Morgunblaðið - 23.06.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 11
þeirra hakka í sig blaðlýs. Ein teg-
und netvængju er einnig algeng í
görðum, heldur sig við birki, og
lirfur hennar éta einnig blaðlýs í
stórum stíl. Netvængjum þessum
svipar til smárra grárra fiðrilda.
Maríuhænur má einnig nefna, þótt
þær séu ekki áberandi. Aðalfæða
þeirra eru blaðlýs.
Af þessu má sjá, að sá smásæi
heimur sem garðurinn býr yfir er
afar mikilvægur. Þegar garður er
úðaður, drepast ekki aðeins fiðr-
ildalirfur og blaðlýs, heldur og
sníkjuvespur, sveifflugur, net-
vængjur og allt hitt. Allt lífríkið
hrynur,“ segir Erling.
Smásæi heimurinn
Smásæi heimurinn sem
Erling talar um er afar íjöl-
breytilegur. Þar má nefna
flugur, bjöllur, köngulær,
langfætlur, margfætlur,
grápöddur og fleira sem
iðar, suðar og spriklar. Erl-
ing er beðinn um að rekja
aðeins algengustu smádýrin
sem landsmenn rekast á í
görðum sínum hvort heldur
þeir eru að sólbaða sig og
grilla, róta í beðum, tína
maðka eða hvaðeina.
Hann nefnir fyrst alls
kyns kálflugur, húsflugur
og fiskiflugur sem allir
þekkja, en gera sér kannski
ekki grein fyrir að tegund-
irnar eru margar. Það eru
til dæmis fjórar tegundir af
fiskiflugum, þar af tvær sem
garð- og húseigendur þekkja
vel. „Þetta eru nauðalíkar
flugur allt saman og erfitt
að þekkja í sundur nema
undir stækkunargleri. best
er þó að þekkja þær af um-
hverfinu því þær eru afar
kjörlendisbundnar.
Ein tegund virðist þrífast
best í sumarbústöðum og veiðihús-
um, önnur í fuglabjörgum. Svo er
ein í görðunum sem er mjög al-
geng og önnur sem kemur í hús
og er mun sjaldgæfari. Það skrítna
er, að sú sem kemur í hús sést
ekki utandyra og öfugt. Sú sem
er inni er suðræn tegund sem fer
fullorðin í dvala. Þær vakna oft
og birtast óvænt, klunnalegar og
svefndrukknar. Sofna þó fljótt aft-
ur fái þær til þess næði. Útitegund-
in er norðlæg tegund sem er í
dvala sem púpa.
Svo er húsflugan, síkvik og oní
öllu, fluga sem allir þekkja. Þrátt
fyrir að hún sé tíð í görðum, þá
er hún þó meira til sveita. Nokkuð
stór, þunglamaleg og svartgrá
fluga sem stundum er talsvert af
er ekki dæmigerða húsflugan og
heldur ekki enn minni tegund sem
er stundum í sveimum undir tijá-
greinum. Ef þær álpast inn velja
þær gjarnan Ijósakrónur til að
sveima undir. Allar þessar flugur
eru rotverur og sem slikar mikil-
vægar niðurbroti í náttúrunni. Þær
nýtast einnig sem fijóberar. Það
er vert að taka fram að þær strá-
falla einnig við úðun.
Og ef við höidum okkur við flug-
ur þá er ekki hægt ánnað en að
nefna geitunga og hunangsflugur.
Geitungategundirnar eru sem fyrr
þijár og er ein stórum algengust,
tijágeitungurinn. Holugeitungur
og húsageitungur eru einnig með
búsetu. Þessar tegundir eru keim-
líkar að sjá og kannski ekki fyrir
öllu að vita hvort það er holu-,
húsa- eða tijágeitungur sem er að
elta mann í vígahug yfir þveran
garðinn. Geitungar geta verið
geðstirðir, einkum á haustin er
búið er að sparka þrælunum út
eftir sumarlangt þrotlaust starf í
þágu búsins. Þeir hugsa þá loksins
um eigin hag, sækjast eftir sykri
sem er helst að finna innandyra.
Verður þá iðulega uppi fótur og
fit og umsátursástand skapast í
híbýlum manna. Sjálfsagt er of
mikið gert úr hættunni, en þó er
haft fyrir satt að geitungastunga
sé allt annað en þægileg.
