Morgunblaðið - 23.06.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 23.06.1996, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ h ► ÁHEYRENDUR á öllum aldri nutu tónleika Davids Bowies i Laugardalshöll sl. fimmtudagskvöld. Bowie lék mörg lög af nýjustu hljómplötu sinni Outside við góðar undirtektir en áheyr- endur fögnuðu þó sérstak- lega eldri lögum hans sem þekktari eru. ►Á FIMMTA þúsund tón- leikagestir tóku Björk Guð- mundsdóttur vel þegar hún sté á svið á tónieikum i Laugardalshöilinni sl. föstudagskvöld. Björk flutti m.a. lög af breiðskífunum Post og Debut. Hún flutti lögin, að einu undanskyldu, á íslensku. ►GUÐJÓN Ó. Magnússon, formaður Rauða kross Is- lands, gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir hvað fram- lög íslendinga til þróunar- hjálpar séu lág í saman- burði við nágrannalöndin. Markmið SÞ væri að fram- lög næmu 0,7% af vergri þjóðarframleiðslu. íslend- ingar veittu að meðaltali 0,11% af vergri þjóðarfram- leiðslu til þróunaraðstoðar á árunum 1990 til 1995. ►HITI fór upp í 19,2 stig á HveravöIIum á föstudag. Ekki hefur jafn hár hiti mælst í júní á Hveravöllum frá því mælingar hófust árið 1966. Áður hafði mest- ur hiti mælst 18,7 stig. ►BANASLYS varð í Foss- vogskirkjugarði um hádeg- isbil á föstudag. Steinstigi losnaði frá vegg og valt yfir starfsmann. Maðurinn lést samstundis. Trillusjó- manns af Gylli BA er sakn- að frá því á mánudags- kvöld. Talið er að hann hafi fallið útbyrðis. Guðrún Pétursdóttir hættir við framboð GUÐRÚN Pétursdóttir tilkynnti síðast- liðinn miðvikudag að hún drægi fram- boð sitt til forseta íslands til baka. Hún sagðist telja óraunhæft eins og málum væri komið að halda baráttunni áfram og leggja þá miklu vinnu sem því myndi fylgja á stuðningsmenn sína. Á blaða- mannafundi vildi hún ekki lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðanda. Ekki er fordæmi fyrir því að fram- bjóðandi í forsetakosningum á íslandi taki ákvörðun sem þessa. Umhverfisráðherra úrskurðar UMHVERISRÁÐHERRA hefur úr- skurðað um mat á umhverfisáhrifum álvers á Grundartanga og er í megin- atriðum fallist á athugasemdir Lands- virkjunar og Markaðsskrifstofu iðnaðar- ráðuneytisins. ÚA vill hlut í Tanga VOPNAFJARÐARHREPPUR hefur lagt fram tilboð í 33% hlut Þróunarsjóðs sjávarútvegsins í Tanga hf. á Vopna- firði sem er að nafnvirði 115 milljónir króna. í framhaldi af þessum kaupum er gert ráð fyrir að hreppurinn selji aftur um 20-30% hlut til Útgerðarfélags Akureyringa hf. og fyrirtækin taki upp náið samstarf um hráefnisöflun og vinnslu. Vopnaíjarðarhreppur á 38% hlut í Tanga en auk Þróunarsjóðsins eiga Út- vegsfélag Samvinnumanna, Vátrygging- arfélag Islands hf., Olíufélagið hf. og Tryggingamiðstöðin hf. hluti í félaginu. Veist að lögreglu 30 til 40.000 manns héldu þjóðhátíð- ardaginn 17. júní hátíðlegan í miðborg Reykjavíkur eftirmiðdaginn á mánudag. Um nóttina var veist að lögreglu á tveimur stöðum í miðborginni eftir kvölddagskrá. Tólf lögreglumenn í mið- borginni þurftu að kalla eftir aðstoð vegna óláta í Austurstræti. Jeltsín Zjúganov Jeltsín efstur í fyrri umferð BORÍS N. Jeltsín Rússlandsforseti bar naumlega sigurorð af helsta keppi- nauti sínum í fyrri umferð forsetakosn- inganna á sunnudag, hlaut rúmlega 35% atkvæða en kommúnistinn Gennadí Zjúganov rúm 