Morgunblaðið - 23.06.1996, Side 10

Morgunblaðið - 23.06.1996, Side 10
10 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Allir þekkja varúðarmiðana sem hengdir hafa verið á áberandi staði í görð- um eftir að garðúðarar hafa lokið verki sínu. Þeir merkja að gerð hefur verið mögnuð aðför að blaðétandi skor- kvikindum sem yfírleitt eru ýmsar tegundir blaðlúsa og fiðrildalirfa. Stundum eru garðar grátt leiknir af þessum litlu verum og í verstu tilvikum rétt eins og heilu limgerð- in hafi orðið eldi að bráð. Börn og fullorðnir óttast nokkuð þessa var- úðarmiða og margt barnið telur jafnvel að dauðinn sé vís ef það vogar sér inn í garðinn. Svo slæmt er það nú ekki, en að minnsta kosti hollt að láta vera að japla á hundasúrum og öðru sem áður var talið ætilegt. Áhrifin af eitrinu þverra síðan jafnt og þétt og blaðæturnar liggja í valnum. En það gera einn- ig fleiri, allur fæðupíram- ítinn hrynur, þ.e.a.s. eitrið drepur ekki aðeins vágest- ina heldur einnig þá pöddustofna sem sam- kvæmt lögmálum náttúr- unnar halda þeim í skefj- um og standa sig vel. Það er sum sé mál fyrir garðpöddur að vara sig. Ekki fyrir hver annarri þótt full ástæða sé raunar til þess, heldur fyrir mannskepnunni sem ein þykist eiga garðana. Erl- ing segir að athuga þurfi ýmsa þætti þegar ákvörð- un er tekin um hvort úða skuli eða ekki. „Oft eru það trjáteg- undir og plöntur sem eru nýjar og þrífast ekki allt of vel, líður illa og eiga ekki náttúrulegar varnir vegna framandleika síns sem verða fyrir ásókn skaðvalda. Oft þegar heill garður hefur verið úðaður með tilheyrandi áhrifum á allt lífríki hans hefði e.t.v. dugað að úða eitt tré til þess að ná þeim árangri sem sóst var eft- ir,“ segir Erling Ólafsson. En hvað segir hann þá um sundurnagað rifsið og brunarústir víðilimgerð- anna, eða samansogin birkiblöðin? „Það sem ég sagði breytir því ekki að garðarnir eru fullir af litl- um verum sem lifa á blöðum trjáa og plantna. Blaðlýs eru t.d. sólgnar í rifsið. En það verður að taka til- lit til aðstæðna. Núna í vor og það sem af er sumri hefur tíð t.d. ver- ið mjög góð og fyrir vikið er mik- ill og hraður vöxtur í görðunum. Þar af leiðandi er plönturnar og trén aflögufær og standast vel ásóknina. í fyrra var kalt og vöxt- ur allur hægur. Við slíkar kringum- stæður hafa trén ekki undan að opna ný blöð. í hitteðfyrra var góð tíð og það var haft á orði að lítið væri um meindýr, en það var ekki tilfellið. Tilfellið var það sama og núna, vöxtur var svo hraður og góður að menn urðu minna varir við spjöll á gróðrinum. Lífríkið... Fiðrildalirfur eru að éta um þessar mundir og eru fyrr á ferð- inni en oftast. í venjulegu árferði eru þær að ljúka sér af um miðjan júlí og skríða þá ofan í jarðveginn og púpa sig. Blaðlýs eru einnig talin til meindýranna, þær eru af ýmsum tegundum og sjúga blöðin þannig að þau verpast. Blaðlýs eru hrifnar af rifsi, en eru einnig oft í birki, sem þolir ágengnina betur. Báðar tegundir eru einnig oft í átveislum í reynittjám og fleiri teg- undum sem tilfallandi eru og ein- stakar tegundir innan hópanna eru sérhæfðar á vissar tegundir trjáa. Lirfur haustfeta eru til dæmis að úða í sig þessa dagana. Þetta er fjölhæf fiðrildategund sem er mest í birki og reyni. í