Ein tegund er af hunangsflugu.
Verðandi drottningar vakna full-
orðnar að vori og fara þá á stjá.
Lenda þá á ólíklegustu stöðum og
gera usla. Þær eru þó meinlausar
nema að einhver sjái ástæðu til
að ergja flugurnar. Þá svara þær
fyrir sig þótt það geti reynst þeirra
síðasta verk í þessu jarðlífi. Fyrr-
um var önnur tegund nokkuð út-
breidd, en sumarið 1981 rigndi
geysilega mikið og flugustofninn
hrundi. Sú sem nú ræður ríkjum
stóð veðurleiðindin betur af sér og
náði slíkri fótfestu að hin hefur
ekki borið sitt barr síðan. Sést hún
endrum og eins og stöku bú finnast
af og til. En ekkert sem heitið
getur.
Sú köngulóartegund sem mest-
Eitrið drepur ekki að-
eins vágestina heldur
einnig þá pöddustofna
sem samkvæmt lög-
málum náttúrunnar
halda þeim í skefjum
og standa sig vel
an svip setur á garðinn er krossk-
öngulóin með sinn stóra vef utan
á húsum og stundum strengdan á
milli trjágreina. Krossköngulær
vakna sem ungviði á vorin eftir
að hafa sofið í gulum áberandi
hjúpum um veturinn. Ungarnir
fara síðan á stjá, strengja sér
vefi og vaxa úr grasi. Kvendýrin
geta orðið geysistór á íslenska
skordýravísu, „miklar hlussur"
eins og Erling orðar það. Karlarn-
ir eru mjórri og smærri. Köngu-
lærnar eru mikil veiðidýr, afgreiða
stærstu fiskiflugur á nokkrum
sekúndum ef þær ná ekki að slíta
vefinn.
Margir standa í þeirri trú að
langfætlur séu köngulær, en svo
er ekki. Búkur þeirra er einskipt-
ur, en köngulær eru með tvískiptan
búk. Langfætlur eru önnur ætt-
kvísl. Fjórar tegundir eru þekktar
i landinu, en þijár eru staðbundnar
og sjaldgæfar. Sú fjórða er geysi-
lega algeng um land allt, ekki síst
í görðum landsmanna. Algengt er
að langfætlur gerist óboðnir gestir
uppi á sólbaðsteppunum og bregð-
ur þá sólardýrkendum iðulega illa,
því langfætlan er nokkuð stórt
smádýr og steðjar áfram af mikilli
ákefð. Þeir sem hafa gefið sér
augnablik til að virða langfætlurn-
ar fyrir sér hafa e.t.v. tekið eftir
rauðum dílum á fótum hennar.
Kannski haldið það vera eggin,
sbr. að hnoðaköngulóin rogast með
egg sín í sekk á bakinu. En þessir
rauðu dílar eiga ekkert skylt við
egg. Þetta eru agnarsmáir sníkju-
maurar sem lifa á líkamsvessum
langfætlunnar og gera þannig ekk-
ert annað en að angra hana.
Fleiri smáverur
Þegar minnst er á langfætlur
detta mörgum í hug hrossaflugur,
sem eru ómissandi í garðaflórunni
með sínar furðulöngu bífur sem
halda áfram að sprikla þótt þær
slitni af eigandanum við eitthvert
óvænt rask. Hrossaflugur eru þó
ekkert skyldar langfætlum, og
raunar eru hrossaflugutegundirnar
tvær og skipta þær sumrinu á
milli sín. Sú sem kemur síðsumars
er ögn minni en sú sem fyrr kvikn-
ar. Erling segir tegundirnar aldrei
skarast. Þær eru af sömu ættkvísl
og eru nánast eins í útliti frá
sjónarhóli annarra en skordýra-
fræðinga. Erling hefur það helst
um þessar langfættu hrossaflugur
að segja að þær eyði ótrúlega löng-
um tíma á húsveggjum gerandi
ekki neitt.
Auk þessara tveggja stóru teg-
unda eru margar tegundir af
smærri hrossaflugum, m.a. ein al-
geng sem er auðþekkjanleg vegna
dökks díls á vængjum. Fiugur
þessar eru bæði í görðum og úti í
náttúrunni og „sækja í sóðaskap"
að sögn Erlings.