32%. Alexand- er Lebed, fyrrverandi hershöfðingi varð óvænt í þriðja sæti með 14,5%. Síðari umferðin verður 3. júlí. Jeltsín tryggði sér stuðning Lebeds á þriðju- dag er hann skipaði hann yfirmann hins valdamikla öryggisráðs Rússlands og gerði hann að sérstökum öryggis- ráðgjafa sínum. Mun ætlunin að völd Lebeds verði víðtæk á ýmsum sviðum, einkum í baráttunni gegn glæpafári og spillingu. Sama dag var látið undan kröfun Lebeds um að hinn umdeildi Pavel Gratjsov varnarmálaráðherra viki og tók forseti herráðsins við embættinu til bráðabirgða. Sagðist Lebed hafa á síðustu stundu komið í veg fyrir sam- blástur nokkurra hershöfðingja er hefðu haft í hyggju að beita valdi til að grípa fram fyrir hendur á forset- anum og styðja Gratsjov. Á fimmtudag rak Jeltsín að auki þijá háttsetta og nána samstarfsmenn sína og andstæðinga róttækra umbóta- sinna í Kreml úr starfi. Þykir ljóst að hann reyni nú allt til að vinna hylli umbótasinna fyrir síðari umferðina. Lebed virðist taka afstöðu með þeim í valdabaráttu í innsta hring sem Zjúg- anov segir að geti endað með upplausn og borgarastríði. ►BENJAMIN Netanyahu tók á miðvikudag við emb- ætti forsætisráðherra í ísrael af Shimon Peres. Arabaleiðtogar gagn- rýndu harkalega stefnu Netanyahus og töldu frið- arhorfur hafa minnkað við leiðtogaskiptin. Netanya- hu hét því á fimmtudag að standa við gerða friðar- samninga. ►MIKLAR aurskriður féllu á þorpið Finneids- fjord í Norður-Noregi að- faranótt fimmtudags og fórust a.m.k. fjórir. Einn hinna látnu var á ferð í bíl sinum en einnig létust hjón í húsi er skriðan ruddi út í sjó. Ekki var útilokað að vegaframkvæmdir hefðu komið skriðunni af stað. ►HARTvarsóttaðBill Clinton Bandaríkjaforseta og eiginkonu hans, Hill- ary, í vikunni vegna meintrar spillingar fyrr á árum og misnotkunar á skýrslum alríkislögregl- unnar, FBI. Þingnefnd, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, segir að for- setinn og menn hans reyni að torvelda rannsókn Whitewater-málsins. Dylgja repúblikanar m.a. um að forsetafrúin hafi framið meinsæri. ►ÍRSKI lýðveldisherinn, IRA, stóð að baki mikilli sprengingu í miðborg Manchester á laugardag og slösuðust yfir 100 manns. Viðvörun barst lögreglunni um sprengj- una en svo seint að ekki tókst að rýma staðinn. FRÉTTIR Lausnir til braða- birgða eru dýrar ÁSTRÓS Sverrisdóttir, formaður Umsjónarfélags einhverfra, segir það ánægjulegt ef úrbóta sé að vænta í málum einhverfra á næsta fjárlagaári. Vandinn sé hins vegar þess eðlis að úrbætur þoli enga bið. Almennur félagsfundur Um- sjónarfélags einhverfra lýsti ný- lega furðu sinni á því að skýrsla nefndar á vegum félagsmálaráðu- neytisins um framtíðarskipulag á þjónustu fyrir einhverfa skyldi vera send til nefndar, sem á að endurskoða lög um málefni fatl- aðra, en með því sé verið að fresta úrbótum um ófyrirséðan tíma. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra svaraði því til að ekki væri ’ gert ráð fyrir viðbótarkostnaði vegna búsetuúrræða einhverfra í fjárlögum þessa árs. Það væri því í fyrsta lagi á fjárlögum næsta árs sem hægt væri að verða við því sem lagt er til í umræddri skýrslu. Málefni einhverfra heyra undir þijú ráðuneyti Ástrós segir að úrbætur á bú- setumálum einhverfra séu vissu- lega kostnaðarsamar, en bendir á að þær bráðabirgðalausnir, sem hingað til hafi verið gripið til, séu einnig mjög dýrar. Það hljóti að vera ódýrara þegar upp er staðið að þjónustan sé samfelld og heild- ræn. Hún segir að óskin um meðferð- arheimili fyrir einhverfa hafi fyrst komið fram fyrir þremur árum, og því sé ekki réttmætt að skýla sér bak við það að ekki sé gert ráð fyrir fjárveitingu í ár. Sú spurning vakni óneitanlega hvort skapast þurfi algert neyðarástand áður en gripið er til aðgerða. Ljóst sé að ástandið sé algjörlega óvið- unandi nú og úrbætur þoli enga bið. Ráðuneyti Málefni einhverfra heyra undir þijú ráðuneyti, félagsmálaráðu- neytið sér um húsnæðismál, menntamálaráðuneytið um mennt- un og heilbrigðisráðuneytið sér um meðferðarúrræði. Viðræður standa nú yfir milli ráðuneytanna um framtíðarskipun í þessum mál- um. Ástrós segir að núverandi skip- an mála geri baráttu Umsjónarfé- lags einhverfra mjög erfíða og lýs- ir yfir ánægju með að ráðuneytin hafi hafið viðræður. Hún telur nauðsynlegt að skipa fagteymi á vegum allra ráðuneytanna sem myndi halda utan um þjónustuna við einhverfa. ®Lr*j i ■ 1 Norska blaðið Dagens Næringsliv Lág laun gera fiskkaup UA í Noregi möguleg í FRÉTT í norska blaðinu Dagens Næringsliv er fullyrt að skýringin á því að íslendingar geti keypt fisk í Noregi, flutt hann til íslands og unnið hann þar með hagnaði sé sú að laun á íslandi séu nærri helmingi lægri en í Noregi. Fyrir- sögn fréttarinnar er „Lúsarlaun á íslandi“. í Noregi hefur talsvert verið fjallað um kaup Útgerðarfélags Akureyringa á fiski í Finnmörku og hafa menn spurt hvers vegna íslendingar geti keypt fisk í Nor- egi, flutt hann 1.400 km til ís- lands og samt hagnast á því að vinna hann á meðan fískvinnslu- fyrirtæki í Finnmörku séu meira og minna lömuð vegna rekstrar- erfiðleika. Blaðamaður Dagens Næringsliv spyr Björgólf Jóhanns- son, framkvæmdastjóra ÚA, hvernig standi á því að ÚA geti unnið norskan fisk með hagnaði á meðan norsk fiskvinnslufyrirtæki geti það ekki. „Ég þekki ekki aðstæður í norskum fiskiðnaði það vel að ég geti gefið fullnægjandi svar við spurningunni, en það hefur kannski eitthvað með launastig að gera,“ segir Björgólfur. í fréttinni kemur fram að ís- lensk fískvinnslufyrirtæki greiði starfsmönnum sínum 400-500 krónur á tímann, en norskt físk- vinnslufólk fái hins vegar 930 krónur á tímann. Haft er eftir Stefáni Skjaldarsyni, í íslenska sendiráðinu í Noregi, að laun á íslandi séu u.þ.b. 45% lægri en í Noregi. Morgunblaðið/Kristján Endamark við heim- skautsbaug HESTAMANNAFÉLAGIÐ Léttir á Akureyri stóð fyrir sér- stæðum skeiðkappreiðum á flugvellinum í Grímsey í gær, þar sem endamarkið var heims- skautsbaugur. Þetta mun hafa verið í fyrsta skipti sem keppni af þessu tagi fer fram í eynni. Farið var með sex skeiðhesta og tvo klárhesta með tölti með feijunni Sæfara frá Dalvík í gærmorgun. Auk þess var 90 manna fylgdarlið með í för og komust færri að en vildu í þessa ævintýraför. Guðmundur Bjarnason, land- búnaðarráðherra, gaf farand- bikar í skeiðkeppnina. Hann var sjálfur á meðal áhorfenda og afhenti verðlaunin að keppni lokinni. Eftir skeiðkeppnina átti að slá upp grillveislu í eynni. Myndin var tekin á Dalvíkur- í gærmorgun þegar verið var að flytja hestana um borð í Sæfara. ) ) I ) i 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.