingar, sem verða á faralds- fæti innanlands um helgina, geta átt von á að fólk í gulum vestum leiti til þeirra til að spyrjast fyrir um ferðatilhög- un. Það eru Ferðamálasamtök íslands sem standa að þesari könnun um ferðavenjur land- ans. Að úrvinnslu iokinni er markmiðið að móta ákveðna stefnu til að gera uppbygg- ingu markvissari. ■ Góðir Íslendingar/Cl RÁÐSTEFNA í tilefni af 50 ára afmæli Norræna skógarsambands- ins fór fram í Borgarleikhúsinu í gær og er þetta langfjölmennasta ráð- stefnan, sem haldin hefur verið hér á landi um skógræktarmál. Þátttak- endur voru hátt í 400 talsins, þar af um 200 gestir frá öðrum Norður- löndum, en ráðstefnan bar yfirskrift- ina „Skógurinn og umheimurinn“. Ráðstefnustjórn var í höndum Huldu Valtýsdóttur, formanns Skógrækt- arfélags íslands, og Jóns Loftssonar skógræktarstjóra. Karen Westerbye-Juhl, forseti Norræna skógarsambandsins, setti ráðstefnuna og Vigdís Finnboga- dóttir, forseti Islands, flutti ávarp. Hún minnti á mikilvægi skógræktar og sagði m.a. frá skógræktaráætlun íslendinga. Hún sagðist gera sér miklar vonir um að uppbygging ís- lensku skóganna muni heppnast. Grænna land þýddi betri framtíð. Mikilvægustu málin Jagmohan S. Maini, formaður al- þjóðlegrar nefndar um skógræktar- mál á vegum Sameinuðu þjóðanna, fjallaði um stöðu norrænna skóga og barrskógabeltisins í alþjóðlegri um- ræðu um heimsskóga. „Vaxandi skó- geyðing, rýrnun skóga og ýmsar hlið- ar á hinum umhverfíslegu þáttum alþjóðaverslunar með skógarafurðir hafa valdið því að skógar jarðar eru meðal mikilvægustu mála í alþjóða stefnumótun og pólitískri umfjöllun," sagðihann. Sú þróun hefði leitt til stofnunar alþjóðlegrar nefndar um skógræktarmál á vegum Sameinuðu þjóðanna, en málefni er vörðuðu skógana væru bæði mjög flókin og umdeild og næðu yfír vítt svið. Hann sagði athygli heimsins hafa beinst mjög að hitabeltisskógunum. Hinsvegar hefði vistrænum áhrifum norðlægra skóga og skóga í kald- tempraða beltinu á heimsvísu og þætti þeirra í alþjóðaverslun með tijáafurðir verið minni gaumur gef- inn. Mörg norðlæg lönd og Norður- löndin hefðu gegnt mikilvægu hlut- verki í alþjóðaumræðum um skóga jarðar og unnið að sjálfbærri nýtingu skóga í eigin löndum. Þau hefðu þar með gegnt lykilhlutverki í baráttu fyrir því að hverfa frá varanlegum afrakstri til sjálfbærrar nýtingar, sem fælist í tilsvarandi fráhvarfi frá stjórnun á nýtingu skóga til stjórn- unar á vistkerfi þeirra. Monika Stridsman, aðalritari Al- þjóðlega náttúruverndarsjóðsins í Svíþjóð, lagði áherslu á að ábyrgð mannsins gagnvart náttúrunni væri mikil. Ætti mannlíf að þróast áfram á jörðinni, yrði að koma á og við- halda sjálfbærri þróun. „Við munum nota hinar endurnýjanlegu auðlindir skóganna í enn ríkari mæii en nú er gert. Við það er hætta á að álag- ið á fjölbreytilegt lífríki þeirra verði of mikið og að ýmis óbætanleg vist- kerfi og tegundir lífvera glatist. Á þessu sviði hafa skógræktar- menn til brunns að bera einstæða þekkingu, sem þeir hafa öðlast, bæði í starfí og með rannsóknum. En umhverfissjónarmið mega ekki einangrast innan skógræktarinnar því þá fer ekki fram hin nauðsynlega og mikilvæga umræða milli manna með ólíkt gildismat og reynslu. Finna þarf hagkvæmar alþjóðlegar lausnir í samvinnu við umhverfissamtök heimsins og aðlaga þær aðstæðum á hveijum stað. Skógræktarmenn verða því að þora að söðla um og breyta eigin áætlunum til samræmis við aðra til þess að ná árangri,11 sagði Stridsman. Hin harða lífsbarátta húsagarðanna ►Margir garðeigendur láta úða skordýraeitri yfír garða sína, með misjöfnum árangri. /10 „Auðveldara að af la fjár til stríðs en friðar" ►Stoltenberg, fyrrum ráðherra og sáttasemjari, er nú sendiherra Noregs í Danmörku. /12 Ný kynslóð forritara ►Tölvuskóli Reykjavíkur hefur verið með námskeið í forritun fyr- ir börn og unglinga. /20 Suður-Afríka lögð að velli ►íslensk fjölskylda á ferð um Afríku á leið til Islands. /22 Hamborgarar og háleitar hugsjónir ►í Viðskiptum/atvinnulífí er rætt við Kjartan Örn Kjartansson fram- kvæmdastjóra McDonald’s. /24 B ► 1-32 Selkjöt á laugardögum ►Fylgst er með vorverkum í Skál- eyjum á Breiðafirði þar sem búið er við æður og sel. /1-6 Efnahagur í rúst og mannlíf í molum ►Um miðjan maí síðastliðinn fór fram í Novosibirsk í Síberíu alþjóð- leg ráðstefna ungs fólks. /7 í „Öskjuhlíðar- skólanum" í Peking ►Skipulegt skólahald fyrir þroskahefta er tiltölulega nýtil- komiðíKína. /10 í kjölfar Vestur-íslendinga ►Afkomendur vesturfaranna héldu upp á 17. júní. /14 Hamingjusöm sprengja ►Björk á Listahátíð. /16 FERÐALÖG ► 1-4 Góðir íslendingar spurðir um ferðamáta ► Umfangsmikil rannsókn meðal innlendra ferðamanna. /1 Biskupstungur ►Fjölbreytta ferðaþjónustu er að fínna í mestu ferðamannasveit landsins. /4 BÍLAR____________ ► 1-4 Eru einrýmisbílar það sem koma skal? ►Einrýmisbílar eru svar Evrópu- manna við fjölnotabílum. /1 Reynsluakstur ►Golf V ariant þykir traustur langbakur með aldrifí. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Skák 42 Leiðari 28 Fðlk í fréttum 44 Helgispjall 28 Bíó/dans 46 Reykjavíkurbréf 28 íþróttir 50 Minningar 30 Útvarp/sjónvarp 52 Myndasögur 40 Dagbók/veður 55 Bréf til blaðsins 40 Mannlífsstr. 8b ídag 42 Kvikmyndir 12b Brids 42 Dægurtónlist 13b Stjörnuspá 42 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.