Morgunblaðið - 23.06.1996, Page 14
14 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Listahátíð í
Reykjavík
1996
Sunnudagur 23. júní
„Gulltárþöll". Borgarleikhúsið:
2. sýn. kl. 14.
---♦ ♦ ♦-
Gluggasýning
í Sneglu
ELÍN Guðmundsdóttir sýnir verk sín
í gluggum Sneglu listhúss við Klapp-
arstíg.
Elín útskrifaðist úr leirlistadeild
Myndlista- og handíðaskóla íslands
árið 1988.
Snegla listhús er opið virka daga
frá kl. 12-18 og laugardaga kl.
10-14.
------♦ ♦ ♦-----
Ljóðatónleikar
á Kaffi Oliver
UÓÐATÓNLEIKAR verða haldnir á
Kaffí Oliver í kvöid kl. 19. Þar munu
ljóðskáldin Andri Snær Magnússon,
Björgvin ívar, Magnúx Gezzon og
Davíð Stefánsson lesa ljóð sín við
undirleik hljómsveitarinnar Semen.
------♦ ♦ ♦-----
Colin Porter
sýnir í Eden
ÞESSA dagana er Colin Porter með
málverkasýningu í Eden í Hvera-
gerði. Þetta er þriðja einkasýning
hans og sem fyrr leitar hann í ís-
lenska náttúru eftir viðfangsefni.
Colin verður sjálfur á staðnum
næstu tvær helgar. Sýningunni lýk-
ur 1. júlí næstkomandi.
LEIKHÓPUR verksins „Ef ég væri gullfiskur".
Nýtt verk eftir
Arna Ibsen
NÆSTA leikár hjá Leikfélagi
Reykjavíkur hefst á nýju íslensku
verki eftir Árna Ibsen, „Ef ég væri
gullfískur", en æfíngar hafa staðið
yfír nú í vor á verkinu.
í kynningu segir: „Ef ég væri
gullfiskur" fjaliar á gamansaman
hátt um „stórfjölskylduna" í íslensk-
um samtíma og er farsi að frönskum
hætti, en með íslensku inntaki.
Leikhópur verksins er fjölmennur
en margir nýir leikarar koma til liðs
við Leikfélag Reykjavíkur í þessu
verki. Það eru þau; Ásta Arnardótt-
ir, Eggert Þorleifsson, Guðlaug El-
ísabet Óiafsdóttir, Halldóra Geir-
harðsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir,
Kjartan Guðjónsson, Rósa Guðný
Þórsdóttir, Sigurður Karlsson, Sóley
Elíasdóttir og Þórhallur Gunnarsson.
Leikstjóri sýningarinnar er Pétur
Einarsson, þúningahöfundur Helga
Stefánsdóttir og leikmyndahöfundur
Siguijón Jóhannsson.
Rödd fram-
tíðarinnar
TONLIST
Tónleikar
Tónleikar Bjarkar Guðmundsdóttur
og hljómsveitar hennar í Laugardals-
höll á vegum Smekkleysu og Listahá-
tíðar. Auk Bjarkar komu fram
breska hljómsveitin Plaid og tónlist-
armaðurinn Goldie með hljómsveit
sína, en tónleikarnir stóðu frá kl.
átta til miðnættis. Áhorfendur voru
um 4.500, miðinn kostaði 2.500 kr. i
stæði, 3.000 kr. í sæti.
