Morgunblaðið - 23.06.1996, Page 18

Morgunblaðið - 23.06.1996, Page 18
18 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tímamótasamningur Myndstefs við Sjónvarpið Menning þjóð- arinnar byggist á höfundarétti MYNDSTEF, hags- munasamtök á sviði höfundaréttar að myndvet'kum, hefur náð samningum við Sjónvarpið um notkun myndefnis eftir fé- lagsmenn Myndstefs, eftir tveggja ára samningaviðræður. Knútur Bruun, hæsta- réttarlögmaður og formaður Myndstefs, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þetta sé tímamóta- samningur. Myndstef hafði áður gert sér- stakan samning um notkun mynd- efnis við félag íslenskra bóka- útgefenda. Næsta verkefni, og það erfíðasta að mati Knúts, eru samn- ingar við blaða- og tímaritaútgef- endur. Samningurinn við Sjónvarpið felur meðal annars í sér að þeir sjá um að skrásetja allar gjald- skyldar myndbirtingar og skila um það skýrslu fjórum sinnum á ári til Myndstefs ásamt greiðslu. Myndstef fær 20% af upphæðinni og höfundar 80%. Einnig sam- þykkti sjónvarpið að greiða 1.800.000 kr. vegna notkunar á höfundarétti myndhöfunda í Sjón- varpinu frá gildistöku laga frá 1992 sem reiknast sem fullnaðar- uppgjör af Ríkisútvarpsins hálfu fyrir birtingar á myndverkum á greindu tímabili. „Samningarnir við Sjónvarpið voru afskaplega erfiðir. Þeir eru fordæmisgefandi því sambærileg félög á hinum Norðurlöndunum hafa ekki svona samninga við sjón- varpsstöðvar," sagði Knútur. Hann segir að ástandið í myndhöf- undaréttarmálum í Sjónvarpinu hafí verið slæmt og myndir hafí verið notaðar þar í þáttagerð án þess að greiðsla hafi komið fyrir. „Ég vil þó leggja áherslu á að ein- lægur vilji samningamanna sjón- varpsins varð til þess að samning- ar náðust sem báðir aðilar geta sætt sig við.“ Hann sagði að lítið hefði verið um málaferli út af rétt- indamálum til þessa enda hefði hann ávallt haft það að leiðarljósi að fara samningaleið- ina. Verkefni Myndstefs er, auk höfundaréttar- gæslu, að safna upp- lýsingum um notkun myndefnis og hafa með höndum gerð gjaldskrár og taxta. Þeir sem eiga aðild að Myndstefí eru allir fé- lagsmenn í eftirtöld- um félögum: Samband íslenskra myndlistar- manna, Ljósmyndara- félag íslands, Félag Knútur Bruun íslenskra teiknara, Félag grafískra teikn- ara, Arkitektafélag íslands og Deild Ieikmynda- og búningahöf- unda, alls um 8-900, auk nokkurra einstaklinga, sem fara með höf- undarétt, sem í mörgum tilfellum eru erfíngjar að höfundarétti. Frá stofnun Myndstefs 1991 hefur verið reynt að mjaka rétt- indum höfunda áleiðis. í laga- breytingum árið 1992 komust myndhöfundar beint inn í höf- undalögin og samþykktir félags- ins fengust staðfestar hjá menntamálaráðuneytinu ásamt gjaldskrá á árinu 1995. PÓSTKORTIÐ, sem á eru átta höfundalagabrot. Myndstef höfð- aði mál gegn útgefandanum og vann það að fullu. = ORYGGI Einföid, þœgileg, hnéstýrð blöndunorkeki. Þar sem ýtrasta hreinlœtis er gœtt. Hagstœtt verð. ^ VATNSVIRKINN HF, lÁRMÚLA 21 SÍMI 532 2020 Hægt að ganga of langt Höfundaréttur gildir í 50 ár eftir lát höfundar en væntanlega verður það tímabil lengt í 70 ár. Knútur sagði að höfundaréttur væri eignarréttur og andlag eign- arréttarins í þessu tilfelli eru hug- læg