Morgunblaðið - 23.06.1996, Síða 25

Morgunblaðið - 23.06.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 25 peningum mega ekki snerta við neinu matarkyns nema þvo sér áður með bakteríudrepandi sápu og nagla- bursta, svo eru hendurnar skolaðar upp úr bakteríudrepandi efni. Allur matur er afgreiddur í einnota umbúð- um og er það eina aðferðin til að tryggja sóttvarnir, að sögn Kjartans. Allar tuskur eru soðnar og geymdar í sótthreinsivökva, það er skipt um tuskur á 30 mínútna fresti eða oftar ef þarf. „Fólk er farið að átta sig á þessum gæðum og hreinlæti, það eru kúnnar sem fara ekki annað út að borða en tii okkar. Ég segi þetta ekki í yfirlæti heldur er gaman að heyra að fólk skilur og kann að meta það sem við erum að reyna að gera.“ Kjartan segir að það hafi komið fyrir að mat frá fyrirtækinu hafi verið kennt um að valda matareitr- un. í hvert skipti hefur verið kallað á opinbera rannsókn og aldrei neitt fundist sem rekja mátti til McDon- ald’s. „Það sem við hræðumst er ekki það sem er í matnum okkar heldur hvað getur verið á höndum viðskiptavinarins, þar er mesta hætt- an.“ Kokteilsósan komst á matseðilinn McDonald’s-veitingastöðum er skylt að hafa ákveðnar tegundir veit- inga á matseðlinum. Rekstraraðilar mega síðan ráða því hvaða vörum er bætt við þennan kjarna. Til að ný vara fái inni verður hún að upp- fylla ákveðin skilyrði um gæði, hrein- leika og hollustu. Það vakti athygli á sínum tíma að hjá McDonald’s var ekki hægt að fá hina rammíslensku kokteilsósu, og þótti sumum ótrúlegt að slíkur veitingastaður fengi þrifist til lengdar. Nú er kokteilsósan komin á matseðilinn hjá McDonald’s. Er forsaga þess gott dæmi um viðhorf fyrirtækisins. „Allur okkar matur er mjög fitu- snauður," segir Kjartan. „Það kvört- uðu margir yfir því að þeir fengju ekki fylli sína því það vantaði fit- una. Islendingar eru vanir feitari og þyngri mat en við framleiðum. Því var ákveðið að bjóða kokteilsósu sem viðbit fyrir þá sem óskuðu eftir fleiri hitaeiningum. Það tók tíma að finna framleiðanda sem gat uppfyllt skilyrði okkar. Sósuna varð að fram- leiða í lokuðu, sótthreinsuðu um- hverfi og setja hana í lokaðar um- búðir. Loks fundum við lokað kerfi hjá Osta- og smjörsölunni. Þeir lög- uðu verksmiðjuna að okkar kröfum og nú framleiða þeir sósuna. Við prófum sósuna reglulega og sendum sýni í ræktun. Hún er alltaf fersk og þetta er eina kokteilsósan á land- inu sem ég þori að mæla með,“ seg- ir Kjartan og hlær. Hann segir sós- ur frá McDonald’s almennt hitaein- ingasnauðar og hyggst ekki reyna að flytja kokteilsósuna til útlanda. Hún sé of dýr auk þess sem aðrar þjóðir virðast ekki eins sólgnar í fit- una og landinn. „Annars er þetta að breytast. Fólk sem venst bragðinu okkar og léttleik- anum vill ekki feitu sósuna. Það er gaman að sjá að sterkustu viðskipta- vinir okkar eru fyrrverandi starfs- menn, fólk sem þekkir gæðin og hreinlætið. Það segir sína sögu. Það er ekki hægt að deila um smekk, hann er persónulegur, en ég get sannarlega talað um tæknina. Við notum vönduðustu tækni sem til er, hvar sem á hana er litið." Kjartan segir McDonald’s leitast við að skaða ekki umhverfið. Umbúð- irnar eru umhverfisvænar, úr pappír eða klórfríu frauðplasti. Bréfsefni skrifstofunnar og umbúðapappír er allur endurunninn. Veitingastaður- inn við Suðurlandsbraut fékk sérstök verðlaun fyrir lagnakerfi, það trygg- ir meðal annars að fita berst ekki út í umhverfið frá staðnum. Matur er dýr á íslandi Tímaritið The Economist birtir á hverju ári svonefna hamborgaravísi- tölu sem byggist á verði Big Mac- hamborgara á McDonald’s-veitinga- stöðum víða um heim. Þessi vísitala var gamansöm tilraun til að bera saman raungengi ýmissa gjaldmiðla gagnvart dollar. Miðað við verðskrá, sem lögð er til grundvallar, má ætla að hamborgarar séu óvíða dýrari en á íslandi, en Big Mac kostar hér 395 krónur. Hvernig stendur á því? „Allt sem til þarf er dýrt hér á landi,“ segir Kjartan. „Virðisauka- skattur er 24,5% eða einn fimmti „Við erum hvött til að vera löghlýðin, breyta rétt, vinna vel og vanda okkur við allt sem við gerum. Leggja til þjóðfélagsins en vera ekki bara þiggjendur.