BJÖRK Guðmunsdóttir hefur lít-
inn tíma til að sinna íslenskum
aðdáendum sínum vegna anna um
heim allan, en þeir geta þó vel við
unað að fá hana hingað til lands í
annað sinn á tveimur árum. í bæði
skiptin hefur hún komið fram á
Listahátíð í Reykjavík, sem verður
að teljast við hæfí því hún er ekki
aðeins frægasti tónlistarmaður sem
ísland hefur alið, heldur einn sá
merkasti fyrir frumleika, atorku
og kjark. Á tónleikum sínum að
þessu sinni undirstrikaði hún enn
að þótt hún sé alþjóðleg stjarna er
hún fyrst og fremst íslenskur tón-
listarmaður sem syngur á íslensku
fyrir íslenska áheyrendur vegna
þess að það sem hún er að gera
skiptir máli; þar skilur á milli
skemmtikrafts, sem er sama hvað
hann gerir bara ef það selst, og
listamannsins sem skapar af innri
nauðsyn, en ekki til að fá salt í
grautinn.
Eins og áður er getið kom Björk
hingað til lands til tónleikahalds
fyrir tveimur árum og þá á ferð
með hljómsveit að kynna plötu sína
Debut. Debut var fyrsta eiginlega
breiðskífa Bjarkar og þótt hún hafi
komið sem ferskur vindur inn í
vestræna dægurtónlist þá heyrðist
það best þegar önnur breiðskífan,
Post, kom út að Debut var eins
konar tilraunaútgáfa eða uppkast.
Að vissu leyti var hljómsveitin sem
kom með Björk fyrir tveimur árum
„tilraunaútgáfa“ og fór ekki á milli
mála að hún var enn að spila sig
saman og þótt færir hljóðfæraleik-
arar hafi um vélað á sviðinu þá
vantaði hinn fullkomna samhljóm
sem tónlistamenn ná eftir langt
samstarf. Að þessu sinni var hann
til staðar.
Á tónleikum Bjarkar í Wembley-
íþróttahöllinni í Lundúnum í janúar
sl. lék í síðasta sinn með henni fjöl-
hæfur hljómborðsleikari og í hans
stað komu tveir nýir menn. Það
hefur styrkt hljómsveitina verulega
og fyrir vikið hljómaði hún mun
þéttari og um leið sveigjanlegri í
Höllinni á föstudagskvöld. Eftir
Heyrnartól, sem Björk flutti nánast
a cappella, byijuðu hinir eiginlegu
tónleikar með miklum ljósagangi
og látum á Her af mér og heyra
mátti að sitthvað hafði verið átt
við útsetningar. í þriðja lagi, Einn
dag gerist það, var búið að slípa
burt allan óþarfa og eftir stóð ein-
föld og grípandi laglínan sem flutt
var af mögnuðum slagverksspuna.
Fleiri dæmi mátti heyra þar sem
ftjálslega var farið með útsetningar
og oft all fijálslega eins og til að
mynda í Strákavenus, því snilldar-
lagi, og Mannlegri hegðun. Flest
voru lögin af Post, nokkur af Deb-
ut og eitt af smáskífu sem kom út
á eftir Post, en það lag samdi Björk
með ensku danssveitinni LFO. Eitt
lag flutti hún, bráðskemmtilegt
Fannst í Bandaríkjunum
Það er fátítt að áður óþekkt
verk eftir Mozart komi fram.
Talsmenn Christie’s segja að
arían, sem virðist leggja vara
við vandamálum ástarinnar,
hafí fundist á heimili banda-
rískra hjóna, sem létust fyrir
skömmu.
Gieslle Minns, mezzó-sópr-
ansöngkona, flutti lagið við
undirleik strengjakvartetts.
„Það hljómar stórkostlega,"
sagði Jonathan Stone, sérfræð-
ingur Christie’s í nótnablöðum
og tónlistarhandritum. „Það er
stutt, en afar tilkomumikið og
án vafa alfarið Mozart."
Um handritið sagði Stone:
„Við höfum aðeins eina örk svo
við getum ekki sagt hvað kom
á undan eða eftir, en þetta er
óþekkt verk og virðist vera úr
einhvers konar söngleik."