verk. Um þessi réttindi gilda lög frá 1972 með viðeigandi breyt- ingum frá árunum 1984 og 1992. „A íslandi eru í gildi mjög framúr- stefnuleg og ágæt höfundalög. Höfundaréttur er alltaf að verða meira atriði í nútímasamfélagi og myndhöfundarétturinn er þar vax- andi þáttur því myndmiðlarnir sjónvarp og tölvur eru að vinna á, “ sagði Knútur. Hann sagði að Myndstef stæði ekki einungis vörð um höfundana sjálfa heldur einnig notendur myndréttarins og taka þarf fullt tillit til réttinda almenn- ings. „Þetta þrennt þarf að sjálf- sögðu að fara saman svo rétturinn virki sem skyldi en til eru dæmi þar sem gengið hefur verið of langt í réttindamálum og ef það er gert snýst þjóðfélagið við í and- hverfu sinni. Það er mjög mikilvægt að það sé sterk réttargæsla á þessu sviði því þessi réttindi eru gríðarlega mikilvæg. Menning þjóðarinnar bæði út á við og inn á við byggist afskaplega mikið á höfundarétti og ef við viljum vera sjálfstæð þjóð þurfum við að standa um hann vörð.“ Reglur félagsins eru þær að frumbirting myndar eru einkamál höfundarins sjálfs en þegar sama mynd er síðan notuð af öðrum fjölmiðli til dæmis þá telst um endurbirtingu að ræða og greiða þarf fyrir það til Myndstefs. Oft er þetta á mjög gráu svæði að sögn Knúts og aðspurður sagði hann að þau tilfelli þegar verið er að taka viðtöl í sjónvarpi með málverk í baksýn, sem er þó nokk- uð algengt, sé til dæmis ekki gjaldskylt því myndin er ekki að- alatriði. Ef myndatökumaðurinn beinir myndavélinni sérstaklega að málverkinu þarf að greiða fyr- ir það. Annað dæmi: Ef listasafn kaupir málverk eftir Kjarval eign- ast það ekki birtingarréttinn að myndinni þannig að ef mynd af málverkinu er notuð einhvers staðar fá erfingjar Kjarvals greiðslu fyrir. Póstkort með átta brotum var fyrsta málið Sem dæmi um mál sem Mynd- stef hefur höfðað til verndar höf- undarétti er mál vegna póstkorts sem gert er eftir konfektöskju sem Nói og Síríus lét útbúa á lýðveldisárinu 1994. „Allt í einu verðum við vör við að búið er að gefa út póstkort og póstkortið er þessi konfektaskja nema það er búið að setja fjögur forsetafrí- merki í hornin og eitt frímerki til viðbótar yfir orðið konfekt. Þetta gefur maður út í eigin nafni og telur sig vera höfund að því. Sam- kvæmt okkar mati var hér um að ræða átta brot á höfundarlög- um og við fórum í mál sem við unnum að fullu. Viðkomandi var dæmdur í héraðsdómi Reykjavík- ur til að greiða 200 þúsund krón- ur, sem var krafa okkar, auk 70 þúsund króna í málskostnað auk þess sem öll eintök sem hann hafði í vörslu sinni voru gerð upp- tæk. Þessi dómur hefur mikið fordæmisgildi og er fyrsta málið sem við förum'í en sennilega ekki það síðasta." „Sunnudags- málarar“ MYNDLIST H o r n I ð MÁLVERK ísleifur Konráðsson, Karl Dunganon, Sölvi Helgason. Opið alla daga frá 14-18. Til 28 júní. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er vel til fallið að minna okkur á hina svonefndu „einfara" í íslenzkri myndlist, jafnvel þótt nafnbótin sé umdeilanleg þar sem aðrar þjóðir hafa kosið að nefna slíka kvisti samheitinu „sunnudags- málara“, en vel að merkja í háleitum skilningi. Hugtakið hef ég skilgreint oftar en einu sinni í skrifum mínum, en það á við fjölþætta tegund sjálf- lærðra málara, sem ekki þurfa að vera einfarar nema í nævri list sinni, og sem til skamms tíma voru utan alfaraleiða í listsögulegu samhengi. Þá vísar nafngiftin til hins fölskva- lausa, einfalda og upprunalega í list þessa fólks og því er hún til komin. Hins vegar er vettvangur málara- listarinnar morandi af hálærðum einförum og sérvitringum, auk þess sem meðvitaður nævismi er kominn til sögunnar og þáttur hans í lista- sögunni viðurkenndur og skjalfest- ur. Hugtakið utangarðsmálari á svo varla lengur við slíka er svo er kom- ið, því hér er ekki um einangrað fyrirbæri að ræða og geirinn víða í miklu uppáhaldi og málaramir dáðir og sterkefnaðir. Má finna verk þeirra á söfnum og þau fara á háu verði á uppboðum. Það rennir svo stoðum undir þenn- an framslátt, að sumir listhúsaeig- endur einskorða sig við þessa tegund listar og ferðast víða um lönd til að leita sannverðug dæmi uppi. Ber vott um að iðkendur hennar séu frekar eftirsóttir en utangarðs og við þetta má bæta, að þetta eru ekki að jafnaði kynlegir mannlífs- kvistir, geta allt eins verið ósköp venjulegir embættismenn svo sem tollarinn Henri Rousseau sem ein- mitt telst hafa rutt brautina og er nafnkenndastur þeirra allra. Þá er það ekkert nýtt að útlend- ir hrífist af íslenzkum sunnudags- málurum og má nefna, að Friedens- reich Hundertwasser varð yfír sig hrifinn af Karli Dunganon á Lista- hátið um árið, og mun hafa viljað gefa út veglega bók um list hans. því mun hafa verið hafnað og þar með sennilega komið í veg fyrir heimsfrægð hans í það skiptið. Dunganon er merkilegt fyrirbæri í íslenzkri myndlist, sem vel kemur fram á þessari litlu sýningu, en myndefni hans er mun frekar sótt í austurlenzka dulspeki og galdra- trú en til norðlægra slóða. Maðurinn var fjölgáfaður klækjarefur og eng- inn einfari í lífi sínu, þótt sérvitur væri með afbrigðum. Allar myndir hans á sýningunni bera vott um auðugt hugarflug og margslunginn myndasmið. Minnir á að effir 1918 hafði nævska málverkið afgerandi áhrif á „Pittura raetafisica", „Púr- ismus“ og „Magischen realismus“ ásamt skáldlegum sýnum í mynd- list, og er hér Kjarval ljóst dæmi. Skáldleg upphafin sýn á raun- veruleikann kemur og fram hjá Isleifí Konráðssyni, en andstætt Kjarval var hann leikmaður á vett- vanginum og málaði af fíngrum fram ófreskar hugsýnir og duldar vættir úr þjóðtrúnni. Myndir hans eru líkastar yndislegum og uppruna- legum brMeringum, þar sem eðlis- gáfan ræður ferðinni. Hinar flúruðu KARL Einarsson Dunganon; Tvær verur og dýr, blönduð tækni á pappír. tækifærismyndir Sölva Helgasonar minna okkur ósjálfrátt á William Morris er svo er komið, sem er mjög merkileg staðreynd, sem breytir stöðu listamannsins í íslenzkri sjón- listasögu. Sýnir tengsl hans við umheiminn og jafnframt að maður- inn var ekki með öllu einangraður í list sinni. Afar athyglisvert er svo hvemig hann staðsetur manna- myndir sínar inn í þennan skreyti- kennda ríkidóm og hve bemskur og fölskvalaus tjáháttur hans er. Þetta er sem fyrr segir lítil og falleg sýning og jafnframt gott og sérstætt innlegg til hins sjónræna þáttar listhátíðar. Bragi ÁsgeirsSon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.