venjuiegu árferði fara fullorðnu dýrin á kreik seint á haustin, september og októ- ber til að búa í haginn fyrir kom- andi kynslóðir. Haustfetar vekja jafnan talsverða athygli, því fátt Hin harða lífsbarátta húsagarðanna Sumarið gekk óvenjulega snemma í garð í görðum landsmanna á þessu ári. Snemma í júní var allt komið á fleygiferð, sprettan, gróandinn og síðast en ekki síst pöddurnar. Það er margt í garðinum sem iðar og suð- ar. Heilt lífríki með tilheyrandi fæðukeðjum og sviptingum. Margur garðeigandinn kærir sig lítt um þetta sambýli, en þekkir varla þessa nágranna sína og vill jafnvel úða eitri á alla hjörðina. Hvaða gagn það gerir er .. ... >» þó upp og ofan að mati Erlings Olafssonar skordýrafræðings, sem Guðmundur Guð- jónsson hitti fyrir skömmu. er eftir af skordýrum er þeir eru á ferðinni fullvaxta og svo er kven- fiðrildið vænglaust. Önnur fiðrildategund er víðifeti sem er eins og nafnið bendir til aðallega að snæðingi á víðiplönt- um. Svo má r.efna tígulvefara sem stundum er afar algengur en svo fágætari á milli. Erling segir að garðúðarar hafi ekki þekkingu til að greina á milli tegunda þeirra sem eru að naga laufblöðin. Þeir bjóði þjónustu sína og hún er annaðhvort þegin eða afþökkuð, en menn verði að skoða sinn gang. „Það er hvergi hægt að fá þess háttar þjónustu að sér- fræðingur kemur í garðinn og metur hvaða pöddur eru að éta hvaða gróðurtegundir og því get ég ekki sagt annað en að ég hvetji fólk til að fara út í garð og skoða. Það þarf engan sérfræðing til að sjá hvort gróður sé að skaddast. Þá er það mikilsvert að gera sér grein fyrir því hvaða gróður er undir tönninni og eins að átið er alltaf tímabundið, eða svona 4 vik- ur eða svo. Núna ér áttímabilið kannski hálfnað eða rúmlega það. Þess eru dæmi að fólk er að fá garða sína úðaða í júlí og ágúst Tígulvefari. en hætt er við að þá sé oft verið að gera miklu meira ógagn en gagn,“ segir Erling. Náttúrulegir óvinir Hvað er þá til ráða? Því svarar Erling: „Nýlegt dæmi sem ég horfði upp á var í því fólgið, að tré af framandi tegund var undir miklu álagi. Annar gróður í garðin- um var í prýðilegu ásigkomulagi miðað við álag og í því tilviki hefði dugað að úða umrætt tré og láta annað eiga sig. Þetta er gott dæmi um hvernig heppilegt er að gera úttekt á vandanum áður en ráðist er í að úða allt og drepa allt. Margir hugsa heldur ekki út í það, að þessar blaðætur eiga sér fjölmarga og stórvirka náttúrulega óvini og það eru mjög dramatísk fjöldamorð í gangi á degi hveij- um.“ Erling lætur ekki við þetta sitjá og bætir við: „Það eru t.d. margar tegundir af sníkjuvespum og þær verpa eggjum sínum í fiðrildalirf- urnar. Lirfur vespunnar éta síðan lirfur fiðrildisins hægt og rólega innan frá. Þetta er eins og krabba- mein, það smádofnar yfir fiðrilda- lirfunni. Þetta er grimmilegur dauðdagi, en sumum sníkjuvespum hefnist fyrir, því aðrar tegundir vespa verpa síðan eggjum sínum í lirfur vespa sem búa í fiðrildalirf- um. Það má líka nefna 26 tegundir sveifflugna sem margar hverjar eru algengar í görðum. Sveifflugur eru oft álitnar vera geitungar vegna litarháttar síns, en þær eru mönnum skaðlausar. Þær gera þvert á móti mikið gagn, lirfur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.