Virðist vera um ástina
Verkið er skrifað fyrir tvær
fiðlur, víólu, selló, tvö horn og
mezzó-sópranrödd. Merking
textans er ekki ljós og gæti
hann átt við stúlku eða rós,
en hann hljómar svo: „Ef þú
vilt bijóta hana við stilkinn
munu þyrnarnir stinga þig.“ í
lokahlutanum er varað við því
að ástin geti verið sársauka-
full: „Svo að þúsundfalt skjall
laðar þig að lystisemdum ást-
arinnar og ótryggð, pest og
öfund eru venjulega ávextirn-
ir.“
Talið er að þetta brot hafi
verið skrifað um svipað leyti
og fyrsta stóra ópera Mozarts,
„Brottnámið úr kvennabúr-
inu“, sem var frumflutt 1783.
Stone vildi hins vegar ekki taka
undir vangaveltur um að blaðið
væri uppkast að aríu, sem hefði
verið ákveðið að nota ekki í
þá óperu. Mozart hefði upp úr
1780 oft verið ráðinn til að
skrifa tónlist fyrir leiklistar-
kvöld í Vín og sennilega væri
hér um slíkt verk að ræða.
MYNDLISTARMENNIRNIR sem halda sýningar í sýningarsalnum
Við Hamarinn í sumar.
með sérkennilega grípandi laglínu,
sem var líklega nýtt.
Á heimavelli
Lokalag tónleikanna var Ham-
ingjusöm sprengja með mögnuðum
orgelundirleik, en áheyrendur
vildu meira og sem uppklappslag
var sveiflulagið góðkunna It’s Oh
So Quiet í einfaldri og skemmti-
legri harmoníkuútsetningu. Þá
náði sefjunin hámarki og fjögur
þúsund manna kór tók undir full-
um hálsi.
Björk var vel létt í fasi á svið-
inu, kunni greinilega vel við sig á
heimavelli sem skilaði sér eflaust
til hljómsveitarinnar. Þótt greini-
legt væri að hún gæfí mönnum
nokkuð lausan tauminn í lögunum,
sérstaklega ótrúlega færum slag-
verksleikara, fer ekki á milli mála
að hún ræður ferðinni. Víða er hún
greinilega að reyna á þanþol tón-
málsins og gera tilraunir með sitt-
hvað sem á líklega eftir að skila
sér á næstu plötu, en ljóst að hún
er þess albúin að stökkva af stað
í óvæntar áttir í tónsköpun. Á
fimmtudagskvöld heyrðist í Laug-
ardalshöll rödd fortíðarinnar, en á
föstudag var það rödd framtíðar-
innar.
Árni Matthíasson
„Sex
í list“
SEX nýlega útskrifaðir mynd-
listarmenn úr MHI halda sýn-
ingar í sýningarsalnum Við
Hamarinn í Hafnarfirði í sum-
ar.
Sýningarnar verða þrjár; 22.
júní til 7. júlí sýna Brynja Dís
Björnsdóttir og Gunnhildur
Björnsdóttir, 13. júní til 27.
júlí sýna Berglind Svavarsdótt-
ir og Ólöf Kjaran Knudsen, 10.
ágúst til 25. ágúst sýna Ásdís
Pétursdóttir og Ingibjörg Mar-
ía Þorvaldsdóttir.
Sýningarnar verða opnar
laugardaga og sunnudaga frá
kl. 14 til 20. Allir velkomnir.
Ókeypis aðgangur.
Nýfundið
brot úr
Mozart-
aríu frum-
flutt
London. The Daily Telegraph.
BROT úr aríu eftir Mozart,
sem nýlega fannst, var flutt
fyrsta sinni í að minnsta kosti
tvö hundruð ár á miðvikudag,
en nóturnar að laginu, skrifað-
ar af hendi tónskáldsins, verða
settar á uppboð hjá uppboðs-
haldaranum Christie’s á mið-
vikudag.
Aríubrotið er 80 taktstrik á
einu blaði og er skrifað á báð-
ar hliðar þess. Búist er við að
það verði selt á tvær milljónir
króna.
Morgunblaðið/Sverrir