Bjöllur af ýmsum gerðum eru
einnig tíðar, til dæmis þrjár teg-
undir af ranabjöllum. Flestir kann-
ast við silakeppinn, en einnig eru
kvaddi'r til skjalanna letikeppur og
tijákeppur. Að sögn Erlings eru
allir „eins og skjaldbökur að því
leyti að allnokkuð vantar upp á
sprækleikann". En þótt keppir
þessir séu furðu afslappaðir eru
þeir drjúgir að éta og hefði vel
mátt nefna þá í sömu andránni og
stórfelldu gróðuræturnar sem
drepið var á í upphafi þessa texta.
Keppirnir naga plöntur og lirfur
þeirra naga rætur, þessi dýr vinna
því spjöll „á báðum vígstöðvum"
eins og Erling lýsir því. Ranabjöll-
urnar þijár eru líkar í útliti, en
silakeppurinn er svartgljáandi, leti-
keppurinn grámattur og tijákepp-
urinn brúnn. Þannig þekkjast þeir
hver frá öðrum.
Þá eru nokkrar tegundir af
smiðum. Ekki bara járnsmiður.
Hann er frægastur og stærstur,
en algengastur er þó kragasmiður
sem er mun minni og iðulega með
rauðleitan kraga, sbr. nafnið.
Garðasmiður er aðeins minni en
járnsmiður og nokkuð algengur.
Hann er „líkur járnsmið, en ein-
hvern veginn öðru vísi samt. Menn
sjá strax að þetta er ekki járnsmið-
ur,“ segir Erling. Þá koma og við
sögu fágætari tegundir eins og
leirsmiður og glitsmiður og endrum
og sinnum gullsmiður, en kjörlendi
hans er þó annað en fyrirfinnst í
görðum. Smiðir eru kjöt- og hræ-
ætur og veiða helst eftir ljósaskipt-
in.
Sextíu tegundir eru til af jötun-
uxum á íslandi, flestar mjög smáar
og margar fyrirfinnast í görðum.
Ein tegundin er áberandi stór og
fyrir vikið þekktust. Þetta er löng
og svört padda sem grípur oft til
vængjanna sem hún geymir undir
skelinni. „Þetta eru ljót kvikindi
og fólki yfirleitt til leiðinda," segir
Erling.
Það sama er að segja um marg-
fætluna sem er oft kveikjan að
gæsahúð hjá fólki. Menn verða
reyndar oftar varir við margfætl-
una inni í húsum, en „uppsprettan
er í garðinum,“ segir Erling og
bætir við að ef menn velti við hell-
um og steinum komi í ljós að mik-
ið er af þessu dýri í görðunum.
Svo og þúsundfætlum, en þær eru
miklu smærri, hringa sig gjarnan
ef þær verða fyrir styggð og eru
til muna silalegri.
Grápaddan verður síðust dregin
fram í dagsljósið þótt hún þoli það
sjálf afar illa. Hún hringar sig einn-
ig, þannig að börn kalla hana
gjarnan kúlupöddu. Grápaddan
hefur þá sérstöðu að vera krabba-
dýr. „Þessi andskoti er víða al-
gengur á skuggsælum stöðum í
görðunum, einkum þó í Hlíðunum
og alveg sérstaklega í Sæviðar-
sundi, hvernig sem á því stendur,“
segir Erling.
Lokaorð skordýrafræðingsins
um garðpöddur eru, að lengi megi
halda áfram að nefna til sögunnar
nýjar tegundir. En við látum við
það sitja að varpa ljósi á algeng-
ustu tegundirnar.
TILBOÐ
BENIDORM - BENIDORM
I. /ú/í, 8. júlí og 75. júlí. 2ja vikna ferðir
Nú veitum vib kr. 5.000 til kr. 7.000
afslátt pr. mannf eftir gististöði
i ofangreindar ferðir.
Hafðu samband og kynntu þér
kjörín hjá okkur.
Gististaðir: Les Dunes - Gemelos II - To
EUPOCARD.
Mundu svo eftir Euro Atlas ávísuninni þinni\
hún veitir kr. 4.000 viðbótarafslátt.
Pantaðu í síma
552 3200
FERDASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
Aialstræti 16 - sími 5S2 3200. Fax 552 9935