“ af verðinu. Það er ekki sambærilegt við til dæmis 4-5% sums staðar í Bandaríkjunum. Kjötið hér er marg- falt dýrara en annars staðar. Sölu- kerfi landbúnaðarins er þannig að það breytir engu hvort maður kaup- ir eitt kíló eða hundrað. Skrokkurinn er alltaf á sama verði. Við notum dýrari hluta skrokksins og eigum meðal annars í samkeppni við aðila sem nota ódýrara hráefni. Milliliða- kostnaður, slátrun og kjötvinnsla, er hár, í og með vegna þess hvað við framleiðum lítið samanborið við stóru löndin. Allt innlent hrá- efni er hræðilega dýrt - matur er allt of dýr á ís- landi. Það sem við þurfum að flytja inn kemur um langan veg svo við það bætist flutningskostnaður og háir tollar. Við reiknum verðið út eins og allir aðrir. Það er mikill þrýstingur á að lækka verðið, enda höfum við lækkað það talsvert frá upphafi. Enginn yrði glaðari en ég ef við gætum lækkað enn frekar. Því miður er verðið nú þegar það lágt að sé það skoðað út frá álagn- ingu, eins og Islendingum er tamt, þá er arðsemin verst hjá mér. Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því. Við stöndum í skilum, en það er heldur ekkert eftir.“ Rúmlega 80% af kostnaði fyrir- tækisins er innlendur, það sem flutt er inn eru umbúðir, franskar kartöfl- ur sérræktaðar fyrir McDonald’s, sósur og brauð. Það eru fimm sér- hæfð bakarí í Evrópu sem baka fyr- ir alla McDonald’s-veitingastaðina í álfunni. Hafa flutt inn þekkingu „Við kaupum allt sem við getum hér innanlands," segir Kjartan. „Við höfum átt mjög góða og ánægjulega samvinnu við íslenska framleiðendur og þeir hafa lagt mikið á sig til _að mæta óskum okkar og kröfum. Ég held að það sem við höfum gert ásamt þessum framleiðendum hafi komið öllum neytendum til góða, án þess að það hafi farið mjög hátt. Við höfum flutt inn mikla þekkingu í matvælaiðnaði. Það hafa komið og koma reglulega sérfræðingar á okkar vegum til að hjálpa samstarfsaðilum okkar að gera betur." Kjartan segir að McDonald’s gefi sig út fyrir að vera fjölskyldustaður en ekki sé um neinn staðlaðan kúnna að ræða. „Við erum með fasta við- skiptavini frá níræðisaldri og allt niður í börnin, sem eru bestu vinir okkar,“ segir Kjartan. „Við viljum selja góðan mat og góða þjónustu á góðu verði til allra. Við erum löghlýð- in, reynum að gera allt eins vandað og hægt er. Við erum með nákvæmt bókhald endurskoðað af löggiltum endurskoðendum og McDonald’s. Hér er gert upp á hveijum degi, gerð vörutalning og rýrnun skráð. Hér er ekki stunduð svört atvinnu- starfsemi, það eru allir starfsmenn skráðir. Fyrirtækið er gegnsætt fyrir alla sem vilja skoða það. Það er best fyrir okkur ef eftirlitsstofnanir á sviði fjármála, öryggismála og heilbrigðis- mála heimsækja okkur sem oftast. Þá getum við sannað ágæti okkar.“ Islendingar flykkjast í sumarleyfið með Plúsferðum BILL UND Vegna mikillar eftirspurnar og sölu til Billund, höfum viðfengið viðbótarsœti þangað. Ennþá eru til laus sœti. Bókið strax! 26. júni' 27. júní LAUS SÆTl UPPSELT BILLUND 3. júlí UPPSELT 4 . júlí UPPSELT 10. iúlí UPPSELT 11. iúlí ÖRFÁ SÆTl LAUS 17. iúlí UPPSELT 18. iúlí ÖRFÁ SÆTl LAUS 24. iúlí LAUS SÆTI 25. júlí 10 SÆTI LAUS 31. júlí UPPSELT ÁGÚST 7. ágúst UPPSELT 14. ágúst UPPSELT 21. ágúst LAUS SÆTI 28. ágúst LAUS SÆTI Flug Y, Bíll pr. mann, 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára. Innifalið: Flug, flugv.skattar og bíll í Bflokki í viku. 31910,- pr. mann, 2fullorðnir Innifalið: Flug, flugv.skattar og btlliBflokki l viku. Mikit nýjung hjá PLÚSferðum! SÓLAR PLÚSINN Brottför l.jlílí, 29. jiilí og 26. cígúst Þið bókið ferðina og vikufyrir brottför látum við ykkur vita á hvaða gististað þið munið dvelja. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. OPIÐ ÁLAUGARDÖGUM kl. 10-14 Farþegar PLÚSferða fljúga eingöngu með Fhigleiðum. VISA SJÓVÁ-ALMENNAR FERÐIR Faxafeni 5 108 Reykjavík. Súni: 568 2277 Fax: 568 2274 E OTT ó AUGLVSINGAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.